Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 ___________________________________________. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rauðglóandi línur á 03 Margar villur í nýju símaskránni Á UPPLÝSINGASÍMANUM 03 hefur verið mikið að gera undan- farna daga eftir að símanúmerum var breytt og nýja símaskráin kom út. Fólk hefur hringt þangað með kvartanir og fyrirspurnir og ekki eru allir glaðir. Að sögn starfsfólksins á 03 er mikill fjöldi fólks og fyrirtækja með vitlaus símanúmer í nýju skránni. Sumir hringi til að spyijast fyrir um nýju símanúmerin en aðrir til að kvarta. Dæmi eru um að margir séu orðnir langþreyttir á að hafa haft vitlaus símanúmer til margra ára, sérstaklega atvinnurekendur. Sóley Sigurðardóttir hjá Pósti og síma sagði hins vegar að mun minna hefði verið að gera á rit- stjórn símaskrárinnar en undanfar- in ár. Þó hefðu komið í ljós villur og ráðstafanir yrðu gerðar í næstu viku. Öll númer Árbæjarsafns röng Morgunblaðið hefur haft spurnir af ýmsum villum í símaskránni. Nokkuð hefur borið á að fólki sé sleppt úr skránni, skráð tvisvar eða oftar og jafnvel undir mismunandi heimilisföngum og símanúmerum. Árbæjarsafn í Reykjavík er kynnt í nýju símaskránni undir fjórtán mismunandi símanúmerum og eru þau öll röng. Á Árbæjarsafni feng- ust þær skýringar á þessu, að rit- stjóm símaskrár hefði láðst að færa til bókar hjá sér þær leiðréttingar sem safnið sendi símaskránni. Aðeins er gefið upp eitt síma- númer á Þjóðleikhúsið í nýju skránni en samkvæmt upplýsingum frá 03 eru þar tíu símanúmer fyrir utan símboðanúmer. Aðalheiður Högnadóttir rekur umboðsskrifstofu á Hellu. í nýju skránni er hún hinsvegar kölluð „uppboðsskrifstofa“. „Auðvitað er þetta leiðinlegt. Mér hafa engar bætur verið boðnar. Ég verð að vera uppboðsskrifstofa í heilt ár og fólk verður bara að hlæja að því. Maður veit svo sem ekki hvað hægt er að gera. Kannske að bjóða manni lækkun á símareikningi," sagði Aðalheiður. Þá er dæmi um að þvagfæra- skurðlæknir sé undir dálki lög- manna í gulu síðunum. Lítið að gera á ritstjórn símaskrárinnar Að sögn Sóleyjar Sigurðardóttur hjá ritstjóm símaskrárinnar hefur verið miklu minna að gera hjá þeim en von var á og mun minna en t.d. miðað við síðasta ár. Auðvitað séu vankantar á einhveiju sem má rekja til rangrar skráningar hjá Pósti og síma. Erfítt sé að hafa skrána 100% rétta og því sé alltaf eitthvað um kvartanir á hveiju ári. í mörgum tilfellum komi rangar skráningar inn á borð til þeirra og þær væru á ábyrgð hvers og eins. Sóley sagðist ekki gera ráð fyrir að gefin yrði út sérstök leiðréttinga- skrá. „En það eru alltaf settar ein- hveijar auglýsingar í dagblöðin með leiðréttingum í, eitthvað sem við verðum að taka á okkur héma hjá Pósti og síma og ég geri ráð fyrir að það komi einhvern tímann í næstu viku,“ sagði Sóley. Verzlunarskóli íslands Innritar nemendur eftir skólaeinkunnum SKÓLAYFIRVÖLD Verzlunar- skóla íslands munu ekki innrita nemendur úr grunnskólum eftir árangri þeirra í samræmdum próf- um heldur miða við skólaeinkunnir nemenda. „Við getum vel innritað nemendur án þess að sjá samræmd- ar einkunnir þeirra. Við munum byggja á skólaeinkunnum í sömu greinum en hefðum þó heldur kos- ið að hafa samræmdu einkunnirn- ar,“ sagði Þorvarður Elíasson skólastjóri VÍ í samtali við Morgun- blaðið. „í ljósi þeirrar óvissu hvenær samræmdar einkunnir koma og í ljósi þess hve óæskilegt er að draga nemendur á svörum sé ég ekkert þvl til fyrirstöðu að afgreiða um- sóknir um leið og þær koma,“ sagði Þorvarður. Umsækjendum um skólavist í VÍ verða að sögn hans send svör í upphafi næstu viku. Þorvarður sagði aðspurður að skólinn væri ekki að gera lítið úr samræmdu prófunum. „Þeir sem halda þessi samræmdu próf verða að dæma um það sjálfir hvort þeir eru að gera lítið úr prófunum með sinni framkvæmd," sagði hann. Morgunblaðið/Golli Gunnar Huseby borinn til grafar ÚTFÖR Gunnars Husebys, fyrr- verandi Evrópumeistara í kúlu- varpi, fór fram frá Neskirkju í Reykjavík í gær. Kistu hins látna úr kirkju báru þeir Magnús Ósk- arsson, Ellert B. Schram, Þórður B. Sigurðsson, Björn Lárusson, Hörður Magnússon, Kristinn Jónsson, Örn Clausen og Torfi Bryngeirsson. Faðir bjargaði dóttur sinni með snarræði úr sjónum við Suðureyri Var á niðurleið í annað skipti ísafirði. Morgunblaðið. „ÞAÐ versta var að horfa á eftir telpunni í sjóinn. Ég fékk það á tilfinninguna að allt væri búið en þegar ég kom niður og náði henni þá var allt unnið aftur.“ Þetta sagði Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri en honum tókst að bjarga Töru, 7 ára gam- alli dóttur sinni, eftir að hún féll milli skips og bryggju við höfnina á Suðureyri á mánudag. Tara var í gönguferð með föður sínum og yngri systur er óhappið varð. „Tara var á hjólinu og ég með litlu systur hennar í kerru. Við gengum eins og vanalega nið- ur á höfn og stoppuðum við einn bátinn þar sem ég talaði við kunn- ingja minn. Niðurstaða okkar, eft- ir að við höfum rætt saman, er að Tara hafi hjólað á bryggjukant- inn og fallið til hliðar á milli skips og bryggju. Hún mun hafa rekið höfuðið í bátinn og síðan farið á kaf í sjóinn. Ég stóð 1-2 metra frá Töru og sá á eftir henni niður. Mín fyrstu viðbrögð voru að fara á eftir henni. Eg hinkraði við er ég kom á bryggjusporðinn til að sjá hvar hún kæmi upp til að lenda ekki ofan á henni. Síðan lét ég mig vaða í sjóinn og náði Töru þegar hún var á niðurleið í annað skipti. Mestu erfiðleikarnir voru að koma henni upp á bryggjuna. Það var geysilega erfitt; ég hefði ekki trúað því fyrirfram. Telpan er hress í dag. Það varð enginn var- anlegur líkamlegur skaði og hitt kemur vonandi I Ijós. Hún er óbrotin og öll heil,“ sagði Óðinn Gestsson. Spurst fyrir um vinnu fyrir smiði í Noregi SAMIÐN, samband iðnfélaga, hefur sent Fællesforbundet, samtökum norskra iðnfélaga, erindi þar sem spurst er fyrir um atvinnutækifæri íslenskra iðnaðarmanna í tengslum við uppbyggingu á flóðasvæðum í Noregi. Atvinnuástand meðal tré- smiða hérlendis hefur sjaldan verið bágbomara. Þorbjöm Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar sagði að síminn hefði ekki þagnað hjá Samiðn í gær vegna fyrirspuma frá íslenskum trésmiðum. „Við munum nýtum okk- ur þá möguleika sem í þessu kunna að felast," sagði Þorbjöm. Þorbjörn sagði að skortur hafi verið á trésmiðum til starfa í Nor- egi. „Byggingaiðnaðurinn þar er kominn á góðan skrið og því er ekk- ert ólíklegt að skapist mikil verkefni vegna flóðanna að Norðmenn þurfi viðbótarstarfskraft," sagði Þor- björn. „Það er bara óskandi að þetta gangi eftir. Það yrði hvalreki fengj- um við vinnu fyrir 100-150 manns. Það myndi gjörbreyta ástandinu á vinnumarkaðnum því það eru á bilinu 100-150 trésmiðir atvinnulausir í dag,“ sagði Þorbjörn. MorgvnblaðiO/Halldðr SveinOjomsson ÓÐINN Gestsson með dætur sínar Töru og Veru á þeim stað sem Tara féll af reiðhjóli sínu í sjóinn við bryggjuna á Suðureyri á mánudag. Fimm spor voru saumuð í höfuð Töru en að öðru leyti var hún heil og óbrotin. Hún var yfir nótt á sjúkrahúsinu á ísafirði. Löndun frestað úr Baldvin EA FÉLAGAR í Verkamannafélaginu Dagsbrún og Sjómannafélagi Reykjavíkur komu í veg fyrir lönd- un úr Baldvini Þorsteinssyni EA í gær. Eftir orðaskipti á hafnar- bakka í Reykjavík milli fulltrúa Samheija hf. og verkamanna var handsalað samkomulag um að ekkert yrði landað nema lítið eitt af fiski af millidekki. í samkomulaginu fólst að ekk- ert yrði landað í gær nema ísfísk- ur af millidekki. Óljóst er hvort landað verður úr skipinu í dag. Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar sagði að menn myndu sjá til. Það skipti máli í þessu sambandi að skriður væri kominn á samningaviðræður í Karphúsinu og því væri tæplega ástæða til að standa í illindum nú. Leigt til Færeyja Baldvin Þorsteinsson var að koma af Reykjaneshrygg með full- fermi af úthafskarfa. Skipið var leigt til Færeyja áður en verkfall sjómanna skall á. Leigu skipsins var mótmælt með þeim rökum að verið væri að fremja verkfallsbrot. Kristinn Pálsson, sem sæti á í verkfallsstjórn sjómannasamtak- anna, sagði að verkfallsstjórn liti á veiðar skipsins sem skýlaust verkfallsbrot, ekki síst þar sem í öllum pappírum væri Samheiji skráður eigandi skipsins. Löndun úr Haraldi Kristjáns- syni hófst í Hafnarfirði í fyrradag, en skipið var einnig á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Engin tilraun var gerð til að stöðva löndun. Haraldur Kristjánsson var leigður til Vestfjarða áður en verkfall hófst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.