Morgunblaðið - 25.05.1995, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995 49
GARÐYRKJU-
FÉLAGIÐ
110 ÁRA
GARÐYRKJUFÉLAG íslands á
110 ára afmæli 26. maí. Því verð-
ur þetta blóm vikunnar helgað
félaginu og starfsemi þess. Þegar
Garðyrkjufélagið var stofnað, var
Reykjavík í raun
bara þorp og byggðin
nær eingöngu bundin
við Kvosina. Ræktun
var mjög lítil og trú
manna á möguleika
til ræktunar á Islandi
sömuleiðis, enda leið-
beiningar og uppörv-
un hvergi að fá. Það
er tímanna tákn að
það voru 18 „heldri
borgarar" í Reykja-
vík — engin kona —
sem stofnuðu Garð:
yrkjufélag íslands. I
fylkingarbijósti voru
Daninn Schierbeck,
sem þá var land-
læknir og Árni Thor-
steinsson landfógeti. Schierbeck
varð fyrsti formaðurinn. Hann var
mjög merkur brautryðjandi, enda
hafði hann starfað sem garðyrkju-
maður á unga aldri. Á jörðinni
Rauðará, sem hann keypti, var
hann með mikla tilraunastarf-
semi, einkum í matjurtarækt, en
einnig í garði sínum á horni Aðal-
strætis og Kirkjustrætis, þar sem
áður var fyrsti kirkjugarður
Reykjavíkur. Þarna prófaði Schi-
erbeck mörg hundruð tegundir,
bæði matjurtir, blómplöntur, tré
og runna. Þessi garður gekk lengi
undir nafninu Landlæknisgarður-
inn, en eftir að styttan af Skúla
fógeta var reist þar, hefur hann
gjarnan verið kallaður Fógeta-
garðurinn. Enn sjást þó handverk
Schierbecks í garðinum, þar sem
enn stendur glæstur silfurreynir,
en gulvíðirinn, sem hann gróður-
setti, má muna sinn fífil fegri.
Bijóstmynd Schierbecks, sem
Gísli Sigurbjörnsson gaf GÍ á 100
ára afmæli félagsins, er einnig í
garðinum.
félagsins hefur frá
upphafi verið að
fræða íslendinga um
ræktun og efla trú á
gróðurmátt landsins.
Þannig hófst félagið
strax handa um að
gefa út upplýs-
ingabæklinga og
fræðslurit og útveg-
aði félögum bæði fræ
og verkfæri. Á þess-
um 110 árum hafa
áhersluatriðin í fé-
lagsstarfinu verið
breytileg, eins og eðli-
legt er. Fyrst í stáð
var mikil áhersla lögð
á matjurtarækt, enda
mikil þörf á að auka
fjölbreytni í mataræði
landsmanna. Á tímabili var mikið
flallað um ylrækt, en síðan stofn-
uðu garðyrkjumenn eigið fagfé-
lag. Síðustu áratugi hefur mest
verið fjallað um skrúðgarðyrkju á
vegum félagsins, ræktun blóma,
runna og tijáa, þótt matjurta- og
ylræktin hafi alls ekki gleymst.
Árgjaldi er ætíð mjög stillt I hóf,
það er 1.800 kr. fyrir árið 1995.
Innifalið í árgjaldinu er Garð-
yrkjuritið, um 200 síðna ársrit,
sem kemur út um mánaðamótin
maí-júní. Þar birtast fjölmargar
greinar um hin ýmsu svið garð-
yrkjunnar. Fréttabréf kemur út
5-8 sinnum á ári með árstíða-
bundnar fréttir. Félagar fá pönt-
unarlista með ódýrum vor- og
haustlaukum. Þar eru oft tegund-
ir, sem ekki hafa sést í verslunum.
Eins fá félagar frælista með 800-
1.000 tegundum. Ýmsar verslanir
veita góðan staðgreiðsluafslátt
gegn framvísun félagsskírteinis. í
Reykjavík eru haldnir 4-5
fræðslufundir á vetri. Skoðunar-
ferðir innanlands og utan eru
mjög vinsælar, en alls hafa fjórar
utanlandsferðir verið farnar. Há-
punktur sumarstarfsins er garða-
skoðun á höfuðborgarsvæðinu. Á
skrifstofu félagsins er gott bóka-
safn.
110 ára afmælis félagsins er
minnst með útgáfu bókarinnar
Garðurinn — Hugmynd að skipu-
lagi og efnisvali. Höfundar eru
Anna Fjóla Gísladóttir ljósmynd-
ari og landslagsarkitektarnir Áuð-
ur Sveinsdóttir og Fríða Björg
Eðvarðsdóttir, en Gísli B. Björns-
son annaðist útlitshönnun bókar-
innar. Þetta er fyrsta íslenska
bókin sem fjallar fyrst og fremst
um hönnun garðsins og fjölbreytni
í skipulagi og efnisvali, en segja
má að um gróðurinn sé meira
rætt sem nokkurs konar bygging-
arefni. Bókin er mjög vegleg. í
henni eru 340 litmyndir úr ís-
lenskum görðum, allmargar ljós-
myndir í svart/hvítu og um 80
skýringarteikningar. í henni er
m.a. að finna ýmsar hugmyndir
að skipulagi garða við ólíkar að-
stæður og skipulagsuppdrætti eft-
ir um 20 íslenska landslagsarki-
tekta. Að baki bókar sem þessar-
ar liggur margra ára vinna, bæði
við öflun fróðleiks og reynslu og
söfnun ljósmynda, en það er ómet-
anlegt áhugafólki að sjá hvað
unnt er að gera við íslenskar að-
stæður. Bókin skiptist í 17 kafla
og fjölmarga undirkafla sem
spanna mjög breytt svið. Þar má
nefna sögu garðsins, helstu
ákvæði skipulagslaga, garðstíl,
garðhönnun, hæðamun, girðingar
og skjólveggi, tjamir, potta og
gosbrunna, leiktæki, lýsingu,
gamla garða o.m.fl.
I bókinni haldast í hendur góð
efnistök og frábærar myndir. Hún
er ómetanlegur hugmyndabanki,
sem hægt er að leita til aftur og
aftur. Bókin höfðar til allra sem
hafa gaman af ræktun, eigenda
gamalla, nýrra eða óhannaðra
garða, eigenda svala sem sumar-
bústaða, líka til þeirra sem hafa
eingöngu gaman af að skoða fal-
legar myndir.
Skrifstofa félagsins er á
Frakkastíg 9. Hún er opin mánu-
daga og fimmtudaga frá 2-6 og
á fimmtudagskvöldum, en svarað
er i síma flesta daga utan opnun-
artíma. S. Hj.
BLOM
VIKUNNAR
307. þáttur
Urasjón Ágústa
Björnsdóttir
R AD AUGL YSINGAR
Til leigu í verslunarmið-
stöðinni Garðabæ
Húsnæði á 2. hæð, 800 fm, fyrir ofan Garða-
kaup. Góð lofthæð. Tilvalið fyrir félagasam-
tök „gallerí", líkamsræktarstöð, danskennslu
eða skylda starfsemi.
Einnig húsnæði á jarðhæð, ca 400 fm, fyrir
kjötvinnslu með kælum, frystum og 250 fm
lagerrými, ásamt starfsmannaaðstöðu og skrif-
stofum. Góð aðkoma, stórar innkeyrsludyr.
Upplýsingar í síma 553-9373, Karl, í dag og
næstu daga.
Húsbyggjendur - Gler
Er heitt inni í sterku sólskini?
Höfum rétta glerið til að verjast ofhitun,
tært gler með góðri hitavörn.
Tæknisalan, sími 565 6900,
Kirkjulundi 13, v/Vífilsstaðaveg, Garðabæ.
Spennandi sérverslun
Til sölu sérverslun vel staðsett í eigin hús-
næði. Að miklum hluta selur verslunin eigin
framleiðslu. Til greina kemur að selja rekstur
og leigja húsnæði.
Nánari upplýsingar ekki gefnar í síma.
Fasteignamiðlun,
Suðurlandsbraut 12.
fjölbrautaskóunn
BREIÐH0LTI
Upprifjun fyrir
sveinspróf
Námskeið til undirbúnings sveinsprófs í
húsasmíði verður haldið í Fjölbrautaskólan-
um Breiðholti í maí og júní.
Námskeiðið hefst mánudaginn 29. maí kl. 18.
Innritað er á skrifstofutíma í síma 557 5600.
Tréiðnadeild FB.
Langholtskirkja
Aðalsafnaðarfundur Langholtskirkju verður
haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 20.00 í safn-
aðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.
Aðalfundur
Aðalfundur í Landeigendafélagi Sléttu- og
Grunnavíkurhrepps verður haldinn laugard. 27.
maí nk. kl. 13.30 í Félagsheimili Seltjarnarness.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar
3. Stjórnarkjör
4. Kjör tveggja endurskoðenda og tveggja
til vara
5. Ákvörðun um árgjöld
5. Skipulagsmál Sléttu-, Grunnavíkur- og
Snæfjallahrepps.
7. Framtíðarstjórnun Sléttuhrepps
8. Önnur mál
Við vonum að sem flestir félagsmenn mæti
á aðalfundinn og hvetji rétthafa (jarða, lóða
eða húsa) til þess að gerast félagsmenn.
Stjórnin