Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Sjávarútvegsráðherrar funda SJAVARUTVEGSRAÐHERRAR Evrópusambandsins funduðu í gær um deilu ESB og Kanada á grálúðumiðunum í Norður-Atl- antshafi. Þessir þrír virðast vera að ræða eitthvað annað en það alvörumál. Hér eru fulltrúar helztu fiskveiðiríkja ESB, þeir Luis Atinza Serna frá Spáni og Antonio Duarte Silva frá Portúgal, á tali við Jean Puech, sjávarútvegsráðherra Frakk- lands og formann ráðherraráðs- ins. Liechtenstein- búar kjósa um EES Vaduz. Reuter. ÍBÚAR smáríkisins Liechtenstein ganga í dag og á sunnudag til at- kvæða um það hvort rjúfa beri tolla- bandalagið við Sviss og gera ríkinu þannig kleift að taka þátt í samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði, sem samþykktur var í þjóð- aratkvæðagreiðslu árið 1992. Fyrstu tölur eru væntanlegar síð- degis á sunnudag. Fastlega er búizt við að meiri- hlutinn greiði aðild með því að gera EES-aðild ríkisins virka. Vegna tollabandalagsins við Sviss gat Li- echtenstein ekki uppfyllt skilyrði EES-samningsins eftir að Sviss- lendingar höfðu fellt samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einangrun ekki ábyrgur kostur í yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin sendi þeim 14.000 íbúum-,.sem hafa kosningarétt, segir að „stjórnin — og án efa meirihluti þjóðarinnar — sjái ekki einangrun eða að Liechten- stein fari sínar eigin leiðir sem ábyrgan kost." Verði tillögur stjórnarinnar sam- þykktar, mun Liechtenstein verða fullgilt aðildarríki EES 1. maí. Um leið mun ríkið, ásamt íslandi og Noregi, taka þátt í stofnunum EFTA, sem starfræktar eru vegna EES, þ.e. eftirlitsstofnuninni og dómstólnum. ESB enginn „Dýrabær" • JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu í Bonn á miðvikudagskvöld að hann myndi leggjast gegn því að ESB yrði einhvers konar „Dýrabær", þ.e. að „öll riki séu jöfn en sum ríki verðijafnari en önnur" og vísaði þar til skáldsögu George Orwells. Santer vildi aug- Ijóslega gefa í skyn að réttindi stærrí ríkja yrðu ekki aukin á kostnað þeirra smærrí. Hann sagðist myndu beita sér fyrir því á ráðstefnunni að öll aðildarríki, óháð landfræðilegri stærð, hefðu sitt að segja í sambandinu. • ALAIN Lamassoure, Evrópu- ráðherra Frakka, tjáði Evrópu- þinginu í gær að Tyrkir hefðu fullvissað ESB um að þeir myndu bráðlega kalla herlið sitt fráNorð- ur-Irak og að þeir hefðu gefið formlegar tryggingar fyrir því að ekki yrði ráðizt á óbreytta borg- ara. ESB, ásamt íslandi og Nor- egi, mótmælti hernaði Tyrkja í Irak á miðvikudag. • FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur lagt fram tillögur um við- tækt samstarf við nágrannaríki Evrópu sunnan og austan við Mið- jarðarhafið. Lagt er til að há- punktur samvinnunnar verði stofnun Efnahagssvæðis Evrópu- og Miðjarðarhafsríkja árið 2010, þar sem verzlun verði frjáls. ESB ver nú stórum fjárhæðum til þró- unaraðstoðar við Miðjarðarhafs- ríkin, ekki sízt í þeim tilgangi að draga úr áhrífum róttækra músl- ima og tryggja stöðugleika. • JACQUES Chirac, borgarslgóri Parísar og forsetaframbjóðandi, segir að nauðsynlegt geti reynzt fyrir Frakkland að endurskoða Schengen-samkomulagið, komi í Ijós að það hindri ekki ólöglega innflytjendur í að komast til Frakklands. Hann sagðist þó al- gjörlega fylgjandi því að evrópski draumurinn um afnám landamæra fengið að rætast. ESB lætur norskar selveiðar óátaldar Ósló. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins gerir engar athuga- semdir við selveiðar Norðmanna og hefur engar ástæður til slíks, að því er fram kom hjá framkvæmdastjórn- armanninum Neil Kínnock í svari við fyrirspurn á Evrópuþinginu á mið- vikudag. Ekki í útrýmingarhættu Kinnock svaraði spurningu frá Evrópuþingmanninum Viviane Red- ing um það, hvaða skref fram- kvæmdastjórnin hygðist taka til að „hið villimannslega selkópadráp Norðmanna yrði ekki hafið á ný." „Eins og þingmaðurinn mun vita, eru hvorki vöðuselur né blöðruselur í útrýmingarhættu," sagði Kinnock. „Það leikur enginn vafi á að stofninn þolir þá nýtingu, sem um er rætt." Hann benti á að Evrópusambandið hefði verið fulhissað um að Norð- menn myndu áfram banna selkópa- veiðar í hagnaðarskyni. Á þriðjudag vísaði forsætisnefnd Evrópuþingsins frá ályktunartillögu um fordæmingu á selvéiðum Norð- manna. Það var þingflokkur frjáls- lyndra, sem lagði tillöguna fram. Ný bók um straum innflytjenda frá þriðja heiminum Bandarikin sögð á glötunarbraut Bandaríkin eru á glöt- unarbraut vegna straums innflytjenda frá þriðja heiminum, að því er haldið er fram í bók Bretans Peters ¦______________ Brimelows sem gefín verður út á næstunni. Höfundurinn segir að stemmi bandarísk yfir- völd ekki stigu við inn- flytjendastraumnum blasi við upplausn. Höfundurinn rökstyður mál sitt með upplýsingum sem eru líklegar til að vekja ugg meðal Bandaríkja- manna. • Næstum 49% kambódískra inn- flytjenda í Bandaríkjunum þiggja opinbera framfærslustyrki. • Útlendingar (menn sem hafa ekki bandarískan ríkisborgararétt) eru um fjórðungur allra fanga í alríkisfangelsum. • Konur, sem hafa komið til landsins með ólöglegum hætti, ala tvo þriðju hluta allra barna sem fæðast á sjúkrahúsum Los Ange- les-sýslu. Þegar börnin hafa fæðst er ekki hægt að vísa konunum úr landi og þær óðlast rétt til fram- færslustyrkja. • Talið er að þrír fjórðu 100.000 Nígeríumanna í Bandaríkjunum séu viðriðnir skipulagða glæpa- starfsemi, einkum kreditkortasvik, tryggingasvik og heróínsölu. FÍúði ESB Þetta er aðeins lítið sýnishorn af upplýsingunum í bók Brime- lows, „Alien Nation", sem væntan- leg er á markaðinn. Brimelow fæddist í Englandi og er því sjálfur innflytjandi. Hann settist að í Bandaríkjunum árið 1979 og starfar nú sem blaðamað- ur við Forbes Ma.ga.zine. Samt hef- ur hann gerst helsti málsvari „upp- reisnar bandarískra heimamanna", sem óttast að Bandaríkin stefni í glötun verði innflytjendastraumur- inn frá þriðja heiminum ekki stöðv- aður þegar í stað. Brimelow flutti fyrst búferlum til Kanada árið 1970 vegna þess að hann gat ekki hugsað sér að búa í Bretlandi eftir aðildina að Evrópusambandinu. „Ég taldi að allt færi til fjandans eftir það." Nú eru það Bandaríkin sem verið er að eyðileggja, að mati Bri- melows. 12-13 mill,jónir á 10 árum Árið 1991 komu 1,8 milljónir innflytjenda til Bandaríkjanna, FLÓTTAFÓLKI frá Kúbu bjargað úr bátum á leið til Florida. í nýrrí bók er þvi haldið fram að Bandaríkin séu á glötunarbraut vegna straums innflytjenda frá Rómönsku Ameríku og Asíu. þeirra á meðal flóttamenn og fólk sem fékk dvalarleyfi eftir að hafa komist til landsins með ólöglegum hætti. Árið 1990 var þessi fjöldi 1,5 milljónir. Aðeins 10% löglegu innflytjend- anna koma frá Evrópu og á meðal þeirra er fólk frá þriðja heiminum sem flutti frá Evrópu til Bandaríkj- anna. Innflytjendurnir koma langflest- ir frá Mexíkó, næst koma Filipps- eyjar, þá Víetnam, El Salvador, Kína o.s.frv. Bandarísk yfirvöld áætla að alls verði innflytjendurnir á þessum áratug 12-13 milljónir. Nokkrir sérfræðingar bæta reyndar við 18 milljónum. Búist við að um milljón löglegra og 300.000 ólöglegra inn- flytjenda komi til Bandaríkjanna í ár. Einsdæmi í veraldarsögunni Brimelow segir að ekki sé langt síðan innflytjendastraumurinn hófst. Árið 1950 hafi 90% Banda- ríkjamanna verið hvítir, flestir hinna blökkumenn. Á þessum tíma hafi verið tveir kynþættir í Banda- ríkjunum. Höfundurinn segir að þetta hafi breyst mjög fljótt. Árið 1990 hafi hvítir menn verið komnir niður í 75,6%. Bandarísk yfirvöld áætla að hvítir verði aðeins 51% íbúanna árið 2050. Þetta merkir að á ýmsum svæð- um verða hvíta fólkið í minnihluta. Sú er þegar orðin raunin á svæðum Kúbumanna í Florida og innflytj- enda frá Mexíkó og El Salvador í Suður-Kaliforníu. Höfundurinn segir að slíkum innflytjendasvæð- um, með sitt eigið tungumál, eigi eftir að fjölga. Að mati Brimelows getur þetta aðeins leitt til eins: Að Bandaríkin liðist í sundur. „Það eru engin dæmi um að sjálfstætt ríki gangi í gegnum svo hraðar og róttækar þjóðernislegar breytingar í allri veraldarsögunni," segir Brimelow. Innflytjendum verði fækkað Brimelow vill að bandarísk yfir- völd herði eftirlitið við landamærin að Mexíkó til að hindra að fólk frá Rómönsku Ameríku komist til landsins. Þá vill hann að innflytj- endalöggjöfinni frá árinu 1965 verði breytt þannig að afnumið verði ákvæði um að ættingjar inn- flytjenda geti fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Höfundurinn leggur til að aðeins vel menntað fólk og hæfíleikamenn fái að flytjast frá þriðja heiminum til Bandaríkjanna. Að öðru leyti verði miðað við það að fá fólk frá lýðræðisríkjum í „fyrsta heimin- um", helst Evrópu. Brimelow hefur verið sakaður um kynþáttafordóma en vísar því algjörlega á bug. Hann segir að frjálslynd öfl, sem móti skoðanir 'almennings, hafi rangtúlkað sögu Bandaríkjanna á þann veg að þau hafí alltaf verið opin fyrir fátæku og kúguðu fólki í öllum heiminum. Hann segir að Bandaríkin hafi blómstrað vegna þess að þar hafí búið ein þjóð, sem fléttast hafí saman af ólíkum þjóðernum og menningarheimum og sameinast. Á tímum frelsisbaráttu bresku ný- lendnanna á austurströndinni hafi fólk af breskum uppruna verið í meirihluti meðal hvítra og 98% hafi verið mótmælendur. Bretar og bresk menning hafi enn verið allsráðandi í Virginíu og Massachusetts 200 árum eftir landnámið þar. Að vísu hafi mikill fjöldi kaþólikka frá Suður- og Austur-Evrópu samlagast mót- mælendunum en því fari fjarri að Bandaríkin geti storkað pólitískum þyngdariögmálum til eilífðar. Heimild: The Daily Telegraph. Sjávarútvegsráðherra Noregs Hrefnustofninn ekki ofmetinn Ósló. Reuter. BJARNE Myrstad, sjávarútvegsráð- herra Noregs, sagði í gær að ekki væri rétt að Norðmenn hefðu ofmet- ið stærð hrefnustofnsins í Norðaust- ur-Atlantshafl, eins og umhverfls- verndarsamtökin Greenpeace hafa haldið fram. Norðmenn segja að um 86.700 hrefnur séu á svæðinu og nógu marg- ar til að réttlæta veiðar á 300 hrefn- um í ár eins og ákveðið hefur verið. Greenpeace segir að aðeins 60.000 hrefnur séu í NA-Atlantshafi. Myrstad sagði að komið hefðu fram villur í tölvuforriti við útreikn- ing á stærð stofnsins. Erlendir vís- indamenn hefðu hins vegar farið yfír nýjan útreikning Norðmanna og staðfest að villurnar hefðu ekki breytt niðurstöðunni að ráði. „Nýju tölurnar verða lagðar fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahval- veiðiráðsins í Dublin 8. maí," sagði Myrstad. „Talan 60.000 er alröng."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.