Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 41
l MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR7.APRÍL1995 41 . AÐSENDAR GREINAR Skammsýni og skemmdarverk Mikilvægi forvarna Forvarnir og heilsu- efling gegna mikil- vægu hlutverki til að bæta heislu og líðan almennings og til að ná fram sparnaði í heilbrigðis- og al- mannatryggingakerf- inu. Þetta á einkum við um langvinna sjúk- dóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, gigtar- og stoðkerfissjúk- dóma, geðsjúkdóma, sykursýki og slys. Er talið að rekja megi 41-69% allra dauðsfalla tilþekktra áhættuþátta eins og reykinga, mataræðis, áfengis, hás blóðþrýst- ings, mengunar, ávana- og fíkni- efnaneyslu o.fl. Tíðni eins eða fleiri áhættuþátta er há á íslandi eða 72% meðal kvenna og 62% meðal karla. Til að ná sem mestum ár- angri eru samhæfðar forvarnir hagkvæmastar; Þær þurfa að ná til þjóðarinnar allrar. Þær þurfa að ná til lífsstíls- og atferlisbreyt- inga fólks og nauðsynlegra efna- hags- og félagslegra stoðaðgerða. Margt bendir til þess, segir Hrafn Vesljförð Friðríksson, að mikil- Hrafn Vestfjörð Friðriksson vægt forvarnastarf fyrri ára sé í hættu. Þar skiptir miklu stjórnvaldsað- gerðir og ákvörðunartaka stjórn- valda ef vel á að takast til. Alþjóðlegt hneyksli Sem fræðigrein eru forvarnir tiltölulega ung grein. Reynsla þjóða af forvarharaðgerðum hefur einnig verið misgóð. Skiptir þá miklu að farnar séu leiðir sem skila sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Til að nálg- ast þessi markmið og um leið taka á þeim þætti forvarna sem er án landamæra stofnaði Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin til sérstaks samstarfsverkefnis „um foryarnir langvinnra sjúkdóma" sem ísland gerðist aðili að árið 1984. Samn- ingurinn var til aldamóta árið 2000. Verkefnið fékk síðar nafnið „CINDI" og eru þátttökulönd um eða yfir tveir tugir í Evrópu og Norður-Ameríku. Heilbrigðisráð- herra, Sighvatur Björgvinsson, sagði þessum samningi upp ein- hliða haustið 1992. Það var gert án nokkurs samráðs við þá aðila sem unnið höfðu að forvörnum inn- anlands eða á alþjóðavettvangi þau átta ár sem samstarfið varði. Sam- tímis var staða yfirlæknis í ráðu- neytinu lögð niður en hann var meðal annars verkefnisstjóri inn- anlands og fuiltrúi íslands í al- þjóðasatnstarfinu. Starf þessara aðila innanlands, sérhæfð þekking og reynsla var að engu gert með vanhugsaðri ákvörðun heilbrigðis- ráðherra. Þetta voru mikil mistök að mati framkvæmdastjóra skrif- stofu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar í Kaupmannahöfn. Stofnunin og samstarfsríki verk- efnisins voru sett í vanda. ísland er eina ríkið sem sagt hefur sig undan samningnum og er það því verra að landið hefur notið virðing- ar sem fyrirmyndarríki á mörgum sviðum heilbrigðismála. Voru full- trúar samstarfslandanna mjög slegnir þegar þeir fregnuðu af ákvörðun heilbrigðis- ráðherra, sem greini- lega hefur engan áhuga á alþjóðasam- vinnu í heilbrigðismál- um. Hann hefur heldur engan skilning á mikil- vægi forvarna eða því starfi sem innlendir og erlendir aðilar hafa unnið að árum saman. Annað verður ekki skilið af svari hans til Læknafélags íslands er hann segir að fagleg ástæða þess að hann sagði upp samningn- um væri: „Að áfram-- hald verkefnisins skili engu mælanlegu gagni fyrir for- varnastarf á íslandi og það muni ekki breyta neinu um stöðu for- varnamáía að leggja verkefnið nið- ur." Faglegt mat á verkefninu fór ekki fram og er yfirlýsingin órök- studd. Hún lýsir hins vegar yfir- gengilegum hroka ráðamanna og lítilsvirðingu við það starf sem unnið hafði verið í forvörnum. Skömmu eftir að heilbrigðisráð- herra sagði upp þessu alþjóða- samningi, sem meðal annars tók til samstarfs við Eystrasaltsríkin, sérstaklega Litháen, fór utanríkis- ráðherra á fund Sameinuðu þjóð- anna í New York meðal annars til að bjóða Eystrasaltsríkjunum að- stoð íslands! Hvernig á að skilja siðferði íslands í samskiptum við aðrar þjóðir þegar þannig er staðið að verkum? Eftir þetta lágu sam- skipti ráðuneytisins við Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina mikið til niðri. Stofnunin skrifaði ráðuneyt- inu ítrekað og bauð meðal annars að ísland gæti tekið þátt í sam- starfinu sem „aukaaðili" og þá án fjárskuldbindinga. Allt kom fyrir ekki og svaraði ráðuneytið ekki einu sinni bréfum stofnunarinnar. Framkvæmdastjóri skrifstofu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar í Kaupmannahöfn átti annað erindi til Islands í júní í fyrra og notaði þá tækifærið til að koma samskiptum stofnunarinnar og ís- lands í eðlilegt horf með viðræðum við heilbrigðisráðherra. Ekki skal spáð um árangur. Hitt er víst að framkvæmdastjórinn sýndi já- kvæðan vilja sinn meðal annars með því að ráða einn af varaþing- mönnum Alþýðuflokksins til starfa á stofnun sinni nokkru seinna. Niðurskurður til forvarna í fjárlögum fyrir árið 1995 eru 46,2 milljarðar til heilbrigðis- og tryggingamála. Hlutur forvarna (1. og 2. stigs) af þessari upphæð er aðeins um 0,5% eða um 230 milljónir. Tryggingamál taka mest eða 58,1%, sjúkrastofnanir 35,6%, heilsugæslustöðvar 3,7% og aðal- skrifstofa heilbrigðisráðuneytisins um 0,3%. Eins og sjá má munar minnstu um sparnað í forvarna- málum miðað við aðra málaflokka þegar á heildina er litið. Að draga úr framlagi til 1. stigs forvarna sem fær aðeins 0,1% af heildar- framlaginu er óskiljanlegt. Er fróð- legt að skoða hvernig raunkostnað- ur þessara málaflokka hefur þróast miðað við árið 1991 og verðlag ársins 1994. Niðurstöður ríkis- reikninga árin 1991-1993 og fj'ár- laga árin 1994-1995 eru notaðar. Yfir tímabilið 1991-1995 jókst rekstrarkostnaður aðalskrifstofu ráðuneytisins um 30% eða 38,9 milljónir en launakostnaður hennar um 24,1% eða 16,3 milljónir. Til samanburðar minnkuðu framlög til forvarna langvinnra sjúkdóma (1. og 2. stigs forvarnir) um 97,4 milljónir eða 38,7% yfir sama tíma- bil. Til smitsjúkdóma- og farsótta- varna minnkaði framlagið um 21,3 milljónir eða 36,3%. Langmest er þó skerðingin til 1. stigs forvarna langvinna sjúkdóma eða 71,2% eða um 35,4 milljónir. Ef litið er á sérhæfð viðfangsefni sést að sam- eiginlegt framlag til Áfengisvarn- aráðs, Tóbaksvarnanefndar og Manneldisráðs minnkaði um 22,6 milljónir eða ,69,1%, til Krabba- meinsfélags íslands um 118,8 milljónir eða 91,3% og til Hjarta- verdar um 2,6 milljónir eða 19,8%. Með öðrum orðum hafa framlög til forvarna- og sjúkdómaleitar verið ótæpilega skorin niður á meðan aðalskrifstofa ráðuneytisins hefur fengið meira til sín. Lýst eftir forvarnarstefnu Margt bendir til þess að mikil- vægt starf og árangurí forvörnum liðinna ára sé nú í hættu. Af mik- illi skammsýni hefur verið ótæpi- lega dregið úr fjárveitingum til þessa málaflokks sem þó hefur ætíð lítið fengið miðað við aðra málaflokka. Öllu alvarlegra er þó að svo virðist sem heilbrigðisyfir- völd séu stefnulaus í þessum mál- um. Það gengur ekki og mun færa árangur í heilbrigðismálum aftur um áratugi. Setja þarf fram stefnu- mörkun og markmiðssetningu í for- vörnum og samræma skipulag og framkvæmd þessa málaflokks. Til þess þarf að ætla meira fjármagn til forvarna en nú er reyndin. Mál- tækið „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" íýsir vel mikilvægi forvarna. Höfum það í huga. Höfuadur er fyrrverandi yfirlæknir í hetibrigðis- og tryggittgamálaráðuneytinu og skólayfirlækhir. Kosningar og lýðræði SENN verður molum lýðræðis kastað fyrir lýðinn í formi atkvæða- seðla sem fær fólk til að trúa því að valdið sé þar, sem það svo sannarlega ekki er. Og lýðræðið. Það minnir stundum á gleðikonu sem þrælar á markaði, en kaupir uppeldi barna sinna fyrir peninga og heimsækir þau aðeins þegar hún tekur sér frí frá störfum á fjögurra ára fresti. Og þótt að við verka- menn vitum þetta vel, kemur alltaf svolítill fiðringur í okkur og eftir- vænting, þegar mamma kemur í heimsókn með allskonar gjafabréf upp á vasann. Inní hringnum Á fyrstu árum aldarinnar byrjaði launafólk að þjappa sér saman, stofna verkalýðsfélög og bestu menn þess komust jafnvel á þing fyrir alþýðuflokkana sem þá stóðu undir nafni. Vinnulöggjöf var fest í sessi og skylduaðild að verkalýðs- Pólitísk forysta Alþýðu- bandalagsins hefur brugðist, segir Jóhann Eiríksson, sem beinir , sjónum til Þjóðvaka. félögum spornaði við því að at- vinnurekendur gætu gert fólk vinnulaust fyrir sakir stéttvísi sinnar éinnar. í fáum orðum sagt hagaði íslensk alþýða sér eins og sauðnautin á sléttum N-Ameríku sem mynduðu varnarhring til þess að mæta árásum varga og viliidýra. Og inni í þessum varnarhring launa- fólks var lýðræðið eða a.m.k. sá hluti þess sem skipti mestu máli. Þegar ég var að koma út á vinnu- markaðinn um miðjan sjötta ára- tuginn voru stóru tarfarnir í sósíali- staflokknum og síðar Alþýðubanda- laginu ystir í varnarhringnum og á næstu árum unnust stórir sigrar og hreyfing alþýðunnar var hnar- reist og stolt. En tarfarnir gömluð- ust. Hinir ungu tarfar Alþýðu- bandalagsins hafa aðrar áherslur, vilja ekki standa ystir í varnar- hring, heldur vera fremstir í röð og hirða lítt um þótt vargar éti úr röðinni og öryggi göngumanna ger- ist ótryggt. Og hver getur láð há- lærðum stjórnmálafræðingum og lögfræðingum Alþýðubandalagsins að nenna ekki að berjast fyrir „lág- stéttafólk" sem hefur ekki dug til að gera það sjálft. Þetta er mér löngu ljóst orðið en samt finnst mér að pólitísk forusta míns gamla flokks hafi brugðist. Á akri lýðræðisins Já, lýðræðið er sannarlega víð- lendur akur og nú stendur einmitt þannig á að nýr frjóangi hefur skot- ið rótum á mörkinni. Og nú verður kynlegur þytur og styr meðal hinna jurtanna sem fyrir eru, stjórnmála- flokkarnir eru skyndilega sammála. Þeim líst illa á Þjóðvaka og bölvan- lega líst þeim á Jóhönnu og hún fær bara fjandans flökkufylgi og vand- lætingin er sólstafir hinna öldnu flokka. Allir stunda flokkarnir þó trúboð og vonast til að ná fylgi hver af öðrum, sem þá heitir að skipta um skoðun og er gott og heilbrigt, enda er Össur til vitnis um það, en Þjóðvaki — fjárans flökkufylgi. Staðreyndin er hins vegar sú að Þjóðvaki er eina stjórn- málaaflið sem lofar því að beita sér fyrir minni launamun og kannski getum við aftur farið að mynda varnarhring gegn árásum varga og villidýra. Og kominn tími til. Höfundur er leigubtisljóri. íf Sigur sjómanna í þremur hagsmunamálum HAGSMUNIR sjómanna í mikil- vægum baráttumálum hafa verið tryggðir með markvissum vinnu- brögðum stjórnarliða og ríkisstjórn- ar Davíðs Öddssonar, en hér vil ég sérstaklega nefna kaup á fullkomn- ari björgunarþyrlu, tryggingu sjó- mannaafsláttar og endurgreiðslu sem nemur virðisaukaskatti á flot- vinnugalla, en í því er fólgin mikil hvatning til sjómanna um aukna notkun flotvinnugalla. Nýja björgunarþyrlan senn tilbúin Ný björgunarþyrla sem kostar tæplega milljarð króna kemur til landsins í næsta mánuði, en þyrlu- áhafnir Landhelgisgæslunnar hafa um nokkurt skeið verið að þjálfa sig fyrir Super Puma-þyrluna í Frakk- landi. Við stjórnarliðar, sem berj- umst fyrir öryggi sjómanna sérstak- lega, lofuðum því fyrir síðustu kosn- ingar að fullkomnari þyrla yrði keypt. Gengið var frá kaupum á síð- asta ári að vel athuguðu máli, því bæði þurfti að gera ítarlega úttekt á starfsemi Landhelgisgæslunnar og samanburðarathugun á ýmsum þyrl- um sem eðlilegt er þegar ráðist er í svo dýra fjárfestingu. Málið er í höfn. Loforðið hefur verið efnt. Sigur sjómanna í deilunni um sjómannaafsláttinn í fersku minni er slagurinn sem var tekinn um sjómannaafsláttinn, sem lengi hafði verið deilumál, ekki síst vegna þess að allt of margir „landkrabbar" nutu hans án þess að eiga raunverulegan rétt á skattaafslættin- um. Við stjórnarsinnar tókum harðan slag til varnar sjómanna- afslættinum, lokuðum götunum og útkoman varð mun skilvirkari greiðsla til sjómanna sem áttu að njóta af- sláttarins. Eftir fyrsta árið með nýja fyrir- komulaginu sáu sjó- menn svart á hvítu að sjómannaafslátturinn hafði raunverulega hækkað vegna betri skilvirkni í kerfinu og annað árið með nýja kerfinu hefur staðfest það svo óyggjandi er að kerfið nýtist eins og til er ætlast. Endurgreiðsla jafnvirði virðisauka af flotvinnugðllum Meirihluti fjárlaganefndar Al- þingis ákvað yið afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1995 að endurgreiddur skyldi virðisaukaskattur af flot- vinnugöllum fyrir sjómenn. Félög sjómannskvenna víða um land börð- ust á sínum tíma fyrir niðurfellingu virðisauka af þessum öryggisbúnaði fyrir sjómenn og'með afgreiðslu Alþingis á fjárlagafrumvarpinu og skilgreiningu formanns fjárlaga- nefndar, Sigbjörns Gunnarssonar, í ræðu formanns um afgreiðslu máís- ins á ákveðnum lið fjárlaga, þá er málið í höfn. Nú er aðeins eftir að útfæra reglurnar, en framkvæmdin mun taka gildi á árinu. Árni Johnsen Á sérstökum lið fjár- laga er gert ráð fyrir endurgreiðslum * á virðisauka af ýmsum búnaði björgunarsveita og endurgreiðslan til sjómanna á flotvinnug- öllum er vistuð á þeim lið. Ég tel einboðið að forustumenn björgun- arsveitanna munu fagna því mjög að tekin hefur verið ákvðrðun um þetta átak til þess að hvetja til notkunar flotvinnugallanna, en við það er miðað af hálfu fjárlaganefndar að fullt tillit verði tekið til aukins fjármagns á þennan lið um leið og skýrist í hvaða farvegi umfangið er. Til þess er ætlast að fjármálaráð- Málið er í höfn, segir Arni Johnsen, loforðið hefurveriðefnt. herra hrindi málinu í framkvæmd hið fyrsta. Málið er í höfn, loforðið hefur verið efnt af hálfu stjórnarliða sem lofuðu framgangi þess á kjör- -tímabilinu. Ástæða er til að þakka öllum þeim mörgu sem lagt hafa þessum málum mikla iiðveislu svo trygging fengist fyrir framgangi þeirra. Höfundur erþingmaður SjáJfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.