Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ1995 39 MINIMINGAR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON áhyggjur af því að hafa eitthvað fyrir stafni. Hugmyndaflugið var í góðu lagi og ófá íþróttamótin voru haldin á Vallarbrautinni við mjög svo frumlegar aðstæður. Ótal skipti komum við saman og veltust um af hlátri yfir frásagnarlist þinni, sem var þér svo eiginleg. Eftir að Emmý og Dísa fæddust varstu þeirra frá fyrstu stundu og svo mun alltaf verða. Að hafa verið svo mikill félagi og vinur dætra okkar verður aldrei fullþakkað og þú og þitt ljós munuð alltaf lifa í hjarta þeirra. Svo kom að því að þú kynntir hana Guðnýju þína fyrir okkur. Við vorum búin að hafa miklar spurnir af þessari stúlku sem heillaði þig svo mjög og loksins fengum við að hitta hana. Ekki fór á milli mála að þið Guðný pössuðuð vel saman og hún varð strax ein af okkur. Það var svo ótal margt sem að við áttum ógert, en það var líka margt sem við gerðum saman og við erum innilega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og fyrir þitt framlag í líf okkar. Það verður ekki metið. Elsku Guðný, Rósa, Gunni, Lúlli, Haddi og Krissý. Megi minning um góðan dreng gefa ykkur styrk í sorg ykkar og að hlýir straumar vefji ykkur örmum. Þóra og Pétur. W okkur gafst svo ótal margt sem ekki fæst með orðum sagt en býr í okkar hjarta. Við kveðjum núna kæran vin sem kunni að gleðja okkur hin og kom með brosið bjarta. (P. Ótt.) Astarþakkir fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Emilía og Bryndís. Kveðja frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands Skólinn okkar hefur misst góðan liðsmann, Albert Þór Gunnarsson er látinn. Ungur og efnilegur maður í blóma lífsins. Við erum minnt á að lífið er sem hrungjarnt lauf í haustskógi eins og segir í minning- arljóðinu fagra. Mörgu fáum við ekíri ráðið þrátt fyrir þekkingu okk- ar og tækni. Við verðum stundum ' að horfast í augu við sársaúkafulla atburði. Albert Þór hafði lokið stúdents- prófi í Fjölbrautaskóla Vesturlands áður en hann veiktist og -átti að brautskrást nú í júní í stórum hópi skólafélaga. Hann var með útskrift- arhópnum sem í lok kennslunnar kom í skólann og kvaddi kennarana I og aðra nemendur með þeim gáska- j fulla hætti sem ungu fólki er lag- i inn. Þá grunaði engan að félagi okkar, Albert Þór Gunnarsson, yrði tekinn frá okkur svo snögglega. Við sem eftir stöndum erum sem þrumu lostin, svo snöggt og vægð- arlaust kom sjúkdómurinn sem varð lífinu yfirsterkari. Albert Þór Gunnarsson var góður piltur. Kennararnir muna eftir skemmtilegum nemanda sem var glaðvær og jákvæður í viðmóti. Skólasystkinin áttu góðan félaga í honum. Minningin um góðan dreng verður að hjálpa okkur í sorginni. Hjálpa okkur til að halda áfram því sem er uppbyggilegt, jákvætt og gott. Fyrir Albert Þór verðum við að brosa gegnum tárin. Starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi senda for- eldrum Alberts Þórs Gunnarssonar, bræðrum hans, unnustu og ástvin- um innilegar samúðarkveðjur og vona að mikill samhugur og hlýjar hugsanir megi vera þeim stuðning- ur á erfiðum tíma. Þórir Ólafsson. Kveðja frá Knattspyrnufélagi ÍA í dag verður jarðsunginn hér á Akranesi Albert Gunnarsson. Hann féll frá langt um aldur fram. Albert lék með öllum flokkum Knatt- spyrnufélags ÍA og hann og fjöl- skylda hans hafa verið einn af horn- steinum í starfi félagsins. Fyrir leik ÍA og FH sl. mánudag minntust leikmenn og áhorfendur Alberts með mínútu þögn. Með þessum fáu línum vil ég færa Albert þakkir Knattspyrnufélags ÍA fýrir framúr- skarandi áhuga og störf sem leik- maður og starfsmaður félagsins um leið og ég færi fjölskyldu hans og unnustu innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Sigurðsson formaður. Laugardaginn 3. júní bárust vá- leg tíðindi. Vinur okkar og kunn- ingi, Albert Þór Gunnarsson, lést þennan morgun af völdum veikinda. Berti eins og hann var kallaður í kunningjahóp var ávallt traustur félagi og sannur vinur. Okkur þyk- ir það mjög ósanngjarnt að svo ungur maður í blóma lífsins sé horf- inn á braut. Við minnumst hans fyrst og fremst sem félaga sem hægt var að treysta og trúa og það er sárt að hugsa til þess að vinur okkar sé ekki lengur á meðal vor. Það var ávallt stutt í góða skapið í nálægð við Berta enda var hann alltaf hress og kátur og hann átti alltaf auðvelt með að lífga upp á dapran dag. Mörg okkar þekktu Albert frá unga aldri, en önnur þekktu hann í gegnum skólagöngu hér í FVA. Það er erfitt að hugsa sér að hann sé ekki með okkur þegar við útskrif- umst. Man ég æskuárin, yndisbros og tárin, gleði og sviða sárin, sól og daga langa, vinarhönd á vanga. (Stefán frá Hvítadal) Við viljum að lokum votta unn- ustu Alberts, Guðnýju Elíasdóttur, okkar innilegustu samúð sem og foreldrum hans, bræðrum og öðrum aðstandendum. Guð veiti -ykkur styrk á erfiðum tímum. Vinir og skólafélagar. + Guðmundur Kristjánsson fæddist í Vindási í Eyrar- sveit 5. janúar 1928. Hann lést á Borgarspítalanum 31. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Sigurður Jónsson, f. 25.7. 1901, d. 1.2. 1969, og Guð- rún Guðný Elisdóttir, f. 27.6. 1901, d. 31.1.1972. Guðmundur var elstur sjö systkina. Hin eru: Jón, f. 1929, Elínborg, f. 1933, Rúrik, f. 1934, Arnór, f. 1935, GÓÐVINUR MINN Guðmundur Kristjánsson veiktist í lok janúar á þessu ári og náði sér aldrei til fulls eftir það. Honum var alltaf kalt á hægri hendinni og í skrokknum hægra megin. Hinn 29. maí gekkst hann undir aðgerð sem átti að losa um stíflu í æðakerfmu sem talin var valda þessum kulda en hann vaknaði aldrei til þessa lífs eftir það. Það er ljóst að þessi leið er okkar allra og fyrir mitt leyti er ég á þeirri skoðun að betra sé að fara Jónína, f. 1937, og Kristný Lóa sem var yngst systkinanna og dó í frumbernsku. Uppeldis- systir Guðmundar er Kristín Kristjánsdóttir, sem ólst upp hjá foreldrum hans frá þriggja ára aldri. Guðmundur _ var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Grundar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. en að liggja óvirkur jafnvel árum saman. En samt er of snemma farið. Og það er trú mín að Mummi minn sé líka á sama máli hvar sem hann er staddur núna. Maður eins og Mummi sem var sívinnandi og kenndi sér aldrei meins hefði ekki unað sáttur við aðgerðarleysi, enda var hann orðinn þreyttur á að bíða eftir aðgerðinni sem dró hann til dauða. Mummi var og verður alltaf vinur minn hvar sem hann -er staddur. Hann var ekki margmáll, en vinur vina sinna, enda þarf ekki stöðugan malanda til að láta í ljós væntum- þykju. Orð verða svo máttlaus á svona stundum og þegar sorgin ber að dyrum er gleðin nálæg. Því ættum við að syrgja góðan vin? Gleðjumst yfir því að hann er kominn yfir í betri heima og minnumst allra góðu stundanna sem hann gaf öllum þeim er þekktu hann. Ég lærði ljóð fyrir mörgum árum, því miður veit ég ekki hver orti en síðasta erindið er svona: Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn i sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. Þegar mér leið illa eða vel þá gat ég ætíð leitað til Mumma og hann hafði ætíð tíma til að taka þátt í gleði minni og sorgum. Ofan- greint vísukorn hefur trúlega verið innbyggt í persónuleika hans. Með virðingu og hlýjum hug kveðjum við hann mæðgurnar og sendum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hafdís, Ingibjörg og Vilborg. OLOFISFELD Ólöf Kristjánsdóttir ísfeld 1 fæddist í Húsavík eystri 6. apríl 1916. Hún lést á Drop- laugarstöðum 29. maí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. júní. MAÐUR SÝNIR vini hinstu virð- ingu með því að skrifa eftirmæli og því pára ég nú litla þakkargrein til Ollu, indælu blíðlyndu systur minnar sem lést 29. maí sl. Hún var hálfum öðrum áratug eldri en ég. Það kom þó ekki að sök í okkar sambandi. Hvernig var hægt nema hrífast af samvistunum við hana svo hlýja og gjafmilda á allan hátt og þá ekki síst gjafmilda ástúð. Og hennar fölskvalausa dillandi hlátri mun ég aldrei gleyma, enda var það svo að á meðan hún hafði heilsu var heimili hennar fullt af vinum á öllum aldri. Hún fékk þó skerf af alvöru lífs- ins en ekkert eyddi brosinu hennar. 18 ára lauk hún 2ja ára námi í húsmæðraskólanum á Hallormsstað og fór til frekara náms í hússtjórn- arskóla í Noregi. Eftir 2ja og hálfs árs dvöl í Noregi kom hún heim til íslands. Þá var hún trúlofuð norsk- um pilti, Olavi Rise, og átti með honum dóttur sem var alin upp hjá foreldrum okkar því Olav tók þátt í styrjöldinni og þar með lauk þeirra samvistum. Fór hún þá sem ráðs- kona að Hólum í Hjaltadal og kynntist þar manni sínum, Kristjáni Benediktssyni búfræðingi og síðar rafvirkjameistara. Um tíma vann Olla sem ráðskona í mötuneytum en síðar tók hún að sér veisluhöld eftir að þau fluttu alfarin til Reykjavíkur. Þau eignuðust drengina sína, Einar ísfeld og Rafn, með stuttu millibili og nokkru seinna Margréti Sigríði. Þá var fjölskyldan fullkomin og henni helgaði Olla alla þá ástúð sem henni einni var lagið og einu sinni sagði hún við mig: „Ejóla, Guð hefur gefið mér svo blíð og dásam- leg börn að ég vona að þau fái jafn góða maka og böm.“ Því varð sorg hennar djúp þegar hún missti Einar son sinn er hann var aðeins 39 ára eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann lést frá tveimur ungum börnum sínum. Stuttu seinna missti hún mann sinn og heilsa hennar sjálfrar bilaði þannig að hún riáði sér aldrei að fullu. Samt var jafn stutt í glens hennar og hlátur. Hún átti hin böm- in sín eftir enn og þó Margrét og hennar fjölskylda byggi alltaf er- + Jón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 9. október 1973. Hann lést í Vík í Mýrdal 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víkurkirkju 3. júní. Ég er bara lítil stelpa sem kann ekki að skrifa. En hún amma Búska hjálpaði mér, því mig langar svo að þakka þér allar góðu samverustund- irnar, Jónsi minn. Það segir allt um þig sem góðan dreng, að þú skyldir lendis, fyrst í Kanada og síðan í Englandi, þá töluðum við aldrei svo saman í síma að Olla minntist ekki á þau. Og hjá henni í Reykjavík var Rafn með sína fjölskyldu, á hans umhyggju, sagði hún „get ég treyst“. 011 barnabörnin voru skær ljós í hennar tilvem. Þó Ollu væri vinmörg var ein kona henni hugstæð öðmm fremur. Það var Kristín Guðmundsdóttir, kona bróðursonar okkar, Hauks ísfelds. Þakklát var Olla henni fyrir tryggðina og umhyggjusemina. Trú Ollu á mátt bæna var hrein og ég veit að hún var óhrædd við dauðann af þeim sökum. Bæði maðurinn minn, börn og barnabörn eiga fagrar endurminn- ingar um elskulega mágkonu og frænku. Ég bið hennar allrar Guðs blessunnar og er ómetanlega þakk- lát fyrir að hafa átt því láni að fagna að eiga allar minningarnar sem ég á um samvistirnar við hana. Fjóla Kr. ísfeld. alltaf hafa haft tíma til þess að leika við mig og sinna mér eins og þú gerðir. Allar myndirnar i höfðinu mínu um þig em svo ljóslifandi, þess vegna skil ég ekki af hveiju þú og Neró verðið ekki lengur heima í Vík og leikið við mig þegar ég kem heim aftur. „Nónsi“ minn, þakka þér fyrir allar skemmtilegu og góðu stundim- ar með þér, ég man þær svo vel, þó að ég sé bara litla frænka þín. Natalía Björnsdóttir. JÓN SIGURÐSSON GÍSLIG. BENJAMÍNSSON + Gísli G. Benjamínsson fædd- ist á Bíldudal 20. nóvember 1929. Hann lést á Landspítalan- um 29. mai síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 7. júní. ( LÁTINN ER Gísli Benjamínsson ( skipstjóri. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum, Klöru Gísladóttur frá Bræðraminni og Benjamín Jónssyni frá Gilsbakka. Það var fljótt haft við orð þegar Gísli óx úr grasi að þar færi efnileg- ur drengur og ég fullyrði að þeim vonum brást hann aldrei. Á upp- vaxtarárum hans á Bíldudal var ,) leikvangur krakka að miklum hluta bryggjurnar, beitningaskúrarnir og ‘ bátarnir og þar af leiddi að flestir ( leikir stráka á þeim árum drógu dám af því starfi sem þar var unn- ið. Síðar þegar til staðarins kom togari drakk Gísli í sig allt það er varðaði líf og búnað þar um borð. Ég held að í alvöru hafi Gísli aldrei hugsað sér annan starfsvettvang en sjómennsku, enda lá leið hans strax á sjóinn áð loknu gagnfræða- námi. Hann bytjaði sjómennsku á dragnótarbátunum' heima, en síðan lá leiðin um borð í togarana og þaðan á hvalveiðiskipin. Haustið 1951 settist Gísli í Stýrimannaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan prófi vorið 1952. Gísli var ákaflega fijór maður og það var nánast sama hvar borið var niður. Hann hafði meitlað tungutak, var orðheppinn og skýr- mæltur og mér fannst alltaf skemmtilegt að hlusta á hann segja frá. Hann var mjög ljóðelskur, hafði á tungu sinni flesta bragarhætti enda hagyrðingur með ágætum. Þá var hann frístundamálari ágætur og eru til eftir hann margar ljóm- andi fallegar blýants-, vatnslita- og olíulitamyndir. Gísli Benjamínsson var við alla eins, viðræðugóður, háttvís í orði og talaði aldrei niður til nokkurs manns. Hann var heiðarlegur, dug- legur og vandaður í hvívetna og mér finnst það sönn heppni að hafa fengið að ganga götuna fram um veg samtíða honum. Sú ganga er nú á enda en minningin um góðan dreng geymist. Fyrir fáeinum kvöldum drakk ég kaffi á heimili Gisla og þegar hann sagði mér að þessi viðbjóðslegi sjúk- dómur væri sennilega kominn í lifr- ina, varð ég fár við. Gísli skynjaði viðbrögð mín og sagði: Maður verð- ur að taka örlögum sínum, Höskuld- ur minn, því eitt sinn skal hver deyja. Kristínu A. Samsonardóttur, börnum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Höskuldur Skarphéðinsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.