Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 32
8ianMgjft»Spjf)pPE * -W'
32 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
=u
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SMÁFYRIRTÆKI -
Y AXT ARBRODDUR
MARGVÍSLEG lítil og meðalstór fyrirtæki hafa á undan-
förnum misserum haslað sér völl í íslenzku atvinnu-
lífi. Nefna má smáfyrirtæki í líftækniiðnaði, hugbúnaðar-
framleiðslu og margs konar handverksfyrirtæki, sem fram-
leiða bæði fyrir heimamarkað og til útflutnings. Tæplega
leikur vafi á að hér getur orðið um einn mikilvægasta vaxtar-
brodd atvinnulífsins að ræða. Samkvæmt hagtölum seinasta
árs átti útflutningsframleiðsla smærri iðnfyrirtækja stóran
þátt í þeirri hagvaxtaraukningu, sem þá varð.
Smærri fyrirtæki, sem stunda sérhæfða framleiðslu og
nota til þess þróaða tækni, eru sömuleiðis ekki síður atvinnu-
skapandi en stærri fyrirtæki og laða til sín vel menntað og
sérhæft vinnuafl. Það er þess vegna ástæða til að hugað sé
að starfsskilyrðum þessara fyrirtækja og hvernig komið er
til móts við þarfir þeirra af hálfu stjórnvalda.
Fjölgun smáfyrirtækja og breytingar á framleiðsluháttum
á undanförnum áratugum hafa stundum verið kenndar við
umskipti frá „skipulögðum kapítalisma" stórverksmiðja til
„óskipulagðs kapítalisma" smáfyrirtækja, sem starfa saman
að hágæðaframleiðslu og markaðssetningu hennar, oft með
því að mynda svokölluð fyrirtækjanet. Bent hefur verið á
að þessi breyting kalli á breyttar áherzlur hins opinbera við
að skapa atvinnurekstri hagstæð skilyrði. Þannig fari hlut-
verk hins miðstýrða ríkisvalds dvínandi, en hlutverk héraðs-
og sveitarstjórna, sem hafa innsýn í staðbundnar aðstæður,
vaxandi.
Æ fleiri dæmi eru um að sveitarfélög eða landshlutasam-
tök gangast fyrir t.d. námskeiðum og styrkveitingum, sem
eiga að stuðla að stofnun og viðgangi smáfyrirtækja. Slíkt
hefur í mörgum tilfellum skilað árangri. Iðnaðarráðuneytið
hefur einnig veitt styrki til nýsköpunar í rekstri smáfyrir-
tækja.
Með samningnum um Evrópskt efnahagssvæði fengu ís-
lendingar aðild að ýmsum verkefnum og áætlunum á vegum
Evrópusambandsins, sem ætlað er að styðja við bakið á litl-
um og meðalstórum fyrirtækjum. Meðal þess, sem unnið er
að, er að auðvelda fyrirtækjum aðgang að upplýsingum,
efla samstarfsmöguleika þeirra, stuðla að rannsóknum, þró-
unar- og nýsköpunarverkefnum, sem smáfyrirtæki taki þátt
í og að bæta skattalegt umhverfi smáfyrirtækja.
Með stuðningi heima við og alþjóðlegu samstarfi má eflaust
ná árangri í að efla enn frekar þann vaxtarbrodd, sem starf-
semi smáfyrirtækjanna mun verða á næstu árum.
TRYGGARA
RÉTTARÖRYGGI
EINHVER mesta réttarbót um áratuga skeið var aðskiln-
aður dómsvalds og umboðsvalds. I henni felst, að sami
aðili geti ekki rannsakað mál og dæmt í því. Þar þarf nú
til dómara, sem er algerlega óháður ríkisvaldinu og verður
ekki beittur þrýstingi af þess hálfu. Hér er byggt á megin-
reglunni um aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og
dómsvalds. Ótrúlegan tíma tók hér á landi að hrinda þess-
ari meginreglu í framkvæmd í dómskerfinu og það var ekki
fyrr en borgararnir leituðu réttar síns fyrir Mannréttinda-
dómstóli Evrópu, og unnu mál sín þar, að skriður komast á
umbæturnar.
Enn leifði þó eftir af eldra skipulaginu og dómsvaldið var
ekki algerlega óháð framkvæmdavaldinu fyrr en Hæstiréttur
felldi þann dóm 18. maí sl., að dómarafulltrúar gætu ekki
kveðið upp dóma. Ástæðan er sú, að dómstóll telst ekki sjálf-
stæður nema dómarar séu óbundnir af fyrirmælum frá öðrum
og starfsöryggi þeirra sé tryggt. Dómarafulltrúum var unnt
að segja upp að geðþótta dómsmálayfirvalda. Það taldi
Hæstiréttur brot gegn ákvæðum stjórnarskrár um óháð
dómsvald, svo og gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála
Evrópu. Það er fagnaðarefni, að Hæstiréttur hefur með dómi
sínum hrint hinni fyrri skipan. Réttaröryggi borgaranna er
tryggara en áður.
Hæstaréttardómurinn hefur hins vegar valdið nokkrum
usla í réttarkerfinu, því fjölmargir dómarafulltrúar eru starf-
andi vítt um landið. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra,
hefur brugðið skjótt við og lagt fram frumvarp á Alþingi
um bráðabirgðalausn, sem á að koma þegar til fram-
kvæmda. í henni felst, að dómarafulltrúar verða skipaðir
með sama hætti og dómarar. Þeim verður ekki vikið úr starfi
nema með dómi. Það tryggir betur en fyrr óháð dómsvald.
Af hveiju á at
úrelda mjólkurb
í Borgarnesi?
Úrelding Mjólkursamlags Borgfirðinga hefur mikið
verið í umræðunni að undanfömu. Hefur mörgum
þótt að stjórn Kaupfélags Borgfirðinga væri treg
til að skoða aðra möguleika í stöðunni og hefði
fyrir löngu bitið sig fasta í úreldingarkostinn.
Theodór Kr. Þórðarson, fréttaritari Morgunblaðs-
ins í Borgarnesi, ræddi við Þóri Pál Guðjónsson
kaupfélagsstjóra um þessi mál.
Borgarnesi. Morgunblaðið
VAR Kaupfélag Borgfirðinga
(KB) ekki að henda frá sér
stóra vinningnum er það
hunsaði tilboð Páls Kr.
Pálssonar, fyrir hönd Sólar hf., um
þann möguleika að Sól hf. kæmi inn
í rekstur Mjólkursamlags Borgfirð-
inga (MSB) og þar með væri hægt
að komast hjá úreldingu MSB?.
„Ég átti í fyrsta skipti fund með
Páli Kr. Pálssyni 4. maí s.l. og þá
lýsti hann í fyrsta skipti yfir áhuga
á að Sól hf. kæmi inn í mjólkurvinnsl-
una og viðbitsframleiðslu MSB. Ég
sagði honum að það væri allt of seint
að hætta við úreldinguna núna enda
væri búið að ganga frá öllum sam-
þykktum þar að lútandi hjá KB, auk
þess hefði ég sent ráðherra tvö bréf
þess efnis að ég vildi að úreldingar-
málunum yrði hraðað.
Áður hafði Páll sent bréf í faxi inn
á stjórnarfund KB, þann 2. maí s.l.,
þar sem hann óskaði eftir því að koma
til samstarfs við okkur í MSB í drykkj-
arvöruframleiðslunni en þar var
hvergi minnst á mjólkurvinnslu eða
mjólkurframleiðslu og gerðum við ráð
fyrir að hann ætti við djúsvörur. Þá
hafði ég rætt við Pál í síma en þá
var aðallega rætt um möguleika á
samstarfi um pökkun á safa og dreif-
ingarmál. Páll hefur hins vegar hald-
ið því fram í fjölmiðlum að undan-
förnu að við hefðum átt fund um
þessi mál síðast liðið haust en það
er beinlínis rangt hjá Páli. Eftir að
ráðherra hafði staðfest samninginn
um úreidinguna þann 5. maí s.l. var
samningurinn endanlega ræddur í
stjórn KB og kannáð hvort að tilefni
væri til þess að taka samninginn upp,
þrátt fyrir að ráðherra væri búinn að
staðfesta hann og skoða þann valkost
meðal annars að fara í samstarf við
Sól hf. en þá sáu menn engan flöt á
því máli og ekkert tilefni til þess,
enda hafði ekkert raunhæft tilboð
borist frá Sól hf. Hins vegar er Sól hf.
í dag velkomið til viðræðna um sam-
starf við okkur á nýjum grundvelli.
Það sama á auðvitað við um önnur
góð fyrirtæki sem vilja flytja starf-
semi sína til okkar. Við teljum að við
höfum mjög agað og gott fólk sem
er vant því að vinna að matvælafram-
leiðslu og við erum stutt frá aðal-
markaðssvæðinu."
HveráMSB?
—Hvað ef mjólkurframleiðendum
verður dæmdur eignarhlutur í MSB,
fá þeir þá hluta af úreldingarfénu
greitt til sín?
„í fyrsta lagi hefur enginn höfðað
mál gegn KB enn sem komið er hvað
þetta varðar og í öðru lagi ef slíkur
dómur myndi ganga gegn KB þá
breytti það litlu. MSB er deild í KB
■og því myndu einstakir mjólkurfram-
leiðendur öðlast stærri hlut í KB en
aðrir, en þeir fengju þennan hlut aldr-
ei greiddan út, nema ef kaupfélaginu
yrði slitið. Til þess að slíta KB þyrfti
að minnsta kosti 2/3 atkvæða á aðal-
fundi KB og það er ljóst að mjólkur-
framleiðendur næðu því aldrei í gegn
á aðalfundi einir, því þeir eru ekki
nógu fjölmennir til þess. Á félagsleg-
um grunni er búið að semja um þetta
mál, síðan er það einstakra framleið-
enda hvað þeir ákveða að gera. En
ég hef ekki orðið var við neinn áhuga
manna í þessa átt.“
Nýtt fyrirtæki stofnað
—Hvað tekur við eftir úreidingu
MSB?
„í síðustu viku stofnaði KB til
helminga á móti Osta- og smjörsöl-
unni, Mjólkursamsölunni og Mjólk-
urbúi Flóamanna nýtt fyrirtæki sem
heitir Engjaás hf. Áætlað hlutafé er
80 milljónir og leggur KB fram helm-
ing hlutafjárins á móti hinum armin-
um. Þetta nýja fyrirtæki kemur til
með að taka við, um
næstu áramót, þeim
rekstri sem áfram verður
í búinu. Mér sýnist að það
verði rúmlega helmingur
starfsmanna sem þarna
heldur áfram í sömu
störfum og í dag en það
eru um 20 til 25 manns
sem starfa í dag við
mjólkurmóttöku og inn-
vigtun og vörudreifingu,
ásamt vínblöndun, pizzu-
gerð og grautargerð. Þá
verður mjólkureftirlitið
einnig til staðar ásamt
mjólkurflutningunum og
Rannsóknarstofu mjólk-
uriðnaðarins. Mér sýnist
að þá vanti okkur störf fyrir 10 til
15 manns. Rætt hefur verið um ost-
pökkun og safaframleiðslu í þessu
sambandi. Varðandi atvinnustigið hjá
KB þá sætti ég mig ekki við annað
en að störfum fjölgi hjá fyrirtækinu
þegar upp er staðið.“
—Hver eru helstu rökin fyrir úreld-
ingunni?
Þórir
Guðjó:
„Ein aðalástæðan fyrir því að við
höfum ákveðið að fara þessa leið er
sú að ef við gerum þetta ekki núna,
af fúsum og fijálsum vilja, þá verður
þessi úrelding hvort sem er staðreynd
af því að krafan um hagræðingu í
mjólkuriðnaðinum verður alltaf há-
værari, ásamt kröfu um. lækkun á
vöruverði. Það er ljóst að það verður
að taka einhver mjólkurbú úr rekstri
vegna þess að framleiðslugetan er svo
mikil, hún er alveg tvöföld í dag.
Mjólkurbúið hér hefur alltaf verið efst
á blaði, vegna þess að það er talið
svo hagkvæmt að úrelda það og það
myndi ekkert breytast, hvað sem á
gengi. Þá er eins gott að gera þetta
núna á meðan við fáum greitt fyrir
það í stað þess að vera kannski neydd-
ir til úreldingar seinna og þá hugsan-
lega bótalaust. Auk þessa var alltaf
aukinn fjöldi mjólkurframleiðenda
sem vildi fara þessa leið. Ef það hefði
alltaf verið samstaða um það meðal
framleiðenda að hlusta ekkert á þetta
og halda mjólkurbúinu í rekstri þá
væri þessi staða ekki uppi í dag.“
Komum sterkir út úr þessu
—Á hvaða leið er KB, er allt til
sölu, verður verslunin ein eftir og
hvað er Hyrnan trygg í hendi eftir
að KB seldi ESSO sinn hlut þar?
„Við erum með Hymuna á leigu og
eram alfarið með reksturinn þar. Það
er ekki áhorfsmál að það er miklu
hagkvæmara fyrir okkur að borga þá