Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 47 MINNINGAR RAGNHEWUR HULDA ÞORKELSDÓTTŒ + Ragnheiður Hulda Þorkels- dóttir fæddist í Furubrekku í Staðarsveit á Snæfellsnesi 1. febrúar 1919. Hún lést á öldr- unardeild Landspítalans 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 30. mars. Hún leiddi mig fyrstu skrefin inn í hjúkrunarstarfið. Það var mikið lán að fá að njóta leiðsagnar slíkrar konu. Leiðir okkar Ragnheiðar Þor- kelsdóttur hjúkrunarkonu lágu fyrst saman er ég kom í starfsnám á lyflækningadeild Landspítalans aðeins nokkrum mánuðum eftir að hjúkrunarám mitt hófst. Reynsla og þekking sem einstakl- ingar afla sér í upphafsskrefum inní framtíðarstarfið verður um margt svo eftirminnileg og markar ýmislegt sem..á eftir fylgir. Umhyggja Ragnheiðar, leið- sagnarhæfni og stuðningur voru einstök. Kynnin hófust þannig að ég var hjúkrunarnemi á næturvakt á deild sem Ragnheiður hafði umsjón með. í þá daga voru næt- urvaktir sjö daga í röð og höfðu hjúkrunarfræðingar -umsjón með tveimur deildum með samanlangt um fimmtíu sjúklingum. Sér til aðstoðar höfðu þeir einn starfs- mann á hvorri deild, jafnvel reynslulausan hjúkrunarnema eins og þarna, mig. Þá voru ekki sér- stakar bráðamóttökudeildir, ekki gjörgæsludeildir eða sérhæfðar hjartadeildir og því mikið um fár- veika sjúklinga á þessum deildum. Þessar nætur með Ragnheiði eru mér minnisstæðar. Hún virtist valda þessu öllu svo vel og hún treysti mér fyrir flóknum vanda- málum. Umhyggja hennar og kærleikur lýsti af henni við hverja hennar athöfn. Það voru spor sem ég vildi gjarnan fylgja. Síðar í starfsnámi í hjúkrunarnámi var ég á þeirri deild er Ragnheiður starfaði þá á. Á þá deild réð ég mig líka fyrst til starfa sem hjúkr- unarfræðingur. Þar svaraði hún mörgum spurningum óreynds DAGLEGT LÍF FERÐALOG b Ef þú smellir á DAGLEGT LÍF FBHkA&OG færðu allt efni sem birtist í sér- blaðinu Daglegt líflferðalög í Morgunblaðinu i hjúkrunarfræðingsins og var fyrir- mynd í þeirri umhyggju og kær- leika sem hún sýndi sjúklingunum. Tæpum áratug síðar lágu leiðir starfsleiðir okkar saman á ný. Þá hafði hún valið að hjúkra öldruðu fólki á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Það var komið að starfslokum hennar en hún var vandvirk og hlý að venju. Síðar urðu það örlög hennar að þurfa að njóta hjúkrunar á þeirri sömu deild. Hún hefur án efa kunnað vel að meta þá hjálp sem hún fékk þar. Með innilegu þakklæti og virð- ingu kveð ég hér kæran leiðbein'- anda og samstarfsmann. Ég votta Teddu, Friðrik, Högna, Ragn- heiði, Eggert, Bergþóru svo og Gunnari eiginmanni hennar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Ragnheið- ar Þorkelsdóttur hjúkrunarkonu. Vilborg Ingólfsdóttir. 14 k gullkross settur sirkonsteinum með faítegir sk^rtgrvpir tit. f&rmingargjafa 14kmen með gulldubblefesti Náttúrusafírsteinn %r. 4.100 jtr*" 14 k hringar - ný módel Rúbínsteinn Safírsteinn -J&J330 fiJfíCL &(tfi- Y/rwJ úra- og skartgripaverslujl, Axel EÍríksSOn úrsmiður lSAFIRDt-ADALSTRtETn 22-SIMI94-3023 ALFABAKKA 16-MJODD'SIMI 587-0706 ffltot&NiMtiíbib -kjarnimálsins! Sjálfstæðiskonur á Reykjanesi vilja að litið sé á konur sem frjálsa einstaklinga sem hafi frelsi til að taka ákvarðanir er snerta líf þeirra; menntun, starf og einkalíf. Þetta er í samræmi við meginstefnu Sjálfstæðisflokksins um sjálfstæði og frelsi allra einstaklinga, jafnt kvenna sem karla. Sjálfstæðiskonur vilja nýjar áherslur í jafnréttis- málum'þar sem lögð er áhersla á að jafnrétti eru sjálfsögð mannréttindi, jafnt á heimilinu sem á vinnumarkaðnum. Kjósum Sjálfstæðisfiokkinn og tryggjum áfram sókn til bættra lífskjara og jafnrétti kynjanna. BETRA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.