Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
I . M:" 1 1
Morgunblaðið/Þorkell
„KARNAÐUR". Krossviður, járn.
Af mararbotni
MYNPLIST
Listhúsið Fold
SKÚLPTÚR
Guðbjörg Hlíf Pálsdóttír. Opið frá
10-18 rúmhelga daga. Laugardaga
10-18, sunnudaga 14-18. Til 4. júní.
STUNDUM hefur rýnirinn vakið
athygli á því, að fyrstu sýningar
myndlistarmanna séu á vissan hátt
svo hnökralausar, að frekar mætti
ætla að um gróna listamenn væri
að ræða. Einfaldlega vegna þess,
að það vantar einhver ungæðisleg
slagsmál og baráttuhita í þau, að
menn vinni út frá mottóinu að vogun
vinnur og vogun tapar. Þá er eins
og að þetta allt sé löngu að baki en
gatan fram slétt og felld.
Satt að segja læt ég slíkt fara
dálítið í taugamar á mér, því ég
skynja að hér er um að ræða eins
konar „skólalist", að viðkomandi sitji
fastir í ákveðnu afmörkuðu stíl-
formi, sem þeir hafa tileinkað sér á
skólaárum sfnum og mega sig hvergi
hræra. í öllum tilvikum eru þetta
áhrif einhvers staðar frá og síst skal
það lastað, en farsælla hefur löngum
talist að sanka að sér áhrifum úr
öllum áttum og vinna svo úr þeim,
og þá eru ýmsar slæmar byltur afs-
akanlegar. Og það getur tekið suma
áratugi að finna sitt sjálf, og minna
má á að fæst heppnast í fyrstu til-
raun.
Það var svo ekki laust við að ég
undraðist fáguð og slétt vinnubrögð-
in á sýningu Guðbjargar Hlífar Páls-
dóttur í listhúsinu Fold, og hefði
meira en gjarnan viljað sjá hana
sleppa lausu beislinu og grófkoma
vinnubrögðin aðeins. Sem frumraun
er sýningin athyglisverð og þá ekki
síður fyrir þessi vinnubrögð sem ég
er hér að deila svolítið á fyrir þá
sök, að það er eins og sálin hafi
orðið eftir, að hinar skynrænu gáfur
og hugsæið séu enn í byijunarreit.
Þetta, að gæða listaverk sál, er
mesti vandinn og verður æ fátíðara
í nútímalistum, væntanlega nefna
menn það svo ekki framsækni.
Óhætt er þó í sjálfu sér að gefa
verkum eins og t.d. „Hvelja" (1),
„Karnaður" (2) og „Styr“ (5) háar
einkunnir. Einkum Kamaðinum fyrir
vel úthugsað og lífrænt straumlínu-
lagað formspil, þar sem nokkuð er
dregið úr fáguðu ytra byrði trésins
með stalli úr hráu smíðajárni.
Auðséð er að Guðbjörg hefur leit-
að 5 smiðju Brynhildar Þorgeirsdótt-
ur o g formhugmyndir hennar tengd-
um lífríki hafsins, en hún á sér fín-
gerðari tón, sem hún má gjaman
breikka til muna. Leitast við að fjar-
lægjast handíðabraginn sem óneit-
anlega er á sumum verka hennar,
svo sem „Far“ (4) en þó einkum litlu
lágmyndunum.
Að sjálfsögðu eru hin fáguðu
vinnubrögð mikill ávinningur og svo
er bara að óska þess að listspíran
auki við hugsæið og takist á við
gáfur kenndanna.
Bragi Ásgeirsson
Fluxus
MYNPOST
Önnur hæð
HUGMYNDAFLÆÐI
FLUXUS
Opið miðvikudaga frá 14-18 eða eftír samkomulagi.
Maí, júní. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er ekki langt síðan haldin var viðamikil sýn-
ing á verkum Fluxus-listamanna á Kjarvalsstöðum,
sem er í samræmi við hina miklu markaðssetningu,
sem verið hefur í heiminum á þessari listastefnu síð-
ustu árin. Og nú eru menn enn á ferðinni og í þetta
sinn í listhúsinu Önnur hæð á Laugaveg 37. Má segja
að hér séu menn afskaplega vel með á nótunum.
Hitt hefur svo síður komið fram, að nokkrar deilur
hafa fylgt þessum ákafa talsmanna listastefnunnar,
sem á sér hliðstæður í athafnalist og uppákomum.
Einkum hafa þær verið svæsnar í Kaupmannahöfn,
en þar lét nýr forstöðumaður Ríkislistasafnsins, Allis
Helleland, sitt fyrsta verk vera að skila aftur varð-
veislugjöf þýsks safnara, því hún taldi hlutverk þjóð-
listasafns annað og meira en að taka við slíkum gjöf-
um erlendis frá. Fór þá allt á háaloft og upphófust
miklar ritdeilur, sem ekki sér enda á, og þegar síð-
ast fréttist hafði hinn umdeildi ráðherra menningar-
mála, Jytte Hilden, blandað sér í málið.
Og hvort sem menn eru andstæðingar eða aðdáend-
ur listastefnunnar, verða menn að viðurkenna, að
sitthvað er skrítið við þessa miklu endurreisn, þó hún
sé mjög í samræmi við annað á núlistamarkaði.
Menn eru að róta í núliðinni fortíð, jafnvel á þann
veg, að þeir endurgera gamla hluti, svipað og átti
sér t.d. stað um hurðina hans Hreins Friðfinnssonar.
Það sem fyrrum hafði yfir sér svip tímalegrar, úr
sér genginnar fyllingar, er þannig orðið að nýsmíði
og alveg í skjön við upprunalega hugsun og stefnu-
mörk frumheijanna!
Þeir áttu nefnilega til að vísa til fegurðarinnar að
baki eyðileggingarinnar og að rusl og ódýrir hlutir
byggju einnig yfir sjónrænni fegurð. Þetta hafði
reyndar Markús Árelíus keisari í Róm bent á all-
nokkru áður (!) og sömuleiðis töfra rotnunarinnar
og myglunnar.
Og hvað Fluxus áhrærir er ekki átt við neitt ákveð-
ið og skilgreint listform, og því síður er mögulegt
að vísa til afmarkaðs kjama og listhóps, einungis
ýmsra áhrifavalda. Nafnið FIux bendir til opins flæði
hugmynda og sækir uppruna sinn í tilrauna- og rann-
sóknaskóla Johns Cage í New York seint á sjötta
áratugnum. Um er að ræða marga laustengda hópa
og meðal nafnkenndra í þeim má nefna einkavin
HIN fræga ljósmynd af listhúseigandanum Ge-
orge Maeiunas og félögum á fullu í Wiesbaden
1962. Fluxus-listamennirnir eru Emmett Will-
iams, George Maciunas, Dick Higgins og Benj-
amin Patterson.
Errós til margra ára, Jean Jaques Lebel, og Robert
Filliou í París, Wolf Vostell og Joseph Beuys í
Dússeldorf, Allan Kaprow og Claes Oldenburg í New
York og Murakami, Tanaka og Kanayama í Tokyo.
Blómatími Fluxus-hreyfingarinnar telst ótvírætt
sjötti áratugurinn, en á því tímabili frömdu menn
ýmsa ögrandi gjörninga í öllum stærri borgum Evr-
ópu, eyðilögðu t.d. hljóðfæri og aðra dýra hluti,
kveiktu í og vísuðu á margan hátt til eyðingar og
niðurbrots. Ymsir sem þar voru fremstir í flokki tóku
seinna upp aðrar og sígildari aðferðir, en þetta tíma-
bil hafði losað um nýjar og ferskar hugmyndir og
það var höfuðtilgangurinn, en ekki varðveislugildið,
sem þeir einmitt höfnuðu.
Á seinni árum hafa menn eins og fyrr segir endur-
reist þetta tímabil, einkum er það vinsælt í listaskól-
um og meðal ungs fólks, sem skiljanlega er ekki inni
í réttri atburðarás samtímalistar fyrir 1970.
Sýningin í listhúsinu Önnur hæð er ágætt dæmi
um það óhefta flæði hugmynda, sem er grunnur list-
stefnunnar og hún er minni og aðgengilegri en sýn-
ingin á Kjarvalsstöðum. Hið vistlega húsnæði gerir
það að verkum að þessir velktu gripir eins og öðlast
nýja sál. Þannig séð hefur hún margt að segja þeim
sem uppnumdir eru af þessum geira samtímalistar,
svo og þeim sem kynna vilja sér inntak listastefnunn-
ar.
Bragi Ásgeirsson
NÝÚTSKRIFAÐIR nemendur Tónmenntaskólans.
Karla-
magnús í
Reykjavík
43. STARFSÁRI Tónmenntaskóla
Reykjavíkur er nú lokið. Alls voru
tæplega 500 nemendur í skólan-
um og 45 kennarar störfuðu við
hann
Úr almennum deildum og fram-
haldsdeildum skólans útskrifuð-
ust alls 36 nemendur. Af þeim
fara 12 í framhaldsnám í Tónlist-
arskólann í Reykjavík og nokkrir
í aðra tónlistarskóla.
Vetuiinn var viðburðarríkur og
haldinn var fjöldi tónleika. Meðal
annars var frumflutt verk sem
Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld
hafði samið fyrir skólann í sam-
vinnu við nokkra nemendahópa
að hluta. Heitir verkið Aachen-
kappar og tengist lífi Karlamagn-
úsar keisara. Verkið var flutt i
íslensku óperunni 29. apríl sl.
ÆVISÖGUR þekktra manna
eru vinsælt lesefni í Banda-
ríkjunum og þar eru gefin
út ógrynnin öll af slíkum
bókmenntum. Ekki er vitað
hvað aðalsöguhetju einnar
nýjustu ævisögunnar á mark-
aðnum finnst um skrifin um
sig en því verður ekki neitað
að verkið er metnaðarfullt.
Bók Jack Miles heitir „Guð -
ævisaga“ og hefur fengið
ágæta dóma í The New York
Times Review ofBooks. Hun
er 446 blaðsíður og kostar
tæpa 30 dali.
DOUGLAS Coupland,
Bandarikjamaðurinn sem
fyrstur skrifaði um X-kyn-
slóðina svokölluðu, hefur
fengið sig fullsaddan af fyr-
irbrigðinu. Segist hann fá
gæsahúð er hann heyri X-
kynslóðina nefnda og kýs
fremur að kalla hana „Kyn-
slóðina-sem-ekki-vill-kallast-
neitt“. Coupland, sem nú er
33 ára, hefur nú gefið út
nýja bók sem nefnist „Lífið
eftir Guð“ en þar fjallar hann
um hvemig það er að fara
halloka í lífinu.
BANDARÍSKI rithöfundur-
inn Norman Mailer, sem
dvaldi m.a. i marga mánuði
í Rússlandi til að safna efni
í nýjustu bók sína er fjallar
um Lee Harvey Oswald, hef-
ur neyðst til að setja loka-
punktinn við verkið mun fyrr
en hann ætlaði. Útgefandi
hans, Random House, hefur
aðeins fallist á að að gefa
út 828 síðna doðrant en Mail-
er hugðist hafa bókina mun
lengri. Lýkur sögu Oswalds,
sem myrti John F. Kennedy
Bandaríkjaforseta árið 1963
í Dallas, í þann mund er hann
tekur í gikkinn. Síðasta bók
Mailers, Harlot’s Ghost, var
um 1.300 síður.
Yarð einstaklingur-
inn til á miðöldum?
„HUGMYNDIR okkar um hvað það
merkir að vera einstaklingur, hvort
heldur sem siðgæðisvera, samfé-
lagsvera eða sjálfsvera, eru afurð
langrar og flókinnar sögulegrar
þróunar, allt frá því á tímum Gamla
testamentisins og Forn-Grikkja og
fram til vorra daga,“ segir í frétt
frá Háskóla íslands.
Jafnframt segir: „Miðaldirnar,
einkum 12. og 13. öldin, eru sérlega
mikilvægt skeið í þessari þróunar-
sögu, því þá mótast mörg þau fyrir-
bæri sem munu hafa úrslitaáhrif á
sjálfsskilning Vesturlandabúa, þar
til á þessari öld: hið evrópska kon-
ungsríki með sterku miðstýrðu
valdi, borgin og markaðskerfið, trú-
arleg viðhorf þar sem lögð er
áhersla á sjálfsskoðun og sjálfsmat
einstaklingsins, ásamt tilheyrandi
fræðum um ólíkt eðli einstaklinga.
Samfara þessu á sér stað mikil
endurreisn andlegs lífs um gervalla
Evrópu og - síðast en ekki síst -
verða til bókmenntir á mörgum af
helstu þjóðtungum álfunnar:
frönsku, þýsku, spænsku og ... ís-
lensku. Á undanförnum árum og
áratugum hafa fræðimenn leitast
við að skýra þessi menningarfyrir-
bæri og hafa sumir haldið því fram
að einstaklingurinn, eins og við
skiljum hann T dag, hafi orðið til á
12. og 13. öld, og hafa orðið um
þetta talsverðar umræður meðal
sagnfræðinga, sem hafa hleypt nýju
blóði í miðaldarannsóknir.“
Laugardaginn 27. maí nk. gefst
íslenskum áhugamönnum um sagn-
fræði og miðaldir tækifæri til að
kynna sér þessa umræðu, því þá
munu sagnfræðingarnir Jacques Le
Goff frá Frakklandi og Sverre
Bagge frá Noregi flytja opinbera
fyrirlestra sem báðir fjalla um hug-
myndir miðaldamanna um einstak-
linginn; Le Goff út frá því hvemig
þær birtast í ævisögum Frakklands-
konunga á 13. öld og Bagge í kong-
ungasögum sem samdar voru hér
á landi á sama tíma.
Fyrirlestur Le Goff nefnit Saint
Louis entre le modéle et l’individu
d’aprés les biographies et les
chroniques du.XIIIe siécle (Heilagur
Lúðvík sem einstaklingur og fyrir-
mynd í meðförum ævisagnaritara
13. aldar). Hann verður haldinn á
frönsku en íslenskri þýðingu verður
dreift til þeirra áheyrenda sem þess
óska.
Fyrirlestur Sverre Bagge nefnist
The Conception of Human Charact-
er in the King’s Sagas og verður
haldinn á ensku. Bagge hefur um
nokkurra ára .skeið stýrt norsku
rannsóknarverkefni um sögu ein-
staklingshugmyndarinnar í evr-
ópskri menningu og m.a. stuðst við
íslenskar fomsögur, einkum kon-
ungasögur. í fyrirlestri sínum mun
hann fjalla um þær hugmyndir um
manninn sem lesa má úr Heims-
kringlu, Sverris sögu og Hákonar
sögu.
Fyrirlestramir eru öllum opnir
og verða haldnir laugardaginn 27.
maí í stofu 101 í Lögbergi og hefj-
ast kl. 14.
J
:
i.
I
í
i
I
1
I
I
L
I
I
I
L
I
I
I
I
I
i
I
\
I
i
I
\
1
I