Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBIiApre FIMMTUDAGÚR 8. JÚNÍ'1!999 27 AÐSEIMDAR GREINAR GATT og almemiingnr ÚTFÆRSLA GATT-samningsins er merkasta málið sem nú er til umræðu á Alþingi. GATT-samn- ingurinn miðar að því að örva viðskipti milli landa og draga úr vemdartollum ein- stakra ríkja. GATT opnar mögu- leika á að heimila inn- flutning erlendra landbúnaðarvara þó þannig að erlendar vörur verða í fyrstu einungis með 3-5% markaðshlutdeild. Hinn hluti markaðarins verður nýttur af innlendum framleiðend- um og er verndaður með tollum sem lækka smátt og smátt. Frumvarp ríkisstjórnarinnar Frumvarp ríkis- stjórnarinnar er slæmt frumvarp vegna þess að þar eru tollar hafðir svo háir að nær enginn inn- flutningur verður á landbúnaðarvörum. Takmarkaður inn- flutningur á landbún- aðarvörum er nauð- synlegur til að örva samkeppni innan íslensks land- búnaðar og bæta kjör neytenda. Einarsson Hagsmunir bænda og neytenda fara saman í reynd, segir Agúst Ein- arsson, sem hér fjallar um GATT-frumvarp ríkisstjómarinnar. Óbreytt frumvarp þýðir engar breytingar í landbúnaði og áfram- haldandi samdrátt í tekjum bænda. Kerfið til varnar óbreyttu ástandi er orðið sjálfstætt og tekur ekki lengur mið af hagsmunum bænda, hvað þá neytenda. Það verður að nýta tækifærið með GATT-samningnum og opna fýrir endurbætur í landbúnaði, t.d. með takmörkuðum innflutningi og afnámi framleiðslukvóta. Jafn- framt verði greiðslur til bænda óháðar framleiðslumagni þó þann- ig að heildarfjárhæðin haldist óskert. Þetta mun leiða til hagræð- ingar í landbúnaði, fækkunar og stækkunar búa, búháttabreytinga og fjárhagslegra eftirsóttra starfs- lokasamninga. Þannig munu tekj- ur bænda hækka og matarverð lækka. Hagsmunir bænda og neytenda Hagsmunir bænda og neytenda fara í reynd saman en þröngsýnir varðhundar kerfísins í stjórnmála- flokkum, ráðuneytum, hagsmuna- samtökum og í milliliðastarfsemi setja hagsmuni kerfísins ofar öllu. Frumvarp stjórnarinnar er um óbreytt ástand. Því verður þó varla trúað, að t.d. fijálslynd öfl innan Sjálfstæðisflokksins ætli að stuðla að því að tolla allan nýjan innflutn- ing út af markaðinum. Ef frumvarpið verður afgreitt eins og það var lagt fram þá er rekinn fleygur milli neytenda og bænda, fleygur sem mun ala á tortryggni og ijandskap um ókom- in ár. Þetta má ekki gerast. Þess vegna er rétt að lækka tollana í frumvarpinu og stuðla að nýjum samningi bænda og ríkisvalds þannig að hann skili bændum auknum tekjum og sjálfsvirðingu. Það verður að ríkja trúnaður milli bænda og neytenda í þessu landi. Höfundur er alþíngismaður. Ný hreinsilína með AHA - ávaxtasýrum RÉVÉLE-A3 Loksins kom það sem allir biðu eftirl Hreinsilína með náttúrulegu AHA-ávaxtasýrunum, sama efni og er notað í næringarlínunni EXCELL-A3. Með venjulegum hreinsiefnum er hægt að fjarlægja andlitsfarða og óhreinindi, en ávaxtasýrumar fjarlægja um leið dauðu, gráu húðfrumumar á yfirborði húðarinnar. Betri hreinsun, betri húðnæring, fallegri húð AHA - ávaxtasýrumar leysa upp lífræna bindiefhið sem bindur dauðu húðfrumumar við yfirborð húðarinnar. Þegar lifandi húðfmmur koma fram í dagsljósið fær húðin sinn upprunalega, heilbrigða og fríska lit aftur. Stíflaðar holur opnast og óhreinindin úr þeim em fjarlægð. Fílapenslar og fituhnúðar hverfa og húðin verður fínleg og dásamlega mjúk. EXCELL-A3 næringarkremin ná fyrr og betur inn í húðina þegar hún er hrein. Húðin verður heilbrigðari og fallegri. RÉVÉLE-A3 hæfir öllum gerðum húðar, einnig þeim viðkvæmustu. HREINSIMJÓLK inniheldur, auk náttúrulegu AHA-ávaxtasýranna, mildar vatnsleysanlegar hreinsioliur og lípóprótein úr jurtaríkinu, sem varna því þannig að hún þorni um of. ANDLITSVATN (tonic lotíon) sem er án alkóhóls og inniheldur, auk náttúrulegu AHA-ávaxtasýranna, 5,5% rakavirk næringarefni og B5- próvítamin sem styrkir húðina. Húðin verður fínleg, mött, mjúk og skínandi tær. SKRÚBBKREM inniheldur, auk náttúrulegu AHA-ávaxtasýranna, lípíðkúlur með næringarefnum, sem bæði mýkja húðina og endurbyggja náttúmlegu vatnsfituhimnuna sem hlífir húðinni. PARIS PLENITUDE - OG HÚÐIN HELST UNGLEG LENGUR - Helgi Hálfdanarson Kvennamál T.VÆR mætar konur, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Kolfinna Baldvinsdóttir, senda mér í sam- einingu kveðju sína í Helgarpóst- inum 1. þ.m. Tilefnið er grein mín í Morgunblaðinu 18. f.m. þar sem ég ræddi um jafnrétti og fleira. Þær stöllur telja sig mjög svo andvígar þeirri grein; en því miður hafa þær í ógáti misskilið það sem mestu varðar. Málflutningur þeirra er allur af því sprottinn, að ég telji kröfu um kvenréttindi ganga í berhögg við eðli langflestra kvenna, og kalla baráttu þeirra fyrir jafn- rétti kynjanna óþarflega karl- náttúraða og vígreifa. Mér er spum: Hvar stendur þessi boðskapur í grein minni, eða eitthvað þessu líkt? Þar seg- ir m.a.: „Það er sjálfsögð jafnréttiskrafa, að þær konur, sem til þess eru nátttúraðar, fái að gegna þingmennsku og ráð- herradómi og hverjum þeim störfum sem löngum hafa talizt karlastörf, ef þær eru til þess hæfar. “ Kolfinna kveðst vilja búa við jafnræði á sínu heimili. Ekki hef ég láð henni það. Hún sækir sér til Marokkós dæmi um þá kúgun kvenna, sem mér skilst að hún telji mína æðstu hugsjón; enda segir hún: „Mér fínnst hann nálgast það að vera fasisti að vissu leyti.“ Það sem ég taldi í grein minni vítavert um verkaskiptingu kynjanna var einmitt „sá ófögn- uður, að í krafti aflsmunar hefur karlkynið löngum leitazt við að raska, sér í hag, því jafnvægi sem þar er undirstaða góðrar farsældar." Og síðan segir: „Sá yfirgangur hefur, sem kunnugt er, birzt með ýmsu móti öld eft- ir öld, og lítt látið undan síga fyrr en baráttan fyrir jafnrétti tók æ víðar að reynast sigur- sæl. “ Kæra Kolfinna, erum við ekki orðin „óþarflega vígreif“, ef við förum að kalla hvert annað fjöldamorðingja og pyntinga- meistara fyrir það eitt að styðja jafnrétti kvenna og karla til hvaða starfa sem væri, án þess að telja jafnan fjölda af hvoru kyni til sem flestra starfsgreina eðlilega kröfu, þegar gætt er þess líffræðilega munar sem náttúran sjálf hefur svo kirfilega staðfest? Það er fallega gert af Kolfinnu að ljóstra því upp, að Jóhanna fái samvizkubit af að vera ekki með barn sitt á brjósti. í þessu drengilega samvizkubiti birtist alheilbrigt kveneðli Jóhönnu, og ég óska henni til hamingju, og allt hið sama Kolfinnu sjálfri, því ég efast ekki um að henni færist jafn-fallega, ef á reyndi. Hins vegar víkur Kolfinna að því háðslega, að mér þyki það „svo virðingarvert fyrir konur að vera heima, inni í eldhúsi að elda og baka og þrífa,“ eins og hún kemst að orði. Ætli maður kannist við grautardallaofur- þrældómsháðungartóninn! Löðurmannlegt kalla ég það að líta á þau störf, sem þarna er um rætt, sem eitthvert verald- arböl, svo auðveld sem þau eru á flestum heimilum nú á dögum. Þau eru víðast hvar aðeins leikur sem einn eða tveir eftir atvikum geta gamnað sér við. Og mér hefur löngum blöskrað að til skuli vera konur, sem vilja ekki sjá á heimili kjörinn vettvang fyrir aðra menningu en elda- mennsku og þrif. Kolfinna kallar það stefnu á „frama“, að konur fara „út á vinnumarkaðinn“ og „yfirgefa börn, heimili og maka“. Er það nú ekki dálítið öfugsnúinn metn- aður að streða við að afsala sér þeim eðlislægu forréttindum konunnar að fá að annast upp- eldi barna sinna eða fósturbarna, beita menntun sinni og alúð þeim til þroska og mannbóta, forða þeim eftir mætti frá ógæfu þeirra unglinga sem velkjast unnvörpum heimilislausir og umhirðulausir á dreggjabotni þjóðfélagsins vegna þess að mæður þeirra standa í „frama“- puði eða þær verða að þræla utan heimilis af nauð. Skyld vera meira vert að hjakka á tölvu fyrir einhvern braskarann, eða þvargast í pólitísku þrefí, sem engin boðleg rök benda til að betur henti konum en körlum vegna þess að þær séu konur, tjóðra sig á þeim vettvangi sem framakvenfólkið sjálft kvartar undan að konur almennt séu mótfallnar. Sér er nú hver fram- inn! í grein mini kallaði ég það eðlilegt, að húsmæður stunduðu störf utan heimilis, ef hugur og hæfni stæðu til og fjölskyldu- aðstæður leyfðu, en ekki af illri fjárhags-nauðsyn, hvemig sem á stæði heima fyrir, svo sem því miður er smánarlega algeng ógæfa. Heilbrigð kvenfrelsisbarátta ætti að stefna að því að gera heimilið að því menningar- athvarfi sem það er í draumi venjulegrar fijálshuga konu, tryggja sem bezt fjárhagslegt öryggi mæðra, og veita ungum stúlkum sem víðtækasta mennt- un. Því skal það að lokum ítrekað, að jafnfjöldakrafan verður vart kölluð annað en firra, sem konur almennt geta ekki einu sini tekið alvarlega. Hvernig væri nú að þær Jó- hanna og Kolfinna læsu aftur grein mína frá 18. f.m., og þá með allri gát, og skrifuðu síðan nýja svargrein? Mig gmnar að þá myndi ég ekki kallaður fas- isti, heldur yrði mér hrósað mak- lega fyrir þarfa prédikun og tímabæra, sönnu kvenfrelsi til vegsemdar. GULLSMIÐJAN JL PYRIT-G15 % % V \ :i ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.