Morgunblaðið - 25.05.1995, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
DO ME A FAV0R,LINUS..6O
ACROSS TME ROOM, AND
GIVE TMI5 BOOK OF P0EM5
TO THAT 6IRL FOR ME..
Lárus, gerðu mér greiða...
gakktu til stelpunnar þarna með
þessa ljóðabók og færðu henni
hana ... ég er of feiminn ...
U)HAT WILL/SAY ANYTHING..
I SAY JUST BE
TO HER? V5M00TH...
Hvað á ég að segja við hana? Gjörðu svo vel, elskan!
Segðu hvað sem er____vertu bara
kurteis
BREF
TLL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Kynbætur
átöltí
Frá Krístni Hugasyni:
LAUGARDAGINN 20. maí sl. birt-
ist í íþróttablaði Morgunblaðsins
grein um hestamennsku sem bar
heitið „Hinn hreini tónn og skeið-
töltið". í grein þessari leggur höf-
undur mikið kapp á að hvetja til
aukinnar áherslu á kynbætur á
tölti og sérstaklega þá hvað hrein-
leika gangtegundarinnar varðar,
þ.e. að töltið sé ekki blandað öðrum
gangtegundum. Máli sínu beinir
greinarhöfundur sérstaklega til
allra þeirra sem fást við að dæma
hross hvort sem er í kynbótasýn-
ingum eða í almennum keppnum
á hestum; gæðinga- eða íþrótta-
keppnum. Undirritaður tekur undir
boðskap umræddrar greinar en
vill þó koma smáviðbót á framfæri
í sambandi við mat á tölti fyrir
kynbótadómi.
I upphafi greinar sinnar segir
höfundur að veruleg bót hafi verið
gerð á mati töltsins í kynbótadóm-
um hin síðustu ár en líklegast
megi gera enn betur. Undirritaður
hyggur að svo afgerandi stað-
reyndir liggi á borðinu varðandi
hið fyrmefnda að honum sé óhætt
að taka undir við greinarhöfund.
Hvað hitt varðar að betur megi
gera gildir ábyggilega það sama
um kynbótadómara og aðra að
þeir séu mannlegir. Því dómkvarði
kynbótahrossa er mjög hart skil-
greindur á móti öllum taktgöllum
í gangtegundum og ómögulegt á
að vera að fá hærri einkunn en
7,0 fyrir kynbótadómi ef hrossið
er á svo taktgölluðu tölti að kalla
megi það skeiðtölt. Sérstaklega vil
ég taka þetta fram vegna þess að
greinarhöfundur fullyrðir að ný-
lega hafi hross fengið 8,0 fyrir
tölt á kynbótasýningu en hafi þó
einungis farið á skeiðtölti. Tvær
skýringar eru til á fyrrnefndri full-
yrðingu greinarhöfundar sem mig
langar til að nefna hér í lokin.
Önnur er sú að okkur dómurunum
hafi hreinlega skjátlast og gefið
hrossinu of hátt en hin skýringin
sem ég tel raunar sennilegri er sú
að margnefndur greinarhöfundur
hafí einungis séð hrossið í yfirlits-
sýningu og þá líklegast á sýningu
Stóðhestastöðvarinnar í Gunnars-
holti sem er eina almenna kynbóta-
sýningin sem haldin hefur verið
innanlands það sem af er sýningar-
árinu en hann hafi ekki séð til
umrædds grips þegar hann var
fyrir dómi tveimur dögum fyrr.
Þetta er nefnilega það sem við
kynbótadómarar stöndum æði oft
frammi fyrir og er það sama og
allir hestamenn sem nokkra
reynslu hafa þekkja, að dagsform
hrossanna getur verið ótrúlega
breytilegt.
KRISTINN HUGASON,
hrossaræktarráðunautur
Bændasamtaka íslands.
Verkalýðshreyf-
ing á villigötum
Frá Sólborgu Öldu Pétursdóttur:
ÞAÐ kemur alltaf tími endur-
skoðunar í lífi hvers manns. Stofn-
anir þjóðfélagsins eru ekki undan-
þegnar sjálfsskoðun heldur, eigi
þær ekki að sitja eftir sem stein-
runnin nátttröll í okkar síbreyti-
lega þjóðfélagi. Allt verkafólk get-
ur verið sammála um það að verka-
lýðsfélög séu nauðsynleg til að
gæta hagsmuna þeirra. En verka-
lýðsbarátta á íslandi er komin í
ógöngur. Lítill árangur hefur náðst
í undanförnum kjarasamningum
ASÍ og VSÍ. Stóru samtökin gefa
tóninn og nánast öll félög semja
eins. Fólkið samþykkir með sem-
ingi, hrætt við atvinnuleysi og
launaleysi í verkfalli. Hafi einhver
félög kjark til að gera aðrar kröfur
og fara í verkfall eru félagsmenn
fordæmdir fyrir taumlausa græðgi
og samstöðuleysi. Allir skulu semja
um það sama.
Verkakvennafélögin þegja
þunnu hljóði þegar talað er um
launamisrétti kynjanna eins og það
komi þeim ekki við, enda konur
innan þessara félaga flestar á
lægstu launatöxtunum.
Helsta hlutverk félaganna virð-
ist vera að passa upp á það að
missa ekki spón úr sínum aski.
Launafólki er skipað í félög eftir
því hvaða störf það vinnur. Akveð-
in félög „eiga“ ræstitækna, önnur
félög „eiga“ ófaglært starfsfólk
sjúkrahúsanna o.s.frv. Launþeginn
hefur ekkert um málið að segja.
Vilji eitt félag bijótast út úr þessu
og hleypa starfsstétt inn í sínar
raðir, sem annað verkalýðsfélag
„á“, verður fjandinn laus. Enginn
má missa frá sér félagsmenn sem
haldið er jafnvel nauðugum í við-
komandi félagi. Þá missa félögin
stéttarfélagsgjöldin, sem halda
apparatinu gangandi. Hingað til
hefur verið óijúfanlegt samkomu-
lag milli félaganna um það hver
„á“ hvern. Við, verkalýðurinn, eig-
um ekkert val og er það tvímæla-
laust mannréttindabrot. Við bara
borgum okkar félagsgjöld og tök-
um við því sem okkur er skammt-
að.
Enginn er yfir gagnrýni hafinn.
Það er kominn tími á verkalýðs-
hreyfínguna í heild að skoða nafl-
ann á sér. Kerfið er stirðbusalegt
og úrelt.
SÓLBORG ALDA PÉTURSDÓTTIR,
Bergþórugötu 3, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptibo’-fl: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, (þróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NBTFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.