Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8, JÚNÍ, 1995 MORGUNBLAÐIÐ I DAG Halli ríkissjóðs tvöfaldast á fjórum árum verði ekki gripið til aðgerða Kjaradeilan í álverinu Stefnt að 4 milljarða kr. halla á fjárlögnm 1996 RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að stefna að því að afgreiða fjárlög næsta árs með 4 milljarða króna halla og að fjárlög ársins 1997 verði hallalaus, en samkvæmt áætlunum stefnir í að hallinn á fjárlögum í ár verði um 7,5 milljarðar króna. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að næstu vikumar verði unnið að tillögum um það hvemig ná megi þessum markmiðum. En í drögum að langtímaáætlun í ríkis- íjármálum 1996 til 1999 kemur fram að verði ekki gripið til að- gerða muni halli ríkissjóðs tvöfald- ast á næstu ijórum ámm, vaxa í rúma 15 milljarða króna og skuldir ríkisins aukast um þriðjung. í drögunum sem unnin hafa ver- ið í samstarfí íjármálaráðuneytis, Seðlabanka og Þjóðhagsstofnunar er undirstrikað mikilvægi þess að vinna samkvæmt langtímaáætlun í ríkisfjármálum og nýta uppsveiflu í efnahagslífínu til að eyða halla í ríkisfjármálum. Það muni verða til þess að lífskjör batni, hagvöxtur aukist, raunvextir lækki og starfs- skilyrði atvinnugreina lagist. Fjölgun lífeyrisþega og námsmanna Samkvæmt drögunum verða út- gjöld ríkissjóðs að óbreyttu um 20 milljörðum króna hærri að raungildi árið 1999 en árið 1995 án þess að til komi nokkrar nýjar útgjalda- ákvarðanir. Þó gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist á sama tíma í takt við almenna efnahagsþróun nær það ekki að vega upp útgjalda- aukann, en gert er ráð fyrir að tekj- umar aukist um nálega tvo millj- arða króna árlega en útgjöldin um fjóra milljarða. Ástæður aukinna útgjalda má einkum rekja til fjölgunar lífeyris- þega og námsmanna, vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóð- arinnar og aukinna vaxtagreiðslna. Þannig er gert ráð fyrir að útgjöld til heilbrigðis-, tiygginga- og fé- lagsmála aukist um 8 milljarða króna á þessu tímabili verði ekkert að gert og útgjöld til fræðslumála um 2 milljarða króna. Jafnframt hækka vaxtagreiðslur ríkissjóðs um sex milljarða króna, úr 12 milljörð- um króna í 18 milljarða króna á tímabilinu. Jínnfremur kemur fram að til þess að ná jafnvægi í ríkisfjármál- um á næstu tveimur árum þurfí að lækka ríkisútgjöld um 8-10 milljarða króna eða um 7% frá því sem þau hefðu ella orðið. Það jafn- gildi því að halda útgjöldum ríkis- sjóðs í því sem þau eru nú, en þau eru áætluð rúmir 122 milljarðar króna í ár, og finna leiðir til að stöðva sjálfvirka útgjaldaþenslu ríkissjóðs. Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður ríkissjóðs og útgjöld sjúkratrygginga lækki um 3,5-4 milljarða króna, tilfærsluút- gjöld lækki um 3-3,5 milljarða króna og útgjöld til stofnkostnaðar um tæpa tvo milljarða króna. Með þessu móti myndu tekjur og gjöld ríkissjóðs vegast á árið 1997, og ríkissjóður yrði rekinn með 1,5 milljarðs króna tekjuafgangi 1998 og 2,5 milljarða tekjuafgangi 1999. Söngleikur æfður utandyra ROKKÓPERAN Jesús Krist- ur súperstjarna eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Riee verður sett á svið Borgarleik- hússins í sumar með stórum hópi ungra listamanna, söngvara, dansara, leikara og hljómlistarmanna. Frumsýn- ing á söngleiknum er áætluð um miðjan júlí og æfingar eru hafnar af krafti. í blíðviðrinu í höfuðborginni í gær var kóræfing flutt út á svalir leik- hússins. Morgunblaðið/Ásdís Lítið mið- aði í gær DEILUAÐILAR í kjaradeilunni í ál- verinu í Straumsvík funduðu frá kl. 10 í gærmorgun og fram á kvöld í húsnæði ríkissáttasemjará, en án mik- ils árangurs. Lítið sem ekkert var rætt um launalið samninga í gærdag og var þungt hljóð í samningamönnum í gærkvöldi. Verkfall hefur verið boðað í álverinu í Straumsvík frá og með næstkomandi laugardegi 10. júní hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Bankamenn og viðsemjendur þeirra komu saman til fundar kl 16 í Borgartúni 6 og stóð fundur enn yfir um miðnætti. Skiptust viðsemj- endur á hugmyndum en viðræðumar voru sagðar á viðkvæmu stigi. Verk- fall bankamanna á að hefjast 14. júní hafí samningar ekki tekist, en samkvæmt lögum ber sáttasemjara að leggja fram sáttatillögu fimm dögum fyrir verkfall sem hann þarf því að leggja fram fyrir miðnætti í kvöld nái samningamenn ekki saman fyrir þann tima. Getur sáttasemjari þá jafnframt frestað verkfallinu í allt að 15 daga. Kjaradeila FÍA og Flugleiða til sáttasemjara Flugleiðir hafa vísað kjaradeilu félagsins og Félags íslenskra at- vinnuflugmanna til ríkissáttasemjara og var fyrsti sáttafundur í deilunni haldinn í gær og er gert ráð fyrir að samningsaðilar komi aftur saman til fundar í dag. -----» ♦ »----- Eldur á tann- iæknastofu ELDUR kom upp á tannlæknastofu í Þingholtsstræti í Reykjavík í gær- dag. Samkvæmt upplýsingum slökkvi- liðs kviknaði í út frá sprittlampa á stofunni. Enginn var þar staddur þegar eldurinn kom upp en einn maður var í húsinu og tilkynnti hann um brunann. Slökkvistarf gekk greiðlega. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Bílvelta við Svalbarðsá í Þistilfirði Gekk lítið meidd út úr ónýtum bíl Þórshöfn, Þistilfirði. Morgunblaðið. JEPPABIFREIÐ af gerðinni Toyota Landcruiser lenti í lausamöl á veg- inum stutt frá Svalbarðsá í Þistil- firði um fimmleytið á þriðjudag með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á bílnum og fór út af veginum. Konan, sem ók bílnum, var í bíl- belti og slapp ótrúlega vel en hún komst út úr bílnum og upp á veg hjálparlaust. Bíllinn virðist hafa farið út af um þriggja metra háum kanti, farið tvær veltur og stöðvast á toppnum. Hús bflsins lagðist alveg saman og er hann gjörónýtur. Konan var fiutt í sjúkrabíl til læknis á Þórshöfn. Hún fór síðan til Vopnafjarðar þar sem hún var til eftirlits hjá lækni á elliheimilinu þar sem er aðstaða fyrir slíkt. Hún hlaut áverka á hálsi en fær að öllum líkindum að fara heim í dag. Að sögn vegagerðarmanna eru vegir oft nýheflaðir á þessum árs- tíma og efsta lagið því laust og varasamt fyrstu dagana eftir heflun svo brýnt er að ökumenn séu á verði þar sem svo er ástatt á þjóð- vegum. Frumvarp lagt fram um breytingar á búvörulögum 10 prósent verðjöfn- unargjald á útflutning GUÐMUNDUR Bjarnason land- búnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum vegna yfír- standandi viðræðna um endurskoð- un á þeim hluta búvörusamningsins sem varðar framleiðslu sauðfjáraf- urða. Er frumvarpið lagt fram til að fyrirbyggja að nokkur núgild- andi ákvæði búvörulaga geti seink- að nauðsynlegum aðgerðum til lausnar á vanda sauðfjárbænda sem stefrit er að. í frumvarpinu er m.a lagt til að landbúnaðarráðherra verði heimilað að innheimta verðjöfnunargjald við útflutning til að jafna skilaverð til framleiðenda fyrir afurðir sem seld- ar eru á erlendum mörkuðum og má gjaldið nema allt að 10% af skiiaverði afurðanna. Á að ráðstafa tekjum af gjaldinu til að verðbæta þá erlendu markaði sem skila lægstu verði. Guðmundur Bjarnason sagði að verðmiðlunargjald þetta væri sett vegna þess að afurðastöðvarnar seldu á mismunandi verði á erlend- um mörkuðum. Að hans sögn kann gjald þetta þó að orka tvímælis þar sem það gæti orðið letjandi fyrir seljendur afurða um að ná hæsta verði hveiju sinni. Spáð miklum samdrætti Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að fresta ákvörðun um heildargreiðslumark sauðfjárafurða í haust allt til 1. mars á næsta ári og að sögn Guðmundar er þetta gert til að skapa svigrúm í viðræð- unum um endurskoðun búvöru- samnings en skv. núgildandi lögum „BRAÐABIRGÐAGREINING á vökvanum, sem drengirnir drukku, bendir til að þetta hafi verið venju- legur landi. Þeir munu hafa drukk- ið verulegt magn og það skýrir ástand þeirra þegar að þeim var komið," sagði Björn Halldórsson lögreglufulltrúi í samtali við Morg- unblaðið í gær. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær veiktust tveir dreng- ir, 11 og 13 ára, alvarlega á þriðju- dag eftir að hafa drukkið landa. á að ákveða greiðslumarkið fyrir 15. september. Samkvæmt ástands- lýsingu í sauðfjárræktinni sem landbúnaðarráðuneytið og Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hafa unn- ið er því spáð að greiðslumark til framleiðslu kindakjöts muni minnka úr 7.820 tonnum á yfirstandandi verðlagsári í 6.800 tonn á árinu 1997/98 miðað við þá forsendu að birgðir kindakjöts verði komnar nið- ur í 570 tonn þegar gildandi búvöru- samningur rennur út. Óttast var að einhver ólyfjan hefði verið saman við landann, en fyrstu niðurstöður benda ekki til að svo hafí verið. Fíkniefnadeild lögreglunnar fer með rannsókn bruggmála. Björn Halldórsson sagði að ekki hefði verið upplýst enn hvaðan landinn kom. Hann sagði að forvamadeild lögreglunnar myndi taka við málinu og ræða við drengina og foreldra þeirra. Drukku verulegt magn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.