Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 FRÉTTIR 400 lækiiar sækja norrænt skurðlæknaþing NORRÆNT skurðlæknaþing verður sett í Háskólabíói í dag og sækja það um 400 skurðlæknar, þar af 90 frá íslandi. Tvö námskeið verða haldin á meðan á ráðstefnunni stendur en einnig verða fluttir meira en 60 fyrir- lestrar, þar af ellefu aðalfyrirlestrar. Páll Gíslason, læknir og formaður ráðstefnunefndar, segir að alls séu um 5.000 manns í Sambandi skurð- læknafélaga á Norðurlöndum, sem stendur að ráðstefnunni. Námskeiðin fjalla um framfarir í skurðaðgerðum á skjaldkirtli annars vegar og bijóstakrabbameini hins vegar. Páll segir að Norðurlöndin hafí haft samvinnu um rannsóknir og meðferð á hinu síðarnefnda. Páll segir að aðalfyrirlesaramir séu allir þekktir á sínu sviði. Meðal þeirra má nefna David Bergqvist sem er sérfræðingur í æðaskurðlækning- um, Alfred Cuschieri, sérfræðingur í kviðsjáraðgerðum, en hann flytur fyrirlestur um magakrabbamein og einnig kennir hann á öðru námskeið- inu. Páll segir að undanfarin 4-5 ár hafi kviðsjár valdið mikilli byltingu í skurðaðgerðum og hefur notkun þeirra stytt legutíma sjúklinga í sum- um tilfellum verulega. Fyrirlestur um fyrstu viðbrögð við slysum Þá ber að nefna John S. Naijarian sem flytur fyrirlestur um líffæraflutn- inga hjá sykursjúkum, John B. McCraw sem kynnir nýjungar fyrir konur sem hafa misst bijóst. Þá mun J. Pillgram-Larsen fjalla um fyrstu viðbrögð við slysum, en Páll segir að mikil bylting hafi orðið á undanföm- um árum, aðallega vegna þess hversu sjúkraflutningar eru orðnir hraðir. Ráðstefna þessi er haldin annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin á um að halda hana. ísland hefur hald- ið ráðstefnu sem þessa tvisvar, árið 1971 og 1981, en félagið er 102 ára gamalt. f tengslum við ráðstefnuna munu fyrirtæki sem framleiða verkfæri og tæki til skurðlækninga sýna vörur sínar. mui g uiiuiciuiu/ ovei i n PÁLL Gíslason læknir. í baksýn má sjá sýningarsvæði ráðstefn- unnar sem verið var að koma upp í gærdag. MorgunDlaöiö/kinar b. JtJinarsson UNGA fólkið í Grafarvogi sýnir geitungadrottningu í glerkrukku, sem Þórður Haraldsson meindýra- eyðir hampar, mikinn áhuga. A neðri myndinni sést geitungabú sem Þórður eyddi. Geitungabú farin að finnast í görðum TVÖ geitungabú fundust í garði í Grafarvogi í Reykjavík í vikunni. Þau voru undir timburklæðningu við útidyr og hafa sennilega verið um tveggja vikna gömul. Geitungarnir hafa verið óvenju snemma á ferðinni í vor, að sögn Eyjólfs Rósmunds- sonar meindýraeyðis, og hefur þeim farið fjölgandi ár hvert. Geitungar hafa unnið sér fastan sess í fánu íslands. Ekki er óaigengt að fólk finni gei- tungabú í görðum sínum og njóti aðstoðar meindýraeyðis til að losna við þau. Fólk verð- ur helst vart við geitunga á haustin, en einnig eru þeir mikið á ferðinni í blíðviðri eins og verið hefur undanfarið. Geitungabú finnast gjarnan í tijám og limgerði, undir pöll- um, þakskeggjum og hraun- hellum. Ríkisendurskoðun telur ágreining stjórnar Brunamálastofnunar og brunamálastjóra hefta reksturinn Stj ómarformaðurinn ætlar að segja af sér HULDA Finnbogadóttir, formaður stjómar Brunamálastofnunar ríkis- ins, hyggst segja af sér formennsk- unni á stjómarfundi stofnunarinnar sem haldinn verður á morgun, en þar verður endurskoðunarskýrsla Ríkis- endurskoðunar um Brunamálastofn- un til umfjöllunar. Að sögn Huldu segir hún af sér vegna samstarfsörðugleika við bmnamálastjóra og einnig vegna þeirrar niðurstöðu Ríkisendurskoð- unar að ekki sé allt með felldu varð- andi rekstur stofnunarinnar. Berg- steinn Gizurarson brunamálastjóri segist vera tiltölulega ánægður í öll- um aðalatriðum með niðurstöður Rík- isendurskoðunar, og kveðst hann fagna afsögn Huldu og vonast til að sæmilegur vinnufriður verði í Bmna- málastofnun þegar hún verði farin. Stjóm Bmnamálastofnunar og brunamálastjóra hefur m.a. greint á um eftirlit með fjárreiðum stofnunar- innar og um Bmnamálaskóla sem ætlað er að sinna menntunarmálum slökkviliðsmanna. í skýrslu Ríkisend- urskoðunar kemur fram að stjóm Bmnamálastofnunar hafi ritað fé- lagsmálaráðherra bréf þann 31. des- ember 1994 þar sem hún teldi sig ekki geta fullnægt lagalegum skyld- um sínum við eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar sökum samstarfsörð- ugleika við bmnamálastjóra. Enn- fremur segi í bréfí stjómarinnar að henni hafí borist óstaðfestar upplýs- ingar um ýmis atriði er varði fjárreið- ur stofnunarinnar, sem stjómin hafí ekki aðstöðu til að sannreyna vegna samstarfsörðugleika við bmnamála- stjóra. í framhaldi af bréfí stjómar- innar óskaði félagsmálaráðherra eftir því við Ríkisendurskoðun þann 11. janúar síðastliðinn að þau atriði sem fram komu í bréfí stjómarinnar yrðu könnuð. Brýnt að leysa deilur í niðurstöðum Ríkisendurskoðun- ar segir m.a. að ágreiningur millí stjórnar Brunamálastofnunar ríkis- ins og bmnamálastjóra snúist ann- ars vegar um framlagningu bók- haldsupplýsinga á stjórnarfundum og eftirlitsskyldu og ábyrgð stjórn- ar, en hins vegar um Brunamálaskól- ann, stöðu brunamálastjóra gagn- vart skólanum, skólanefnd og skóla- stjóra. Telur Ríkisendurskoðun að ágreiningurinn standi rekstri stofn- unarinnar fyrir þrifum, og brýnt sé að leysa þær deilur sem uppi em milli stjórnar og brunamálastjór'a. Þá segir að í lögum um bmna- varnir og bmnamál sé ekki að finna nákvæma skilgreiningu á hlutverki og störfum stjórnar stofnunarinnar og brunamálastjóra, og eigi þetta þó einkum við um brunamálastjóra. Hann sé forstöðumaður stofnunar- innar og beri ábyrgð gagnvart stjórninni, en stjórn Brunamála- stjórnar sé ætlað að hafa eftirlit með rekstri og starfsemi stofnunarinnar. Það eftirlit hljóti að byggjast á upp- lýsingum eða gögnum sem bruna- málastjóri láti stjórninni í té sam- kvæmt beiðni eða kröfu hennar, en Ríkisendurskoðun telur hins vegar að ákvæði laganna ætli stjórninni ekki að yfirfara gmndvallargögn, fylgiskjöl eða dagbækur. Osamræmi í lögum og reglugerð Að mati Ríkisendurskoðunar er ástæðna deilna um Brunamálaskól- ann m.a. tilkomin vegna ósamræmis í lögum um Brunamálastofnun ríkis- ins og reglugerð um Brunamálaskól- ann, sem geri hlutverk og verksvið þeirra aðila sem tengjast skólanum óljós. Telur Ríkisendurskoðun að breyta þurfi ákvæðum í reglugerð varðandi stjómskipulega stöðu skól- ans innan Brunamálastofnunar þannig að brunamálastjóri, sem for- stöðumaður stofnunarinnar, beri ótvíræða fjárhagslega ábyrgð á fjár- málum hans ásamt stjórn stofnunar- innar eins og lög kveði á um. Meðal þeirra atriða sem Ríkisend- urskoðun gerir athugasemdir við í skýrslu sinni er að brunamálastofn- un hafi snemma árs 1994 keypt notaða vörubifreið á 4,3 milljónir og fjármagnað kostnaðinn af rekstri stofnunarinnar án fjárheimildar; reglur stofnunarinnar varðandi ein- kennisfatnað hafi ekki verið virtar og gagnrýnt er að engin viðveru- skráning sé til staðar varðandi brunamálastjóra og skrifstofustjóra. Þá segir í skýrslunni að tvær epd- urgreiðslur hafi borist á árinu 1995 vegna ferðakostnaðar árið áður og þær stílaðar á brunamálastjóra. Þessar greiðslur hafi ekki enn verið færðar í bókhaldi stofnunarinnar. Ástæða þessa sé að sögn brunamála- stjóra óvissa með hvernig færa ætti slíkar greiðslur. í ferðaheimildum sé hins vegar getið að dagpeningar verði greiddir af styrk frá fundahald- ara. Telur Ríkisendurskoðun eðlileg- ast að þessir ferðastyrkir komi til lækkunar á ferðakostnaði í bókhaldi stofnunarinnar. Lítið tillit tekið til athugasemda Hulda Finnbogadóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stjórn stofn- unarinnar hefði á sínum tíma sent félagsmálaráðherra og Ríkisendur- skoðun athugasemdir við drög skýrslunnar og lítið tillit verið tekið til þeirra. Þar hefði því verið lýst yfír að stjórnin liti það mjög alvar- íegum augum hve víða virtist vera pottur brotinn í meðferð brunamála- stjóra á almannafé, og harmi hún að hafa ekki getað fulinægt lagaleg- um skyldum sínum við eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar vegna samstarfsörðugleika við brunamála- stjóra. Stjórnin vilji ekki og geti ekki tekið þátt í rekstri opinberrar stofnunar þar sem farið sé með al- mannafé á þennan hátt, og 9. maí sl. hafi stjórnarmenn lýst því yfir að þeir teldu sig ekki bera ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þaðan í frá. „Því miður virðist ráðherra hafa gefið þessari stofnun heilbrigðisvott- orð, því hann segir í bréfí sínu [til stjórnarformanhs Brunamálastofn- unarj að ekki verði annað ráðið af skýrslunni en að stjórnin hafi getað framfylgt lagalegri skyldu sinni við eftirlit með fjárreiðum stofnunarinn- ar. En í niðurstöðum Ríkisendur- skoðunar taka þeir fram að við hefð- um greinilega ekki fengið þær upp- lýsingar sem við báðum um til þess að geta framfylgt okkar lagalegu skyldum," sagði Hulda. Hagsmunabarátta Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri sagði að hann væri tiltölu- lega ánægður með skýrslu Ríkisend- urskoðunar þar sem almennt væru þetta smáathugsaemdir og ekkert bitastætt í sjálfu sér. Varðandi ágreining hans við stjórn Brunamál- stofnunar sagðist hann telja skýrsl- una styðja sig í öllum aðalatriðum. Bergsteinn sagði að rekja mætti ágreining við stjóm Brunamála- stofnunar langt aftur í tímann vegna ákveðinnar hagsmunabaráttu sem Landssamband slökkviliðsmanna hefði háð gagnvart Brunamálastofn- un. Landssambandið á einn fulltrúa í stjórn Brunamálastofnunar, og sagði Bergsteinn að Hulda hefði stutt málstað Landssambandsins gegn sér alla tíð frá því hún varð formaður stjórnar stofnunarinnar. Sagðist hann fagna því ef hún myndi segja af sér sem formaður og vonað- ist hann til að þá tækist að hafa sæmilegan vinnufrið á stofnuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.