Morgunblaðið - 25.05.1995, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Frændi okkar,
ÓSKAR KJARTANSSON,
Karlagötu 18,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 23. maí sl.
Aðalheiður Jónsdóttir,
Svava Jónsdóttir.
t
PÁLL PÁLSSON,
frá Lambastöðum, Garði,
Melholti 6, Hafnarfirði,
andaðist ( Sólvangi í Hafnarfirði 23. maí.
Vandamenn.
t
Hjartkær sonur okkar,
ÞRÖSTUR BERGMANN INGASON,
Álftamýri 8,
Reykjavík,
lést mánudaginn 22. maí.
Rósa R. Frímannsdóttir, Ingi Bergmann.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNAJÓNSDÓTTIR
frá Seljavöllum,
sem andaðist hinn 16. maí sl., verður
jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju
laugardaginn 27. maí nk. kl. 14.00.
Grétar Óskarsson, Vigdís Jónsdóttir,
Rútur Óskarsson, Sigríður Karlsdóttir,
Jón Óskarsson, Áslaug Jónasdóttir,
Ásbjörn Óskarsson, Inga Sveinsdóttir,
Sigurður Óskarsson, Eygló Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
ANNA GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
Brúarlandi,
Þistilfirði,
verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju laugardaginn 27. maí kl 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, að ósk hinnar látnu,
en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Jónas Aðalsteinsson,
Arnþrúður M. Jónasdóttir, Sólveig Þórðardóttir,
Eðvarð Jónasson, Kristjana Benediktsdóttir,
Jóhannes Jónasson, Svanhvft Kristjánsdóttir,
Sigrún Lilja Jónasdóttir, Rúnar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN GUÐBJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR,
Efri-Engidal,
sem lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 19. maí,
verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju
laugardaginn 27. maí kl. 11.00.
Sigurgeir Jónsson,
Guðný Jónsdóttir,
Jón Jónsson, Ásta Dóra Egilsdóttir,
Halldór Jónsson, Guðný Indriðadóttir,
Magnúsína Jónsdóttir,
Magdalena Jónsdóttir, Ögmundur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐMUNDUR
BJARNASON
+ Guðmundur
Bjarnason
fæddist á Minni-
borg á Akranesi 7.
febrúar 1930. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 10. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Bjarni Magnús
Kristmannsson og
Ásthildur Vilhelm-
ína Guðmundsdótt-
ir, sem bæði eru
látin. Systir hans
var Helga Krístín,
f. 2. mars 1931, d.
27. maí 1990. 31. desember
1949 kvæntist Guðmundur
fermingarsystur sinni Rósu
Vilhjálmsdóttur, f. 23. mars
1930, d. 26. september 1994.
Börn þeirra eru Margrét Arn-
björg, f. 3. september 1949;
Bjarni Magnús, f. 13. ágúst
1953; Vilhjálmur, f. 17. nóvem-
ber 1956; og Guðríður, f. 29.
júlí 1960. Barnabörnin eru 11
og barnabarnabömin tvö.
Útför Guðmundar fór fram
frá Akraneskirkju 19. maí.
LÁTINN er móðurbróðir okkar
Guðmundur Bjamason aðeins 65
ára að aldri, af okkur systkinunum
alltaf kallaður Mummi. Þessa dag-
ana togast á sár söknuður og fal-
legar minningar um góðan frænda.
Minningabrotin ná allt til þess tíma
er Bjami afí og Ásta amma áttu
heimili á Minniborginni.
Sérstakur kærleikur ríkti á milli
móður okkar heit-
innar, Helgu Stínu, og
Mumma. í hugum
okkar stendur ofar-
lega sú væntumþykja
sem hann sýndi móður
okkar alla tíð enda
vora heimsóknir hans
tíðar á Vesturgötuna.
Heimsóknum hans
fylgdi ávallt mikil
glaðværð og vora um-
ræðuefnin um allt á
milli himins og jarðar.
Minniborgarsystkinin
eins og þau voru oft
kölluð, vora tengd
óijúfanlegum böndum, hafin upp
yfír allar deilur eða misklíð. Þau
vora fljót að taka upp hanskann
hvort fyrir annað ef þeim fannst
á hlut annars þeirra hallað. Mummi
hafði mikið að gefa þó hann væri
frekar dulur og væri ekki allra.
Hann var alltaf boðinn og búinn
hvenær sem var að liðsinna okkur
systkinunum og skynjuðum við
ríkulega þann góða hug sem hann
bar til okkar.
Mummi var stórhuga með stórt
hjarta og glæsilegur svo eftir var
tekið. Hann starfaði lengstum sem
húsasmíðameistari á Akranesi. Og
á Akranesi era íjölmargar bygg-
ingar sem hann hannaði og byggði.
Hann stundaði fimleika á sínum
yngri áram. Hestamennska átti
hug hans allan og var hann meðal
annars formaður hestamannafé-
lagsins á Akranesi um nokkurt
skeið. Hann var einnig virkur í
Bridgefélagi Akraness.
Mummi varð fyrir því áfalli að
RA GNHEIÐ UR
REYKDAL
HJARTARDÓTTIR
+ Ragnheiður Reykdal Hjart-
ardóttir fæddist í Fremri-
Vífilsdal í Dölum 20. apríl 1918.
Hún lést á Borgarspítalanum
18. mai síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Langholts-
kirkju 24. maí.
FYRIR nokkram dögum lék ég mér
að hugmyndinni um það hveija ég
ætlaði að heimsækja í sumar, þegar
ég kem til Islands, en ég er búsett
í Danmörku. Meðal þeirra fyrstu,
sem komu upp í huga mér var
gamla vinkona mín, Ragnheiður
Hjartardóttir. Ekki hvarflaði að
mér, að það yrði of seint - að skapa-
dægur hennar væri svo nálægt.
Þess vegna sendi ég þessa litlu
kveðju til nánustu ættmenna henn-
ar, sem hafa misst mikla stoð. Hún
var systir mágkonu minnar, Erlu.
Einnig kynntist ég systurinni Ásu.
Ævinlega var ég velkomin á heim-
ili þeirra systra og foreldra þeirra
í Álfatröðum og á ég margar góðar
minningar frá þeim ungu dögum.
Þegar ég hugsa til baka til áranna
60 stendur Ragnheiður ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum mínum sem
+
Eiginkona mín,
NANNA JÓNSDÓTTIR,
Lyngholti,
Stöðvarfirði,
verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðar-
kirkju laugardaginn 27. maí kl. 16.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim
sem vilja minnast hennar er bent á
Reykjalund.
Fyrir hönd aðstandenda.
Þorsteinn Kristjánsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN GUÐNI GUÐJÓNSSON,
Garðbraut 19,
Garði,
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann
23. maí.
Jarðarförin fer fram frá Útskélakirkju
laugardaginn 3. júní kl. 13.30.
Guðlaug Sveinsdóttir,
Sveinn Björnsson, Loftveig K. Sigurgeirsdóttir,
Guðrún Erla Björnsdóttir, Júiius Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
slasast alvarlega á öðra auganu
1981 og olli það honum miklum
erfíðleikum næstu árin. Aldrei
heyrðum við hann kvarta enda var
hann ekki einn af þeim sem bára
tilfinningar sínar á torg. Á árinu
1990 virtist framtíðin blasa við
þeim hjónum en þau höfðu þá fyr-
ir nokkra fest kaup á notalegri
íbúð við Sunnubraut. Á þessu sama
ári kom stóra áfallið, sama dag
og Mummi var að kynna sér nýjan
starfsvettvang hjá slökkviliði
Akraness. Hann fékk alvarlegt
hjartaáfall þannig að um tíma var
honum vart hugað líf og náði hann
aldrei fullri heilsu eftir það.
Það sannast að vegir Guðs era
órannsakanlegir því í fyrra, 26.
september 1994, missti Mummi
Rósu úr krabbameini. Rósa hafði
áður hjúkrað eiginmanni sínum
eftir bestu getu. Það er svo nú
tæpu ári eftir lát Rósu að Mummi
fellur fyrir sama sjúkdómi.
En nú þegar komið er að kveðju-
stund munu minningarnar um góð-
an frænda lifa áfram. Megi góður
Guð styrkja ykkur systkinin, Oddu,
Badda, Villa, Gurra og aðra ná-
komna eftir þennan mikla missi.
Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvflast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Úr 23. Davíðssálmi)
Ásthildur, Hjörtur
og Margrét.
ein sú hleypidómalausasta mann-
eskja, sem ég hef kynnst á lífsleið-
inni. Við leigðum okkur íbúð saman
á Rauðarárstígnum og þar var oft
glatt á hjalla. Við brölluðum margt
saman. Eftir löglega mörg ár frá
brottför okkar beggja úr þessu jarð-
lífi, höfum við spennandi sögu að
segja, sem ekki þolir dagsins ljós
ennþá, því núlifandi fólk var með í
spilinu. Við björguðum sálarheill
manneskju, sem var í vanda. Óvinir
hennar reyndu að bregða fyrir hana
fæti, en við villtum þeim sýn, rétt
eins og tröllin í fjöllunum. Eg mun
sjá um, að þáttur Ragnheiðar í þeim
sameiginlega hvítagaldri okkar
komist á prent, þó síðar verði. Hann
er nú þegar skráður í ævisögu
minni, sem óútgefín vex og þrútnar
eins og fífíll í túni. Þá mun mörgum
verða Ijóst, að hún Ragna var eng-
in mús, heldur mikill köttur, djörf,
ráðsnjöll og gædd einstakri kímni-
gáfu. Það var sem ékkert gæti rask-
að ró hennar; þó var hún langt frá
því að vera skaplaus. Hún hafði
erft og lært ljúflyndi og jafnaðargeð
foreldra sinna í Álfatröðum í Döl-
um. Ekki minnist ég þess að hafa
heyrt hana kvarta, enda þótt hún
ynni löngum í þágu annarra og
ekki alltaf fyrir háu kaupi. Hún var
einstæð móðir Hjördísar, þar til hún
hitti eiginmann sinn, Hannes Mar-
teinsson. Þá skildu leiðir okkar, því
íbúðin á Rauðarárstígnum var ekki
nógu stór fyrir félagsbú giftra
kvenna, sem eignuðust böm og
bura. Ragnheiður og Hannes fluttu
inn í Vpga og eignuðust soninn
Kristin. Ég heimsótti þau oft og við
áttum margar góðar stundir saman.
Nú er hún Ragna mín ekki lengur
í Strandaseli 5, þar sem hún bjó
sín síðustu og bestu ár. Ég verð
því að beina andlega loftnetinu í
aðra átt og ég efast ekki um, að
ef það er líf eftir dauðann, stillir
hún inn á rétta bylgjulengd. Hún
trúði mjög bjargfast á líf eftir dauð-
ann og ef einhver á verðlaun skilin
í næsta lífi fyrir góða hegðun hér
á jörðu, þá er það hún Ragnheiður
Hjartardóttir, sem ég hér með kveð
með söknuði og þakklæti fyrir góðu,
gömlu árin, sem við áttum saman.
Inga Birna Jónsdóttir.