Morgunblaðið - 07.04.1995, Síða 55

Morgunblaðið - 07.04.1995, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 55 Ljósmyndamara- þon SHÍ 1995 UÓSMYNDAMARAÞON SHI fér nú fram í þriðja sinn og hef- ur fest sig í sessi sem árlegur viðburður í Háskólalífinu. í fyrra urðu þátttakendur nálægt tvö hundruð talsins og var almenn ánægja með keppnina. Ljósmyndamaraþon er keppni sem gengur út á hugvit fremur en mikla tæknilega kunnáttu í ljósmyndun. Keppendur fá að morgni dags tólf verkefni og tólf mynda filmu. Verkefnin eru á ýmsa lund en eiga það sammerkt að bjóða upp á marga möguleika í útfærslu. Sá sem hefur flestar góðar hugmyndir og útfærir þær tæknilega skammlaust sigrar keppnina og hlýtur glæsileg verð- laun. í ár verður gerð sú breyting á tilhögun keppninnar að kepp- endur fá sex efni uppgefin í bæklingi keppninnar til að létta fólki róðurinn. Styrktaraðilar Ljósmyndam- araþons SHÍ eru: Ljósmyndavör- ur, Búnaðarbankinn, Ferðaskrif- stofa stúdenta og Morgunblaðið. Keppnin er öllum opin og ekk- ert þátttökugjald. Á meðal verð- launa er 50.000 kr. ferðavinning- ur frá Ferðaskrifstofu stúdenta og glæsileg myndavél frá Ljós- myndavörum hf. Skráning er á skrifstofu stúdentaráðs. Lj ósmyndasamkeppni á vegum ÍTR ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur efnir til sam- keppni á svart-hvítum ljós- myndum og litmyndum gerð- um af nemendum úr grunn- skólum og félagsmiðstöðvum Reykjavíkur (5.-10.bekk), Svart á hvítu og Litaflipp ’95. Viðurkenningar verða veittar fyrir þrjár bestu myndirnar í hvorum flokki og mun dóm- nefnd sjá um að velja þær. Viðfangsefni í báðum flokk- um eru þijú. í flokki svart- hvítra ljósmynda eru þau portrait, mynd af manneskju eða öðru sem sýnir persónu- leika ekki síður en útlit, lands- lag og frjálst. Sömu viðfangs- efni eru í flokki litljósmynda að því undanskildu að í stað landslags kemur viðfangsefnið litagleði. Hver þátttakandi hefur leyfi til að senda inn 1-3 myndir í allt í hvora samkeppnina, hvort sem er i einum flokki eða öllum. Leyfilegt er að senda þrjár myndir í einn flokk eða dreifa þeim á alla flokkana. Myndirnar sem sendar verða inn skulu vera af öllum stærðum, óupplímdar, vand- lega merktar eiganda sínum og skóla og filmur af myndun- um verða að vera tiltækar ef myndirnar vinna til verðlauna. Styrktaraðili fyrir Svart á hvítu eru Beco og Ilford en Hans Petersen fyrir Litaflipp ’95. Sýning verður á myndun- um í Ráðhúsi Reykjavíkur dag- ana 2.-5. maí nk. Myndirnar þurfa að berast skrifstofu ÍTR í síðasta lagi 18. apríl nk. F.v. Kári Bjamason, handritavörður, Sveinbjörn Björnsson, há- skólarektor, hjónin Jóhanna Jóhannesdóttir og Þór Jakobsson, Jón Sveinbjörnsson, forseti guðfræðideildar og Einar Sigurðsson, landsbókavörður. Rit sr. Jakobs Jónssonar gefin Landsbókasafni Islands DR. ÞÓR Jakobsson, veðurfræðing- ur, afhenti nýlega Háskóla íslands bókagjöf til minningar um foreldra sína, dr. Jakob Jónsson dr. theol. og frú Þóru Einarsdóttur. Um er að ræða nokkur veigamik- il ritverk í Nýja testamentisfræðum úr fórum sr. Jakobs en þau voru sérgrein hans innan guðfræðinnar. Ritin eru gefin j tilefni af opnun Landsbókasafns Islands - Háskóla- bókasafns í Þjóðarbókhlöðu og verða_ þau hluti af safnkostinum þar. Áður hafðí bókasafninu verið afhent bréfa- og handritasafn sr. Jakobs. FRETTIR Gildistími hjálpartækja- skírteina lengdur TRYGGINGARÁÐ hefur ákveðið að hjálpartækjaskírteini til lang- tímanota verði framvegis gefín út til fimm ára í senn, í stað þriggja ára áður. Ákvörðunin felur í sér spamað og hagræði fýrir sjúklinga, sem þarfnast einnota hjálpartækja til langframa. Tryggingastofnun ríkisins gefur út hjálpartækjaskírteini fyrir þá sem þurfa á einnota hjálpartækjum að halda samkvæmt læknisvottorði. Aðallega er um að ræða hjálpar- tæki fyrir sykursjúka og stóma- þega, svo sem einnota sprautur, nálar, poka og fleira. ■ HÁSKÓLINN í Gautaborg verður með námskynningu dagana 11.-12. apríl í hátíðarsal Háskóla ísalnds, aðalbyggingu. Kynningin verður frá kl. 9-11 og 12-17 báða dagana og verða fulltrúar frá Há- skólanum í Gautaborg til viðtals og veita upplýsingar fyrir þá nemendur sem hafa hug á námi við Háskólann í Gautaborg. Heiðursfélaffar FÍLD Á AÐALFUNDI Félags íslenskra listdansara sem haldinn var í des- ember sl. voru þær Sif Þórz og Sig- ríður Ármann gerðar að heiðursfé- lögum félagsins. FÍLD var stofnað árið 1947 og voru Sif og Sigríður meðal stofnenda félagsins. Með þessu vill FÍLD þakka þeim fyrir gott starf í þágu listdansins á Is- landi. Á myndinni era Sigríður Ár- mann t.v. og Sif Þórz. Á MYNDINNI eru f.v. Kristín Kristjánsdóttir nemi og Pamela Thordarson hárgreiðslumeistari. ■ HÁR-GARÐUR hefur verið fluttur í Hæðargarð 31, félags- miðstöð aldraðra. Stofan er opin öllum og er opið frá kl. 9-17 alla virka daga nema miðvikudaga. Af- mælistilboð og afsláttarkort eru í gangi. Sérstök verðskrá fyrir 67 ára og eldri. ■ JÓNÍNA Sveinbjörnsdóttir, 7 ára, (mús) var valin Gæludýr Oskudagsins 1995 og hlaut í verð- laun 25.000 króna vöruúttekt í Dýraríkinu við Grensásveg. ■ SÉRLEGA góð aðsókn var um helgina á Opel kosningahátíðinni hjá Bílheimum hf., fullt út úr dyr- um báða dagana og komust færri að en vildu í reynsluakstur. Sýndar vora allar gerðir Opel og var þetta fjölbreyttasta sýning Bílheima til þessa. Mikil og góð þátttaka varð í getraun þeirri er boðið var upp á um helgina hjá Bílheimum og bár- ust á annað þúsund svör. Haft verð- ur samband við vinningshafa í kosn- ingagetrauninni eftir kosningar en eftirtaldir hlutu vinning í barnaget- rauninni: Tinna Hallgrímsdóttir, Kjarrhólma 10, Erna Þórarins- dóttir Sjávargötu 12, Arnar Mar- vin, Kirkjuvegi 3a, Pálmi Már og Andri Már Viðarási 101, Sævar Óskarsson, Ljósabergi 10, Sigurð- ur Þorsteinsson, Blikahólum 4, Gunnhildur Rós, Efstalundi 2, Birgir Arnar, Engjaseli og Ellen Mjöll, Fróðengi 16. Kökubasar Fíladelfíu KÖKUBASAR í Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, verður laugardaginn 8. apríl. Basarinn hefst kl. 14. Á sama tíma verður selt kaffi í húsinu gegn vægu gjaldi. Allur ágóði rennur til unglingastarfs í kirkjunni. ■ FÉLAGSSKAPUR spænsku- mælandi fólks á íslandi og þeirra félagar heldur páskagleði í Deja- Vu, Bankastræti, föstudaginn 7. apríl kl. 22-3. Allir sem áhuga hafa á að dansa við góða tónlist í góðum félagsskap eru velkomnir. Ath. takmarkaður fjöldi gesta. ^ Fréttir Ef þú smellir á fréttir færðu allar innlendar fréttir sem birtast í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is fcomið út eftir gagngerar breytingar. Œœst í bannyrða- og bób.abúðum. arsími i ifsknjt cr 553'1335- ÍSLENSKI LÍFEYRISSJÓÐURINN Hæsta raunávöxtun séreignasjóða verðbréfafyrirtækja 1991,1992, 1993 og 1994 I , LANDSBRÉFHF. Löggilt veróbréf afyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK.SÍMI 588 9200, B R É F A S í M I 5 8 8 8 5 9 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.