Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Ég á heima á „Strikelandi“ • • Orfá atriði vegna umfjöllunar „blaðs allra landsmanna“ um kjaradeilu í Straumsvík. FRAMLEIÐSLA í ÍSAL hefur aukist frá árinu 1989 úr 88,6 þús tonnum í 98,6 þús tonn árið 1994, á sama tíma hefur starfsmönnum fækkað frá 652 í 430 og fjöldi greiddra vinnustunda farið úr 1,3 millj. klst. í 975 þús. klst. í síðasta kjarasamning stéttarfélaga við VSÍ/ÍSAL frá 15. apríl 1993 var eftirfarandi bókun: „I ljósi afkomu- erfiðleika fyrirtækisins og gagn- >' kvæmrar óánægju með fyrra sam- komulag eru aðilar sammála um að víkja því til hliðar og vinna á samningstímanum að nýjum hug- myndum um form greiðslna fyrir aukna hagkvæmni í rekstri sem báðir aðilar geta sætt sig við.“ Ekki hefur verið staðið við þetta af hálfu fyrirtækisins; 21.marz lagði VSÍ/ÍSAL fram tillögnr um breytingar á kjara- samningi. Þessar tillögur urðu síð- an fyrirmynd m.a. samninga sem gerðir hafa verið í öðrum verk- smiðjum. í þessum tillögum VSÍ kom fram athyglisverð nýjung: „Náist samningar með friðsamleg- um hætti greiðist hveijum starfs- manni, sem þá hefur verið í starfi a.m.k. 6 mánuði, kr. 25.000 ein- greiðslu við aðra launaútborgun eftir samþykkt samningsins.“ 25. apríl lagði VSÍ/ISAL fram lista yfir 15 atriði sem gert er ráð fyrir að komi inn í næsta kjarasamn- ing. A grundvelli þessara atriða var H ffPBW Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir, bandsagir, spónsugur, rynia LAUGAVEGI 29 simar 552 4320 - 552 4321- 552 4322 unnið og átti að reyna að ná saman samningi á þeim grunni. Á fundi nokkru síðar leggur ÍSAL/VSÍ öllum að óvörum fram algjör- lega nýja kröfu um sameiginlega af- greiðslu samnings. Það hefur alla tíð verið einn kjarasamningur á ÍSAL-svæðinu gerður af einni sameiginlegri samninganefnd stétt- arfélaganna, endanleg afgreiðsla hans hefur síðan farið fram í hveiju félagi. Eftir nokkrar umræður var samþykkt af hálfu stéttarfélaganna að leggja fram hugmyndir um sam- eiginlega afgreiðslu samninga. Þá kemur enn ein ný krafa frá ÍSAL/VSÍ um sama samning um notkun verktaka og Atlantal fékk á sínum tíma. Samningamenn stéttarfélaganna bentu ÍSAL/VSÍ á að í núgildandi kjarasamningi væru ákvæði um verktaka og á ÍSAL-svæðinu hefðu verið fleiri hundruð verktakar á undanförnum árum. Atlantal-samningurinn hefði verið byggður á sömu forsendum og giltu á ÍSAL-svæðinu. Bent var á að VSÍ hefði ekki komið nálægt gerð kjarasamnings við Atlantal og túlkun VSÍ á samningum væri einhliða túlkun þeirra á þessum samningi. Vart hægt að grípa eitt atriði úr samningi án samhengis við önnur ákvæði hans. Á næsta fundi þar á eftir leggur svo ÍSAL/VSÍ fram enn einu sinni nýja kröfu, endurskoðun kjara- Guðmundur Gunnarsson samnings frá upphafi til enda og að samn- ingsaðili verði einn. Samningurinn var allur endurskoðaður á síð- asta ári. Hvers vegna kom þessi krafa fram skyndilega nú? Vill VSÍ/ÍSAL/Alusuisse yfirhöfðuð semja? Á erlendum auðhring að líðast að það geti með aðstoð VSÍ framið stjórnarskrárbrot og farið að skipta sér af því í hvaða félög ís- lenskir launþegar skipi sér? Ætla þessir aðilar að skipta sér af því í hvaða stjómmálaflokk launþegar velja? Hvar á að draga mörkin? Á erlendum auðhring að líðast að skipta sér af því hvemig skipulag íslensk verkalýðshreyfing velur sér? Því hefur verið haldið fram að verkföll séu nánast daglegt brauð á ÍSAL-svæðinu. Ekki hafa verið verkföll þar síðan 1988. í þeirri umræðu hefur ekki komið fram að við gerð kjarasamninga hefur VSÍ/ISAL tekið upp áður óþekkta vinnureglu hér á landi, að hóta launþegum í sífellu lokun fyrirtæk- isins, leggja sífellt fram nýjar kröf- ur í viðræðum og þverskallast við að standa að eðlilegri samninga- gerð eins og tíðkast í öðmm ís- lenskum fyrirtækjum. Ein/iig virð- ist það vera aukaatriði hvort sé staðið við ákvæði fyrri samninga. Því hefur verið haldið fram að það hafí verið hársbreidd frá því að verksmiðjunni hefði verið lokað fyrir tveim ámm. Þá stóð yfír end- Á erlendum auð- hring að líðast, spyr Guðmundur Gunnars- son, að geta framið stjórnarskrárbrot með aðstoð VSÍ. urnýjun á tæknibúnaði fyrir á ann- an milljarð kr., bygging á nýju mötuneyti og skrifstofum fyrir 500 millj. kr.!! Því hefur verið haldið fram að launþegar standi að stans- lausum ófriði á svæðinu. Hið gagn- kvæma er réttara, það líður vart sá mánuður að fyrirtækið taki ekki einhliða upp nýja túlkun á kjara- samning og ijúfí þannig friðar- skyldu gagnvart launþegum. VSI slær endurtekið um sig þessa dagana með heilagleika og gefur út yfirlýsingar um að sam- bandið vilji ekki; „svíkja þúsundir launþega sem þeir sömdu við í febr- úar með því að gera betri kjara- samninga við aðra launþega!!!" Slík lofotó hafa aldrei verið gefin og það hefur aldrei verið farið fram á það við VSÍ að slík loforð séu gef- in. Launþegar samgleðjast félögum sínum sem þessa dagana eru að rífa sig frá ofurvaldi VSÍ og knýja fram launabætur. Spyija má; Er staða allra fyrir- tækja á Islandi sú sama? Fjöldi fyrirtækja er þessa dagana að skila niðurstöðum á aðalfundum með hundruða milljóna hagnaði meðan önnur ganga verr. VSÍ neitar að horfast í augu við' staðreyndir og semja um raunkaup. í stað þess er sífellt samið um kauptaxta sem eru langt neðan við raunkaup. Launþegum er svo stillt upp við vegg og sagt við þá; Annaðhvort gangið þið að þessu eða farið í verkfall. Lausnin þessa dagana virðist svo vera eingreiðsla upp á tugþúsundir króna náist kjara- samningar með friðsamlegum hætti!! Þessarar lausnar er svo ekki geti í texta kjarasamningsins. Sívaxandi fjöldi launþega þarf að sækja félagslega aðstoð vegna þess að fólk getur ekki framfleytt sér á þeim launum sem greidd eru. Vinnu- veitendur eru með þessu að yfírfæra launakostnað á skattborgarana. Sí- fellt færri greiða skatta vegna lækk- andi launa og skattar þeirra sem eftir standa hækka í sífellu. Laun- þegar geta ekki sætt sig við þetta og gera því tilraunir til þess að ná fram launahækkunum. Láglauna- stefna VSÍ og einþykkni við samn- ingaborðið hrekur launþega út í aðgerðir eins og við sjáum þessa dagana. Nú vill erlendur auðhringur njóta sömu fríðinda og fá að yfír- færa sinn launakostnað á íslenska skattgreiðendur. Undir þessi sjónar- mið tekur „blað allra landsmanna“ athugasemdalaust. Þetta er afsakað með kostulegum yfírlýsingum um að verkalýðsforystan sé að störfum í andstöðu við vilja launþega!! Þessu er haldið fram þrátt fyrir að óvand- aðar miðlunartillögur séu kolfelldar þar sem launþegum er gert að aka utan af landi til Reykjavíkur til þess að mæta til atkvæðagreiðslu á skrif- stofu sáttasemjara. Laun á íslandi eru orðin meðal þeirra lægstu sem þekkjast í Evrópu og á meðan svo er komum við Islendingar til með að búa í „Strikelandi“ og það geta þeir þakkað láglaunastefnu VSÍ, dyggilega studdri af „blaði allra landsmanna!!!" Höfundur er form. Rafiðnaðarsambands íslands. * Arangnr í meðferðar- starfi - hvað þarf til? DEILD Meðferðar- stöðvar ríkisins í Efstasundi 86 sinnir meðferð unglinga á aldrinum 12-16 ára að beiðni barnaverndar- yfirvalda. Meðferðin getur tekið allt að þremur mánuðum og í lok hennar liggja fyr- ir niðurstöður grein- ingar, meðferðar og hugmyndir um áfram- haldandi meðferðarúr- ræði fyrir unglinginn. Tillögurnar miðast að því að viðhalda þeim árangri sem hefur Kolbrún Baldursdóttir náðst. Þær geta verið allt frá reglulegum eftirfylgdarviðtölum við unglinginn og fjölskyldu hans til frekari vistunar á meðferðar- eða fósturheimili. Það kemur í hlut þeirra barnaverndaryfir- valda sem taka við máli unglingsins að vinna úr þessum til- lögum og fylgja þeim eftir. Undanfarin 2 ár hefur meðferðardeild- in sent út spuminga- lista til hlutaðeigandi barnaverndaryfirvalda u.þ.b. 2 mánuðum eftir að unglingurinn út- skrifast frá deildinni. Tilgangurinn er að kanna hvort samband sé á milli tilfinningalegs- og félags- legs gengis unglingsins og þess hvort tekist hefur að fylgja eftir tillögum meðferðardeildarinnar. Niðurstöður sýna fylgni milli stuðnings- og með- ferðarúrræða, segir Kolbrún Baldursdótt- ir, og jákvæðra breyt- inga á líðan og hegðun unglingsins. Þegar þetta er skrifað hafa 35 spurningalistar verið sendir út og 32 borist aftur til meðferðar- deildarinnar. Af þeim má sjá að tekist hefur að fylgja tillögunum eftir að „nær öllu leyti“ í 4 tilvik- um, „að hluta til“ í 24 tilvikum en í öðrum 4 málum hefur það ekki tekist að „neinu leyti“. í þeim til- fellum sem tekist hefur að fylgja tillögunum eftir „að nær öllu leyti“ eða „að hluta til“ er líðan og hegð- un unglingsins betri en fyrir með- ferðina. Hins vegar þegar ástand unglingsins hefur haldist óbreytt hefur ekki gengið að fylgja eftir tillögum meðferðardeildarinnar. Meðferðin ein og sér nægir þá ein- faldlega ekki til að snúa óheilla- þróuninni við svo einhveiju nem- ur. í þessum tilvikum er tæpast hægt að vænta meiri árangurs en að hægja á þeirri þróun sem var ástæða meðferðarinnar. Niður- stöður sýna mjög afdráttarlausa fylgni milli áframhaldandi stuðn- ings- eða meðferðarúrræða og já- kvæðra breytinga á líðan og hegð- un unglingsins. í ljósi þessara vís- bendinga er mikilvægt að barna- verndaryfírvöldum um land allt sé gert kleift að bregðast við tillögum meðferðaraðila og skapa ungl- ingnum þær aðstæður sem nauð- synlegar eru til að viðhalda ár- angri. Höfundur er yfirsálfræðingur og deildnrstjóri hjá Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Alveg Einstök Gædi Lavamat 9200 Þvottavél • Vinduhraði 700/1000 + áfangavinding, tekur 5 kg. • Sér hitavairofi, sérstök ullarforskrift, orkusparnaðar forskrift. • UKS kerfi -jafnar tau í tromlu fyrir vindingu. • Sér hnappur fyrir viðbótarskolun. • Orkunotkun 2,0 kwst á lengsta kerfi. Afborgunar verb kr. 85.914,- 3 Þriggju ára ábyrgð á öllum AEG ÞVOTTAVELUM Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Vesttiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk Bolungarvfk.Straumur.lsafiröi. Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvlk Kf Þingeyinga, Húsavik. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál. Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. KASK, Höfn Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavik. •Meðalfalsafborgun á mánuði: 4.158,- VISA * Meðaltalsafborgun á mánuði: 4,155,- BRÆÐURNIR =)] ŒMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 ' Miðað við afborgun í 24 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.