Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐID X. FRETTIR Meistaranám í sjávarutvegsfræði við Háskóla íslands Námið efli veg sjávarút- vegsfræði í huga fólks „MENNTUN á sviði sjávarútvegs hefur því miður ekki skipað nógu veglegan sess í huga ungs fólks. Því verðum við að breyta með fjöl- breyttara námsframboði. Nám til meistaraprófs í sjávarútvegsfræði er mikilvægur liður að því marki og eflir vonandi veg sjávarútvegs- fræðinnar í huga almennings," segir dr. Guðrún Pétursdóttir, for- stöðumaður Sjávarútvegsstofnun- ar HÍ, í tengslum við nýhafið meistaranám í sjávarútvegsfræði við Háskólann. Sjávarútvegsstofn- un hefur yfirumsjón með náminu. Guðrún rifjar upp að sjávarút- vegsbraut hafí verið stofnuð við Háskólann á Akureyri árið 1990. Ekki hafí þó verið hægt að halda áfram háskólanámi í greininni að lokinni fyrstu háskólagráðu fyrr en meistaranámi hafi verið hleypt af stokkunum við Háskóla íslands í fyrrahaust. „Námið tekur tvö ár og skiptist til helminga í 30 eining- ar sem teknar eru í ýmsum nám- skeiðum og 30 eininga rannsóknar- verkefni. Námskeiðin eru ýmist. sérhönnuð fyrir meistaranámið eða úr ýmsum greinum í deildum há- skólans. Nálægt 30 námskeið tengd sjávarútvegi eru haldin í háskólanum þótt ekki hafi verið sérstök sjávarútvegsdeild við hann fyrr:-Námskeiðin eru i jafn ólíkum deildum og hagfræði, félagsfræði, mannfræði, líffræði og sögu," seg- ir Guðrún. Þegar spurst er fyrir um hinn hluta námsins segir Guðrún, að gert sé ráð fyrir að nemendur vinni rannsóknarverkefni undir leiðsögn eins eða fleiri prófessora. „Við höfum mikinn áhuga á samvinnu vjð fyrirtæki í þessum hluta, þ.e. að stuðla að samstarfi við atvinnu- lífíð," segir hún. Eins og fram kemur til hliðar eru þegar tveir nemendur í meist- aranáminu og hafa þeir kosið sér að rannsaka grálúðu/gráðlúðueldi og saltfiskmarkað íslendinga. Nemendurnir koma úr tveimur ólíkum áttum, líffræði og hag- fræði. Guðrún telur að svo muni vera í framtíðinni, a.m.k. séu ekki önnur inntökuskilyrði en að við- komandi hafi lokið fyrstu háskóla- gráðu. Ekki skipti máli hvort um BA- eða BS-gráðu sé að ræða en nemandinn þurfi að standast kröf- ur sem gerðar séu í skyldunámskeiðunum sem m.a. reyna á stærðfræðigetu. Óvíst um fjármagn Þegar spurst var fyrir um framtíðina sagði Guðrún að tals- vert margir hefðu afl- að sér upplýsinga um námið eftir auglýsingu í vor. Enn væri hins vegar óvíst með fjár- magn. „Vonandi ræt- ist úr enda er hér ver- ið . að stíga merkt framfaraspor. Um þessar mundir fer fram endurmat á menntun á sviði mat- vælaiðnaðar og sjávarútvegs. Við erum smám saman að gera okkur grein fyrir því hversu mikilvægt er að nýta betur sjávaraflann og til þess þurfum við betri mennt- un," segir hún. Guðrún er, eins og áður segir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar HÍ og hefur stofnunin yfírum- sjón með meistaranáminu, auglýsir námið, veitir upplýsingar og tekur við umsóknum. Síðan tekur stjórn meistaranámsins við og metur umsóknirnar. Reynt er að laga námið að áhugasviði hvers og eins og nefndi Guðrún í því sambandi að sagnfræðinemi hefði lýst yfir áhuga á náminu. Hans nám myndi Iíklega verða sniðið með sérstökum hætti. Karlmenn hafa að sögn Guðrúnar aðallega sóst eftir upp- lýsingum um námið. Hún vonar samt að konur bætist í hópinn og tekur fram í því sambandi að tals- verður áhugi virðist vera á náminu meðal yngri kvenna, þeirra sem enn eru í BA/BS námi. Þegar spurst er fyrir um at- vinnuhorfur segist Guðrún ekki hafa áhyggjur af því. „Þegar nám í matvælafræði hófst á sínum tíma höfðu margir af því áhyggjur hvað hægt væri að finna fyrir 8 nýja matvælafræðinga að gera á hverju ári. Þeir voru hins vegar ekki fyrr komnir á markaðinn en fyrirtækin gleyptu við þeim. Ég er því ekki í vafa um að þessir nemendur munu fá störf við sitt hæfi og nýtast vel. Ég get nefnt sem dæmi að GUÐRUN Péturs dóttir forstöðu- maður Sjávarút- vegsstofnunar. nemendur með rann- sóknarverkefni á sviði markaðsmála ættu að geta fengið vinnu hjá útgerðarfyrirtækjum og sölusamtökum," segir Guðrún og spáir því að sérfræðiþekk- ing verði meira nýtt í framtíðinni. „Eg tel t.d. að ýmis vandamál í fiskvinnslu mætti leysa hratt og örugg- lega í samvinnu við sérfræðinga á sviði matvælafræði, sjáv- arútvegsfræði eða verkfræði og get nefnt sem dæmi að blettir á rækjuskel, sem eru efnafræði- legt vandamál, rýra mjög mikið verðgildi rækjunnar. Þarna geta matvælafræðingar aðstoðað við að finna lausnir. En til að sérfræði- þekking sé nýtt þarf að vera greið- ari aðgangur að sérfræðingunum. Þeir ættu ekki að þurfa að vera í föstu starfi hjá fyrirtækjum. Starf þeirra ætti fremur að vera skipu- lagt með þeim hætti að hægt væri að grípa til þeirra." Háskóli SÞ í sjávarútvegsfræði Guðrún upplýsir að ríkisstjórnin hafi samþykkt að kanna hvort fýsi- legt væri að íslendingar tækju að sér Háskóla SÞ í sjávarútvegsfræð- um. „Ég er viss um að íslendingar geta haft töluverðan og víðtækan ávinning af því að reka skólann. Eflaust hefði skólinn áróðursgildi við sölu á íslenskum sjávarafurðum erlendis, þ.e. að við getum sagt að við séum slíkir fagmenn að SÞ hafi falið okkur rekstur SÞ Háskól- ans í sjávarútvegi. Ég er þar að auki viss um að allar stofnanir sem koma að skólanum nytu góðs af vegna þeirrar hvatningar sem fylg- ir því að takast á við svona endur- skipulagningu," segir Guðrún og minnir um leið á góða reynslu ís- lendinga af Jarðhitaskóla SÞ. Ef íslendingar tækju að sér rekstur Háskóla SÞ í sjávarútvegsfræði færi námið fram hér á landi og vel mætti hugsa sér að sögn Guð- rúnar að það yrði samsett úr ýms- um námsleiðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg INGILEIF Olafsdóttir hjúkrunarfræðingur var meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu. Hún benti m.a. á að hjúkrunarfræð- ingar og Ijósmæður hefðu þekkingu til að fræða foreldra og þeir þyrftu að vera virkari í að upplýsa um áhrif tóbaksneyslu á meðgöngu og eftir fæðingu. Málþing um tóbaksvarnir Hægt að hafa áhrif á venjur barns- hafandi kvenna KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavík- ur hélt á þriðjudag málþing um tób- aksvarnir fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður sem starfa í mæðra- og ungbarnavernd á heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum á svæðinu frá Snæfellsnesi og austur til Víkur í Mýrdal. Fyrsti ræðumaður var Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem ræddi m.a. um ákvæði í nýju frumvarpi um lög og reglur til tób- aksvarna en þar er skýrt kveðið á um rétt þeirra sem ekki reykja, þeirra á meðal barna. Guðjón Vilbergsson, læknir á kvennadeild Landspítalans, gerði grein fyrir skaðsemi tóbaks á fylgju og sagði m.a. að nikótín og reyking- ar yllu breytingum á fylgju sem gætu haft áhrif á fæðingarþyngd, fósturlát, blæðingar á meðgöngu, fyrirburafæðingu og fylgjulos. Hann sagði jafnframt að ef móðir reykti á meðgöngu þá söfnuðust eiturefnin af völdum reykinga upp í fóstrinu og væru lengur að brotna niður en hjá fullorðnum. Þekking hefur áhrif á venjur Gígja Sveinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir á heilsu- gæslustöðinni á Seltjarnarnesi, sagði að aukin þekking mæðra hefði áhrif á viðhorf þeirra til tóbaksneyslu. Hún benti á að einstaklingsfræðsla væri áhrifaríkust snemma á með- göngunni og það væri mikilvægt að konur fengju stuðning frá heilbrigð- isstarfsfólki, maka og fjölskyldum. „ÞÓTT við höfum auðvitað rekist á vandamál lofar námið góðu og á án efa eftir að nýtast okkur vel," segir Sigurður Pétursson líf- fræðingur og annar tveggja nem- enda í meistaranámi í sjávarút- vegsfræði við háskólann. Hinn nemandinn er Gunnar Óiafur Har- aldsson hagfræðingur. Sigurður segist einfaldlega hafa valið námið út frá áhugasviði sínu. Hann sé alinn upp í sjávarþorpi og hafi unnið við fisk frá því í bernsku. Þeir félagar hafa að hans sögn aðallega verið í kjarnafögum í vetur. „Reyndar erum við aðeins byrjaðir í sérsviðsfögum núna. Síð- an er ég að byrja á rannsóknar- verkefninu mínu. Verkefnið felst í því að kanna nokkra grundvallar- þætti í líffræði grálúðu og gera forkönnun á grálúðueldi. Mér hef- ur þegar tekist með hjálp skip- verja á Tjaldi II að fá Iifandi grál- úður til að fylgjast með þeim," sagði Sigurður. Hann sagði að ólíkúr bagrunnur þeirra Gunnars Ólafs hefði haft sínar jákvæðu hliðar. „Við höfum getað miðlað hvor öðrum. Að því Námið lofar góðu Morgunblaðið/Árni Sœberg TILVONANDI sjávarútvegsfræðingar. Sigurður Pétursson, líf- fræðingur, og Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur. leyti er gott að við völdumst sam- an þó að árshátíðin verði kannski ekki fjölmenn," segir hann. Gunnar segir að námið sé í senn hagkvæmt og fræðilega spenn- andi. Margt sé t.d. áhugavert í hagfræði náttúruauðlinda. „Ekki síst í hagfræði endurnýjanlegra auðlinda eins og fískistofna. Síðan fínnst mér sniðugt, að nýta þá þekkingu sem er til staðar í Há- skóla íslands. Maður hefur einmitt rekið sig á, í samtölum við hina og þessa, hversu gríðaleg þekking er hér í háskólanum, eiginlega á öllum sv'iðum sjávarútvegsins, al- veg frá sjúkdómum físka upp í t.d. stofnstærðarmælingar," segir hann. Hann segir að námið haldi mjög mörgum leiðum opnum. „Eins og áður get ég valið mér að vinna sem hagfræðingur, t.d. í banka svo ég nefni eitthvað. Mér finnst hins vegar, persónulega, trúlegt að við tveir, þessir fyrstu, förum að vinna einhvers staðar úti í atvinnulífinu, ekki í háskólanum. Þegar námið verður komið á fastari grunn fari menn frekar í akademíuna," segir Gunnar. Hann er, eins og Sigurð- ur, að ýta rannsóknarverkefni sínu úr vör. Verkefni Gunnars er að kanna saltfiskmarkað íslendinga og stefnir hann að því að gera hermilíkan að völdum markaði. Jóna Margrét Jónsdóttir, hjúkrun- arfræðingur í Ungbarnavernd Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sagði nokkuð um það að konur byrj- uðu að reykja fljótlega eftir að hafa fætt. Ástæður þess gætu verið þær að þetta virtist vera erfiður tími hjá fjölskyldum vegna mikilla breytinga í lífi þeirra en annars vildi hún kenna um fræðsluleysi. Jóna benti einnig á að börn mæðra sem reykja væru yfirleitt styttra á brjósti en börn annarra mæðra, þau þrifust síður og væru órólegri. Hún sagði að ef bæði foreldri reyktu samsvöruðu áhrif óbeinna reykinga á barnið því að það reykti sjálft 150 sígarettur á ári. Hún sagði miklar líkur á því að óbeinar reykingar yllu magakrampa, sjúkdómum í öndunarfærum, eyrna- bólgu og jafnvel vöggudauða. Hún lagði áherslu á að foreldrar fengju meiri upplýsingar og markvissari fræðslu og upplýsti að foreldrar sem væru að reyna að hætta að reykja með lítil börn næðu góðum árangri í stuðningshópum. Lítið um rannsóknir hér Olga Hákonsen, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sagði að þær niðurstöður sem hefðu komið fram í framsöguerindum byggðu á erlendum rannsóknum. Hér hefði því miður verið litið um rannsóknir og ekki væru t.d. fyrir- liggjandi upplýsingar um hversu margar mæður reyktu á meðgöngu og eftir fæðingu. Tværær heimtar af fjalli Miðhúsum. Morgunblaðið. TVÆR ÆR frá Múla í Gufu- dalssveit, sem vantaði af fjalli í haust, komu í leitirnar í vik- unni. Ærnar eru fjögurra vetra og tvílembingasystur. Önnur kom ofan á túnið á Eyri í Gufudalssveit, en hin fannst langt fram í Múladal. Ærnar eru orðnar léttar og er önnur þeirra þó sæmilega brött, en hin ekki eins frísk. í raun er það óskiljanlegt að ær skuli hafa lifað á úti- gangi þennan langa, snjó- þunga og veðrasama vetur. Þar sem ærnar eru systur bendir það til þess að þær séu betur búnar frá náttúrunnar hendi en gengur og gerist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.