Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 55 Ljósmyndamara- þon SHÍ 1995 UÓSMYNDAMARAÞON SHI fér nú fram í þriðja sinn og hef- ur fest sig í sessi sem árlegur viðburður í Háskólalífinu. í fyrra urðu þátttakendur nálægt tvö hundruð talsins og var almenn ánægja með keppnina. Ljósmyndamaraþon er keppni sem gengur út á hugvit fremur en mikla tæknilega kunnáttu í ljósmyndun. Keppendur fá að morgni dags tólf verkefni og tólf mynda filmu. Verkefnin eru á ýmsa lund en eiga það sammerkt að bjóða upp á marga möguleika í útfærslu. Sá sem hefur flestar góðar hugmyndir og útfærir þær tæknilega skammlaust sigrar keppnina og hlýtur glæsileg verð- laun. í ár verður gerð sú breyting á tilhögun keppninnar að kepp- endur fá sex efni uppgefin í bæklingi keppninnar til að létta fólki róðurinn. Styrktaraðilar Ljósmyndam- araþons SHÍ eru: Ljósmyndavör- ur, Búnaðarbankinn, Ferðaskrif- stofa stúdenta og Morgunblaðið. Keppnin er öllum opin og ekk- ert þátttökugjald. Á meðal verð- launa er 50.000 kr. ferðavinning- ur frá Ferðaskrifstofu stúdenta og glæsileg myndavél frá Ljós- myndavörum hf. Skráning er á skrifstofu stúdentaráðs. Lj ósmyndasamkeppni á vegum ÍTR ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur efnir til sam- keppni á svart-hvítum ljós- myndum og litmyndum gerð- um af nemendum úr grunn- skólum og félagsmiðstöðvum Reykjavíkur (5.-10.bekk), Svart á hvítu og Litaflipp ’95. Viðurkenningar verða veittar fyrir þrjár bestu myndirnar í hvorum flokki og mun dóm- nefnd sjá um að velja þær. Viðfangsefni í báðum flokk- um eru þijú. í flokki svart- hvítra ljósmynda eru þau portrait, mynd af manneskju eða öðru sem sýnir persónu- leika ekki síður en útlit, lands- lag og frjálst. Sömu viðfangs- efni eru í flokki litljósmynda að því undanskildu að í stað landslags kemur viðfangsefnið litagleði. Hver þátttakandi hefur leyfi til að senda inn 1-3 myndir í allt í hvora samkeppnina, hvort sem er i einum flokki eða öllum. Leyfilegt er að senda þrjár myndir í einn flokk eða dreifa þeim á alla flokkana. Myndirnar sem sendar verða inn skulu vera af öllum stærðum, óupplímdar, vand- lega merktar eiganda sínum og skóla og filmur af myndun- um verða að vera tiltækar ef myndirnar vinna til verðlauna. Styrktaraðili fyrir Svart á hvítu eru Beco og Ilford en Hans Petersen fyrir Litaflipp ’95. Sýning verður á myndun- um í Ráðhúsi Reykjavíkur dag- ana 2.-5. maí nk. Myndirnar þurfa að berast skrifstofu ÍTR í síðasta lagi 18. apríl nk. F.v. Kári Bjamason, handritavörður, Sveinbjörn Björnsson, há- skólarektor, hjónin Jóhanna Jóhannesdóttir og Þór Jakobsson, Jón Sveinbjörnsson, forseti guðfræðideildar og Einar Sigurðsson, landsbókavörður. Rit sr. Jakobs Jónssonar gefin Landsbókasafni Islands DR. ÞÓR Jakobsson, veðurfræðing- ur, afhenti nýlega Háskóla íslands bókagjöf til minningar um foreldra sína, dr. Jakob Jónsson dr. theol. og frú Þóru Einarsdóttur. Um er að ræða nokkur veigamik- il ritverk í Nýja testamentisfræðum úr fórum sr. Jakobs en þau voru sérgrein hans innan guðfræðinnar. Ritin eru gefin j tilefni af opnun Landsbókasafns Islands - Háskóla- bókasafns í Þjóðarbókhlöðu og verða_ þau hluti af safnkostinum þar. Áður hafðí bókasafninu verið afhent bréfa- og handritasafn sr. Jakobs. FRETTIR Gildistími hjálpartækja- skírteina lengdur TRYGGINGARÁÐ hefur ákveðið að hjálpartækjaskírteini til lang- tímanota verði framvegis gefín út til fimm ára í senn, í stað þriggja ára áður. Ákvörðunin felur í sér spamað og hagræði fýrir sjúklinga, sem þarfnast einnota hjálpartækja til langframa. Tryggingastofnun ríkisins gefur út hjálpartækjaskírteini fyrir þá sem þurfa á einnota hjálpartækjum að halda samkvæmt læknisvottorði. Aðallega er um að ræða hjálpar- tæki fyrir sykursjúka og stóma- þega, svo sem einnota sprautur, nálar, poka og fleira. ■ HÁSKÓLINN í Gautaborg verður með námskynningu dagana 11.-12. apríl í hátíðarsal Háskóla ísalnds, aðalbyggingu. Kynningin verður frá kl. 9-11 og 12-17 báða dagana og verða fulltrúar frá Há- skólanum í Gautaborg til viðtals og veita upplýsingar fyrir þá nemendur sem hafa hug á námi við Háskólann í Gautaborg. Heiðursfélaffar FÍLD Á AÐALFUNDI Félags íslenskra listdansara sem haldinn var í des- ember sl. voru þær Sif Þórz og Sig- ríður Ármann gerðar að heiðursfé- lögum félagsins. FÍLD var stofnað árið 1947 og voru Sif og Sigríður meðal stofnenda félagsins. Með þessu vill FÍLD þakka þeim fyrir gott starf í þágu listdansins á Is- landi. Á myndinni era Sigríður Ár- mann t.v. og Sif Þórz. Á MYNDINNI eru f.v. Kristín Kristjánsdóttir nemi og Pamela Thordarson hárgreiðslumeistari. ■ HÁR-GARÐUR hefur verið fluttur í Hæðargarð 31, félags- miðstöð aldraðra. Stofan er opin öllum og er opið frá kl. 9-17 alla virka daga nema miðvikudaga. Af- mælistilboð og afsláttarkort eru í gangi. Sérstök verðskrá fyrir 67 ára og eldri. ■ JÓNÍNA Sveinbjörnsdóttir, 7 ára, (mús) var valin Gæludýr Oskudagsins 1995 og hlaut í verð- laun 25.000 króna vöruúttekt í Dýraríkinu við Grensásveg. ■ SÉRLEGA góð aðsókn var um helgina á Opel kosningahátíðinni hjá Bílheimum hf., fullt út úr dyr- um báða dagana og komust færri að en vildu í reynsluakstur. Sýndar vora allar gerðir Opel og var þetta fjölbreyttasta sýning Bílheima til þessa. Mikil og góð þátttaka varð í getraun þeirri er boðið var upp á um helgina hjá Bílheimum og bár- ust á annað þúsund svör. Haft verð- ur samband við vinningshafa í kosn- ingagetrauninni eftir kosningar en eftirtaldir hlutu vinning í barnaget- rauninni: Tinna Hallgrímsdóttir, Kjarrhólma 10, Erna Þórarins- dóttir Sjávargötu 12, Arnar Mar- vin, Kirkjuvegi 3a, Pálmi Már og Andri Már Viðarási 101, Sævar Óskarsson, Ljósabergi 10, Sigurð- ur Þorsteinsson, Blikahólum 4, Gunnhildur Rós, Efstalundi 2, Birgir Arnar, Engjaseli og Ellen Mjöll, Fróðengi 16. Kökubasar Fíladelfíu KÖKUBASAR í Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, verður laugardaginn 8. apríl. Basarinn hefst kl. 14. Á sama tíma verður selt kaffi í húsinu gegn vægu gjaldi. Allur ágóði rennur til unglingastarfs í kirkjunni. ■ FÉLAGSSKAPUR spænsku- mælandi fólks á íslandi og þeirra félagar heldur páskagleði í Deja- Vu, Bankastræti, föstudaginn 7. apríl kl. 22-3. Allir sem áhuga hafa á að dansa við góða tónlist í góðum félagsskap eru velkomnir. Ath. takmarkaður fjöldi gesta. ^ Fréttir Ef þú smellir á fréttir færðu allar innlendar fréttir sem birtast í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is fcomið út eftir gagngerar breytingar. Œœst í bannyrða- og bób.abúðum. arsími i ifsknjt cr 553'1335- ÍSLENSKI LÍFEYRISSJÓÐURINN Hæsta raunávöxtun séreignasjóða verðbréfafyrirtækja 1991,1992, 1993 og 1994 I , LANDSBRÉFHF. Löggilt veróbréf afyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK.SÍMI 588 9200, B R É F A S í M I 5 8 8 8 5 9 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.