Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell AÐSTANDENDUR rokkóperunnar Jesús Kristur Súperstar. Súperstar í Borgarleíkhúsinu Hugsuður og einfari í BORGARLEIKHÚ SINU verður á þessu sumri sýningarhald sem er nýbreytni í starfsemi hússins. Það er rokkóperan Jesús Kristur Súp- erstar eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice sem verður sett á svið með stórum hópi ungra listamanna, söngvara, dansara, leikara og hljóm- listarmanna. Verkið er flutt í íslensk- um búningi Hannesar Arnar Blan- don og Emelíu Baldursdóttur. Áætl- uð frumsýning á söngleiknum er um miðjan júií á stóra sviði Borgarleik- hússins. Á komandi hausti eru liðin tuttugu og fimm ár frá því rokkóperan Jesus Christ Superstar kom út í tvöföldu albúmi. Verkið sló í gegn og náði gífurlegri útbreiðslu. Súperstar hefur síðan verið einn af vinsælli söngleikjum og verið MYNPLIST Ásmundarsalur MÁLVERK OG TEIKNINGAR Guðmundur Bjamason Opið alla daga kl. 14-18 til 28. maí. Aðgangur ókeypis ÁSMUNDARSALUR við Freyju- götu er einn elsti sýningarstaður landsins fyrir myndlist, og hefur verið notaður meira eða_ minna í þeim tilgangi allt frá því Ásmundur Sveinsson reisti húsið á fjórða ára- tugnum; Myndlistarskólinn í Reykjavík var þar einnig lengi til húsa og í gegnum hann tengist salurinn m.a. hinum minnisstæðu höggmyndasýningum á Skóla- vörðuholti, sem ollu miklu róti í myndlistinni fyrir um aldarfjórð- ungi síðan. Því miður hefur ekki verið haldið uppi reglulegri sýningarstarfsemi í þessum sal um langt árabil, en þess í stað hefur oftar en einu sinni komið fyrir að þar séu snögglega settar upp sýningar, sem standa aðeins stuttan tíma - fáeina daga - og eru jafnvel horfnar á ný áður en nokkur veit af. Þannig hafa ýmsar áhugaverðar sýningar farið fyrir lítið, og tilviljun ræður hvort næst að veita þeim þá athygli, sem vert er. Sú sýning sem nú stendur yfir í fastagestur á sviðum smærri leik- húsa Vesturálfu. Texti verksins er einkum sóttur í Jóhannesarguðspjall og skoðar Rice atburðarásina frá sjónarhóli Júdasar og gerir hann að höfuðpersónu óperunnar. Hlutverk Júdasar syngur Stefán Hilmarsson, en Jesús er sunginn af Pétri Erni Guðmundssyni. Faðir hans Guðmundur Benediktsson söng hlutverk Krists í sviðsetningu Leik- félagsins 1973. Mattías Mattíasson og Vilhjálmur Goði syngja hlutverk Péturs og Símons, en María Magda- lena er sungin af Guðrúnu Gunnars- dóttur. Allt þetta unga fólk er þekkt fyrir söng sinn af hljómplötum og dansleikjahaldi. Þrír leikarar túlka hlut prestanna í verkinu; Jóhann Sigurðarson, Berg- ur Þór Ingólfsson og Sveinn Þór Ásmundarsal hefur á sér yfirbragð slíkra skyndikynna, en hún stendur aðeins í viku; henni fylgja engar upplýsingar af einu eða neinu tagi - í salnum er aðeins að finna verk- in sjálf og einfaldan lista yfir þau. Það verður þó strax ljóst þegar gengið er í salinn að sá sem sýnir, Guðmundur Bjamason, kann vel til verka. Hann sýnir hér tæplega þrjá tugi mynda sem hann hefur unnið ýmist með blekteikningu, vatnslit- um eða pastellitum. Flestar eru myndimar frá þessu ári, en hinar elstu frá 1987. Tækni hans í þessum miðlum er örugg og óþvinguð; hvergi bregður fyrir því ofhlæði eða þeim stirð- leika, sem gjarna má sjá hjá þeim sem ekki kunna fyllilega að nota efniviðinn. Hér er litunum beitt næsta sparlega, einkum í vatnslita- myndunum, þannig að aðeins aðal- atriðin eru frágengin, en aðrir þætt- ir hverfa líkt og í móðu. Þetta sést vel í myndum eins og „Venus úr Vík“ (nr. 19) og „Sveinn" (nr. 6), þar sem fígúrumar em fylltar hæfi- lega, en ekki ofgerðar; þannig lifa þær í þeirri loftkenndu minningu, sem hentar vatnslitamyndum svo vel. í blekteikningum eins og „í skógi“ (nr. 7) er hið sama uppi á_ teningnum, aðalatriðin dregin skýr- um línum, en annað máist út til jaðranna. Þannig er tæknin vissulega til staðar, en viðfangsefnin bjóða ekki Geirsson en þeir síðastnefndu luku prófi frá Leiklistarskóla íslands á þessu vori. Heródes syngur Páll Óskar Hjálmtýsson, en Pílatus Daní- el Ágúst Haraldsson. Þá kemur fram tuttugu manna kór söngvara og dansara í sýningunni. Sex manna hljómsveit leikur undir á sviði undir stjóm Jóns Ólafssonar. Leikmynd sýningarinar er eftir Axel Hallkel Jóhannesson en höfundur lýs- ingar er Elfar Bjamason. Dansahöfundur er Helena Jóns- dóttir og aðstoðarleikstjóri er Ámi Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er Páll Baldvin BaldvinsSon. Fmmsýning á Súperstar verður á stóra sviði Borgarleikhússins á miðju sumri. I júní er væntanlegur á mark- að diskur með tólf lögum úr verkinu og er það Japis sem gefur diskinn út. upp á neinn þann myndræna metn- að, sem þarf til að úr verði góð myndlist. Hér em myndefnin afar hefbundin, hvíld og átakalaus; bát- ur í fjöru, skógarkjarr að vetri, landslagsmyndir frá þekktum stöð- um - allt kunnuglegt og því lítt áhugavert í sjálfu sér, jafnvel þó tæknin skili þessu vel á flötinn. Aðeins á einum stað má segja að votti fyrir tilfinningum, en það er í myndinni „Kominn í land“ (nr. 27). Gamli maðurinn er enn sterklegúr og gæti dregið björg í bú, en hefur verið settur hjá af framrás tímans; þung brúnin er til marks um að hafið, sem hann hefur barist við alla tíð, togar engu að síður ennþá í hann. Hér er vel farið með hefð- bundið efni, en þrátt fyrir tæknilega fæmi verður hið sama því miður ekki sagt um sýninguna í heild. Gildi myndlistarinnar felst nefni- lega ekki í tækninni, heldur þeim átökum og áhrifum, sem hún skilar til áhorfandans. Rétt er að leggja inn vonir um að sýningarhald í þessum ágæta sal (sem nýlega hefur verið breytt að nokkru, þannig að nú virkar hann opnari og stærri en fyrr) muni efl- ast á næstunni, þannig að þar megi finna fastan punkt í sýningaflóru borgarinnar, en ekki aðeins tilvilj- anakennd íhlaup, sem lítið skilja eftir sig. Eiríkur Þorláksson BOKMENNTIR II e i m s p e k i DR. HELGI PJETURSS Samstílling lífs og efnis í alheimi. 216 bls. Ritstj. Samúel D. Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Útg. Heimspekistofa dr. Helga Pjeturss. Prentun: Oddi hf. 1995. Verð kr. 3.500. HELGI Pjeturss horfði hátt og hugsaði djúpt. Og kaus sér leið ein- farans. Kona, sem minntist hans frá bernsku sinni, lýsti hon- um sem »alveg óvenju- lega ómannblendnum manni; ekki væri hann stoltur, eins og ýmsir álitu, heldur væri þetta meðfædd skapgerð hans.« Guðmundur Kjartansson, sem mælti eftir hánn látinn, sagði að hann hefði verið »enginn gæfumaður ... sárasta raun hans var það, hve lítt menn trúðu á kenningar hans.« Eigi að síður má fuliyrða að hann hafi snemma eignast sinn trygga les- endahóp. Útkoma rita, þar sem nýstárlegar kenningar voru settar fram á áhrifa- mikinn hátt, hlaut að sæta tíðindum í fábreyttu samfélagi. Við hinu var tæplega að búast að allur almenning- ur tæki samstundis trú á hans frum- legu tilgátur. Helgi Pjeturss var 19. aldar mað- ur. Heimspeki aldarinnar hafði djúp áhrif á hann. Schopenhauer og Lam- arck voru hans menn, einkum hinn síðar nefndi; sem var nú reyndar 18. aldar maður en kalla má að rutt hafi brautina fyrir Darwin. Eins og samtíðarmenn hans marg- ir trúði Helgi Pjeturss á mátt hugsun- arinnar. Æðsta markmið hvers hugs- andi manns væri að leita sannleik- ans. Og sannleiksleitin skyldi um leið auka skilning og samúð manna á milli og þar með bæta óg fegra mannlífið sem hlaut að vera lokatak- mark vísindanna. Oft skírskotar hann til mikilmenna hugspekinnar. En hann hreifst ekki síður af nýjung- um í náttúruvísindum. Þróunarkenn- ingunni tók hann eins og hveijum öðrum sjálfsögðum hlut. Þar með féllst hann á að mennirnir væru »þeg- ar öllu er á botninn hvolft, ekkert annað en umbreyttir apar.« Samt var hann hvorki tilbúinn að kasta eilífð- arhyggju trúarbragðanna né mann- gildishugsjón siðfræðinnar. Þvert á móti vildi hann samræma vísindi og trú og beita þá aðferðum vísindanna til að sýna fram á samstilling anda og efnis eða »hefja efnisheiminn til guðlegrar fullkomnunar«. Og hann var alls ekki einn um það. Fyrir og um aldamótin síðustu voru margir á sömu skoðun. Almennt var þá trúað á frið og framfarir. Heimspekin mundi kenna mönnum að lifa í sátt SÍÐUSTU tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verða sunnudaginn 28. maí kl. 20. Sigrún Eðvaldsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikarar munu flytja þekkta og vinsæla dúetta fyrir tvær fiðlur. Peter og samlyndi. Að þvi bæri að minnsta kosti að stefna. Þó var spekingurinn ekki alveg laus við efa. Sú kynni að verða raunin, ef allt færi á versta veg, að maðurinn mundi nota vit sitt til ills. Helgi Pjeturss nam jarðfræði og vann hér að jarðfræðirannsóknum að námi loknu. Niðurstöður sínar reisti hann á svo traustum grunni að enn er til þeirra vitnað. En lífsgát- an sjálf varð honum smásaman svo hugleikin að jarðfræðin hlaut að þoka. Heilsunni fór líka hrakandi. Og mótlæti í einkalífi bætti ekki úr skák. Eigi að síður hafði hann auga með sinni fræðigrein allt fram undir hið síðasta. Það olli hon- um vonbrigðum, eins og Guðmundur Kjartans- son tók réttilega fram, að kenningar hans á huglæga sviðinu skyldu ekki hljóta viðurkenn- ing sem gegnheil vís- indi. Þótt alþýða tæki ritum hans vel var þess tæpast að vænta að galiharðir efnishyggju- menn viðurkenndu sam- stundis draumsýnir sem jafnerfitt var að sanna. Jarðfræðingurinn hlaut að einangrast. Þrátt fyrir einangi'- unina verður ekki annað séð en Helgi Pjeturss hafi haldið óskertu sjálfstrausti. Al- menningsálitið, sem margur skelfist í fámenninu, sýnist ekki hafa fælt hann frá að segja meiningu sína. Sömuleiðis var hann alls óragur að hleypa lesendum að persónu sinni. Hann var og nógu mikill fjölfræðing- ur til að höfða til breiðs hóps lesenda með mismunandi áhugamál. Með heiti bóka sinna, Nýall, sýndi hann hversu lagið honum var að tengja saman ólík hugtök. En titillinn sá var annars vegar sóttur til nafnsins Njáll (Níall) sem höfundur mat mest fornra spekinga. Hins vegar var svo visað til þess að verið var að boða kenningar sem voru í orðsins strang- asta skilningi nýjar! Hvað stílnum annars viðvíkur má segja að Helgi Pjeturss hafi látið efni ganga fyrir orðafari. Sá sem í þann tíð tók sér fyrir hendur að skrifa um heimspeki eða vísindi varð oft að bjargast við eigin hugkvæmni þar sem íslensk nýyrðasmíð var enn á algerðu frumstigi. Það er hópur áhugamanna um kenningar Helga Pjeturss sem hefur skrifað og safnað efni í bók þessa. Hefur að flestu leyti vel tekist. Ekki er aðeins dregið fram álit meðmæltra heldur líka hinna sem efast. Nafna- og heimildaskrár fylgja; einnig rita- skrá Helga Pjeturss. Hún ein fyllir röskar tuttugu síður! Auðvitað mun menn hér eftir sem hingað til greina á um eðli og trú- verðugleika kenninga þessa sérstæða spekings. Hitt stendur að Helgi Pjet- urss var einn þeirra manna sem sett.u svip á öldina. Maté píanóleikari mun leika með þeim í nokkrum verkanna. Á efnisskrá verða sónötur eftir Le Clair, Haydn og Prokofiev og dúettar eftir Bartok og Sarasate og svíta fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Moszkowsky. Miðasala verður í Hafnarborg á opnunartíma safnsins kl. 12-18, laugardag og sunnudag. Átakalaus tækni Dr. Helgi Pjeturss Erlendur Jónsson Tónleikar í Hafnarborg Sigrún, Guðný o g Peter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.