Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ -I MINNINGAR KRISTIN JÓNSDÓTTIR + Kristín Jóns- dóttir var fædd 11. des. 1911 að Austurkoti í Hraun- gerðishreppi. Hún lést á Ljósheimum, heimili aldraðra á Selfossi, 31. mars sl. Kristín var dóttir hjónanna Katrínar Guðmundsdóttur frá Sandlæk, Gnúp- verjahreppi, og Jóns Brynjólfssonar frá Kaldbak, Hrunamanna- hreppi, sem þar bjuggu. Þau fluttu að Grafarbakka árið 1931. Krist- ín var elst þriggja systkina en hin eru Guðrún, f. 6. mars 1913, gift Páli V. Danielssyni, búsett í Hafnarfirði, og Guðmundur Ámundi, f. 4. ág. 1917, kyæntur Herdísi Guðmundsdóttur og eiga þau heima í Kópavogi. Kristín var í heúnahúsum til 18 ára ald- urs en fór þá til Reykjavíkur og vann á matsölustað. Hún veiktist ásamt tveimur öðrum starfs- stúlkum af bráðaberklum og átti við mikil veikindi að stríða um tveggja ára skeið. Næstu ár var hún á heimili foreldra sinna en ur. Hún giftist 30. maí 1941 Kristófer Ingimundarsyni 'frá Andrésfjósum á Skeiðum en hann var þá vörubifreiðastjóri í Reykjavík. Þar bjuggu þau fyrstu árin en fluttu að Grafarbakka árið 1944 og hófu búskap þar en þá brugðu foreldrar Kristínar búi. Síðan hefur Kristín átt heimili að Grafarbakka. Hún missti mann sinn 3. nóv. 1975 og tóku þá tveir synir hennar við jörðinni en hún hætti búskap. Þau hjónin eignuðust ellefu börn og komust tíu þeirra til fullorðinsára. Þau eru: Jón Hreiðar, f. 15. júlí 1941, d. 13. sept. 1991, Emil Rafn, f. 1. ág. 1942, Eiríkur Krístinn, f. 21. des. 1943, Bjðrk, f. 22. jan. 1945, Kjartan, f. 27. maí 1946, Guðrún Krístín, f. 13. nóv. 1947, María Munda, f. 13. nóv. 1947, Hlíf, f. 18. ág. 1949, Gyða Ing- unn, f. 6. mai 1951, og Hreinn, f. 19. nóv. 1952. Kristín verður jarðsett frá Hrunakirkju í dag og hefst at- síðar fór hún í vist til Reykjavík- höfnin klukkan 14. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þéirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. (Davíð Stefánsson.) Ég ætla að orð skáldsins megi •"^eimfæra við síðustu lífsdægur tengdamóður minnar, Kristínar Jónsdóttur frá Grafarbakka í Hruna- mannahreppi, er lést að Ljósheimum á Selfossi föstudaginn 31. mars sl., eftir veikindi og sjúkdómslegu frá . því í vetrarbyrjun. Kristín var Árnesingur að ætt og uppruna og alin upp þar í sveitum. Hún var komin af sterkum stofnum og lét ekki bugast við mótbyr. Er hún lauk námi frá Húsmæðraskólan- um á Hallormsstað, fyrir rúmum 60 árum, hafði hún heim með sér eina plöntu af lerkitré. Plantan var gróð- ursett í garðinlim sunnan við íbúðar- húsið á Grafarbakka og dafnaði hún þar vel því nú mun þetta vera eitt _ ^iæsta ef ekki hæsta lerkitré á Suð- 'urlandi. Kristín og maður hennar Kristófer Ingimundarson hófu sinn búskap í Reykjavík og bjuggu þar fyrstu árin. Þar/æddust þeim þrír elstu synirn- ir. Árið 1944 fluttu þau hjónin að Grafarbakka og hófu þar búskap er foreldrar Kristínar létu af honum. Á búskaparárum Kristínar munu oft hafa verið erfiðir tímar og vinnudag- ur hennar langur. Heimilið var mannmargt, börnin mörg og bóndi hennar sagður oft fjarri heimili. Það hvíldi því á herðum hennar að sjá um búsýsluna bæði utan dyra sem innan. Þeim hjónum mun hafa búnast __>-el og haft afkomu í meðallagi. Börn þeirra voru dugandi og urðu snemma sjálfbjarga. Þau réttu hjálp- arhönd og léttu undir við bústörfin. Miðað við hefðbundin störf flestra húsmæðra á íslenskum heimilum var starf Kristínar frábrugðið á einn hátt. Búskaparár hennar á Grafar- bakka var hún án eldavélar. Allan mat „sauð" hún í gufupotti og gerði svo fram til hins síðasta. Kristófer heitinn var látinn er ég tengdist fjölskyldunni. Hann var sagður mannkostamaður, hjálpsam- ur sveitungum sínum og vildi öllum " vel. Fyrir lát Kristófers höfðu synir ERHSDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verö ¦Miyiiui,, og go6 þjonusta. iVEKLUELDHUSro ^ALFHEIMUM 74 - S. 568-6220 þeirra hjóna, Emil og Eiríkur, tekið við búskapnum á Grafarbakka. Kristín dvaldi áfram í gamla íbúðar- húsinu að Grafarbakka allt þar til að hún veiktist nú á haustdögum. Missir Kristínar var mikill er Jón sonur hennar varð bráðkvaddur haustið 1991. Hún hafði ekki orð um og bar harm sinn í hljóði. Krist- ín var myndarkona og hæg í allri framgöngu. Líf hennar var án há- vaða eða óþarfa umsvifa. Hún gekk hægt um gleðinnar dyr og lét mál- efni annarra afskiptalaus. Lífsvið- horfi hennar og lífshlaupi má lýsa hvað best með spakmæli höfðu eftir C. Coolidge: „Enginn virðuleiki er áhrifameiri né nokkurt sjálfstæði þýðinganneira en að lifa í samræmi við efni sín." Mörg okkar sem yngri erum ættum gjarnan að taka okkur þetta til eftirbreytni. í byrjun greinar minnar vitnaði ég til skáldsins Davíðs Stefánssonar. Ég tel viðeigandi að ljúka skrifum mínum á sama hátt, um leið og ég þakka Kristínu góða viðkynningu og votta börnum hennar samúð mína. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ast til sinna landa og eykur þeirra afi og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stefánsson) Öllum, skyldum jafnt sem óskyld- . um, er önnuðust Kristínu í veikind- um hennar færi ég þakkir. Viðmót fólks á sjúkrastofnunum skiptir miklu bæði fyrir hinn sjúka og ekki síður aðstandendur hans. Guðm. Óli Pálsson. Tengdamóðir mín, Kristín Jóns- dóttir frá Grafarbakka, sveitaamma eins og börnin mín kölluðu hana, er látin. Þegar við umgöngumst eldra fólk finnum við oft að það hefur öðlast lífsfyllingu. Svo var með Kristínu, hún var sátt við allt og alla, búin að skila þjóðfélaginu sínu, tilbúin að kveðja þennan heim og leita á vit nýrra heima. Þegar ég kom inn í fjölskylduna var hún orðin ekkja eftir mann sinn Kristófer Ingimundarson. Fyrir andlát hans hafði verið gengið frá því að tveir synir þeirra tækju við búinu, þannig að heldur var farið að hægjast um hjá henni þegar okk- ar kynni hófust. Hugur hennar var þó við búskap- inn og hafði hún vakandi auga með búverkunum. Vorið var hennar tími. Það var mér ómetanleg reynsla, þá nýskriðin úr uppeldisnámi, . að kynnast konu eins og Kristínu sem þekkti lífsins baráttu betur en marg- ur annar. Tæplega þrítug eignaðist hún sitt fyrsta barn og átti alls ell- efu börn á ellefu árum. Tíu þeirra komust á legg og eru níu á lífi í dag. Auk Jpess ól hún dótturdóttur sína upp, Asdísi, sem var sólargeisl- inn hennar. Hvernig hún fór að því að taka að sér aukabörn á sumrin til viðbótar við barnaskarann er mér óskiljanlegt. Kona með þessa reynslu hlustaði með hægð og hafði gaman af kröfu- gerð og umkvörtunarefnum fóstr- unnar. Oft sagði hún, þegar henni fannst ég ganga of langt, hvernig heldurðu að við höfum farið að hér áður, enginn leikskóli og rafmagn kom ekki í sveitina fyrr en eftir að börnin voru öll fædd. Þetta eru lífs- kjör sem við þau yngri eigum erfitt með að setja okkur inn í. En aldrei kvartaði Kristín heldur leiddi okkur í sannleik um hvað við nútímafólk höfum það gott. Við ræddum oft kvenréttindamál og þó að hún í sínum búskap hefði lifað eftir þeirra tíma anda, þegar staða konunnar var heimilið, gladd- ist hún yfir breytingum á stöðu kvenna. Þó hafði hún áhyggjur af því að börnin í nútímaþjóðfélagi yrðu útundan. Samheldni Grafarbakkafjölskyld- unnar er mikil og aldrei var Kristín ánægðari en þegar hún hafði sem flesta af niðjum sínum í kringum sig. Þegar réttardagur nálgaðist færðist líf í þá gömlu, stóri potturinn tekinn fram og réttarsúpan soðin. Oftast voru um fímmtíu manns sem snæddu, því þennan dag komu 611 börnin og mörg barnabarnanna. Þessi dagur var dagur fjölskyldunn- ar. Eitt var það sem ég dáðist að í fari tengdamóður minnar að hnýsni og afskiptasemi átti hún ekki til. Hún 61 börn sín upp í vinnusemi og drenglyndi, þannig að þau yrðu fær um að standa fyrir sínu þegar þau flygju úr hreiðrinu. Hún var óspör á góð ráð ef um voru beðin og hvatti til góðra verka, en stjórnsemi sýndi hún ekki. Þegar ég kveð Kristínu togast margar ólíkar tilfínningar á í huga mínum, sorgin og söknuðurinn, þakklæti fyrir að fá að kynnast henni og gleði yfir að sjúkragöngunni skuli vera lokið. Starfsfólki Heilsustofn- unar NLFÍ, Sjúkrahúss Suðurlands, og nú síðast starfsfólki Ljósheima viljum við þakka hlýtt viðmót og góða umönnun. Ingibjörg Sigmundsdóttir. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt ef telja skyldi það. í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rÓs. (Margrét Jónsd.) Kynni mín af Kristínu hófust er ég var með dætrum hennar í barna- skóla og kom ég þá stundum að Grafarbakka og var alltaf vel tekið á móti mér. Kristín var afskaplega traust og góð kona sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín. Eins og nærri má geta var lítið um frídaga á stóru heimili, vinnu- dagurinn langur er sinna þurfti bæði úti- og inniverkum og þægind- in ekki eins og í dag. Kristófer var ákaflega framsýnn maður og tileink- aði sér flestar nýjungar við búskap- inn svo sem vélar og fleira til að létta störfin. Árið 1971 byrja ég búskap með Jóni syni þeirra hjóna. Bjuggum við í nokkur ár á Laxárbakka, sem er í Grafarbakkalandi, en byggðum okkur síðan hús á Flúðum. Þær eru margar stundirnar sem ég hef átt með mínu ágæta tengdafólki. Alltaf var Kristín boðin og búin að rétta hjálparhönd og aðstoða þá sem minna máttu sín. Þá líða seint úr minni flatkökurnar og kleinurnar sem hún bakaði og vel voru þegnar sendingar er oft bárust af þessu heimsins besta bakkelsi. Kristín varð fyrir þeirri miklu raun í september 1991 að Jón elsti sonur hennar, maðurinn minn, varð bráðkvaddur. Þá reyndi mikið á fjöl- skylduna. Á þeirri stundu fann mað- ur þá samheldni, þann styrk og þá hlýju sem þau bera með sér. Fyrir ári veiktist ég alvarlega og á enn í þeim veikindum, þá veitti Kristín mér styrk og hlýju. Börnin hennar og fjölskyldur þeirra hafa ekki látið sitt eftir liggja og færi ég þeim mínar bestu þakkir fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig. Ég þakka Kristínu allt það sem hún var mér og börnum mínum. Börnum hennar og systkinum og fjölskyldum þeirra sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Veri eískuleg tengdamóðir og amma kært kvödd. Jóhanna Sigríður og börn. Kristín ólst upp í Austurkoti við almenn sveitastörf og fór snemma að vinna þau verk sem til féllu bæði utan húss og innan. Hún var snemma natin við að hugsa um bú- pening og fórst það vel úr hendi. Það var mikið áfall fyrir unga stúlku að veikjast af lífshættulegum sjúkdómi. Önnur hinna stúlknanna lést og sýndi það hvaða hætta var á ferðum. En Kristín var kraftmikil og tókst æðrulaus á við veikindi sín. Hún var fyrst flutt á Landakotsspít- ala en þaðan fór hún á Reykjahæli í Hveragerði og aftur lá leiðin á Landakotsspítala. Berklarnir höfðu skaðað bakið og var gerð á henni mikil aðgerð sem var í því fólgin að spengja hrygginn með beinflís sem var tekin annars staðar úr líkaman- um. Þetta kostaði margra mánaða legu í gifsi þar sem hún mátti ekki hreyfa sig á meðan beinin voru að gróa. En aðgerðin tókst og hún komst heim og náði smátt og smátt heilsu á ný. Mikil lífsreynsla ungrar stúlku var-að baki. Kristín var hörkudugleg og sívinn- andi. Á það reyndi mjög í hennar búskap. Hún var ósérhlífin og þótt verkin innanhúss á stóru heimili væru ærin brá hún sér í útistörfin ef á þurfti að halda. Það er mikil vinna í því fólgin að koma stórum barnahópi til manns. Það var gert með miklum sóma. Það var alltaf gaman að koma að Grafarbakka. Aldrei stóð svo á að ekki væri vel og alúðlega á móti fólki tekið. Barna- hópurinn stækkaði og óx úr grasi. Kraftmikil, hraust, óbæld og á stundum ærslafull börn. Allt það besta sem tilheyrir heilbrigðri æsku. Nú eru þau löngu uppkomin og hafa reynst dugmikið og farsælt fólk. Og ný kynslóð barnabarna og barna- bamabarna er komin til sögunnar og eru afkomendur Kristínar og Kristófers orðnir 47< Kristin 61 að mestu upp eitt barnabarn sitt og var það henni mikil gleði og styrkur eftir að hún missti mann sinn. Á síðari árum gafst henni meiri timi fyrir sjálfa sig og fór hún þá til orlofsdvalar eða í hópferðir sem buðust. Var það henni til mikillar ánægju enda hafði hún áhuga á að kynnast bæði landi og þjóð. Kristín var góður og traustur samferðamaður á lífsleiðinni. Við sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni og eiga hana í vina hópi finnum fyrir tómarúmi þegar hún er frá okkur farin. Við þökkum Kristínu trausta og góða vináttu og biðjum henni blessunar guðs á nýjum vegum. Fjölskyldunni flytjum við innilegar samúðarkveðj- ur. Páll V. Daníelsson. Elsku amma mín! Núna ertu far- in. Ég sá þig í síðasta sinn viku áður en þú lést. Ég kveð þig með erindum úr Ömmuljóði eftir Jóhann- es úr Kötlum. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndisleg og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. Anna Katrín. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jðrðina alla. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Við vitum öll að lífíð er ekki enda- laust og að enginn lifir að eilífu, en samt höldum við áfram að vona að þeir sem við elskum mest og eru okkar styrkur og stoð í lífinu séu alltaf til staðar fyrir okkur í blíðu og stríðu. En þannig er það ekki og góðar og traustar persónur eins og hún amma mín hverfa burt úr lífi okkar, kannski til að hefja nýtt líf, það getum við ekki vitað. Amma gaf svo mikið af sjálfri sér og hefur kannski ekki gert sér grein fyrir hve mikið hún mótaðj líf margra. Minningin um hana opnar marga heima sem gott er að ylja sér við og þægilegt er að hugsa um að henni ömmu Iíður vel núna, því ég er viss um að hvar sem hún er núna þá umlykur hana friður og hlýja. Eg hugsa um_ traust, ég hugsa um þolinmæði. Ég hugsa um ást, ég hugsa um skilning. Ég hugsa um hreinskilni, ég hugsa um kraft. Eg hugsa um ömmu. Ásdís Hrönn. Kristín amma lést fyrir viku. Ein- hvern veginn trúir maður því ekki að hún sé farin í sína síðustu ferð. Við getum ekki lengur skotist til hennar í heimsókn, fengið hennar margrómaða kaffi sem var vel heitt enda hellt upp á með sjóðandi vatni beint úr krananum. Upp í hugann leita minningabrot af skemmtilegum stundum sem við áttum með ömmu okkar. Eins og þegar Kristín Linda og Ásdís frænka tóku það upp hjá sér þegar þær voru unglingar að þær ætluðu að fara um verslunarmannahelgi í útilegu. Við höfðum eytt miklum tíma í að hugsa upp röksemdir sem myndu duga til að sannfæra full- orðna fólkið um hversu góð hug- mynd það væri að við færum á útihátíð. Þegar við vorum orðnar vissar um að rök okkar væru orðin það sterk að engum dytti í hug nokkur ástæða fyrir að leyfa okkur ekki að fara bárum við upp spurn- inguna. Hugmyndin féll í grýttan jarðveg og vorum við tilbúnar í nöldrið, þegar amma þaggaði al- gerlega niður í okkur með því að bjóða að við mættum nú bara tjalda í garðinum fyrst okkur langaði svo mikið að sofa í tjaldi. Eftir þetta boð hennar ömmu var eins og allar röksemdirnar okkar fyrir því að við fengjum að fara væru roknar út í veður og vind, þannig að við játuð- um okkur sigraðar. Er ég hrædd um að amma hafi hlegið að okkur frænkunum og gerir það jafnvel enn í dag. Svona var hún amma snjöll, leysti vandamál sem að steðjuðu án þess að virðast hafa mikið fyrir því. Frá unga aldri fórum við systkin- in í réttirnar til hennar ömmu. Rétt- arsúpan hennar og flatkökurnar voru jafn snar þáttur í réttarstemm- ingunni og kindurnar. Það var alltaf tilhlökkun að fara austur til hennar ömmu og án hennar verður sveitin ekki söm og áður. Kristín Linda, Vigfús Þór, Arnar Bjarki og Lúcinda.' Það er sárt til þess að hugsa að fgeta ekki hitt þig aftur langamma mín. Eg kom oft til þfn í sveitina. Þú fagnaðir alltaf komu minni og i € 4 i 4 i i 4 4 1 f i « 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.