Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gæti hug-arfarsbreyting valdið getuleysi? I UNDANGENG- INNI kosningabaráttu bar hæst tal manna um lægstu launin og þá ekki síst launamismun kynjana. Margar tilgát- ur um orsakir voru uppi og ein var sú að hugarf- arsbreytingu þyrfti hjá karlmönnum. í ljósi þessa datt mér í hug hvort það gæti ef til vill haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar að breyta hugarfari karlmanna ef það stangaðist á við náttúrueðli þeirra og gæti þar af leiðandi valdið hjá þeim getuleysi. Fyrir mér í þessu hef ég bók sem ég var að glugga í og heitir Kynlíf og er eftir Fritz Kahn og kom út 1948 hjá Helgafelli á íslensku, en var fyrst gefin út í Sviss árið 1937 eða fyrir rúmri hálfri öld og hefur þá sjálfsagt þótt mikið og merkt rit og þarft á hverju heimili, en í bókar- ‘lok stendur: Takmark þessarar bókar er að benda manninum á nauðsyn þess að lifa í samræmi við guðs nátt- úru. Einn kafli bókarinnar fjallar um getuleysi og þó að rannsóknir síðara ára haf leitt í Ijós að það getur staf- að af ýmsum orsökum og fleirum en getið er í bókinni, er þar athyglis- verður kafli sem nefndur er „Ráð til þess að komast hjá vangetu í hjóna- bandi“ og við lestur hans sé ég ekki annað en að frami kvenna á vinnu- markaðinum sé beinlínis ráð til að ;svipta karlmenn kyngetunni eða hvað finnst þér, lesandi góður, er þú lest eftir- farandi áðumefndan kafla, sem hljóðar svo: Konur hins vestræna heims hljóta að gera sér grein fyrir því að ást er bæði skylda og list (eins og austurlenskar systur þeirra hafa gert fyrir löngu). Þeim verð- ur að skiljast að það sem raunverulega á fyr- ir þeim að iiggja er ekki að dútla við hinar ýmsu greinar lista og vísinda og að stæla atvinnu- greinar karlmannanna umhugsunar- laust, heldur hefur náttúran fyrir- hugað þeim ákveðinn og alveg „ókarlmannlegan" lífsferil, sem er í hæsta máta óskyldur lífsstörfum karlmanna. Þennan ferii verða þær að ganga til þess að öðlast „sanna hamingju" og helstu áfangar hans eru: ást — hjúskapur — barneignir — bamauppeldi. Þessi köllun sem er hverri stöðu háleitari er langt frá því að vera einföld og hún er a.m.k. eins erfið og auðug af viðfangsefnum og hvert karlmannsverk. Og til þess að standa í þessari stöðu verða konurn- ar að helga alla orku sína og æsku til undirbúnings henni. Eins og karl- menn eru með margra ára námi búnir undir lífsstörf sín þannig ætti að veita stúlkum undirbúning til þess að gegna þeim skyldum sem þeirra bíða. I þessum hjúskaparskóla verður listin að elska að skipa verðugan sess. Konumar verða að læra að líta á ástina sem háleita og göfuga list, í stað þess að hundsa hana, vegna þess að hún sé fánýt eða fyrirlíta hana, vegna þess að hún sé ósiðleg. Þeim verður að lærast það, að að- staða þeirra í hjónabandinu, aðdáun eiginmannanna á þeim og trygging fyrir því, að þær haldi eiginkonurétt- inum veltur allt á því, hvort þær kunna tökin á að laða eiginmennina að sér með stöðugt nýju móti. „Hjú- skapurinn á í höggi við ófreskju — vanann" sagði Balzac. Það eru kon- urnar, sem eiga að heyja baráttuna við þessa ófreskju og til þess verða þær að koma á „hinni Copemisku byltingu“ sem áður er nefnd. Þær verða að breyta sér. Allur þorri af evrópskum eiginkonum líkist mynd sem snýr framhliðinni að glugganum til þess að vekja aðdáun heimsins, þar sem íbúar hússins sjá aðeins hina tilkomulausu bakhlið. Þær „halda sér til“, þegar þær fara út, í stað þess að snyrta sig þegar þær koma heim (eins og konur Austurlanda gera). Þær dyfta sig og bera á sig ilmvötn, þegar þær fara í gönguferðir, þar sem þær aftur á móti láta eiginmenn- ina sjá sig ótilhafðar heima við. Við- hafnarpostulínsins gæta þær með árvökrum augum og geyma það inni í skáp uns gestur kemur, sem þær halda sér til fyrir og kappkosta að töfra. „Ég má til með að snyrta mig, það eru að koma gestir" segja þær, en iáta sér nægja hversdagsfötin, bakherbergið og fábrotnar máltíðir, þegar eiginmaðurinn ein er heima. Mér væri sem ég sæi viðbragðið, sem þorrinn af evrópskum konum tæki, Er það ekki verðugt rannsóknarefni fyrir Náttúrulagaflokkinn, ” spyr Margrét Sölva- dóttir, hvort evrópskar konur hafi ekki glatað köllun sinni. ef menn þeirra segðu við þær einn góðan veðurdag: „Notaðu postulínið í kvöld, láttu blóm á borðið, farðu í snyrtistofuna og farðu svo í gula kjólinn sem fer þér svo vel, það er merkur gestur, sem á heimtingu á að vera tekið með fyllstu viðhöfn, sem kemur í kvöld.“ Að lokum gefur henni að líta. — Eiginmaður hennar kemur inn í veisluherbergið — aleinn. „Þú þarft ekki að líta í kringum þig“ segir hann „ég er einn, það er ég sem er merkasti gesturinn, sem þú getur tekið á móti, — eiginmaðurinn þinn.“ Já, mér væri sem ég sæi svip- brigði alls þorra evrópskra kvenna við svona uppátæki. Og hvað skyldu þeir eiginmenn vera margir í Evr- ópu, sem hefðu hug til að leika gest á sínu eigin heimili? Hve oft skyldi slíkt enda slysalaust? Evrópskar kon- ur verða að læra að skapa heimili og líta á eiginmann sinn sem besta gestinn, gera herbergi sitt girnilegra en nokkurt veitingahús og heilla eig- inmenn sína með þeim þokka sem Margrét Sölvadóttir þær eiga bestan. Hver er sinnar gæfu smiður og orsök þess að svo margar vestrænar konur eiga ótrúa eiginmenn sem verða snemma getu- lausir, er sú að þær hafa sjálfar brugðist sinni réttu köllun og eru ónýtar í ástum. (Tilv. í kafla lýkur.) Þetta ritar hinn merki dr. Fritz Kahn árið 1937 og er ég viss um að þorri karla og fáeinar konur er á sömu skoðun í dag 1995. Eða hefur orðið einhver hugarfarsbreyting hjá karlmönnum á liðnum árum? Og er það ef til vill hættulegt að fram- kvæma slíka breytingu hjá þeim ef hún.orsakar getuleysi? Ég get ekki öðruvísi úr kaflanum lesið en að Fritz Kahn sé að segja okkur að til þess að maðurinn geti haldið velli sem kyntröll og verði ekki getulaus, verði konan að vera þessi kvenlega kyn- þokkafulla vera, sem uppfyllir óskir hans og er honum undirgefin, í stað þess að beijast við hann á frama- brautinni. Ekkert í eðli mannsins er sterkara en það að viðhalda náttúr- unni og finnst mér því ekkert skrýt- ið að konum hafi ekki miðað áfram í baráttunni við að vera karlmannin- um jafnstíga, þegar í ljós kemur að hann er raunverulega að veija kyn- ferði sitt og getu sína til að auka kyn sitt. . Hafa aðferðir kvenna til aukins jafnréttar ef til vill verið rangar? Næst meiri og betri árangur með því að nota kænskuna og kveneðlið? Fáir karlmenn standast töfra þeirrar konu sem kann að beita þeim. Er aðferð til árangurs ef til vill sú að kenna konum þann hæfileika? Það er að segja, þeim sem ekki hafa hann meðfæddan? Hefur dr. Fritz Kahn kannski rétt fyrir sér er hann segir að evrópskar konur hafi glatað köllun sinni og þar með tækifærinu til að finna „hina sönnu hamingju"? Svari hver fyrir sig, en svona í lokin, er þetta náttúrulögmál ekki verðugt rannsóknarefni fyrir Náttúrulaga- flokkinn? Höfundur er rithöfundur. sé BP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.