Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ALBERTÞÓR GUNNARSSON + AIbert Þór Gunnarsson var fæddur 7. desember 1974. Hann lést í Borgarspítalanum 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gunnar Hafsteins- son og Rósa Kristín Albertsdóttir. Unn- usta hans er Guðný Elíasdóttir. Albert átti tvo bræður, Lúðvík og Hafstein. Unnusta Hafsteins er Kristjana Jóns- dóttir. Albert lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi nú í vor. Útför hans fer fram frá Akra- neskirlgu í dag og hefst athöfn- in klukkan 14.00. ÁSTIN í lífi mínu, nú ert þú farinn úr okkar heimi og yfir í annan og betri heim þar sem þú munt bíða mín. Ég þakka þér fyrir þennan yndislega tíma sem ég átti með þér héma og fyrir þá gleði og lífsfyil- ingu sem þú veittir mér. Það verður erfítt að lifa án þín en ég veit að þú tekur vel á móti mér þegar minn tími kemur. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið, það líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifumar ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Þín ást að eilífu. Guðný. Elsku litli bróðir minn, nú ertu farinn. Það er erfitt að kveðja þegar sólin skín í heiði og allt lífið er framundan. Ég þakka þér fyrir þau 20 dá- samlegu ár sem við fengum saman og minningamar um vináttu, hlátur og gleði verða aldrei frá okkurtekn- ar. En án gleðinnar er engin sorg. Ég kveð þig með sorg og söknuð í hjarta en gleði í huga. Þakka þér fyrir þær ánægjustundir sem við áttum og þú veittir öðmm. Lífið er svo hverfult að njóta skal allra sam- verustunda með ástvinum. Rétt eins og vel heppnaður dagur endar í notalegum svefni deyja þeir ham- ingjusamir sem hafa varið lífi sínu vel. Drottinn, blessa þú okkur öll og veit okkur styrk. „Við skulum reyna að laga okkur að lífinu; það er ekki lífsins að laga sig að okkur.“ Elsku Albert minn, þakka þér fyrir allt og allt. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN S. SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hólabraut 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 9. júní kl. 15.00. Sigrún Þorsteinsdóttir, Sigurður Halldórsson, Viggó Þorsteinsson, Margrét Bjarnadóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Sigurbjörn Þorsteinsson, Sigríður S. Þormóðsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Margrét Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Útför dóttur minnar og systur okkar, BJARKAR INGÓLFSDÓTTUR, Ennisbraut 37, Ólafsvik, fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 9. júní kl. 14.00. Ingólfur Gunnar Gíslason, Anton Gisli ingólfsson, Vagn Ingólfsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur aðstoð og sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRARINS HARALDSSONAR bónda á Þorvaldsstöðum. Þorvaldsstaðasystkini og aðrir vandamenn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar RICHARDS ARON. Berglind Richardsdóttir, Jósef Þorbjörnsson, Natalía Rós og Anfta Harpa, Richard Runólfsson, Harpa Hauksdóttir, Þorbjörn Einarsson, Anna María Calvente, langömmur og frændsystkin. MINNINGAR Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr, hver dagur, sem ég lifði í návist þinni. Svo morgunbjört og fógur í mínum huga býr hver minning um vor sumarstuttu kynni. Saknaðarkveðjur, jjað er sárt að þurfa að kveðja. Þinn bróðir, Hafsteinn. Elsku Albert minn, ég get alls ekki skilið af hveiju þetta er að gelast. Þú sem varst allaf svo fynd- inn og skemmtilegur. Þú varst alveg frábær bróðir og alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt með mér. Það var alltaf svo mikið líf í kringum þig en svo ertu allt í einu dáinn og við sem áttum eftir að gera svo ótal margt saman. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og það er alveg öruggt að það elska þig allir. Þakka þér fyrir allt, elsku hjartans bróðir, og Guð blessi þig og varðveiti. Þinn bróðir, Lúðvík. Þegar ég sest niður og minnist elskulegs bróðursonar míns og vin- ar, Alberts Þórs Gunnarssonar, kemur margt upp í hugann en allar eiga þær minningar það sameigin- legt að vera ljúfar. Mér hlotnaðist sú gæfa að fá að umgangast hann frá því hann fæddist og fylgjast með þessum skemmtilega og gáska- fulla dreng alast upp í faðmi for- eldra sinna og bræðra. Það var oft Qör á heimilum okk- ar Gunnars bróður míns þegar við komum saman, hann með sína þijá drengi og ég með mína tvo, og auðvitað var ræddur fótbolti eða spilaður _ í stofunni ef því var að skipta. Ég man það svo vel enn í dag, þegar Steina, yngri son mínum skorti kjark, þá sex ára gamall, til að fara á sína fyrstu fótboltaæf- ingu, þá kom Albert og tók hann undir sína arma og fylgdi honum á fyrstu æfingarnar og beið eftir hon- um allan tímann meðan á æfingum stóð. Það kom snemma í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Ég sá Albert breytast úr ungum dreng í afburða glæsilegan mann, svo glæsilegan að alls staðar var eftir honum tekið og ekki var innri feg- urðin minni. Það kom vel í ljós á síðasta ári þegar eldri sonur minn, Bjarki, átti um sárt að binda vegna fráfalls vinar síns, þá kom Albert til þess að aðstoða frænda sinn eft- ir megni og mun Bjarki alltaf verða þakklátur honum fyrir. Nú er stórt skarð komið í hópinn okkar sem ekki verður fyllt. En við munum minnast hans um ókomin ár. Elsku Albert minn, okkur langar að þakka þér fyrir allar heimsókn- irnar sem barn og unglingur og síðar sem ungur maður með unn- ustu þinni, henni Guðnýju, sem á nú svo erfítt. Guð gefi henni styrk til þess að komast í gegnum þessa miklu sorg. Elsku Guðný, Gunnar, Rósa, Eríldrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 FLUGLEIÐIR IIÍTEL LOFTIJHllH Lúðvík, Haddi og Krissý, við biðjum Guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Við sendum öllum þeim sem eiga um sárt að binda okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði, elsku Albert. Hafdís, Ingi, Bjarki, Steinþór og Elísabet. Það er svo sárt þegar að ungur ástvinur sem er að hefja sín fyrstu ár með unnustu sinni er hrifinn frá okkur. Svo sárt að maður fyllist í fyrstu örvæntingu og reiði. Þegar af manni bráir þá skilst okkur að það er einhver tilgangur með öllu í lífí okkar. Elsku Albert, mikið er ég þakk- látur fyrir að þú skyldir koma inn í mitt líf sem tengdasonur og mikil gæfa fyrir Guðnýju mína að fá að njóta ástar þinnar. Þið voruð svo stórkostlegt par, náðuð að bæta hvort annað svo upp að aðdáunar- vert var. Uppátæki þín voru ein- stök, gáskinn og fjörið var svo mik- ið og rómantískur varstu, sem sann- aðist best þegar þið Guðný hélduð upp á trúlofun ykkar, þá var húsið á Furugrundinni bókstaflega þakið kertum, þar komstu elskunni þinni rækilega á óvart. Mikið er ég þakklátur fyrir að þú skyldir fá að eiga svo yndislegan dag með elskunni þinni, Hadda, Krissý, Nonna, mér og Möggu áður en þú varst hrifínn frá okkur. Ég tel þig hafa verið gæfumann þó lífshlaup þitt hafí verið allt of stutt. Þú naust ástríkis í uppeldi og ástarinnar með Guðnýju. Vina- margur varstu, það sannaðist best í veikindum þínum. Nú er þér ætlað annað hlutverk, en þú ert ekki far- inn frá okkur því þú ert f öllu sem við sjáum, heyrum og gerum. Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kaihil Gibran.) Guð gefí Guðnýju, Rósu, Gunna, Hadda, Krissý og Lúðvík styrk því missir þeirra er svo mikill. Elías. Hann Albert vinur okkar hefur kvatt þennan heim, kysst sinn síð- asta koss, flautað sitt síðasta lag. Snögglega höfum við verið minntar á hversu stutt er milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Okkur langar að segja svo ósköp margt en setur svo undarlega hljóðar því hvernig getum við kvatt svo kæran vin sem fyrir okkur er enn svo lif- andi. Elsku Albert, þú sem alltaf komst okkur til að hlæja, við grátum þig nú. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum Iífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymdist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæru Rósa, Gunni, Lúlli, Haddi og Krissý, Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Og við þig, elsku Guðný, viljum við segja: „Þegar þú ert sorgmædd- ur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kalihl Gibran.) Aldís, Bjarney og Gunnur. Hann Albert vinur minn er dá- inn. Það nístir mig sárt að hugsa til þess, að aldrei framar mun ég heyra glaðlega hláturinn hans, horfa í brosmildu leiftrandi augun hans eða nokkurn tímann njóta fleiri ánægjulegra samverustunda með honum. Á stundu sem þessari skilur maður fyrst, að við mannfólkið er- um í raun aðeins leikendur á Ieik- sviði örlaganna. Sumum er ætlað annað hlutverk á æðra leiksviði en hinu jarðneska. Það er samt sem áður erfitt að skilja af hveiju jafn- vel þeir, sem færastir eru á hinu jarðneska leiksviði, eru kallaðir á brott við upphaf ferils síns. Nú hef- ur þú, elsku vinur minn, verið kall- aður á brott. Þó svo að ég viti að þér hafi verið fengið æðra hlutverk annars staðar er söknuður minn og sorg ólýsanleg. Við áttum eftir að upplifa svo margt saman, deila svo mörgu og hlæja svo mikið. Nú hef- ur lífíð verið tekið frá þér og hlátur- inn er þagnaður. En þó að hláturinn sé þagnaður og augu þín að eilífu lokuð, lifir minningin um þig, vinur minn, í bijósti mínu. Þú birtist mér ljóslif- andi í hvert sinn er ég hugsa um þig; lífsglaður, skemmtilegur og ástríkur vinur. Ég fyllist gleði er ég rifja upp þær stundir sem við áttum saman og mér finnst ég geti endurlifað þær allar í huganum. Það er í raun ótrúlegt hversu margar minningar þú skilur eftir í huga mínum. Þú nýttir hið stutta líf, sem þér var gefið, vel. Þannig hefur þú sýnt mér að lífið verður ekki metið eftir árafjölda heldur hvemig því er lifað. Þú, vinur minn, lifðir þínu stutta lífi svo lifandi, að þú skipar eilífan sess í huga allra þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur (Hávamál) Það sem gefur lífinu gildi er fólk- ið sem við kynnumst á lífsleiðinni. Þann stutta tíma sem þú dvaldir hér auðgaðir þú líf mitt af gleði og vináttu sem ég mun ætíð búa að. Fyrir það þakka ég þér, vinur minn. Þú varst hugljúfí allra sem þekktu þig. Því er söknuður margra mikill. Þú kvaddir sem unnusti, sonur, bróðir, frændi og vinur. Megi góður Guð styrkja unnustu þína, foreldra og bræður í þeirra þungbæru sorg. Elsku Albert, vinur minn. Ég minnist þín sem trausts vin- ar. Ég minnist þín sem gleðigjafa hvar sem þú komst. Ég minnist dugnaðar þíns. Ég minnist þess hversu skapstór þú varst en aldrei illlyndur. Ég minnist drengskapar þíns og heiðarleika. Ég minnist kærleika þíns í garð ástvina þinna og vina. Ég minnist dásamlegra samverustunda með þér. Ég minn- ist þín með gleði og sárum sökn- uði. Megi guð og góðar vættir gæta þín á hinu æðra leiksviði. Flýt þér, vinur, í fegra heim; kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Borgar Þór. Þegar allt leikur í lyndi gleymir maður því hvað hönd dauðans er köld viðkomu; núna höfum við ver- ið rækilega á það minnt. Og að þessi hönd mundi snerta okkur með því að hafa þig á braut sannar hvað hún getur verið miskunnarlaus. Hugurinn leitar aftur í tímann þar sem þú varst hjá okkur, brosandi, hlæjandi og fáa höfum við þekkt sem lifðu lífinu jafn lifandi og höfðu jafn gaman af því að vera til og þú. Minningarnar valda- núna níst- andi söknuði, en við trúum og von- um að með tímanum breytist sökn- uðurinn í fallegar minningar um þann ástkæra vin sem þú varst okkur öllum, elsku Albert. Þú komst fyrst á heimili okkar þegar við vorum nýfarin að búa og þú meira að segja ófermdur. Þessi vinahópur hennar Krissýar var ansi líflegur og skemmtilegur og það leiddist örugglega engum þar sem þið voruð nærri. Eftir því sem árin liðu risti vinátta okkar dýpra og þú varst áfram tíður gestur hjá okkur. Svo tengdumst við enn frek- ar þegar Krissý og Haddi fóru að vera saman. Þegar þú varst í heim- sókn þurfti maður aldrei að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.