Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 11 FRÉTTIR Evrópu- samtök stofnuð á Sögu STOFNFUNDUR Evrópusamtak- anna verður haldinn í Atthagasal Hótels Sögu kl. 15 í dag, fimmtu- dag. Fundurinn er opin öllum áhugamönnum um nánara sam- starf Islands við önnur Evrópuríki, að því er segir í fréttatilkynningu frá undirbúningshópi um stofnun samtakanna. Markmið Evrópusamtakanna eru „að stuðla að skipulegri sam- vinnu þjóða Evrópu á lýðræðisleg- um grundvelli, í því skyni að standa vörð um frið, frelsi og mannrétt- indi og auka gagnkvæman skilning og menningarleg samskipti; að stuðla að upplýstum og fordóma- lausum umræðum á Islandi um samstarf Evrópuríkja; að starfa að virkri þátttöku íslands í samstarfi Evrópuríkja; að vinna að því að ísland sæki um aðild að Evrópu- sambandinu; að útbreiða upplýs- ingar og þekkingu um evrópskt samstarf, jafnt um þau samstarfs- form, sem nú eru við lýði, og fram- tíðarmöguleika í samvinnu Evr- ópuríkja; að láta fara fram athug- anir og rannsóknir á málum, sem tengjast evrópskri samvinnu; að starfa með öðrum íslenzkum og evrópskum samtökum og stofnun- um, sem hafa skylda starfsemi með höndum.“ Á stofnfundinum mun Ólafur Þ. Stephensen blaðamaður kynna störf og hugmyndir undirbúnings- hóps um stofnun samtakanna. Þá munu Jónas.Kristjánsson, ritstjóri, og Jenný Jensdóttir, framkvæmda- stjóri, flytja erindi. Því næst verður tillaga að lögum samtakanna borin upp til atkvæða. Síðan fer fram stjórnarkjör og kjör 20 manna í fulltrúaráð samtakanna. ---» ♦ <-- Guðmundur hættir á D Y GUÐMUNDUR Magnússon, fréttastjóri DV, lætur af störfum á blaðinu um næstu mánaðamót. í samtali við Morgunblaðið vildi Guðmundur ekki segja hver ástæða þessa væri. Aðspurður hvað hann myndi taka sér fyrir hendur svar- aði hann að ekkert væri um það að segja að svo stöddu. Guðmundur hóf störf á DV í maí í fyrra. Áður var hann settur þjóðminjavörður til tveggja ára, í rannsóknarleyfi Þórs Magnússon- ar. Nýr, einfaldur, ódýr og öruggur kostur fyrir gjaldeyrissendingar til Evrópulanda íslandsbanki býbur nú upp á nýjan möguleika viö ab koma greibslu í erlendri mynt til móttakanda innan Evrópu*. Þessi nýjung hefur verib nefnd Samsending og hentar vel fyrir þá sem vilja koma fjárhœö undir ákveönu hámarki til skila á skömmum tíma. Hámarksfjárhœb send- ingar er mismunandi eftir löndum eöa frá 200.000 - 700.000 kr. Kostnaöur viö Samsendingu er lœgri en fyrir aörar sambœrilegar greiöslur. Sendandi greiöir aöeins 400 kr. gjald og getur jafnframt tryggt þaö aö greiöslan komist til skila án aukakostnaöar fyrir móttakanda meö 400 kr. aukagjaldi. Meö þessum nýja möguleika er veriö aö tryggja örugg skil meö lœgri tilkostnaöi og aö móttakandi veröi ekki látinn greiöa kostnaö óski sendandi greiöslunnar þess. Allar nánari upplýsingar fást í útibúum íslandsbanka. ÍSLAND-SBANKI - í takt vib nýja tíma! *Þegar hefur verib samiö vib banka í Danmörku, Svíþjóö, Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi. Goldstar síntkerfi, traust í erli dagsins Fyrstu kynni viðskiptavina af Mest selda símkerfi Rúmlega 1200 fyrirtæki og nýju fyrirtæki eru oftast í gegnum símann. Þau fyrirtæki sem velja Goldstar símkerfin á Islandi GoldStcir stofnanir hafa kosið simkerfifrá ístel hf. Þvíekki að slást í hóp þeirra sem skava starfsmönnum • X htf\ ígóðum málum. Gæði, öryggi oggóð þjónusta sínum þægilega vinnuaðstöðu. SIÐUMULA 37 - SIMI 588 2800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.