Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 127. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Talið að ekki verði búið að meta tjón á flóðasvæðunum í Noregi að fullu fyrr en eftir ár Eyðileggingin í ólánsbænum Ósló. Morgunblaðið. EYÐILEGGINGIN sem flóðin í Noregi hafa valdið kemur smám saman í ljós, þrátt fyrir að enn séu nokkrar vikur í að vatnshæðin í ám og vötnum verði eðlileg á ný. Ekki er búist við fyrstu áætlunum um tjón fyrr en um næstu mánaðamót og líða mun að minnsta kosti ár áður en matsmenn hafa lokið yfirferð sinni um flóðasvæðið, að sögn Arne Kielland jr., yfirmatsmanns Viðlagasjóðs, í gær. Tryggingafélögin hafa komið sér saman um að samanlögð bótafjárhæð vegna flóðanna til við- skiptavina tryggingafélaganna fari ekki yfir 18 milljarða íslenskra króna. Þetta hefur vakið reiði margra og í gær kröfðust Landssamtök húseig- enda þess að stjórnvöld sæju til þess að þeir húseigendur sem orðið hefðu fyrir tjóni fengju skaðann bættan að fuliu. Norska náttúruverndarráðið sakaði landbúnaðarráðuneytið og vatns- og rafveitur ríkisins í gær um að bera ábyrgð á því að flóðin urðu svo mikil. Telur ráðið að með því að þurrka upp mýrar og fylla og breyta árfarvegum, hafi menn aukið mjög hættuna á því að stór- flóð verði, eins og nú sé raunin. Enn flæðir Enn flæðir víða í austurhluta Noregs, þrátt fyrir að dregið hafi mjög úr vexti ánna og að menn vonist til að mun minna tjón verði en fyrst var búist við. Vatnshæðin í Öyaren, sem Lilleström stendur við, stóð í stað í gær en hækkaði lítillega í Mjösa. Flætt hefur að íþróttahöllinni í Hamar; Víkinga- skipinu, auk þess sem vatni hefur verið dælt inn í húsið til að koma í veg fyrir steypuskemmdir. Þá er talin hætta á skriðuföllum, t.d. í Eidsvoll. Framhaldið ræðst fyrst og fremst af hitastigi og úrkomu næstu daga og vikur. I gær var spáð rigningu á flóðasvæðunum. Óhappanafn? w Talið er að tjónið hafi orðið mest í bænum Tretten en þar skemmdust eða eyðilögðust tíu hús Morgunblaðið/Kristinn TVÆR ungar herkonur standa við rústir eins hússins í bænum Tretten. Hermennirnir sem unnið hafa við eftirlit og byggingu varnargarða frá því fyrir og um helgina eru margir hveijir útkeyrðir. í flóðum fyrir viku. Flóðið þar varð mjög skyndilega og var fólk ekki varað við hættunni. Mildi þykir að engin slys urðu á fólki, en nokkrir áttu fótum fjör að launa. Eru matsmenn og starfsmenn trygg- ingafélaga nú byrjaðir að meta tjónið í bænum. Áin Moksa, sem tjóninu olli, varð margföld að vöxt- um og ruddist með ógnarkrafti niður gil í bænum og hreif með sér allt sem fyrir varð, m.a. íbúðar- hús og korngeymslur. Þá skemmd- ust bæði verslunar- og íbúðahús mikið. Alvarleg slys hafa áður orðið í Tretten (Þrettán) og vilja hinir hjá- trúarfullu tengja það nafni bæjar- ins. Minna menn í þeim tilgangi á lestarslys sem varð fyrir rúmum tveimur áratugum, en í því fórust á þriðja tug manna. ■ Flóðin í Noregi/20-21 Norðursjávar- ráðstefnan Þorskur í útrýming- arhættu Esbjerg. The Daily Telegraph. BRESKUR vísindamaður spáði því í erindi á Norðursjávarráðstefnunni í Esbjerg í gær að Norðursjávar- þorski yrði nær útrýmt á næstu fímm árum. Mark Tasker, sem starfar hjá bresku náttúruverndarnefndinni, helsta ráðgjafaraðila bresku ríkis- stjórnarinnar í umhverfismálum, sagði að þorskur yrði brátt ekki til í veiðanlegu magni í Norðursjónum. Ástæðan væri sú að Evrópusam- bandsríkin vildu ekki samþykkja þá 50% skerðingu aflaheimilda, sem nauðsynleg væri til að bjarga stofn- inum. Hann sagði að embættismenn ESB biðu eftir því að stofnin hryndi þannig að þeir gætu sannfært menn um nauðsyn þess að koma á mark- vissari veiðistjómun í Norðursjón- um. Tasker lét þessi ummæli falla í ræðu sem hann flutti eftir að full- trúar átta ríkja við Norðursjó ákváðu að fella út klausu úr lokaá- lyktun ráðstefnunnar þar sem sagði að „pólitískan vilja skorti“ hjá sjáv- arútvegsráðherrum til að leysa þessi mál. Breskir embættismenn sögðu ástæðu þess vera þá að umhverfis- ráðherrar gætu ekki gagnrýnt sjáv- arútvegsráðherra. Reuter Neitunarvaldi beitt BILL Clinton Bandaríkjaforseti beitti í gær neitunarvaldi sinu í fyrsta skipti frá því að hann tók við embætti. Hafnaði hann tillögu þingsins um að skera niður ríkisút- gjöld um 16,4 milljarða dollara. Clinton sagði að í tillögunum fælist að framlög til menntamála og fjár- festinga yrðu skorin verulega nið- ur á sama tíma og þingið vildi veita fjármunum til byggingu dómshúsa og hraðbrauta til að fríð- þægja kjósendur í kjördæmum ýmissa þingmanna. Hann sagðist ekki með góðri samvisku geta sam- þykkt að ráðist yrði í slík gæhi- verkefni á kostnað menntunar. Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarínnar, gagurýndi forsetann harðlega og sakaði hann um að láta þrönga, pólitíska hagsmuni ráða ferðinni. Hart barist á ný í kringnm Sarajevo Sarajevo, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. HARÐIR bardagar brutust út í grennd við Sarajevo í gær nokkrum klukkustundum eftir að Bosníu-Serb- ar Ieystu 108 friðargæsluliða Sam- einuðu þjóðanna úr haldi. Jovica Stanisic, æðsti yfirmaður öryggis- mála í Serbíu, sagði að þrír friðar- gæsluliðar til viðbótar hefðu verið látnir lausir síðar um daginn. Enn eru 145 friðargæsluliðar í haldi Bos- níu-Serba en skrifstofa Slobodans Milosevics Serbíuforseta sagði að þeim yrði sleppt von bráðar. Að minnsta kosti þrír féllu og 22 særðust í bardögunum í gær, sem eru hörðustu bardagar við Sarajevo í hálfan mánuð. Talsmaður SÞ sagði að engin leið væri að segja til um hver hefði hafíð átökin, Bosníu-Ser- bar eða stjórnarherinn í Bosníu, en svo virtist sem tekist væri á um þijá vegi í grennd við borgina. Embættismenn SÞ sögðu að þrír serbneskir skriðdrekar hefðu sést taka þátt í bardögum við Debelo Brdo, rúman kflómetra frá Sarajevo, og að Serbar hefðu tekið. einn skrið- dreka úr vopnageymslu SÞ skammt frá Sarajevo. Síðast þegar jafnharðir bardagar brutust út skipaði Rupert Smith, yfir- maður friðargæsluliðsins í Bosníu, stríðandi fylkingum að leggja niður vopn. Þegar Bosníu-Serbar héldu áfram átökum fyrirskipaði Smith loftárásir á skotfærageymslur við Pale. í kjölfarið voru 377 gæsluliðar teknir í gíslingu. Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, átti í gær fund í London með John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, og Douglas Hurd utanríkisráðherra. Hann sagði að fundinum loknum að hann væri ánægður með þau svör sem hann hefði fengið varðandi stofnun og hlutverk 12 þúsund manna hraðliðs, sem Bretar, Frakkar, Kanadamenn og Hollendingar áforma að setja á laggirnar og senda til Bosníu. William Perry, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, greindi öld- ungadeildarþingmönnum frá því í gær, að bandan'skir hermenn myndu einungis aðstoða friðargæsluliða í Bosníu við að yfirgefa hættusvæði ef brýna nauðsyn bæri til. Öldunga- deildarþingmenn úr röðum jafnt repúblikana sem demókrata lýstu yfir áhyggjum af því að stefna Clin- ton-stjórnarinnar myndi leiða til þess að Bandaríkjaher drægist inn í átök- in í Bosníu. Lágkúru mótmælt Róm. Reuter. ÍTALSKIR leikarar böðuðu sig í gær í Trevi-gosbrunninum í Róm til að mótmæla með tákn- rænum hætti innflutningi á bandarísku afþreyingarefni. Leikararnir, sem voru sjö talsins, endurtóku á þennan veg frægt atriði úr mynd leikstjór- ans Fellini „La Dolce Vita“ en gosbrunnurinn er einn sá stærsti í miðborg Rómar. Um 250 félagar þeirra fylgdust með og hvöttu þá til dáða. „Þessar innfluttu myndir og framhaldsþættir eru forheimsk- andi. Hættan er sú að við gerum börnin okkar að blábjálfum," sagði þekktur ítalskur sjón- varpsleikari. Hver leikari um sig var dæmdurtil að greiða um 13.000 íslenskar krónur í sekt en borg- aryfírvöld í Róm líða ekki að menn vaði um í gosbrunnum og stofni þannig menningar- verðmætum í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.