Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter Ahyggjur af við- skiptahalla gagn- vart Japönum HERVE de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær að utanríkisráðherrar þriggja Evr- ópusambandsríkja hefðu á fundi með Yohei Kono, utanríkisráð- herra Japan, hvatt Japani til að opna markað sinn þannig að draga mætti úr viðskiptahalla ESB gagn- vart Japan. Ráðherrarnir þrír, frá Þýskalandi, Frakklandi og Spáni, ítrekuðu hins vegar andstöðu sína við fyrirhugaðar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar. Fundurinn í París í gær var haldinn til að undirbúa leiðtoga- fund ESB og Japan sem haldinn verður þann 19. júní. De Charette sagði ESB hafa verulegar áhyggjur af því hversu mikill halli væri á viðskiptunum við Japan. Þó að hallinn færi minnkandi hefði hann eftir sem áður numið 24,5 milljörðum Ecu á síðasta ári en var 31 milljarður árið 1993. Þegar hann var spurður um deilu Bandaríkjanna og Japan sagði hann það vera stefnu ESB að fylgja fjölþjóðlegum viðskipta- reglum í stað þess að efna til átaka, „sem virðist vera stefna Bandaríkjastjórnar“. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagðist í gær vera vongóður um að hægt væri að leysa bifreiðadeiluna á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar og að ekki myndi koma til þess að Bandaríkjamenn gripu til refsiaðgerða. Þegar Santer var spurður hvort að ESB myndi taka afstöðu með Japönum ef til refsiaðgerða kæmi svaraði hann: „Við tökum ekki þátt í þessari deilu eins og stend- ur.“ Major vill efla teng-sl við Þýzkaland Bonn. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, segir í viðtali við þýzka blaðið Bild að Bretland og Þýzkaland eigi að efla tengsl sín og vinna saman gegn svindli og eyðslu innan Evrópusam- bandsins. Major og Helmut Kohl, kanzl- ari Þýzkalands, munu eiga með sér árvissan fund næstkomandi föstudag í Bonn. Major segir í viðtalinu að löndin hafi svipuð viðhorf í stjórnmálum og efna- hagsmálum og eigi að vinna saman að hagsmunum sínum. Samstarf á allra vörum „í stað hins „þögla banda- lags“ Þýzkalands og Bretlands vil ég sjá samstarf, sem allir tala um,“ segir Major. Bretar vilja einnig bæta tengslin við Frakkland, þar sem þeir telja hinn nýja forseta, Jacques Chirac, hliðhollari brezkum sjónarmiðum um að varðveita vald þjóðríkja í Evr- ópusambandinu. Chirac og Kohl hafa hins vegar lýst yfir í sam- einingu að viðhalda verði fransk-þýzka „möndlinum“ í Evrópusamstarfinu. Síld, sénever og EMU HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, og Wim Kok, forsætisráð- herra Hollands, bragða á séne- ver og hrárri síld að hætti Hol- lendinga í miðborg Delft. Kohl hefur lokið tveggja daga opin- berri heimsókn til Hollands, þar sem leiðtogarnir ræddu meðal annars Evrópumál. Hollending- ar vonast til að uppfylla öll skil- yrði til að taka þátt í efnahags- og myntbandalagi (EMU) Evr- ópusambandsins undir aldamót- in. Trjáplöntur - runnar - túnþökur Á meðan birgðir endast eru eftirtaldar tegundir á séstöku tilboðsverði: Runnamura kr. 290, blátoppur kr. 290, hansarós kr. 320, alparifs kr. 310, hafþyrnir kr. 310, gljámispill kr. 110-130, gljávíðir kr. 75-80, alaskavíðir brúnn kr. 65-75, og birkikvistur kr. 290. Sígrænar plöntur ásamt fjölda annarra tegunda á mjög hagstæðu verði. Ennfremur túnþökur heimkeyrðar kr. 95 á fm. Sótt á staðinn kr. 65 á fm. Verið velkomin. Trjáplöntu- og túnþökusalan Núpum, Ölfusi, beygt til hægri við Hveragerði- Opið alla daga frá kl. 11-21, símar 98-34995, 989-20388 og 98-34388. KOIAPORTIÐ Opið í dag og föstudag kl. 12-18. rtinu 27. maí til 5. júní Laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kl. 11-17 Virka daga kl. 12-18 Mánudaginn 5. júní kl. 11-17 Kolaportið verður opið sem hér Amerísku Englander hjónarúmin á étrúlegu verði Amerísku Englander gæðarúmin f King og Queen stærðum með yfir- dýnu og undirstöðum. Þessi vönd- uðu, fallegu og vinsælu amerísku hjónarúm verða seld í amerísku vöruveislunni á sannkölluðu "ameríkuverði". Powell stofuborð og stofuskúpor Boðið verður upp á fallegu stofuborðin og stofuskápana frá Powell, loftviftur með ljósum, ameríska lampa, hinar heimsfrægu Austin styttur og mikið úrval af öðrum húsgögnum. Evrópufrumsýning ú amerískum súfasettum Frumsýnd verða ný og glæsileg amerísk sófasett á einstöku verði. Tveir þriggja sæta sófar og einn stóll á kr. 99.000,-. Sófasettin eru klædd með fallegu og sterku áklæði. Að þessu sinni verða aðeins seld fáein sófaselt á þessu frábæra verði. "Original" 501 LEVI'S gallabuxur og nýji Jordan #45 bolurinn Heimsþekktur fatnaður frá Nike, Starter, Reebok, Champion (Shaq, Hardawai, Pippen og einnig nýji Jordan #45 bolurinn) og original LEVI’S 501 gallabuxur frá kr. 4500,-. Gjafageymslubox í hundraða tali, Disney barnaplaköt, gjafavörur, amerísk krem og snyrtivörur og margt fleira. Ný sportlínn frú Discuss Athletic og Ray Ban súlgleraugu ^ Þá verður þarna að ftnna nýja sportlíriu frá Discuss Athletic s.s. bómullarbuxur, peysur og jogginggalla á verði sem á engann sinn líka hér á landi, mikið úrval af annari vöru s.s. tjalddýnur, körfubolta, hatta, húfur, joggingbuxur og peysur. Einnig verður boðið upp á hin vinsælu og heimsfrægu Ray Ban sport- og bílstjórasólgleraugu á frábæru verði. Öll vara í amerísku vöruveislunni er hátískuvara í takmörkuðu magni sem öll á að seljast. ipp |) UM LAWGA HELGI Einnig opið á Upppstigningardag og föstudag kl. 12-18. Stórlækkað básaverð!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.