Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 21
Bandarískir repúblíkanar undirbúa forsetakosningar
Frambjóðendur kveðast
allir vera menn Nixons
Washington. The Daily Telegraph.
BARÁTTAN fyrir að
hljóta útnefningu Repú-
blíkanaflokksins fyrir
forsetakosningamar í
Bandaríkjunum á næsta ári þykir
hafa tekið á sig æði sérkennilega
mynd. Frambjóðendumir flestir
leggja á áherslu á að þeir myndu
njóta stuðnings látins forseta
væri hann enn á meðal vor. Stuðn-
ingur Richards Nixons, sem lést
í fyrra, þykir þurfa að koma til
ætli frambjóðandi sér að eiga
raunverulega möguleika á að tak-
ast á við Bill Clinton forseta næsta
haust.
Nú þegar er tekið að bera á
barmmerkjum í Washington, höf-
uðborg Bandaríkjanna, með svo-
hljóðandi áletmn: „Dauðinn er
engin afsökun - kjósum Nixon
1996“, Þetta þykir þeim mun
merkilegra þar sem rúmt ár er
liðið frá því Nixon safnaðist til
feðra sinna og 21 ár er liðið var
því hann var hrakinn frá völdum
eftir að hafa orðið uppvís að lyg-
um í tengslum við Watergate-mál-
ið svonefnda.
Syrgður sem stórmenni
Nixon hlaut uppreisn æm á
síðari ámm ævi sinnar og sú upp-
Richard Bob
Nixon. Dole.
reisn var í raun fullkomnuð er
bandarískir stjórnmálaleiðtogar
komu saman til að minnast hans
sem stórmennis er hann lést. Eft-
irmenn Nixons, þ. á. m. Clinton,
leituðu ráða hjá honum og þá
ekki eingöngu á vettvangi utan-
ríkismála en á því sviði þótti hann
hafa sérgáfu.
Nú lýsir. Bob Dole, leiðtogi
flokksins í öldungadeildinni og
trúlega sigurstranglegasti fram-
bjóðandi repúblíkana, yfir því að
hann sé maður Nixons. Þetta
gerðist eftir að einkabréfum sem
Nixons skrifaði Dole í gegnum
árin var „lekið“ með „dularfullum
hætti“ í dagblaðið Los Angeles
Times á dögunum.
í þessum bréfum Nixons kemur
fram að hann sé þeirrar hyggju
að Dole sé í senn „maður hug-
rakkur, skarpur og hjartahlýr."
Hann lætur þess einnig getið
að Dole geti auðveldlega unnið
þótt hann verði orðinn 71 árs er
hann býður sig fram til forseta.
„Stelpurnar sem vinna hjá mér
sögðu allar að þú litir út fyrir að
vera 15 árum yngri.“
Óttast Pete Wilson
Þótt í bréfum þessum megi
finna athugasemdir um Clinton-
hjónin og spá þess efnis að banda-
ríska þjóðin muni fá sig fullsadda
af þeim var tilgangurinn með birt-
ingu bréfanna annar en sá að
koma höggi á núverandi íbúa
Hvíta hússins. Skotmarkið er
sýnilega Pete Wilson, ríkisstjóri
Kaliforniu, sem hefur verulegan
áhuga á að verða næsti forseti
Bandaríkjanna. í herbúðum Dole
líta menn svo á að Wilson sé erfið-
asti andstæðingurinn. Hann er
sum sé ríkisstjóri Kalifomíu en
þar fæddist Richard Nixon og þar
var hann jarðsettur fyrir rúmu
ári. Höfðu sérfróðir raunar talið
að Nixon vildi að Wilson yrði
frambjóðandi flokksins í kosning-
unum á næsta ári.
Þeir Dole og Wilson héldu báð-
ir ræðu í útför Nixons og sá fyrr-
nefndi grét eins og barn er hann
lýsti yfír því að seinni helmingur
20. aldarinnar yrði nefndur „Nix-
on-tímabilið“.
Þriðji frambjóðandinn, hinn
málglaði Patrick Buchanan, hef-
ur einnig haldið því fram að hann
sé „maður Nixons.“ Buchanan
sem talinn er til erkiíhalds í
bandarískum stjórnmálum, starf-
aði fyrir Nixon er hann var for-
seti.
Slægðin fer ekki dult
Fengur þykir að bréfunum til
Dole og þau þykja lýsa ágætlega
hvers vegna Nixon hafði slíkt
tangarhald á Repúblíkanaflokkn-
um og hversu slægur stjómmála-
maður hann var. í einu þeirra
ráðleggur hann Dole að staðsetja
sig í byijun kosningabaráttunnar
lengst til hægri til að vinna á sitt
band þá íhaldssömu, virku flokks-
menn sem velja frambjóðandann.
Þá, og þá fyrst, er óhætt að breyta
um ímynd; „þá er hyggilegt að
hlaupa eins hratt og fætur toga
inn á miðjuna vegna þess að ein-
ungis 4% kjósenda tilheyra þeim
armi Repúblíkanaflokksins sem
er lengst til hægri.“
Nixon virðist hafa hlotið fulla
uppreisn æm.
Eignarhald fjölmiðla
Nýjar regl-
ur byggjast
á markaðs-
hlutfalli
London. Reuter.
BRESKA stjórnin greindi frá því á
þriðjudag að hún hygðist breyta regl-
um sem takmarka eignarhald á fjöl-
miðlum. Verður hið nýja kerfi byggt
á markaðshiutfalli fjölmiðla.
Stephen Dorell, sem fer með mál-
efni fjölmiðla í stjórninni, sagði að
hann hygðist leggja fram frumvarp
er myndi heimila eigendum dag-
blaða, með allt að 20% markaðshlut-
fall, að kaupa allt að tvær sjónvarps-
stöðvar er hefðu samtals í hæsta
lagi 15% markaðshlutfall. Kaup-
sýslumaður er réði yfir allt að 15%
af sjónvarpsmarkaðnum mætti að
sama skapi ekki eignast meira en
20% af dagblaðamarkaðnum.
Þá yrði óháðu sjónvarpsnefndinni
(ITC), sem útdeilir sjónvarpsleyfum,
veittur réttur til að stöðva innbyrðis
kaup fjölmiðlafyrirtækja ef hún teldi
einhver tiltekin viðskipti stríða gegn
almannahagsmunum.
Eru þetta nokkuð strangari reglur
en búist hafði verið við en samkvæmt
núgildandi reglum er eigendum dag-
blaðs einungis heimilt að eiga 20%
hluti í sjónvarpsstöð og öfugt óháð
markaðshlutdeild.
Embættismenn sögðu að fyrirtæk-
in Mirror Group og News Intemat-
ional, fjölmiðlafyrirtæki Ruperts
Murdochs, réðu yfir meira en 20%
dagblaðamarkaðarins og að sam-
kvæmt nýju reglunum mættu þau
því ekki eiga meira en 20% hlut í
einni sjónvarpsstöð. Reglurnar ná
ekki til gervihnattastöðva.
Reuter
Deilt um bílbelti í rútum
HÖRMULEGT rútuslys skammt
frá Bristol í Suðvestur-Englandi í
fyrradag, þar sem 10 aldraðir
Bretar biðu bana, hefur orðið til
þess að blása lífi í umræðuna um
bílbelti í rútum. Breskur þingmað-
ur á Evrópusambandsþinginu,
Anne Maclntosh, sagði í gær, að
þó svo ekki væri hægt að stað-
hæfa, að bilbelti hefðu getað kom-
ið í veg fyrir dauðsföll, væri skyn-
samlegt að leiða notkun bílbelta í
langferðabílum og smárútum í lög.
Til stæði að samþykkja lög þar að
lútandi á þessu ári, en fram væru
komnar athugasemdir og breyt-
ingatillögur frá hagsmunaaðilum í
bílaiðnaði. Næðu þær fram að
ganga fengju rútuverksmiðjur
margra ára aðlögunartíma til þess
að setja bílbelti i hvert farþega-
sæti. Myndin var tekin er fórnar-
lamba rútuslyssins var minnst í
Christchurch í Englandi í gær.
Eiturgashemaður í seinni heimsstyijöld
Nýjar heimildir um
framferði Japana
Tókýó. Reuter.
ÞEKKTUR, japanskur sagnfræðing-
ur, Keiichi Tsuneishi, við Kanagawa-
háskóla hefur komist yfir skjöl sem
hann segir sýna að japanski herinn
hafi framleitt meira en fimm milljón
sprengjur með eiturgasi í heimsstyij-
öldinni síðari. Skjölin, sem hann fékk
hjá fyrrverandi liðsforingja, geta einn-
ig komið að gagni við að finna og
eyða gassprengjubirgðum sem Japan-
ar skildu eftir í Kína að loknu stríðinu.
Japanar undirrituðu nýlega al-
þjóðasamning um bann við efna- og
sýklavopnum og samkvæmt ákvæð-
um hans ber þeim skylda til að eyða
birgðunum sem eru í Jilin-héraði.
Viðræður eru hafnar milli stjómvalda
í Tókýó og Peking um málið.
Hvergi er minnst á gasframleiðsl-
una í opinberri heimsstyijaldarsögu
vamarmálaráðuneytisins í Tókýó,
eina heimildin er stutt skýrsla í
bandarískum skjölum, að sögn Tsu-
neishis.