Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Vinnsla í landi stöðvast að mestu í byijun næstu viku ef verkfall sjómanna skéllur á
Fímm þúsund sjómenn
leggja niður störf
VERKFALL sjómanna hófst á mið-
nætti í nótt en þá hafði samninga-
fundur sjómanna og útvegsmanna
staðið í allan gærdag.
Viðræðufundur sjómanna og út-
vegsmanna hjá ríkissáttasemjara
stóð yfir í sextán tíma á þriðjudag
og lauk klukkustund eftir miðnætti
án þess að nær hefði þokast lausn.
Mikið ber á milli samningsaðila um
verðmyndun á sjávarafla og einnig
mun ekki nást sátt um sk. hafnarfrí
sjómanna og hvemig á að túlka
ákvæði um þau, svo eitthvað sé
nefnt. Fundir hófust aftur klukkan
tíu í gærmorgun og stóðu fram yfir
miðnætti.
Öllum skipum yfír 12 tonnum var
skylt að hætta veiðum strax og
verkfall hófst og var áhöfnum þá
óheimilt að vinna annað í þágu út-
gerðar en að sigla skipi til hafnar,
landa úr skipinu og undirbúa það
að öðru leyti undir hafnarlegu. Þó
var útgerð heimilt að landa afla
utan heimahafnar, þar með talið í
erlendri höfn, og skulu skipveijar
þá sigla skipinu strax til heimahafn-
ar að lokinni löndun.
„Hrikalegasta aðför að
verkalýðshreyfingunni"
Verkfall sjómanna nær til allra
sjómanna utan Vestfjarða á öllum
skipum yfir 12 tonn að stærð, alls
um 5.000 manns. Sjómannafélag
ísfirðinga hefur boðað samúðar-
verkfall sem á að taka gildi 11.
júní nk. og myndi ná til tæplega
200 sjómanna, Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Bolungarvíkur hefur
einnig boðað vinnustöðvun í samúð-
arskyni frá og með 15. júní og sömu
sögu er að segja af Verkalýðsfélagi
Hólmavíkur og Vélstjórafélagi ísa-
fjarðar. 18 félög eru í Alþýðusam-
bandi Vestfjarða og 13-14 þeirra
með sjómenn innan sinna vébanda
að sögn Sigurðar Ólafssonar for-
manns Sjómannafélags ísfirðinga.
Sigurður kveðst telja æskilegt
að sett verði afgreiðslubann á lönd-
un úr þeim skipum sem hafa verið
skráð eða leigð á Vestfjörðum
vegna verkfallsboðunar sjómanna,
þar til samúðarverkföll hefjast, og
segir að með hliðsjón af þeim eld-
móði sem hann hafi vitneskju um
hjá verkalýðsfélögum, megi búast
við hörku á þeim vettvangi.
„Flutningur skipa til að skjóta sér
undan löglega boðuðu verkfalli er
sú hrikalegasta aðför sem hefur
verið gerð að verkalýðshreyfingunni
í heild sinni og við þurfum að sýna
fyllstu hörku, því að ef ekki verður
tekið á þessum málum nú, getum
við lagt niður verkalýðshreyfinguna
í heild. Boðaðar samúðaraðgerðir
geta útgerðarmenn á Vestíjörðum
þakkað Þorsteini Má Baldvinssyni
hjá Samheija og öðrum þeim útgerð-
armönnum sem ætla að leika sama
leikinn og hann,“ segir Sigurður.
Þijú skip sem talin eru vera að
Verður ekki
unað við
ástandið
GUÐMUNDUR Hallvarðssoií al-
þingismaður sagði á Alþingi í gær
að með kaupum og sölu á veiðiheim-
ildum væru útgerðarmenn að stuðla
að viðhorfsbreytingu meðal sjó-
manna í átt til auðlindaskatts. Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra hafnaði lagasetningu á verk-
fall sjómanna og sagðist telja
óheppilegt að setja löggjöf sem
skyldaði að allur afli yrði seldur á
fiskmörkuðum.
„Ég hef ekki verið talsmaður auð-
lindaskatts hingað til fremur en flest-
ir sjómenn, en með kaupum og sölu
veiðiheimilda þar sem 30 krónur af
hveiju kílói kemur til skipta sjómanna
í stað 130 króna við markaðsaðstæð-
ur, stuðla útgerðarmenn að breyttu
hugarfari sjómanna og fulltrúa þeirra
í átt til auðlindaskatts. Við ríkjandi
ástand verður ekki unað. Það er þá
betra að fá 90-100 krónur til skipta
af hveiju þorskkílói og í ríkiskassann
renni 30-40 krónur af hveiju kílói.
Leikreglumar verða þar með skýr-
ari,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að það gæti
aldrei orðið sátt um óbreytt ástand
um verðmyndun á fiski. Það yrði
með einum eða öðrum hætti að
markaðstengja afla fiskiskipa. Hann
sagði að sjómenn sættu sig við að-
sniðganga verkfajl höfðu óskað eft-
ir skráningu á ísafirði í gær að
sögn Sigurðar, auk þess sem Sjó-
mannasamband íslands hafði í gær
fengið upplýsingar um að útgerð
250 tonna skips _ frá Reykjavík
hygðist skrá það á ísafirði. Upplýs-
ingar um skip sem leigð em á milli
staða án lögskráningar em ekki
handbærar. Sigurður segir að fjöldi
skipa hafi verið leigður til ísafjarð-
lögun í þá átt þannig að árið 1997
yrði afli að fuilu tengdur markaðs-
verði.
Veiða fyrir
160 milljónir
króna á dag
ÁGUST Einarsson, alþingismaður
Þjóðvaka, hóf umræðuna í tilefni af
verkfalli sjómanna. Hann sagði að
alvarlegt ástand væri að skapast,
fískvinnslufólk væri að missa vinn-
una ög flotinn að stöðvast. Hann
minnti á að úthafsveiðiflotinn veiddi
um þessar mundir fyrir um 160
milljónir á dag. Þessi verðmæti
myndu tapast.
Ágúst hvatti til þess að allur afli
yrði seldur á fiskmörkuðum. Það
hefði marga kosti. „Verðmyndun á
fiskmörkuðum er fyrir opnum tjöld-
um, stuðlar að bættum gæðum, eyk-
ur sérhæfingu, veitir aðgang að
sameiginlegri auðlind og er viður-
kennt form erlendis við fiskverðs-
ákvörðun. Það er margt sem bendir
til að þetta form verðmyndunar geti
bæði leyst yfirstandandi kjaradeilu
og stuðlað að hagkvæmni í veiðum
og vinnslu þótt vitaskuld yrði að
taka slíkt kerfi upp í áföngum,"
sagði Ágúst.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
ríkisstjórnin hefði ekki uppi áform
um að leysa kjaradeiluna með laga-
setningu. Það væri réttur og skylda
ar seinustu ár til rækjuveiða yfir
sumartímann. Verði tæplega amast
við þeim, en skip sem séu gagngert
skráð á Vestfjörðum til að snið-
ganga verkfall muni ekki njóta
vægðar.
4.500-5.000 verkefnalausir
eftir viku
Arnar Sigurmundsson formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva segir
samningsaðila að leysa deiluna með
samningum.
„Ég tel að fiskverð eigi að mótast
á markaðinum, ýmist með samning-
um aðila eða með sölu um fiskmark-
aði. Ég teldi það óheppilegt að setja
um það fortakslausa löggjöf að allur
fiskur skyldi undantekningalaust
fara um fiskmarkaði," sagði Þor-
steinn.
Utgerðar-
menn gagíi-
rýndir
SIGHVATUR Björgvinsson sagði að
lögin um stjórn fiskveiða væru
grundvöllur deilunnar. Þar væri að
finna það óréttlæti sem sjómenn
væru að betjast gegn. Ólafur Ragn-
ar Grímsson tók undir þetta og sagði
að stjórnvöld gætu ekki staðið að-
gerðarlaus þar sem málið varðaði lög
sem Alþingi hefði sett.
Margir þingmenn fordæmdu að
útgerðarmenn væru að leigja skip
sín úr landi eða til Vestfjarða til að
komast hjá því að þau stöðvuðust í
verkfallinu. Með þessu væru þeir að
gera deiluna harðari. Nokkrir þing-
menn kröfðust þess að félagsmála-
ráðherra beitti sér í þessu máli þar
sem verið væri að bijóta anda vinnu-
löggjafarinnar. Sjávarútvegsráð-
herra sagðist skilja vel óánægju sjó-
manna með þessar aðgerðir útgerð-
armanna.
menn meta ástandið svo að starf-
semi lunga fiskvinnslufyrirtækja
hérlendis utan Vestfjarða muni
stöðvast í byijun næstu viku vegna
hráefnisskorts, verði boðað verkfall
sjómanna að veruleika. Hér á landi
eru um 70-100 atkvæðamikil fyrir-
tæki í fiskvinnslu að sögn Amars
og um 300 smærri fyrirtæki. Ein-
hver fyrirtæki eigi Rússa-fisk -í
frystiklefum sínum og rækju-
vinnslufyrirtæki hugsanlega rækju,
þannig að vinnsla geti haldið áfram
ögn lengur hjá þeim, en aðrir verði
hráefnislausir fljótlega upp úr helgi.
Á einstaka stöðum þar sem afli
smábáta skiptir máli fýrir vinnsl-
una, mun hún halda áfram að éin-
hveiju leyti. Verði verkfall lang-
vinnt geta hins vegar fá ef nokkur
fyrirtæki haldið uppi fullri starf-
semi.
„Við reiknum með að 6.500
manns vinni í fiskvinnslu og það
er ekki ótrúlegt að ætla að áhrif
verkfalls nái til 4.500-5.000 manns,
sem verða verkefnalausir strax i
næstu viku. í kjarasamningum er
gert ráð fyrir að hægt sé að til-
kynna með fjögurra vikna fyrirvara
um fyrirsjáanlega vinnslustöðvun.
Þegar sjómenn boðuðu verkfall sitt
með þriggja vikna fyrirvara beind-
um við þeim skilaboðum til fisk-
vinnslufyrirtækja að tilkynna
starfsfólki sínu að kæmi til verk-
falls sjómanna yrði vinnslustöðvun
er tæki gildi frá. og með 2. júní.
Sum fyrirtækin fóru þessa leið en
önnur ætluðu að sjá til og eiga þá
heimild í lögum frá 1979 að taka
fólk fyrirvaralaust af launaskrám,
verði þau hráefnislaus af völdum
verkfalls. í báðum tilvikum færi
fískvinnslufólkið strax á atvinnu-
leysisbætur,“ segir Arnar.
Hann kveðst telja erfitt að meta
fjárhagslegt tjón, stöðvist vinnslan,
en ljóst sé þó að afkoma fyrirtækja
í greininni sé misgóð og komi til
stöðvunar geti hún valdið sumum
fyrirtækjum verulegum vandræðum
á að hefja rekstur aftur. Einnig sé
tímasetning verkfalls óheppileg fyr-
ir vinnsluna.
„Menn óttast að komi til verk-
falls sé deilan komin í þann hnút
að lítið gerist næstu daga á eftir,
ekki síst þar sem hún er óvenju
snúin. Ég held að afdrif hennar
ráðist fyrst og fremst hjá samn-
ingsaðilum og sé ekki að Alþingi
geti komið neitt að henni,“ segir
Arnar.
Sjómannaverkfall var rætt utandagskrár á Alþingi í gær
Sveitarstjórinn í Súðavík
Seinkun en enginn
efi um nýja Súðavík
ísafirði. Morgunbladið.
JÓN Gauti Jónsson, sveitarstjóri í
Súðavík, sagði á almennum fundi í
Súðavík í fyrradag að alls staðar í
kerfinu væri verið að leita lausna
á þeim vanda Súðvíkinga sem skap-
aðist eftir snjóflóðið í vetur. En
þótt allir væru af vilja gerðir tækju
málin mikinn tíma. Súðvíkingar eru
orðnir áhyggjufullir um að ef ekki
takist að hefja framkvæmdir í sum-
ar, þannig að vandi næsta vetrar
verði leystur muni þeim hugsanlega
fara fækkandi sem vilja vera þar
annan vetur.
Gylfi Guðjónsson arkitekt, einn
af hönnuðum nýja þorpsins, kynnti
deiliskipulagið, sem á að fara að
vinna eftir, en nú er renna út sá
tími sem menn hafa til að gera
athugasemdir við tillöguna. Fjöru-
tíu og níu Súðvíkingar hafa sent
hreppnum athugasemdir þar sem
mótmælt er svokölluðum smábýla-
hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir
að yst í nýju byggðinni og umhverf-
is Eyrardalsbæinn gætu menn
byggt sér kinda- og hesthús við
íbúðarhúsin. Menn sögðu slæma
reynslu af dýrahaldi í þéttbýli, auk
þess sem ríkjandi vindátt myndi
bera dauninn frá gripahúsunum inn
yfir byggðina. Að öðru leyti virtist
fólk ánægt og bíður spennt eftir
að geta sótt um lóðir.
Aætlað er að flytja þau hús sem
enn eru uppistandandi í Súðavík og
flutningshæf í nýja bæinn og von-
ast menn til að geta komið þeim
áfanga vel áleiðis í sumar auk þess
sem Jón Gauti sagði að sér virtist
að leyfi fengist fyrir byggingu 8
félagslegra íbúða.
Áætlað er að þær byggingar sem
fyrirhugað er að reisa og flytja,
kosti um 500 milljónir, um 130
milljónir fara í holræsi og gatna-
gerð, auk 12 milljóna í hönnunar-
kostnað.
Bágborinn fjárhagur
Fjárhagur Súðavíkurhrepps var
mjög bágborinn fyrir slysið, þar sem
farið hafði verið út í byggingu
glæsilegs íþróttahúss, sem bindur
að mestu framkvæmdafé Súðvík-
inga um langa framtíð og því verða
Súðvíkingar að treysta því að vil-
yrði ráðamanna um fjárframlög til
að byggja nýja Súðavík standi og
reyndar sagði sveitarstjórinn að það
Morgunblaðiö/Úlfar Ágústsson i
HJÓNIN Berglind Kristjánsdóttir og Hafsteinn Númason, sem misstu öll þrjú börn sín í snjóflóðinu
sem féll í Súðavík 16. janúar, skoða svæðið á Langeyri þangað sem húsarústirnar voru fluttar. I
Persónulegir munir eins og leikföng, fatnaður og bækur liggja eins og hráviði í haugunum. |
væri enginn vafi í hans huga að
staðið yrði við öll þau fyrirheit ssem
gefín voru í vetur, aðeins þyrfti að
bíða eftir að málin fengju sína
meðferð í hinu opinbera stjórnsýslu-
kerfi, sem er mjög flókið og margar
úrlausnir sem hafa fordæmisgildi.
Opin sár
Nokkur óánægja kom fram á
fundinum með hve seint gengi að
hreinsa svæðið við Langeyri þar sem
snjóflóðinu og rústum húsanna var
komið fyrir í vetur. Ennþá eru þama
margra metra þykkir haugar, þar
sem öllu ægir saman og blasir við
ferðamönnum við þjóðveginn milli
ísafjarðar og Reylq'avíkur. Svæðið
er opið og getur hver sem er vaðið
um það að vild, að sögn eins sem
um sárt á að binda eftir slysið. Sveit-
arstjórinn sagði að reynt hefði verið
að hreinsa eftir því sem snjórinn
bráðnaði, því erfitt væri að koma
við vinnuvélum. Björgunarsveitimar
á norðanverðum Vestfjörðum, Bif-
hjólasamtök lýðveldisins og fleiri
aðilar hafa komið að þessu.
Sóknarpresturinn, séra Magnús
Erlingsson, lagði fram tillögu um
að unnið yrði með meiri krafti að
því að hreinsa svæðið, líkt og gert
var í Tungudal í fyrra því sannar-
lega skæri það í hjartað að aka
þarna framhjá, en tillagan fékk
ekki afgreiðslu.