Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Verðkönnun vikunnar
Verslað á ferð og flugi og verð heima til samanburðar SALA UM BORÐ ÝMSAR FRÍHAFNAVERSLANIR SNYRTIVÖRUVERSLANI R í REYKJAVÍK
FLUGLEIÐIR Saga Boutique SAS Flight shop KLM The KLM collection LEIFSSTÖÐ Keflavík KASTRUP Kaupm.höfn FINDEL Lúxemborg SCHIPH0L Amsterdam HEATHROW London HYGEA Austurstr., Kringlunni CLARA Austurstr., Kringlunni 0CULUS Austurstr. SANDRA Laugavegi, Hafnarfj.v. SARA Bankastræti
ILMVÖTN Boucheron-Jaipur Eau de Toilette, 50 ml, spray Chanel No 5 Eau de Parfum, 50 ml, spray 3.100.- 3.143.- 3.133.- 3.050.- 4.310,- 3.287,- 3.334- 4.694.- 3.185,- 4.677,- 2.149.- 3.653.- 5.537.- 4.364,- 7.514.- 4.478.- 4.590.- 5.260.- 4.480.-
Chanel No 5 Eau de Toilette, 50 ml, spray Dior tendre poison Eau de Toilette, 50 ml 2.900.- 2.800,- 2.877,- 100 ml, 3.884,- 2.970.- 2.990,- 2.750.- 2.987.- 3.093,- 2.983.- 2.822.- 3.024.- 2.399,- 2.328.- 3.760,- 4.217,- 4.820.- 3.979.- 4.700,- 4.083.- 4.700.- 4.080.-
AUGNHÁRALITUR Dior Mascara Parfait, 7 ml 1.000.- 960,- 1.015.- 987.- 968,- 1.431.- 1.435,- 1.472,- 1.640.-
Helena Rubinstein mascara Spectacolour, 5ml Estee Lauder More than a mascara, 7 ml 1.100.- 1.018.- 1.090.- 1.050.- 1.511,- 1.084.- 1.210.- 1.210,- 1.700,- 1.531.- 1.700.- 1.699.- 1.530.-
KREM Eiizabeth Arden Visible Difference Refining moisture creme complex, 75ml 2.700.- 3.143.- 3.333.- 3.290.- 3.588.- 3.305,- 4.633.-
Christian Dior Hydra Star Moisture Creme, normal & comb. skin, 50 ml 2.302.- 2.300.- 2.411.- 2.369.- 2.379.- 3.169.- 3.181.- 3.169.- 3.265.-
Helena Rubinstein Skin Life T.P.A. Cream Anti-Rides, Anti-Wrinkle Force, 30ml 2.200,- 50 ml, 3.580.- 50 ml, 3.910,- 50 ml, 5.023.- 50 ml, 3.548.- 3.650.- 3.744,- 3.650.-
RAKSPÍRI Ralph Lauren Satari After shave iotion, 75 ml 1.800.- 1.790.- 2.249.- 3.487.- 125 ml, 2.578,-
Chanel - Egoiste Platinum After shave lotion, 75ml 1.900.- 100 ml, 2.284.- 1.560.- 100 ml, 3.378,- 1.754.- 125 ml, 1.898.- 2.863.- 2.860,-
Aramis - Havana After shave lotion, 100 ml 50 ml, 1.567.- 50 ml, 1.290 - 2.088,- 3.093.- 1.613.- 1.791,- 2.943,- ÁT VR
SÍGARETTUR Winston, Regular Wpakkar • Marlboro 1.239,- 1.140.- 957,- 1.382.- 1.250.- 1.279.- 2.670.-
ÁFENGI Finlandia vodka 40% alc. vol. 1 lítri 50% alc. vol. Johnnie Walker Red Label viskí 1 lítri, 43% 40% 820.- 50% 880.- 1.290.- 1.003,- 1.176.- 50% 614,- 1.009.- 50% 766.- 1.169.- 50% 880.- 1.484.- 40%, 1 lítrí 3.170,- 700 ml 2.580.- Verð erlendis eru reiknuð samkvæmt sölugengi gjaldmiðla þann 23. maí 1995
Verð um borð, í fríhöfnum og verslunum í Reykjavík
Sex vörutegnndir
ódýrastar í Leifsstöð
MÖRGUM finnast innkaup í frí-
höfnum tilheyra ferðalögum, enda
varningurinn tollfijáls og því yfir-
leitt ódýrari en í verslunum í borg-
um og bæjum hér og erlendis.
Fyrirhyggjusamir ferðalangar taka
gjarnan tillit til kaupgleði sinnar
við útreikning ferðakostnaðar og
segjast varla fara þar í gegn fyrir
minna en tíu þúsund krónur.
Fríhafnir hafa upp á misfjöl-
breytt úrval að bjóða, en sam-
kvæmt verðkönnun neytendasíð-
unnar er varla hægt að fullyrða
að heildarverð sé lægra eða hærra
í einni fríhöfn fremur en annarri.
Sömu vörutegundir fengust ekki
alls staðar, og stundum var verð á
ilmvötnum tiltölulega hátt á einum
stað, en verð á áfengi hins vegar
í lægri kantinum.
Innkaupakarfan
Innkaupakarfa með ilmvatninu
Chanel No.5, 50 ml, Dior Hydra
Star-rakakremi 50 ml, 10 pökkum
af Winston-sígarettum og einum
lítra af Finlandia vodka fæst fyrir
8.630 kr. í Fríhöfninni í Leifsstöð,
en er á u.þ.b. 14.269 kr. í verslun-
um í Reykjavík og er þá miðað við
lægsta verð á meðfylgjandi töflu.
Verðmunurinn er 5.639 kr. Til að
gæta fyllstu nákvæmni skal tekið
fram að vodkað í ÁTVR er 40%.
Finlandia vodka er ein fárra áfeng-
istegunda sem seld er i 1 lítra
umbúðum í ÁTVR, Jjví yfirleitt er
innihaldið 700 ml. í Fríhöfninni á
Schiphool er samskonar karfa á
9.072 kr. Miðað við aðrar fríhafnir
í könnuninni er verðið í Leifsstöð
lægst á sex vörutegundum en hæst
á jafnmörgum á Findel-flugvelli í
Lúxemborg.
Fríhöfnin í Leifsstöð
og Saga Boutique
í upphafi átti verðkönnunin ein-
göngu að vera á vörum, sem boðn-
ar eru til sölu um borð í flugvélum
hinna ýmsu flugfélaga. Sú fyrirætl-
an breyttist, því þótt yfirleitt sé
boðið upp á fjölbreytt úrval reynd-
ist þrautin þyngri að finna sömu
vörutegundir alls staðar.
Því var ákveðið að beina sjónum
aðallega á fríhafnir í Evrópu, en
láta verð á nokkrum vörum í flug-
vélunum fljóta með og ásamt verði
í fímm snyrtivöruverslunum í
Reykjavík.
Samkvæmt meðfylgjandi töflu
er verð á nokkrum snyrtivörum
10-50 kr. hærra í Saga Boutique
en í Fríhöfninni í Leifsstöð. Ragn-
hildur Gunnarsdóttir, deildarstjóri
þjónustudeildar Flugleiða, annast
innkaup fyrir verslunina og hefur
umsjón með verðlista, sem
prentaður er í 300 þúsund eintök-
um. Hún segir að því fari víðs-
fjarri að allar vörutegundir séu
dýrari í Saga Boutique en í Leifs-
stöð. Hins vegar sé ekki hægt að
breyta verði eftir að bæklingurinn
sé kominn út. „Við stöndum við
okkar verð og breytum því ekki,
þótt gengi gjaldmiðla breytist eða
ef verð á sömu vörum og við bjóð-
um upp á lækkar í Fríhöfninni í
Leifsstöð um leið og bæklingur
oklcar kemur út.“
í töflunni er verð miðað við sama
magn sömu vörutegundar. Oft
reyndist varan fáanleg alls staðar
en í mismunandi mælieiningu, t.d.
fékkst Chanel Égoiste Platinum
rakspíri í 100 ml umbúðum um
borð í vélum KLM á 2.284 kr. og
á Findel-flugvelli í Lúxemborg á
3.378 kr., en í 125 ml umbúðum
á 1.898 kr. á Heathrow í London.
Námsmenn og ungt fólk til
Evrópuborga fyrir 28.400 kr.
Aþenu. Umrædd far-
gjöld Lufthansa kallast
Yes fargjöld og eru
einnig í boði á hinum
Norðurlöndunum.
Til París fyrir
19.900 krónur
Inga segir að gerður
hafi verið samningur við
Flugleiðir um vissan sæta-
fjölda fyrir námsmenn. Geta
handhafar svokallaðra Isic og
Go25 skírteina keypt fargjöld á
sérstöku tilboðsverði. Handhafar
skírteinanna mega vera allt að 35
ára séu þeir í námi en annars upp
í byijun júní hefur flugfélagið Luft-
hansa vikulegt áætlunarflug til ís-
lands. Þetta er fjórða sumarið í röð
sem flugfélagið er með áætlunar-
flug til landsins og flogið verður
alla sunnudaga fram í september.
Ferðaskrifstofa stúdenta hefur und-
anfarin ár verið með sérstök til-
boðsfargjöld með Lufthansa til um
hundrað borga í Evrópu á 28.400
krónur án flugvallarskatts. Far-
gjöldin gilda fyrir ungt fólk að 26
ára aldri og námsmenn upp að 28
ára aldri. Flogið er héðan til Frank-
furt og þaðán liggur leiðin áfram
t.d. til Lissabon, Aþenu, Moskvu
eða Rómar. Keyptar eru fjórar ein-
ingar eða með öðrum orðum fjögur
flug og ekki er skilyrði að Ijúka
þurfí ferðinni á íslandi. Þess vegna
má hún enda í London eða Kaup-
mannahöfn eftir að hafa flogið t.d.
til Frankfurt, Lissabon og Moskvu.
Þessi fargjöld Lufthansa eru aðeins
seld hjá Ferðaskrifstofu stúdenta.
Að sögn Ingu Engilberts rekstr-
arstjóra hjá Ferðaskrifstofu stúd-
enta hófst sala miðanna um miðjan
apn'l og er þegar mikið uppbókað.
í fyrra seldi ferðaskrifstofan á
ljórða hundrað slíka miða með Luft-
hansa og þar af keyptu um 150
viðskiptavinir flugfarseðla til
að 25 ára aldri. Fargjald til Parísar
kostar með þessum hætti 19.900
krónur og miðinn gildir í 30 daga.
Þá kosta miðar til Frankfurt,
Mílanó, Vínar og Zurich 25.900 án
flugvallarskatts og gilda þeir í sex-
tíu daga í sumar á meðan flogið
er beint til þessara borga. Börn
námsmanna borga hluta af þessu
fargjaldi.
Til Kaupmannahafnar fyrir
28.400 krónur
Ferðaskrifstofa stúdenta er aðili
að Kilroy ferðaskrifstofunni sem
hefur m.a. gert samning við SAS
um fargjöld fyrir handhafa Isic og
Go25 skírteina á Norðurlöndum og
gilda fargjöldin fyrir námsmenn
upp að 35 ára aldri svo og ungt
fólk upp að 26 ára aldri. Þegar flog-
ið er til Osló, Stokkhólms, Helsinki
eða annarra borga á Norðurlöndum
er flogið um Kaupamnnahöfn og
má þá stoppa þar. Miðinn til Kaup-
mannahafnar kostar 28.200, til
Osló 29.200 til Stokkhólms 29.400
og Helsinki 34.000 krónur. Um er
að ræða ársmiða. Flugvallarskattur
er ekki innifalinn og böm greiða
hluta af þessum fargjöldum.
Öruggari niðurföll
erunú
SLYSAVARNARFÉLAG íslands og
Iðntæknistofnun gerðu nýlega könn-
un á niðurföllum í heitum pottum
með það að markmiði að leita leiða
sem tryggja öryggi þeirra sem hafa
slíka potta. í þeim hafa orðið slys,
sem rekja má til ófullnægjandi niður-
falla að sögn Herdísar Storgaard og
Björgvins Njáls Ingólfssonar, sem
gerðu könnunina.
í fréttatilkynningu kemur fram
að nú era fáanleg hér niðurföll, sem
búið er að prófa. „Þau eru viður-
kennd í Bandaríkjunum og á Nýja
Sjálandi. Þau eru þannig úr garði
gerð að þessi slys eiga ekki að geta
átt sér stað. Með skipulegri notkun
þeirra og með því að skipta niðurföll-
um út, væri hægt að koma í veg
fyrir fleiri alvarleg slys hér á Iandi
Svaladrykkur í sólinni
ÞENNAN drykk geta jafnvel krakkar Blandið saman greip- og ananas-
útbúið fyrir foreldra eða vini þegar safa. Setjið ísmola í glas, hellið safan-
allir eru í sólskinsskapi. um yfir og látið eina sneið af kíwí og
8 dl ananassafi, __ eitt íarðarber í hvert glas.
4-5 dl nýkreistur greipsafi Skreytið brúnina á glasinu með ör-
ísmolar_______ þunnri greipsneið.
jarðarber, kíwi og greip til skrauts
fáanleg
NIÐURFÖLL eins og þessi
eru viðurkennd í Bandaríkj-
unum og á Nýja-Sjálandi.
af þessum orsökum.“ Herdís og
Björgvin Njáll beina þeim tilmælum
til eigenda setlauga að þeir kynni
sér þann útbúnað sem viðurkenndur
er og að þeir skipti um niðurföll ef
þau eru ekki örugg eða viðurkennd.