Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 43 FRÉTTIR Ráðstefna ura atvinnu- mál kvenna SNERPA, átaksverkefni í at- vinnumálum kvenna á Vestfjörð- um, heldur ráðstefnu um atvinnu- máí kvenna þann 24. júní nk. Ráðstefnan verður haldin á ísafirði. Fyrir tæpum fjórum árum var haldin ráðstefna hér á ísafírði um atvinnumál kvenna. Á ráðstefn- unni ákváðu vestfirskar konur að eitthvað þyrfti að gera til þess að efla stöðu kvenna í atvinnulífinu og þá sérstaklega í fyrirtækja- rekstri. Verkefnið Snerpa kom í kjölfar ákvörðunarinnar og hefur það starfað í tvö ár við að efla konur til frumkvæðis í atvinnu- sköpun og stuðla að fjölbreyttari atvinnuháttum á Vestfjörðum. Verkefninu lýkur nú í sumar. Markmið ráðstefnunnar er að líta yfir farinn veg, yfir þessi íjög- ur ár frá því að síðasta ráðstefn- an var haldin og vega og meta þann árangur sem hefur náðst fyrir konur í atvinnulífínu. Einnig verður stefnt að því að komast að niðurstöðu um það hvað á að taka við, hvernig á að vinna að málefnum kvenna í atvinnulífinu í framtíðinni. Framleiðslusýning verður haldin í tengslum við ráðstefnuna þar sem nýjungar í vestfirsku atvinnulífi, sem orðið hafa til fyr- ir tilstilli kvenna, verða kynntar. • • Okumaður gefi sig fram LÖGREGLAN í Reykjavík biður ökumann bifreiðar, sem olli skemmdum á viðvörunarbúnaði við nýja brú yfir Vesturlandsveg sl. laugardag, að gefa sig fram. Stórum hvítum vöruflutninga- bíl með tengivagni aftan í og farmi ofan á þakinu var ekið vestur Vesturlandsveg klukkan rúmlega 6 síðdegis á laugardag. Vitni ber að bílnum hafi verið ekið viðstöðulaust á viðvörunar- búnað, sem er í fjögurra metra hæð nokkrum metrum áður en komið er að nýju brúnni við Höfðabakka, og áfram undir brúna. Búnaðurinn skemmdist á tveimur stöðum. Ökumaður eða önnur vitni, sem gætu gefið nánari lýsingu á bifreiðinni, eru vinsamlegast beð- in að gefa sig fram við lögreglu. Levante- stúlkan kynnt á Ommu Lú STÚDÍÓ Vík hefur hafið inn- flutning á ítölsku Levante- sokkabuxunum og af því tilefni verður kynning á veitingastaðn- um Ömmu Lú í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Einnig verður kynning á Le- vante-stúlkunni sem mun sýna gestum Levante-vörur og hár- greiðslu annast Mjöll Daníels- dóttir frá Prímadonnu, förðun Elísabet Agnarsdóttir og Hildur Árnadóttir. Kynnir er Sævar Öm. Skreytingar annast Kristján Undir stiganum. Við þetta tæki- færi verður einnig danssýning á vegum Dansskóla Auðar Haralds og sýndir verða skartgripir frá Flex, Laugavegi. Einnig verður boðið upp á sumardrykk frá Júl- íusi P. Guðjónssyni. SNORRI Bjarnason, forseti Vífils, heilsar upp á heimilismann á Lyngási eftir að hafa afhent sjónvarpið og myndbandstækið. Aðrir á myndinnu eru forstöðukona heimiiisins, Hrefna Haralds- dóttir (t.h.), og Jóhann B. Guðmundsson og Gissur R. Jóhannsson. Vífilsfélagar í baksýn ásamt tveimur drengjum af heimilinu. NÝLEGA afhenti forseti Kiw- anisklúbbsins Vífils, Snorri Bjarnason, Lyngási, heimili þroskaheftra við Safamýri, gjöf til styrktar starfseminni. Var það sjónvarp og mynd- bandsupptökuvél að verðmæti 230 þús. kr. Tækin verða m.a. notuð til upptöku á myndum af skjólstæðingum heimilisins Gáfu Lyngási tæki til að fylgjast með þroska þeirra og framförum; sem heimild; til að sýna foreldrum skjóístæðinganna og svo að sjálfsögðu til skemmtunar fyrir dvalargestina. Að sögn Hrefnu Haraldsdóttur, for- stöðukonu heimilisins, koma tækin að góðu gagni sem hjálpartæki fyrir starfsemina og það hjálparstarf sem innt er af hendi á heimilinu. Doktor í læknisfræði BOGI Ásgeirsson, svæfingarlæknir, lauk 1. apríl 1995 doktors- prófí frá læknadeild háskólans í Lundi í Svíþjóð. Doktorsritgerðin fjallar um nýja með- ferð við heilabjúg eftir heilaáverka og heitir á frummálinu: „Post- Traumatic Brain Oe- dema Therapy. A new approach based on aspects og brain vol- ume regulation and raised tissue press- ure.“ Andæmlandi við doktorsvörnina var Jens Astrup, prófessor í heilaskurðlækningum við háskólann í Árósum í Dan- mörku. í ritgerðinni, sem byggist á fimm vísindagreinum eftir Boga Ásgeirsson og meðhöfunda hans, er meðal annars grein gerð fyrir þeim lífeðlisfræðilegu lögmálum sem hin nýja meðferð byggist á, skýrt frá þeim áhrifum sem lyf þau sem notuð eru í meðferðinni hafa á heilablóðflæði og efnaskipti heila og árangur meðferðar er rakinn. Bogi Ásgeirsson er fæddur á Akureyri 24. febrúar 1954. ' Foreldrar hans eru hjónin Jóhanna Mar- grét Bogadóttir og Ásgeir Áskelsson, skipstjóri á Akureyri. Bogi lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1974 og læknaprófi frá Háskóla íslands 1980. Hann lauk sérnámi í svæfinga- og gjör- gæslulækningum 1987 og hefur síðan starfað sem sérfræðingur við svæfinga- og gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Bogi Ásgeirsson er kvæntur Mar- gréti Einarsdóttur, lækni, sem starfar sem sérfræðingur í krabbameinslækningum kvenna við Háskólasjúkrahúsið í Lundi og eiga þau tvö börn. Dr. Bogi Ásgeirsson ■ RÖSKVA, samtök félags- hyggjufólks við Háskóla íslands, hefur samþykkt ályktun þar sem fagnað er áliti umboðsmanns Al- þingis um að ólögmætt sé að standa undir rekstri stjórnsýslu HÍ með innritunargjöldum. Skorar félagið á Alþingi að hækka fjárframlög til HI og sýna með því í verki þá auknu áherslu á menntamál sem lofað var í kosningunum. ■ Samtök móðurmálskennara halda aðalfund sinn i dag, 8. júní í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Fundurinn hefst kl.17.00 eða að loknum deildar- og fagstjórafundi samtakanna. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf en að þeim loknum verður boðið upp á léttar veitingar. - kjarni málsins! Morgunblaðið/Sverrir SÝNINGARMENN við kvikmyndahús komu saman í BíóhöIIinni sl. föstudag til að fagna 50 ára afmæli félags síns. Frá vinstri: Sigurjón Jóhannsson, Pétur Pétursson og Guðrún Júlíusdóttir. Félag sýningarmanna 50 ára * Islensk kvikmyndahús fremst 1 flokki FÉLAG sýningarmanna við kvik- myndahús fagnaði 50 ára afmæli á sama tíma og fyrsta kvikmyndin varð 100 ára. Sýningarstjórar hafa orðið vitni að stórfelldum breyting- um í starfi frá þvi félagið var stofn- að. í tilefni af tímamótunum voru kvikmyndahús í London sótt heim og aðstæður skoðaðar og 2. júní sl. var haldið teiti í Bíóhöllinni af tilefninu. Að sögn Péturs Péturssonar, formanns Félags sýningarmanna við kvikmyndahús, hafa miklar breytingar orðið á starfsemi fé- lagsins og aðstæðum sýningar- manna í kvikmyndahúsum. Sér- staklega hafa tæknibreytingar síð- astliðinna þriggja ára verið örar. Nú er svo komið að tæknibúnaður íslenskra kvikmyndahúsa er full- komnari en víðast hvar í öðrum Evrópulöndum og standa nýjar bandarískar kvikmyndir íslenskum kvikmyndaunnéndum fyrr til boða en til dæmis í Bretlandi, að sögn Péturs. Félagið hefur um 70 meðlimi á skrá en aðeins hafa um 12 manns sýningarstjóm að fullu starfi. Aðrir eru í hlutastarfi eða hafa látið af störfum. Pétur segir að ekki sé óalgengt að starfið gangi mann fram af manni en yfirleitt er það áhuginn fyrir bíómyndum sem rekur menn inn í sýningarklefann. Mögiileikhúsið í Ævintýra-Kringlunni í ÆVINTÝRAKRINGLUNNI á 3. hæð í Kringlunni er ýmislegt um að vera í þessari viku. Fimmtudag 3. júní kl. 17 kemur Möguleikhúsið og verður með sýn- ingu á Ástarsögum úr fjöllunum. Leikritið er leikgerð af samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur. Alda Ámadóttir og Pétur Eggertz leika og stjórna brúðum. Leikstjóri er Stefán Sturla Siguijónsson. Leik- mynd, búningar og brúður hannaði Hlín Gunnarsdóttir. Laugardag kl. 13.15 kemur Lína Langsokkur í heimsókn í Ævintýra- kringluna og kemur hún vafalaust á óvart með furðulegum uppátækj- um eins og hún er vön. Ævintýrakringlan er listasmiðja fyrir börn 2-8 ára og geta foreldr- ar verslað í Kringlunni á meðan börnin una sér við leik og listir. Ævintýrakringlan er opin frá kl. 14 virka daga og kl. 10-16 á laug- ardögum. r TOPPTILBOÐ verð kr. 995,- Póstsendum samdœgurs Ioppskórinn musmi við iksólfsioic - sini: sw m? J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.