Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 42

Morgunblaðið - 25.05.1995, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Evrópa — hið brýna umræðuefni Ágúst Þór Sigríður B. Arnason Guðjónsdóttir STOFNFUNDUR samtaka er kalla sig Evrópusamtökin verður haldinn í dag, upp- stigningardag, kl. 15 á Hótel Sögu. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um evrópskt samstarf og nánari tengsl íslands við Evrópu- sambandið. Undirbúnings- hópur margra karla og kvenna með ólíkar lífsskoð- anir hefur að undanfömu unnið að því sameiginlega markmiði að stofna samtök, sem geti orðið til þess að efla umræður um evrópskt samstarf hér á landi og stuðla að því að ísland sæk- ist eftir að skipa sæti í þeim innsta hring vestrænna lýðræðis- ríkja, sem Evrópusambandið er. Upplýstar og fordómalausar umræður Á meðal markmiða Evrópusam- takanna er „að stuðla að upplýst- um_ og fordómalausum umræðum á íslandi um samstarf Evrópu- ríkja.“ Við, sem starfað höfum í undirbúningshópnum, höfum talið að Evrópuumræðan hér á landi væri talsvert á eftir því, sem ger- ist í nágrannalöndunum. Hún hef- ur einkennst nokkuð af tilfinninga- legum þjóðernisröksemdum um menningarlegt og pólitískt sjálf- stæði og fullveldi, sem segja má að sé skiljanlegt, í ljósi sögu ís- lands og þeirra sterku þjóðernisá- herslna sem einkennt hafa stjórn- málin hér á landi. Hins vegar standa íslendingar nú frammi fyr- ir því að verða að meta hvort þeir eiga að láta þjóðerniskennd sína koma í veg fyrir að þeir gangi til liðs við önnur Evrópuríki á jafn- réttisgrundvelli til að leysa ýmis vandamál, sem ekki verða leyst nema með samstarfi ríkja. Kringumstæður á alþjóðavett- vangi eru nú með allt öðrum hætti en þegar íslendingar öðluðust full- veldi. Meðal þess, sem þjóðin þarf að gera upp við sig, er hvort hún getur ekki öðlast meiri áhrif á eig- in mál með nánu samstarfi við aðrar þjóðir en með því að reyna að útiloka sig frá ytri áhrifum. Þetta uppgjör fer hins vegar ekki fram nema að undangenginni rækilegri umræðu, þar sem kostir þeir, sem standa okkur til boða, eru vegnir og metnir út frá lang- tímahagsmunum íslands en ekki þjóðernistilfinningum. ísland er Evrópuríki Sömuleiðis þarf að ræða það, hvort þjóðerni og menningu íslend- inga sé í raun í hættu stefnt með samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, eins og oft er haldið fram. Reynsla annarra Evrópuþjóða virðist sýna fram á hið gagnstæða. í evrópsku samstarfi hefur áherslan þvert á móti verið lögð á að sérhver þjóð haldi sérkennum sínum, en miðli öðrum af menningarauði sínum. Þess vegna leggja Evrópusamtökin meðal annars áherslu á „að stuðla að skipulegri samvinnu þjóða Evr- ópu á lýðræðislegum grund- velli, í því skyni að standa vörð um frið, frelsi og mann- réttindi og auka gagnkvæ- man skilning og menning- arleg samskipti,“ eins og seg- ir i markmiðslýsingu samtak- anna. ísland er Evrópuríki í menningarlegu og stjórn- málalegu tilliti og hefur alla tíð sótt strauma og stefnur til Evrópu. Enn eigum við margt þangað að sækja og má nefna að reglur ríkja Evrópusambandsins í jafn- réttismálum ganga mun lengra en íslensk lög. Sama má segja um ýmsa þætti umhverfismála og vinnulöggjafar, og fjölmörg dæmi önnur mætti nefna. Fullyrðingar án rökstuðnings Það sýnir best skortinn á umræð- um um Evrópumál, að oft er kastað fram fullyrðingum eins og þær séu staðreyndir, sem ekki þurfi frekari rökstuðning. Þar má til dæmis nefna fullyrðinguna um að samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið tryggi hagsmuni íslands í Evrópusamstarfi til frambúðar. EES-samningurinn er að mörgu leyti lífsnauðsynlegur fyrir íslenskt efnahagslíf, en hann veitir hins vegar engin pólitísk áhrif á töku ákvarðana ESB, sem síðar gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Það má því segja að EES-samning- urinn hafi í för með sér meiri skerð- ingu „fullveldis" í hefðbundnum skilningi en aðild að ESB hefði. Jafnframt undanþiggur samning- urinn íslenska útflytjendur ekki dýru og svifaseinu landamæraeftir- liti, hann tryggir ekki rétt íslenskra námsmanna til jafns við evrópska, hann veitir ekki aðgang að örygg- is- eða varnarsamstarfi Evrópu- Brýnt er að ræða hugs- anlega aðild íslands að ESB og undirbúa um- sókn um aðild, sem taki mið af íslenskum grund- vallarhagsmunum, skrifa Ágúst Þór Árna- son og Sigríður B. Guðjónsdóttir, sem minna á stofnfund Evr- ópusamtakanna í dag. sambandsríkja eða dómsmála- og lögreglusamstarfi þeirra. Þessa galla samningsins þarf að ræða, þótt hann sé góður að öðru leyti. Lítið hefur farið fyrir þeim umræð- um á íslandi til þessa. Önnur fullyrðing, sem oft er sett fram sem staðreynd, er að sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins sé með þeim hætti, að aðild íslands að Evrópusamband- inu sé strax af þeim sökum útilok- uð. Þessi fullyrðing hefur hins vegar verið sett fram án þess að gerð hafi verið ýtarleg úttekt á sjávarútvegsstefnunni af hálfu ís- lenskra stjórnvalda og án þess að möguleikarnir á því að fá undan- þágur frá sjávarútvegsstefnunni hafi verið kannaðir til hlítar með því að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu — en umsókn er eina leiðin til þess að láta reyna á póli- tískan vilja hinna fimmtán ríkja Evrópusambandsins til að liðka til fyrir þeim ríkjum, sem telja sig eiga samleið með þeim í grundvall- aratriðum, og koma til móts við mikilvægustu hagsmuni þeirra. Fullyrðingin um að sjávarút- vegsstefnan útiloki aðild hefur ver- ið notuð sem skjól til að forðast umræður um aðra _þætti evrópsks samstarfs og hvort Island eigi sam- leið með Evrópusambandsríkjunum hvað varðar önnur grundvallar- markmið samstarfsins — um ein- ingu og samstarf, frið, frelsi, jafn- rétti og vernd mannréttinda í Evr- ópu og víðar um heim, svo nokkur séu talin. Þessar umræður viljum við taka upp og tefla sjónarmiðum okkar og röksemdum fram gegn þögn þeirra, sem telja slíkt bijóta launhelgar íslensks þjóðemis og sjálfstæðis. Hvorugu teljum við í hættu stefnt með nánu samstarfi við aðrar þjóðir Evrópu — þvert á móti. Umsókn að undangenginni athugun Evrópusamtökin hafa þess vegna gert það að markmiði sínu að „vinna að því að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu." Þótt ekki sé komið að þeirri ákvörð- un kann sú stund að vera skemmra undan en margur hyggur, að ís- lensk stjórnvöld verði að hrökkva eða stökkva og tíminn gæti verið knappari en haldið hefur verið fram. Viðræður við næsta hóp væntanlegra aðildarríkja ESB gætu hafist fyrir aldamót, og þá yrði íslensk umsókn að liggja fyrir, ætti biðin eftir viðræðum ekki að verða mun lengri en hún er þegar orðin. Tímann fram að því þarf að nota rækilega til að láta fara fram ýtarlega athugun á þeim lögum og reglum ESB, sem torveldast gæti orðið að samræma íslenskum hags- munum, og til að afla pólitísks stuðnings við íslensk sjónarmið inn- an sambandsins, sem kynni að auð- velda undanþágur eða aðlögun að slíkum reglum. Á grundvelli slíkrar athugunar þarf svo að skilgreina samningsmarkmið íslands, sem taki mið af grundvallarhagsmunum þjóðarinnar, þar á meðal að tryggt verði að fiskveiðiauðlindin skili henni áfram þeim arði, sem hún hefur gert. Þetta verður hins vegar ekki gert án almennrar og ýtarlegrar umræðu um hagsmuni og markmið íslands í evrópsku samstarfi. Að slíkri umræðu vilja Evrópusamtök- in stuðla. Við hvetjum alla þá, sem vilja ijúfa þögnina og stuðla að raunverulegum skoðanaskiptum um Evrópumálin, að mæta á stofn- fund samtakanna í Átthagasal Hótels Sögu í dag. Höfundar eru í undirbúningshópi um stofnun Evrópusamtaka. Laun og ábyrgð þingmanna í GEGNUM tíðina hefur það því miður unnið sér ákveðinn sess að þingkjömir fulltrúar þjóðarinnar bera því sem næst enga ábyrgð á þeim verkum sem þeir í skjóli starfa sinna ákveða, lofa eða láta framkvæma. Skattgreiðendur þessa lands hafa þurft að greiða tugi ef ekki hundruð milljarða vegna ýmiss konar ævintýramennsku löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins síðustu áratugina og er enginn þeirra stjómmálaflo- ikka sem verið hafa í ríkisstjórn, öðrum betri í þeim efnum. Á síðasta kjörtímabili var mönnum tíðrætt um siðvæðingu •í íslenskum stjórnmálum og gerð- ust þau stórtíðindi að ráðherra í ríkisstjórn landsins neyddist til að segja af sér vegna embættis- verka sinna. Hin umdeildu embættisverk ráðherrans era þó barnaleikur samanborið við ýmsar þær fjár- festingar sem alþingismenn hafa staðið fyrir og mér vitanlega ber engin ábyrgð á þeim og enginn þurfti að segja af sér þegar afglöpin lágu fyrir. Þingmenn benda gjarnan á að þeir leggi verk sín í dóm kjósenda og er það sjónarmið í sjálfu sér. íslenskt þjóðfélag er hins vegar þeim ann- mörkum háð að menn eru afskaplega fljótir að gleyma og vilja helst lifa í nútíðinni en gleyma fortíðinni og láta afkomendur okkur um skuldbind- ingar framtíðarinnar. Menn gagn- rýna allt og alla þegar þannig ber við en þrá í raun það eitt að kom- ast að kjötkötlunum og halda áfram uppteknum hætti. Stjómendum fyrirtækja á al- mennum vinnumarkaði myndi aldrei líðast svona framferði. Þar standa menn og falla með verkum sínum, njóta þess ef vel gengur en víkja ef illa fer. Þarna er ein- faldlega um það að ræða að þeir hæfustu lifa en hinir heltast úr lestinni og er það vel. Þetta er lögmál markaðarins. En hvernig stendur á því að Hvers vegna bera ráða- menn þjóðarinnar, spyr Gunnlaugur K. Jóns- son, enga ábyrgð á verkum sínum? ■stærsta fyrirtæki landsins, þjóðar- búið, er ekki rekið í samræmi við þau lögmál sem tíðkast hjá öðram fyrirtækjum? Hvers vegna bera ráðamenn þjóðarinnar enga ábyrgð á verkum sínum og kom- ast ítrekað upp með það að sóa fjármunum landsmanna með ýms- um ákvörðunum sem myndu ekki hvarfla að stjórnendum vel rek- inna fyrirtækja? Gæti ástæðan verið sú að á hinu háa Alþingi sé almennt ekki til staðar sú þekking og reynsla sem nauðsynleg er til þess að rétt sé staðið að rekstri þjóðarbúsins og ef svo er, hver er þá ástæðan? Staðreyndirnar tala sínu máli. Millistjórnanda í meðalstóru fyrir- tæki hér á landi era greidd mun hærri laun en Islendingar greiða þingmönnum sínum og segir það meira en mörg orð. Laun þingmanna era einfald- Gunnlaugur K. Jónsson. lega til skammar og því erfítt að gera eðlilegar kröfur til þeirra eða ætlast til þess að þeir axli ábyrgð á verkum sínum meðan óbreytt ástand varir. Ef þingheimur sýndi manndóm og hækkaði laun þingmanna um a.m.k. 100% þá myndi þjóðarbúið njóta þess þegar upp væri staðið. í beinu framhaldi á svo að taka fyrir öll önnur launuð störf þing- manna, þ.m.t. stjórnarstörf í fyrir- tækjum og stofnunum er í dag eru slík störf ein af ýmsum leiðum þeirra til að bæta kjör sín en nú- verandi fyrirkomulag býður upp á ýmiss konar hagsmunaárekstra, laumuspil og jafnvel óeðlilega fyr- irgreiðslu. Þingmennska á að vera fullt starf og vel launað sem slíkt enda eiga kjósendur heimtingu á því að fulltrúar þeirra á þingi séu ekki jafnframt í launuðum störfum út um allar jarðir. í kjölfar sanngjarnra launa er svo hægt að gera ákveðnar kröfur til þingmanna og m.a. krefjast þess að menn standi og falli með verkum sínum ef svo ber undir og beri þannig raunverulega ábyrgð. Laun ráðherra eiga og að hækka í samræmi við laun þing- manna enda með ólíkindum að þeir þiggi oft á tíðum mun lægri laun en undirmenn þeirra. í dag er virðing manna fyrir störfum Alþingis í lágmarki og hefur sífellt verið að halla á ógæfuhliðina í þeim efnum. Lof- orð þingmanna og undirskriftir era nokkuð sem aldrei er hægt að ganga að sem vísu, dæmin sanna það. Nú er lag að endur- vekja þá virðingu sem alþingis- menn og hið háa Alþingi eiga að njóta. Fyrsta skrefið er að bæta kjör þingkjörinna fulltrúa okkar og síðan að veita þeim aðhald og gera þá kröfu að þeir verði ábyrg- ir gjörða sinna í framtíðinni og ávinni sér þannig virðingu fyrir störf sín en víki ella. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins er talað um að ný framfararsókn þjóðarinnar sé að hefjast. Vonandi hafa forystumenn stjórnarflokkana það breiðar axlir að þeir þori að taka á þessu máli í eitt skipti fyrir öll. Vafalaust rísa þá alls konar labbakútar upp á afturlappirnar og fremstir í flokki verða öragglega ýmsir forystu- menn launþegahreyfínga sem sumir hveijir hafa helmingi hærri laun en þingmenn í dag. Á það hefur verið bent, m.a. í leiðaraskrifum dagblaða, að mikið framboð fólks til stjómmálastarfa bendi ekki til þess að kaup og kjör þingmanna fæli menn frá þátttöku í stjórnmálum. Þetta sjónarmið á vissulega rétt á sér en það er deg- inum ljósara að hæfir menn úr einkageiranum skipta ekki um starf þegar Ijóst er að tekjur þeirra lækka verulega við það, jafnvel margfalt. Þetta hlýtur hver heil- vita maður að sjá. Her er um mikilvægt mál að ræða sem mun tryggja, ef rétt er að staðið, aukinn fjölda hæfra manna úr atvinnulífinu inn á þing, en slíkt mun margborga sig þegar upp er staðið fyrir íslenska þjóðar- búið. Höfundur er opinber starfsmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.