Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995. 25 LISTIR Vox feminae • • Onnur innrás líkams- þjófa KVIKMYNPIR Bíóborgin HINIR AÐKOMNU „THE PUPPET MASTERS" ★ ★ Vl Leikstjóri: Stuart Orme. Byggð á sögu Roberts A. Henleins. Aðalhlut- verk: Donald Sutherland, Eric Thal og Julie Warner. Hollywood Pictur- es. 1995. ALVEG er það merkilegt hvað Hollywoodmenn eiga orðið erfitt með að enda myndir sínar. Þessi sífellda árátta að raða einum enda- lokum á eftir öðrum er löngu orðin hvimleiður siður, sem fer illa með góðar myndir. Hinir aðkomnu er mjög skemmtileg geiminnrásar- mynd þar sem flest gengur upp sem prýða má vísindaskáldskapartrylli en síðustu tíu mínúturnar er tóm rökleysa, sem dregur góða mynd niður í meðalmennskuna. Allt fram að því er fínasta skemmtun. Hinir aðkomnu er byggð á spennusögu eftir Robert A. Henlein, sem fær talsvert að láni frá H.G. Wells og einnig „The Invasion of the Body Snatchers", ekki síst aðal- leikarann, Donald Sutherland. Lítið bæjarsamfélag fær óvænta gesti utan úr geimnum í heimsókn, slím- ug kvikindi í skötulíki, sem festa sig á bakið á þér og stinga þreifara inn í mænuna og inn í heila og taka yfir heilastarfsemina. Kostur- inn er sá að þú verður 100 sinnum greindari. Gallinn sá að þú ert ekki þú lengur heldur tilfinningalaus hýsill geimveranna. Vísindaskáldskaparmyndir kalda stríðsins voru dulbúnar rússagrýlur - hættan utan úr geimnum var hættan úr austri - en í dag koma geimverurnar fólki í einhverskonar eiturjyfjavímu og ef þú sleppur frá þeim sýnirðu strax merki fráhvarfs- einkenna eins og eftir langvarandi dópneyslu. Myndin þolir að vísu ekki mikla nærskoðun. Aðalpersón- urnar eru t.d. undarlega fljótar að ná sér eftir að hafa losnað við veru af bakinu á sér í seinni hluta mynd- arinnar miðað við öll veikindin í þeim fyrri en leikstjórinn, Stuart Orme, passar sig að halda uppi nógu mikilli keyrslu til að gloppurn- ar gleymist. Hann er einn af þessum mönnum sem hankar mann strax undir kreditlistanum. Orme stjórnar líka hernaðaraðgerðum myndarinn- ar, sem bera Hollywoodmaskínunni fagurt vitni, af einurð og röggsemi. Donald Sutherland er skemmti- lega borubrattur í hlutverki manns- ins sem einn getur komið í veg fyr- ir að kvikindin nái heimsyfirráðum og Eric Thal er húmorslaus baráttu- maður við hlið hans. Hinir aðkomnu er mestmegnis spennandi og skemmtileg afþreying sérstaklega ef þið látið ekki endinn fara í taug- arnar á ykkur. Sem er erfitt. Arnaldur Indriðason AUSTURLENSK TEPPl OG SKRAUTMUNIR EMÍrJ III ms!7r'_ Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. BLÁSKJÁR BARNAFÖT SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17b FRÁBÆRT VERÐ TONLIST Scltjarnarneskirkja KÓRSÖNGUR Flutt var tónlist eftir Mozart: Ein- söngvarar Guðrún Jónsdóttir, Björk Jónsdóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Hildigunnur Halldórsdóttir, Ágústa Jónsdóttir Ólöf Sesselja Óskars- dóttir og Svana Vikingsdóttir. Stjórnandi: Margrét Pálmadóttir Seltjarnarneskirkja, mánudag 5. júní. __________ ÚRVALSHÓPUR úr Kvenna- kór Reykjavíkur, sem nefnir sig Vox feminae, undir stjórn Margr- étar Pálmadóttur, ásam einsöngv- urum og hljóðfæraleikurum, fluttu trúarleer kórverk og bætti úr óperum eftir Mozart. Tónleik- arnir hófust á kórverkinu Ave verum corpus, sem í efnisskrá er sagt vera raddsett af Uno Överström. Hér er um að ræða umritun en ekki raddsetningu, því öll raddskipan og hljómar eru eft- ir Mozart en umritunin er til- færsla úr blandaðri í samkynja raddskipan. Þetta fallega tónverk var mjög vel sungið og er Vox feminae á réttri leið með að verða góður kór. Guðrún Jónsdóttir söng með úr Exultate, jubilate, við undirleik Svönu, og þar eftir söng kórinn ásamt Björk Laudate Dominum, í umritun J. C. Phillips. Aðalverk tónleikanna, Stutt messa í B-dúr KV.275, er eina messan sem Mozart ritaði í B-dúr. Verkið er 6 þáttum og samið fyrir blandað- an kór, 2 fiðlur og „basso cont- inuo“ og flutt í umritun eftir Si- egfried Strohbach. í flutningi þessa verks sýndi kórinn að hann er að ölast það öryggi, að ráða vel við stærri verk. atriði úr óperum, fyrst bréfadú- ettinn úr Brúðkaupinu, er Björk og Guðrún sungu, þá tríó úr Töfraflautunni, sem Björk, Guð- rún og Jóhanna fluttu af þokka, og tónleikunum lauk svo með Klukkulaginu (Hann Tumi fer á fætur) úr Töfraflautunni. Bæði einsöngvarar, kórinn og undir- leikari, undir stjórn Margrétar, sungu þessa fallegu tónlist af þokka og það eina sem verulega mætti finna að var hversu tónleik- arnir voru stuttir. Strengjaleikararnir og Svana, er lék ýmist á orgel eða píanó, léku undir í messunni og nokkrum öðrum verkum, er studdi vel við söng kórsins. Jón Ásgeirsson „ . „____ „ __________„ x________ Þrjú síðustu viðfangsefnin voru ■ ■ Slifi! Sparisj65ur Reykjavíkur og nágrennis a?ma j; parisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur, ásamt Urvali-Útsýn, skipulagt sérstaka ferð fyrir viðskiptavini sína 12.—19. september. Flogið verður til Glasgow og farið um norðurhluta Skotlands og Orkneyja, m.a. á slóðir Islendingasagna. Fararstjóri verður Jón Böðvarsson, fyrrverandí skólastjóri, sem er landskunnur fyrir þekkingu sína á Islendingasögum. ✓ Verðið á ferðinni er 69.900 kr. I því felst fargjald, gisting í tvíbýli með morgunverði og kvöldverði, ferðir ytra og allir skattar. Ilægt er að framlengja dvölina að vild án þess að greiða annan kostnað en dvalarkostnað. ✓ Ahugasamir eru beðnir að hringja til Ingólfs Arnarsonar hjá Sparisjóði Reykjavíknr og nágrennis. Síminn er 562 7766. Í6 URVALUTSYN SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR OC NACRENNIS -fyrir þig og þína bnew/u/iyui'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.