Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ1995 28 LISTIR I höllu Svía- konungs SVERRIR Guðjónsson, kontra- tenór, heldur einsöngstónleika 17. júní næstkomandi á vegum kon- unglegu óperunnar í Svíþjóð. Sverrir segir að konunglega óp- eran í Drottningarhólmshöll sé eina eiginlega barokkóperan á Norðurlöndum en þar var Gústaf 3. með sitt einkaleikhús. „Þetta er því einstakt tækifæri en um leið er það mikil upphefð fyrir mig að fá að syngja þarna.“ Sverrir segist hafa sungið ásamt fjölda annarra umsækjenda fyrir framkvæmdastjóra ðperunn- ar í fyrra er hann var á ferð ' Stokkhólmi og hún hefði svo haf samband við hann í vetur og boð ið honum að syngja á júnítónleik um sem haldnir eru árlega í óper- unni. „Það er mikill áhugi fyrii eldri tónlist og því raddsviði seir ég hef sérhæft mig í, kontratenór og kannski er það þess vegna sen það gekk svona hratt og vel ac komast að í þessu húsi.“ Yfirskrift tónleikanna er „Frán Monteverdi til Monte Hekla“ og eins og hún gefur til kynna er efnisskráin fjölbreytt. Sungnir verða söngvar frá endurreisnar- tíma, einnig Shakespeare-söngvar frá hinum ýmsu tímum, söngvar eftir Jón Leifs sem tengjast Heklu að vissu leyti og íslensk þjóðlög sem sérstaklega hafa verið útsett af þessu tilefni. Auk þessa verður fluttur Epistel nr. 30 eftir Bell- mann sem á 200 ára dánarafmæli á þessú ári. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum verða Guðrún Ósk- arsdóttir semballeikari og Snorri Örn Snorrason sem leikur á lútu og theorbe. Gamli vestur- bærinn - mann- líf og saga SÝNINGUNNI Gamli vesturbær- inn - mannlíf og saga, sem staðið hefur yfir í Ráðhúsinu frá 20. maí, lýkur nú á sunnudag. Sýning- in var sett upp vegna sögu og menninngarhátíðar í gamla vest- urbænum. A sýningunni eru ljósmyndir, skipulagsuppdrættir og skjöl, sem sýna brot úr þróun þessa elsta hverfis Reykjavíkur. Sýningin er í austursal Tjarnar- salarins á jarðhæð. Hægt er að kaupa bækling sem geymir fróð- leikskorn úr sögu hverfisins ásamt myndum á sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 8-21 á virkum dögum og um helgina frá kl. 10-18. BARNAFOT VÖNDUÐ - NÍDSTERtt - FALLEG QGÓRÝKl Norskir alþýðusálmar í Hallgrímskirkju GAMLIR norskir alþýðusálmar verða sungnir í kvöld í Hallgríms- kirkju kl. 20. Flytjendur eru norska óperusöngkonan Anne- Lise Berntsen og tónskáldið Nils Henrik Asheim. Asheim er kunnur tónlistar- maður og tónskáld. Hann vann meðal annars samkeppnina um lag Olympíuleikanna í Lilleham- mer og gerði söngleikinn Upp-s risa Martins Luthers Kings. Anne-Lise hefur sungið stór hlutverk við flest óperuhús á Norðurlöndum og víðar. Flutningur þeirra á Örvum englanna, en svo nefnist dagskrá- in í Hallgrímskirkju, hefur fengið góðar undirtektir og eru þau nú á leið vestur um haf til tónleika- halds með þessa dagskrá. Þetta er breyting frá upphaf- legri dagskrá en samkvæmt henni átti að flytja Örva englanna á föstudag. Af óviðráðanlegum or- sökum þurfti að flýta tónleikun- um um einn dag og hafa orgeltón- leikar prófessors Edgars Krapps frá Þýskalandi í staðinn verið færðir til föstudagskvölds. 24- 24- 24- 24- Bækur og rit Evrópusambandsins fÁðóÁaÁúcí LÁRUSAR BLÖNDAL Skólavörðustíg 2 Sími 551 5650, Fax 552 5560 ■¥ PARTAR Kaplahrauni 11, S. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska & evrópska bíla. Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir — gott verð. LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEGI 10 • VESTM. • S. 481-3373 *£3&u. Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga ALVIB hefur samið við Sameinaða líftjyggingarfélagið hf, SAMLÍF, um að bjóða sjóðfélögum í ALVÍB lífeyristryggingar á hagstæðu verði. SAMLÍF er í eigu Sjóvá-Almennra trygginga og Tryggingamiðstöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að sjóðfélagar velji sér tryggingar eftir þörfum hvers og eins en sér- fræðingar VIB og SAMLIF eru reiðubúnir að aðstoða við val á tryggingum. ALVIB mun sjá um greiðslu tryggingariðgjalda jyrir sjóðfélaga og upplýsingar um tryggingavemd munu birtast á yfirlitum til sjóðfélaga. ' Með því að greiða í ALVlB og kaupa lífeyris- tryggingar hjá SAMLÍF geta sjóðfélagar greitt í séreignarsjóð og notið sambærilegra trygginga og sjóðfélagar í sameignarsjóðum njóta. Með þessu móti vita sjóðfélagar nákvæmlega hversu hátt hlutfall iðgjalda fer í eftirlaunasjóð annars vegar og tryggingar hins vegar. Þeir vita nákvæmlega hvað hver trygging kostar og hver inneign þeirra í séreignarsjóði er á hverjum tíma. Þær tryggingar sem SAMLlF býður sjóðfélögum í ALVÍB eru eftirfarandi: Líftrygging tryggir nánustu vandamönnum fjárhagslegt öryggi við fráfall sjóðfélaga. Eftir því sem inneign í ALVÍB eykst minnkar þó þörfin á líftryggingu. Iðgjaldstrygging tryggir áframhaldandi greiðslu í lífeyrissjóð og kaup á tryggingum ef starfsorka skerðist um helming eða meira. Afkomutrygging tryggir mánaðarlegar tekjur til 60 eða 65 ára aldurs ef starfsorka skerðist um helming eða meira af völdum sjúkdóma eða slyss. Ævilífeyrir tryggir mánaðarlegar greiðslur frá lífeyrisaldri til dánardags. Þannig má hugsa sér að greiðslur úr ævilífeyri taki við þegar sjóðfélagi er búinn með inneign sína í ALVÍB. Sjúkra- og slysatrygging, tryggir dagpeninga- greiðslur í allt að þrjú ár vegna slyss eða sjúkdóms og eingreiðslu við varanlega örorku, ef örorka er metin 40% eða meira vegna slyss eða sjúkdóms. Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVÍB með gódum fréttum um lífeyrismál, í honum er að finna upplýsingar um hvernig tryggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með pví að greiða í ALVÍB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. Notiö símaþjónustu okkar milli kl. IB.00-I9.00 alla þriöjudaga ef einhverjar spurningar eru. Ókeypis ráögjöf i síma 560-8900. FORYSTA I FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR lSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.