Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 37
______AÐSENDAR GREIIMAR_
Einkavæðing Lyfja-
verslunar Islands hf.
MEÐ aðalfundi Lyfjaverslunar
íslands hf. 29. apríl sl. lauk form-
lega einkavæðingu félagsins. Ríkið
er ekki lengur hluthafí og núver-
andi hluthafar hafa sjálfír valið
félaginu stjórn. Ég er þeirrar
skoðunar að einkavæðing félagsins
hafi, þegar á heildina er litið,
heppnast mjög vel. En ýmislegt
má af reynslunni læra og á þessum
tímamótum vil ég fjalla um ýmis
mál sem upp hafa komið í tengslum
við einkavæðingu Lyfjaverslunar-
innar og heppilegt er að hafa í
huga næst þegar hlutabréf í ríkis-
fyrirtæki verða seld á almennum
markaði.
Markmið ríkisins með
einkavæðingunni hafa náðst
Ég tel að meginmarkmið ríkisins
með einkavæðingu Lyfjaverslunar-
innar hafí náðst og
aðilar málsins megi
vel við una. Ríkissjóð-
ur hefur fengið góðar
tekjur af sölu eigna.
Fækkað hefur um eina
stofnun í ríkisgeiran-
um. Samkeppni hefur
ekki minnkað í lyfja-
greininni og sam-
keppnisstaðan hefur
jafnast eftir að ríkið
hætti þátttöku. Hluta-
bréfakaup almennings
fóru fram úr björtustu
vonum, hluthafar eru
um 1.600 talsins. Inn-
lendir lyfjaframleið-
endur eiga sóknarfæri
á innlendum og er-
lendum mörkuðum og geta fjölgað
störfum og haft tekjur af útflutn-
ingi.
Þær raddir heyrðust eftir fima-
hraða sölu hlutabréfanna í nóvem-
ber og janúar sl. að skattahagræði
og óvenju hagstæð greiðslukjör
hefðu ráðið mestu um áhuga al-
mennings. Hin mikla þátttaka
hluthafa í fyrsta aðalfundinum (um
57% af heildarhlutafé) ber hins
vegar vitni um eindreginn áhuga
hluthafa á félaginu sjálfu og er svo
hátt fundarsóknarhlutfall úr röð-
um almennings afar fátítt meðal
annarra stórra almenningshlutafé-
laga.
Takmarkað umboð sitjandi
stjórnar á sölutíma
Mikilvægt er að kaupendur sem
og seljandi geri sér grein fyrir því
að þegar hlutabréf í ríkisfyrirtæki
eru seld til almennings verður
stjóm fyrirtækisins að haga störf-
um sínum og orðum með nokkuð
öðrum hætti en almennt gerist
meðal stjórna hlutafélaga. Líkja
má henni við svonefnda „starfs-
stjórn", þ.e. fráfarandi ríkisstjóm
sem situr að loknum kosningum
og bíður þess að ný stjórn verði
mynduð.
Lyfjaverslunin var einkavædd í
nokkrum skrefum. Fyrst var fyrir-
tækinu breytt í hlutafélag en ríkis-
sjóður átti allt hlutafé og valdi alla
stjórnarmenn. Síðan var hlutaféð
selt í tveimur áföngum, samkvæmt
ákvörðun Alþingis. Þar sem hluta-
bréfamarkaður hafði verið í lægð
um nokkurt skeið var búist við að
einungis næðist að selja minnihluta
bréfanna til almennings og því var
fyrirhugað að selja eftirstöðvarnar
í einu lagi til hæstbjóðanda.
í samræmi við þessa líklegu at-
burðarás valdi ríkissjóður fulltrúa
í stjórn félagsins sem áttu fyrst
og fremst að stjóma því í skam-
man tíma, á meðan einkavæðingin
gengi yfir. Stjórnarmenn hafa
vafalaust talið óeðlilegt að þeir
færa að skuldbinda félagið til langs
tíma, breyta áður mótaðri framtíð-
arstefnu eða að gefa miklar yfírlýs-
ingar um fyrirætlanir félagsins.
Slík verk hlytu að bíða nýrra eig-
enda. í framhaldi af sölu allra
hlutabréfanna hefði mátt vænta
þess að nýir meirihlutaeigendur
boðuðu til hluthafafundar og
fengju fulltrúa sína kjörna í stjórn
félagsins.
Sala hlutabréfanna fór á annan
veg en búist hafði verið við. Al-
menningur keypti öll bréfin á ör--
skömmum tíma og vegna reglna
um hámarkskaup, þar sem enginn
gat fengið meira en 0,25% í félag-
inu, var enginn skýr meirihluta-
hópur meðal hluthafa.
Stjórnarmennimir sem ríkið
hafði valið sátu nú allt í einu uppi
með það hlutverk að stjórna félag-
inu lengur en búist hafði verið við
í upphafi. Sölu bréfanna lauk 26.
janúar en lokauppgjör
frá tugum sölustaða
um land allt tók nokkr-
ar vikur og því var
hluthafaskrá ekki til-
búin í endanlegri mynd
fyrr en í byrjun mars.
Því var augljóslega
heppilegast að hætta
við boðun sérstaks
hluthafafundar og
bíða aðalfundar sem
haldinn yrði fyrir lok
aprílmánaðar.
Upplýsingagjöf í
þröngum skorðum
Svigrúm stjómar-
innar til upplýsinga-
gjafar var einnig tak-
markað lengst af. Þegar Fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu
hafði tekið ákvörðun um að selja
hlutabréfin í almennu markaðsút-
boði fór Kaupþing hf. þess á leit
að stjórnendur Lyfjaverslunar ís-
lands hf. höguðu fréttaflutningi og
upplýsingamiðlun um starfsemi
félagsins í anda reglna Seðlabank-
ans og Verðbréfaþings um almenn
markaðsútboð og skráningu verð-
bréfa á þingið. Þar er m.a. lögð
áhersla á að allir, jafnt hluthafar
sem mögulegir fjárfestar, standi
jafnt að vígi um upplýsingar sem
haft geta áhrif á verð hlutabréfa.
Jafnframt er ætlast til að gætt sé
hófs í kynningarstarfsemi og frét-
taflutningi sem gæti haft hvetjandi
áhrif á söluna. Stjómendur Lyfja-
verslunar íslands hf. fóru að öllu
leyti að tillögum Kaupþings hf. um
fréttaflutning og kynningu frá því
á sl. hausti og framyfír þann tíma
er sölu var að fullu lokið.
En þótt svigrúm stjórnenda til
að miðla upplýsingum væri þannig
takmarkað gátu ijárfestar og hlut-
hafar með auðveldum hætti kynnt
sér stöðu félagsins og horfur. Itar-
legar upplýsingar um starfsemi
félagsins og framtíðarhorfur voru
birtar í sölu og skráningarlýsingu
sem gefin var út í tengslum við
sölu hlutabréfanna. Jafn yfirgrips-
miklar upplýsingar eru sjaldnast
aðgengilegar hluthöfum í öðrum
félögum á hlutabréfamarkaði með
auðveldum hætti nema þá helst í
útboðslýsingum og að hluta í árs-
skýrslum.
Stöðugleiki í rekstri
mikilvægur
Við einkavæðingu Lyíjaverslun-
arinnar var ljós sú stefna seljanda
að félagið yrði rekið áfram með
svipuðum hætti og áður. Ákvörðun
ríkisins um að stefna að sem
dreifðastri eignaraðild að félaginu
fól í sér að einstakir hluthafar
gátu ekki búist við að hafa mikil
áhrif á stefnu félagsins. Almenn-
ingur sem keypti hlutabréfin hlaut
því að reikna með stöðugleika og
Reynslan sýnir, segir
Stefán Halldórsson, að
ekki er heppilegt að
breyta ríkisfyrirtæki í
hlutafélag á miðju ári.
endurkjör fráfarandi stjórnar-
manna með miklum meirihluta at-
kvæða var í samræmi við þessa
túlkun.
Viðskiptavinir félagsins, einkum
erlend lyfjafyrirtæki, horfðu vafa-
lítið til breytinga á eignaraðild
ríkisins með nokkram ugg. Nýir
hluthafar hefðu getað valið aðrar
leiðir og áherslur í rekstri félagsins
og slíkt hefði getað stofnað við-
skiptasamböndum í hættu. Nýkjör-
in stjóm félagsins brúar bilið milli
gamla tímans og þess nýja. í henni
eiga sæti tveir menn sem sátu í
stjórn Lyíjaverslunar ríkisins um
árabil, aðrir tveir sem tóku sæti í
stjórn nýja félagsins við stofnun
þess og síðan einn starfsmaður
félagsins með langa starfsreynslu
að baki. Þannig fer saman stöðug-
leiki og endurnýjun og verður án
efa horft til þessarar reynslu við
einkavæðingu annarra fyrirtækja.
Óheppileg tímasetning
til einkavæðingar
Þótt afkoma Lyfjaverslunarinn-
ar hafi verið bærileg á síðasta ári,
þá er ljóst að tímasetning einka-
væðingarinnar var að ýmsu leyti
óheppileg. Á árinu 1994 var lokið
endurnýjun lyfjaverksmiðju félags-
ins og skömmu áður höfðu skrif-
stofur, lyfjadreifing og lyfja-
geymslur verið fluttar um set í
endumýjað húsnæði. Mikill kostn-
aður vegna þessa, svo og endur-
skipulagningar verkferla, gæða-
kerfa og stjórnunar lenti því á ár-
unum 1993 og 1994 en verður
ekki endurtekinn í bráð. Fyrir vik-
ið sýnist afkoman töluvert lakari
á þessum áram en ella hefði orðið.
Reynslan af Lyíjaversluninni
hefur einnig sýnt að ekki er heppi-
legt að breyta ríkisfyrirtæki í
hlutafélag á miðju ári. Mikið af
tafsamri vinnu vegna lokauppgjörs
og gerðar stofnefnahagsreiknings
fellur betur að ársuppgjöri. Félag
sem aðeins er í rekstri í hálft ár
hefur einnig takmarkað svigrúm
til greiðslu arðs til hluthafa á
fyrsta aðalfundi. Þótt segja megi
sem svo að nýir hluthafar eigi ekki
rétt á fullum arði hvort sem er þá
kemur félagið sjálft óneitanlega
verr út úr samanburði á hluta-
bréfamarkaði um langt skeið eða
þar til að eðlilegri arðgreiðslu fyrir
fullt starfsár kemur.
Stórt hlutafélag í hreinni
eigu almennings
Þrátt fyrir ofangreinda ann-
marka er ljóst að mjög vel tókst til
með þessa einkavæðingu og nýja
ríkisstjórnin hlýtur að taka tillit til
þessarar jákvæðu útkomu þegar
lagt er á ráðin um frekari einkavæð-
ingu ríkisfyrirtækja. Enn er lítil
reynsla komin á einn athyglisverð-
asta þáttinn í þessu máli: Lyfja-
verslunin er stórt hlutafélag ein-
göngu í eigu mjög margra og
dreifðra, smárra hluthafa. Áhuga-
vert verður að fylgjast með hvernig
félaginu farnast með slíkan eig-
endahóp að baki.
Höfundur er
rekstrarhagfræðingur og vann að
cinkavæðingu Lyfjaverslunar
íslands hf. sem starfsmaður
Kaupþings hf.
Stefán
Halldórsson
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
mér vináttu og hlýhug á nirœÖisafmœlinu mínu
þann 11. maí sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Guðmundur P. Valgeirsson
frá Bæ.
Innilegar þakkir til þeirra sem glöddu mig og
sýndu mér hlýhug á 90 ára afmœlisdegi mínum
26. apríl sl. og sendu mér kveÖjur og gjafir.
Þakka ég þaÖ af alhug og biÖ GuÖ aÖ blessa
ykkur öll.
Gunnar Finnbogason
Hörðalandi 24, Rvík.
Nýr Vaskhugi — Skeifunni 7
Ný útgáfa af forritinu vinsæla er komin út.
Vaskhugi er fjárhags-, gjalda-, tekju- og launabókhald,
skrifar sölureikninga,Jheldur utan um birgðir og
viðskiptamenn, verkefni og pantanir og margt fleira.
Fjölmargar nýjungar eru í nýju útgáfunni, m.a.:
Breytir sjálvirkt símanúmerum í ný, betra uppgjör fyrir
sjóðsvélar, útreikningur á neytendalánum, launa-
bókhaldið er hraðvirkara og full-komnara, aðgang-
sorðakerfí fyrir 20 notendurv minnisbók og dagatal og
ótal smábreytingar gera Vaskhuga aðgengilegri en
nokkru sinni fyrr.
Með tilkomu þessarar útgáfu er Vaskhugi nú tvímæla-
laust eitt viðmesta og öflugasta forrit sinnar tegundar.
Við erum flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í
Skeifunni 7. ÖUum notendum forritsins og væntan-
legum viðskiptavinum er hér með boðið að skoða
nýja húsnæðið og kynnast nýja forritinu á morgun,
föstudag, milli kl. 13 og 17.
Vaskhugi hf.
Skeifan 7, sími 568 2680
/
r
L
ÆLKERAMATSEÐI L L
4 lU.TTA VI ISLUMAI TID
2.500«.
A LAUGARDÖGUM
PARMASKINKA
MEÐ MELÓNU.
EÐA_
EÐA_
SILUNGATERRINE
MEÐ
SAFFRAN VINAIGRETTE.
EGGALDINSUPA
MEÐ PAPRIKURJÓMA.
'
VILLIGÆS MEÐ
SKÓGARSVEPPUM.
NAUTAHRYGGSTEIK
RIB EYE
MEÐ TÓMATBASIL
OG S KARLOTTU LAU K.
SÚKKULAÐl MARQUISE
MEÐ HUNANGSÍS.
w
BORÐAPANTAN1R í SÍMA 552 5700