Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SVEINN ÁRNASON ¦4- Sveinn Árna- ¦ son var fæddur 20.júní 1913. Hann lést á dvalarheimil- inu Sólvöllum á Eyrarbakka 26. mars sl. Foreldrar hans voru Árni Helgason sjómað- ur, Akri, og Kristín Halldórsdóttir. Systkini Sveins eru Guðfinna, f. 1911, d. 1976, Bjarni, f. 1912, d.1979, Guð- leif, f. 1918, Guð- rún, f. 1920, d. 1979, Steinn, f. 1923, d. 1976, og Dagbjört, f. 1929. Sveinn kvæntist Sveinbjörgu Kristins- dóttur. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Birgir, f. 1940, var kvæntur Guðnýju Hall- grímsdóttur, þau slitu samvist- um, Guðieif, f. 1944, kvænt Ragnari R. Magnússyni, Sig- riður, f. 1944, kvænt Sigurði Bjarnasyni, Sigurbjörg, f. 1945, kvænt Heimi Jóhanns- syni, og Júlía, f. 1949, kvænt Joe Vincenti. Barnabörnin eru fjórtán og barnabarnabðrnin funm. Útför Sveins fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. OKKUR systkinin langar til þess að senda afa okkar þessa kveðju: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grand fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snðggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - Iíf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. (Hallgr. Pét.) Brynjar, Jón Guðmundur, Auðunn Guðni og Júlia. Hann afi er dáinn. Þegar hún mamma hringdi í mig á sunnudagsmorgun og bað okkur að skreppa í kaffi til þeirra fann ég strax að eitthvað þyrfti hún að segja mér. Við drifum okkur til þeirra og þá fengum við fréttina. „Hann afi þinn dó í nótt." Þ6tt hann hafi lengi átt við veik- indi að stríða og aldurinn færst yfir þá erum við aldrei viðbúin högginu þegar það kemur. Upp í hugann kom margar minn- ingar um ánægulegar samveru- stundir. Ég ólst upp fyrstu tvö æviárin í Nýjabænum hjá afa, með t Eiginmaður minn, BJÖRN AUÐUNN HARALDSSON BLÖNDAL, Stíf luseli 8, Roykjavík, lést míövikudaginn 5. apríl. Jaröarförin auglýst síftar. Ellen Þóra Snæbjörnsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir, sonur, tengdasonur og bróðir. BRAGI REYNIR AXELSSON, Urðarbraut 18, Blönduósi, lést af slysförum míðvikudaginn 5. apríl 1995. Jarðarförin verður auglýst síftar. Guðbjörg Hinriksdóttir, tnga Jóna Bragadóttir, Hinrik Ingi Magnússon, Þorgrímur Gunnar Eirfksson, Axel Þorsteinsson, Kristbjörg Bjarnadóttir, Hinrik Lárusson, Ingibjörg Sigurðardóttir og systkini hins látna. + V Móðir mín og systír, DAGMAR SVEINSDÓTTIR frá Seyðisf irði, til heimilis á Norðurbrún 1 lést í Borg arspítalanum þann 28. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Harry Pálsson, Valgeir Sveinsson og œttingjar. + Faðir okkar, er látinn. SVEINN ÞORKELSSON, Laugarnesvegi 63, Sveinn Brynjar Sveinsson, Jóna Sveinsdóttir, Elma Björk Sveinsdóttir, Arnar Þór Sveinsson. mömmu og pabba, en fluttist síðan til Þorlákshafnar. Eftir flutninginn fórum við eins oft og við gátum á Bakkann til afa. Minni mitt nær þó helst til þess tíma þegar systurn- ar úr Nýjabænum fóru með okkur barnabörnin til afa. Gaman var að leika sér í fjörunni með systkina- börnum okkar sem bjuggu við hlið- ina á honum. Farið var út á klapp- irnar og verið í fjörunni að skoða allt lífríkið og var hugurinn hjá okkur frænkum oft svo mikill að við tókum ekki eftir þótt félli að. Þá varð líka að koma öllu því sem við höfðum fundið heim til afa í fötur og fleiri ílát sem hann hafði alltaf tiltæk fyrir okkur. Alltaf gat hann afi brosað og hlegið að þessum uppátækjum okkar. Eftir svona ferðir var notalegt að setjast niður með afa og fá að heyra sögur úr hans lífi. Sögur frá sjómannstíð hans. Þegar hann og afi í Akri reru saman og ýmislegt sem tengdist því. Afi stundaði sjó frá barnsaldri með föður sínum og allt til ársins 1955, en þá seldu þeir bát sinn sem hét Gullfoss. Eftir það gerðist hann vörubílstjóri sem hann síðan starf- aði við meðan heilsan leyfði. Oft kom hann til Þorlákshafnar að sækja fisk í bátana og iðulega kom hann við heima. Eftir að hann hætti sem bílstjóri fylgdist hann alltaf vel með aflabrögðum bátanna því sjór- inn átti hug hans allan. Haustið 1992 fiutti afi svo á dvalarheimilið Sólvelli á Eyrar- bakka og hefur honum liðið þar mjög vel innan um góða vini, jafnt heimilisfólk sem starfsfólk. Starfs- fólk Sólvalla á þakkir skildar fyrir umönnun hans. Elsku afi, ég vil þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég geymi minningarnar í hjarta mínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hafdis. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hann afi á Eyrarbakka er dáinn. Þessum orðum finnst mér erfitt að kyngja, þó að ég vissi vel að það myndi koma að þessu fyrr en síðar. Upp í huga mér koma ótal margar stundir sem ég átti á Eyrarbakka sem barn og ekki síður nú seinni ár. Mér hefur alltaf þótt gott að koma á Bakkann, þar er einstakur stíll og ró yfir öllu sem vart "finnst í erli dagsins. Þegar ég lít til baka koma upp í huga mér stundir sem ég átti í stóra húsinu hans afa sem barn. Þá vorum við öll barnabörnin saman komin og var þá gjarnan skroppið niður í fjöru og tíndir krabbar eða kíkt í kíkinn og athug- að hvort bátar væru að koma að og nutum við leiðsagnar afa. Afi var mikill áhugamaður um sjó- mennsku og fylgdist með til síðasta dags um afla einstakra báta. Þess- ara stunda með afa mínum minnist ég nú sem þær hefðu gerst í gær. Afi flutti úr stóra húsinu í Nýjabæ, en síðustu árin dvaldi hann á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyr- arbakka í góðu yfirlæti og leið hon- um vel þar. Það var töluvert átak fyrir afa að flytja úr húsinu sínu, en hann tók þá ákvörðun vegna þess að það var orðið erfitt fyrir hann að búa einn þar. Á Sólvelli var mjög gott að koma, þá var gjarnan gripið í kíkinn og athugað með bátana en nú var það sonur minn, Ragnar Örn, sem hlaut leiðsögn frá afa. Elsku afí, það er erfitt að skrifa niður allt sem kemur upp í hugann á þessari stundu. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman, öll jólin sem þú varst hjá okkur á Selfossi og þegar Ragnar Örn fæddist og þú lást á sjúkrahús- inu og fylgdist með öllu þar til fæðingin var yfirstaðin. Þá gekkstu stoltur um ganga spítalans og ljóm- aðir yfir nýfædda barnabarnabarn- inu. Þessi stund lýsir þér svo vel og tengdust þið Ragnar þá strax sterkum böndum sem haldið hafa ætið síðan. Það er því skrýtið fyrir hann að hugsa til þess að við förum ekki oftar til afa gamla eins og hann kallaði þig og líta oftar í kík- inn með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mig langar að þakka afa mínum fyrir árin sem við vorum samferða. Guð geymi og blessi minningu hans. Hrönn Arnardóttir. GUÐNITOMAS GUÐMUNDSSON + Guðni Tómas Guðmundsson fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1906. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 2. apríl síðastlið- inn. Guðni bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík, en fluttist svo 7 ára að aldri til skyldmenna sinna í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, f. 1876, d. 1958, og Rósa Sigurðar- dóttir, f. 1870, d. 1913. Guðni var þriðji af fjorum alsystkinum, en þau voru: Sigurður, f. 1904, d. 1928, Þorbjörg, f. 1905, d. 1960, og Ingólfur, f. 1909, d. 1968. Auk þess átti Guðni fimm systkini samfeðra, þrjá bræður og tvær systur. Guðni kvæntist hinn 16. október 1940 Júlíu G. Gísladóttur, f. 15.7. 1904, d. 6.5. 1993. Sonur þeirra er Ingvi, f. 25.7.1941, og er eiginkona hans Hulda Þorsteinsdóttir, f. 17.2. 1940. Börn þeirra eru: Þor- steinn, f. 22.12. 1964, Júlía, f. 15.8. 1967, og Guðni, f. 18.9. 1970. Útför Guðna fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 7. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30. og fallegan hjólabát og á þessu óvenjulega farartæki léku þeir bræð- ur sér í höfninni í Vestmannaeyjum. Á sjónum undi Guðni sér vel og á sínum yngri árum var hann mikið í siglingum, en ævintýraþráin var sterk í frænda og á viðburðaríkri ævi sótti hann mörg fjarlæg lönd heim. Síðustu æviárin voru Guðna erfið, en aldrei heyrðist hann kvarta. Alltaf var stutt í glensið og gaman- ið og voru heimsóknirnar til Guðna frænda ljósglætur í svartasta skammdeginu. Á kveðjustund von- um við, elsku frændi, að þér líði vel og þú sért nú kominn á fund ástvina á nýjum og bjartari stað. Minning- arnar um þig geymum við í hjarta okkar alla ævi og munum við ætíð sakna þeirra hamingjustunda sem þú gafst okkur. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum, smáum, líkn í lífsstríði alda. (Matt. Joch.) Elsku Ingvi og fjölskylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur og styðja á þessum miklu sorgartímum. Blessuð sé minning elskulegs frænda okkar. Rósa Snorradóttir, Hafdís Hilmarsdóttir og fjölsk., Sædis Hilmarsdóttir og fjölsk. ELSKULEGUR frændi okkar og vinur er látinn. Okkur langar að minnast Guðna frænda með nokkrum orðum. Hann var alla tíð mjög sérstakur maður og átti heima í hjarta okkar allra. Þegar við hugsum til baka og rifjum upp allar ánægjulegu samverustund- irnar, sem við áttum með Guðna frænda, er einkum þrennt sem oft- ast kemur upp í hugann: vinátta, kærleikur og hjálpsemi. En þannig var Guðni, alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef á bjátaði og vinátta hans verður okkur ætíð ógleymanleg. Meðan heilsan leyfði fór það ekki fram hjá neinum hversu mikill hagleiksmaður Guðni var. Engu máli virtist skipta hvort Guðni væri að fást við timbur eða járn, allt lék jafn vel að stjórn í höndum hans. Guðni átti ekki langt að sækja þennan eiginleika, en bæði faðir hans og systkini voru einnig hag- leiksfólk hið mesta. Eitt sinn smíð- aði Ingólfur, bróðir Guðna, mikinn HAFDIS HALL- DÓRSDÓTTIR OG HALLDÓR BIRKIR ÞORSTEINSSON + Hafdís Halldórsdóttir fædd- ist 18. september 1965 að Brekkum í Mýrdai. Hún lést af slysförum 12. mars síðastliðinn asamt syni sinum, Halldóri Birki Þorsteinssyni, f. 18^ apríl 1993, og ófæddu barni. Útför þeirra var gerð frá frá Skeiðflatar- kirkju í Mýrdal 1. apríl sl. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jó'rð, en verða aldrei blóm. Eins era skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst, og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru Ijóð, sem Iífna og deyja í senn, og lítil böm, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefinsson) Sá atburður sem tók þau Hafdísi og Halldór Birki frá þessum heimi, fyllti okkur vanmætti. Öll vandamáí verða smávægileg og tilgangslaus í samanburði við það sem vinur okkar Þorsteinn gengur í gegnum núna. Þetta er sárt og erfitt að sætta sig við. Jólin 1993 barst okkur jólakort frá Steina og Hafdísi. Á kortinu var mynd af litlum brosmildum strák í jólafötunum sínum, með þverslaufu og í nýjum L.A Gear-strigaskóm. Það sem eftir lifði vetrar og larigt fram á sumar var myndin uppi á hillu. Ástæðan var ekki sú að við værum svona lengi að taka niður jólakortin, heldur tímdum við ekki að taka niður þessa fallegu mynd sem kom okkur svo oft til að brosa. Þær stundir sem við áttum saman einkenndust af hlýju og vináttu. Þær hefðu mátt vera miklu fleiri. Minningin um þau mæðgin mun alltaf lifa með okkur. Þorsteinn, við erum þakklát fyrir að hafa þig áframá meðal okkar. Árni, Sigrún og Hringur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.