Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MIIUNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t EIRÍKA ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR hagfræðíngur, Ljósheimum 22, Reykjavík, er látin. Engin athöfn fer fram vegna fráfalls hennar. Vinir hinnar látnu. t Ástkær systir okkar, SIGRÍÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR (Systa), Hátúni 12, Reykjavík, lést í Landspítalanum að kvöldi 5. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 9. júní kl. 15.00. Þórunn Friðbjörg Benjamínsdóttir, Sigríður Guðrún Benjamínsdóttir, Jón Björn Benjamínsson og fjölskyldur þeirra. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, JÓHANNA SMITH, Álfheimum 34, Réykjavík, lést í Landakotsspítala 5. júní. Guðjón Magnússon, Unnur Guðjónsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir. t Faðir okkar, EYJÓLFUR GÍSLASON frá Bessastööum í Vestmannaeyjum, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, mið- vikudaginn 7. júní. Erlendur Eyjólfsson, Gísli Eyjólfsson, Guðjón Ármann Eyjólfsson. t Útför föður okkar, afa og langafa, BJÖRNS GUNNARSSONAR frá Skógum í Öxarfirði, áðurtil heimilis f Stigahlið 2, verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 9. júní kl. 13.30. Kristveig Börnsdóttir, Ásta Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, SKÚLÍNA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, Ásvallagötu 21, Reykjavík, sem lést þann 2. júní, verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Rauða kross fslands Hrefna Bjarnadóttir, Einar B. Bjarnason, Bára Jónsdóttir, Friðbjörn K.B. Bjarnason, Sigrfður Beinteinsdóttir, Jón Tómas Bjarnason, Ketill B. Bjarnason, Helga Gfsladóttir, Kristinn Þ. Bjarnson, Jónfna E. Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. KARENM. SLOTH GISSURARSON + Karen M. Sloth Gissurarson fæddist í Vejle á Jótlandi 17. mars 1922. Hún lést í Borgarspítalanum 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Christen Sloth bóndi og kona hans, Túmíne Sloth. Karen var elst fjögurra systk- ina. Þá koma: Jens, Inger og Harald, öll búsett í Vejle. Hinn 27. maí 1944 giftist Karen Kjartani Gissur- arsyni, fisksala frá Byggðar- horni I Flóa, f. 30. nóvember 1914, d. 5. september 1990. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Inga, f. 27.12. 1945, eigin- maður hennar er Guðni J. Guðnason og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. 2) Gunnar, f. 6.3. 1948, eiginkona hans er Ágústa Árnadóttir og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. 3) Anna, f. 12.7. 1954, eiginmaður hennar er Björn S. Lárusson og eiga þau þrjú börn og Anna á eina dótt- ur frá fyrra hjónabandi. 4) Erla, f. 6.6. 1956, eiginmaður hennar er Sigurbjörn E. Krist- jánsson og eiga þau eina dótt- ur. 5) Sonja, f. 5.8. 1964. 6) Kristján, f. 5.8. 1964, sambýlis- kona hans er Stefanía K. Karls- dóttur og eiga þau tvær dætur. Utför Karenar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. KAREN, tengdamamma mín, hefur nú kvatt okkur og mig langar til að þakka henni samfylgdina í rúm 25 ár. Karen var mjög traust og góð vinkona mín alla tíð. Hún var mikil kostakona og bar heimili tengdaforeldra minna þess glöggt vitni. Vinnudagur hennar hófst nær alltaf upp úr klukkan sjö á morgn- ana. Hún vann mjög skipulega þannig að maður tók varla eftir því þó stórhreingeming væri í gangi á heimilinu, sem reyndar var býsna oft. Hún var iðulega búin að mála eða breyta þegar venjulegt fólk fór til vinnu. Karen var auk þess mikil hannyrðakona, hún saumaði fjöldann allan af myndum, dúkum og púðum, svo ekki sé minnst á peysur og annað sem prjónað var á bömin og barnabörn- in. Við Karen hittumst fyrst í eld- húsinu á Rauðalæk 3, þar sem hún lét sig ekki muna um að smyrja brauð ofan í hóp af krökkum sem var að koma af dansleik um miðja nótt. Þannig var það hjá Kjartani og Karen, heimili þeirra stóð alltaf opið vinum og vandamönnum. Af Rauðalæk fluttu þau hjónin með sitt fólk á Laugalæk og þar ræktaði Karen af alúð og natni fallegan garð. Garðræktin var hennar líf og yndi. Það var gróður- sæld á Laugalæknum og mjög sól- ríkt og á sólskinsdögum átti fjöl- skyldan ánægulegar samveru- stundir í garðinum. Úr Laugardalnum fluttu þau í Sæviðarsundið. Þar var einnig mjög gróðursælt auk þess sem Karen hafði gróðurhús þar og sögðu bamabörnin, að það væri eins og að koma til Danmerkur að skreppa í Sæviðarsund til ömmu og afa. Þó að Karen væri dönsk að ætt og upp- runa var hún alltaf mikill íslendingur. Hún hafði ríka þjóð- erniskennd og fannst fráleitt að flytja aftur til Danmerkur. Henni tókst aldrei að ná góð- um tökum á íslensku og þótti það mjög mið- ur. Henni fannst hún of gömul til að setjast á skólabekk og hún öfundaði Knút, vin sinn, sem talaði fallega íslensku, en hann hafði stundað nám á ís- landi. Ég fór í fyrsta skipti til Dan- merkur með Kjartani og Karen, til Vejle á Jótlandi, þar sem yndisleg fjölskylda hennar býr. Mamma hennar var þá látin en Chrestin, faðir hennar, var mjög em. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir mig og gaman var að hitta ættmenni Karenar þau Chrestin afa, Maren, Harlad, Inger, Erik, Jens og Fridu. Ófáir Islendingar hafa notið gest- risni fjölskyldunnar í Vejle, þar á meðal móðir mín sem gleymir aldr- ei móttökunum sem hún fékk þar. Heiðurshjónin Kjartan og Karen hafa nú bæði kvatt þetta líf en böm þeirra, tengdabörn og bama- böm minnast þeirra með hlýju og söknuði. Megi góður Guð vera með tengdamömmu minni og blessa alla afkomendur hennar. Ágústa. Mig langar að kveðja hana ömmu mína, Karen Sloth Gissurar- son. Þær eru ófáar minningamar sem leita á hugann, allar stundirn- ar sem ég var hjá ömmu og afa á Laugalæknum. Mínar fyrstu bern- skuminningar á ég frá þeim stund- um, það var alltaf gott að læðast upp til ömmu og afa. Einhveiju sinni bar svo við að ég og amma vomm einar heima því allir aðrir höfðu farið á fótboltaleik. Ég átti að vísu að vera sofnuð, en eitthvað var svefninn langt undan svo ég „stalst" upp til ömmu. Það var allt- af gott að sitja í sófanum hjá ömmu, svo þegar við sáum að fólk- ið fór að streyma frá vellinum, þá var hlaupið upp í rúm. Ég var erlendis þegar ég fékk fréttina að hún amma væri búin að kveðja þennan heim. Þá kom upp í hugann sú stund þegar ég heimsótti hana á Reykjalund um jólin en þar dvaldi hún um nokkurt skeið í vetur. Heilsunni hafði hrak- að smátt og smátt og hún lét hug- ann reika til útlanda enda kom hún sjálf ung til íslands með afa frá Danmörku. Við emm nokkur barnabörn búsett í útlöndum og hún vildi að við kynntumst heimin- um og ferðuðumst, eins og hún hafði gert svö mikið af á meðan heilsan leyfði.. Amma var stolt af sínum danska uppruna og eins og gjaman er um Dani náði hún aldr- ei fullkomnum tökum á íslensk- unni. Auðvitað tóku þeir sem ekki þekktu ömmu eftir þessu en við sem umgengumst hana daglega urðum aldrei þess vör að amma talaði ekki fullkomna íslensku þrátt fyrir fimmtíu ára búskap á íslandi. En hún var einnig mikill íslendingur í LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — slmi 871960 sér og talaði alltaf um sig sem ís- lending. „Hvað ungur nemur gamall tem- ur,“ segir máltækið. Ég var heppin að eiga mikil samskipti við ömmu mína og lærði mikið af henni sem yngri barnbörnin og barnabarna- börnin munu ekki njóta jafn ríku- lega og ég gerði. Hanna Kristín. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustundinni. Það er erfitt að sjá á eftir þér en þú varst búin að vera mikið veik síðustu tvö ár, enda þótt það kæmu góðir tímar inn á milli sem þú gast notið. Þú misst- ir líka mikið þegar afí dó, þið áttuð svo góð ár saman. Því var söknuður- inn þinn svo sár. Afi hafði verið þín stoð alla tíð. Honum gast þú treyst. Afí var glaðleyndur og spaugsamur maður, vildi vera þar sem lífið var, og þú, amma mín, þessi rólega og fíngerða kona fylgdi með og naust alls sem hann gerði fyrir þig. Það var líka mikið lán fýrir þig að afí var mikið fyrir rækta sína vini sem urðu fljótt þínir vinir því það hefur eflaust oft verið ein- mannalegt hjá þér fyrstu árin eftir að þið afí fluttust hingað frá Dan- mörku. Þú með hugann hjá þínum foreldrum og systkinum í Vejle og afi til sjós. En þú varst heppin. Afi átti líka mörg systkini sem tóku þér opnum örmum. Báru hag þinn fyrir bijósti og sýndu þér sérstaka ræktarsemi. Systkinin frá Byggðar- homi í Flóa eiga líka öll það sameig- inlegt að hafa fengið í vöggugjöf glaðværð, hláturinn og sönginn, og innan um þau blómstraðir þú. Ég sé ennþá fyrir mér hvernig þú ljómaðir af gleði þegar þú varst að rifja upp gömlu dagana og sagð- ir mér frá veislunum sem þið afí hélduð í gegnum tíðina. Þegar vin- irnir, systkinin hans afa og makar þeirra vom saman komin hjá ykkur og Ingibjörg hans Óskars var sest við píanóið og söngurinn ómaði, það vom góðar stundir. Mamma biður mig að skilja þakk- læti til Bjamheiðar og Þómýjar fyrir allt það sem þær gerðu fyrir ömmu, en þær mágkonumar reynd- ust henni alla tíð vel, ásamt Helgu sem lést í september sl. Áhugamálið þitt var garðurinn og blómin, enda döfnuðu allar plönt- ur sem þú komst nálægt. Þú lifnað- ir við á vorin eins og plönturnar við tilhugsunina um að komast út í garð og fara að róta í moldinni. Það var gott að þú gast látið drauminn þinn rætast sl. sumar þegar þú fórst með mér, mömmu og pabba í þína síðustu heimsókn, til systkina þinna í Vejle. Þar áttir þú góðar stundir, naust hverrar mínútu, því þú sagðist vera viss um að þetta væri þín síðasta ferð á æskustöðvamar, sem við vildum ekki hlusta á, en sem því miður reyndist rétt. Fyrir rúmlega tveimur árum fluttir þú í Árskógana. Þar varstu ánægð. Heimilið þitt var mjög fal- legt. Þú hafðir líka smekk fyrir að prýða það eins og garðana þína. Við vomm stundum að grínast með að það tæki þig hálfan daginn að þurrka af öllum þessum hlutum þín- um, hvort eitthvað mætti nú ekki fara inn í skáp, en þá tókst þú á loft. Hlutirnir vom þér kærir vegna minninganna og þá átti sko ekki að loka inni. Amma mín, ég kveð þig með söknuði, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og bið Guð að geyma þig. Maren Dröfn. Hún amma í stóra húsinu er dá- in. Hún er ekki lengur lasin og er nú hún komin til afa, en honum fengum við aldrei að kynnast. Það var alltaf svo gaman að heimsækja ömmu, við vissum hvar dótaskápurinn var og við vissum líka hvar hún geymdi gottið, en hún átti alltaf eitthvað gott til að gefa okkur. Við vitum að ömmu líður vel hjá guði og afa. Rut og Sara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.