Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNI Í995 33._ AÐSEIMDAR GREINAR Aðgerðir í atvinnumálum ungs fólks í Reykiavík UNDANFARIÐ hafa atvinnumál ungs fólks og málefni Vinnuskól- ans verið mikið í um- ræðunni. Vinnuskólann er ekki hægt að skoða sem einangrað mál heldur verður að skoða þau mál í samhengi við atvinnustefnu borgar- yfirvalda. Það er að mínu mati óeðlilegt að borgin út- vegi 14-15 áraungling- um mikla vinnu á með- an atvinnuleysi aldurs- hópsins 16-25 ára er eins mikið og raun ber vitni. Atvinnuleysi kemur mjög hart niður á ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og reynslan af Norðurlöndum hefur sýnt að miklu skiptir að hugsa vel um atvinnumál þessa aldurshóps. Það er brýnt að koma í veg fyrir að atvinnulaust ungt fólk lendi í víta- hring atvinnuleyis og verði. þar af leiðandi „óvirkt" vinnuafl. Þetta verður að gera með markvissum aðgerðum og með því að grípa snemma inn í atvinnuleysisferlið. Þau úrræði sem ungu atvinnu- lausu fólki hafa aðallega boðist eru nokkurra mánaða átaksverkefni á sumrin, stutt námskeið á vegum ýmissa aðila, sumarnám í Iðnskólan- um og námskeið í tengslum við Hitt húsið. í bytjun árs 1995 var íþrótta- og tómstundaráði og Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar falið að koma með tillögur að úrræðum í atvinnu- málum ungs fólks. Hitt húsið hefur staðið fyrir tveim- ur námskeiðum á þessu ári fyrir ungt atvinnulaust fólk. Hvort nám- skeið stóð í 4 vikur og voru samtals 130 þátttakendur á þessum nám- skeiðum. Á undan hverri ráðningu hefur einstaklingurinn tekið þátt í námskeiði og einungis fengið ráðn- ingu að uppfylltum skilyrðum um Steinunn V. Óskarsdóttir, mætingu og ástundun. Þetta fyrirkomulag hef- ur gefist vel enda eru námskeiðin þannig byggð upp að þau auð- velda ungmennum að fara inn á vinnumark- aðinn aftur. Um 160 ungmenni hafa fengið eða fá ráðn- ingu á næstunni við eftirtalin verkefni, götuleikhús, útgáfu, listsmiðju, skógrækt, ýmis leikhús í borginni, Árbæjarsafn, æsku- lýðsfélög, félagsmið- stöð nýbúa, hjá íþrótta- félögum, í Gerðubergi, við sundlaugarnar og víðar. Starfsþjálfunarverkefni, sem hafa gengið undir nafninu Veturliðaverk- efni voru haldin á vegum Hins húss- ins síðastliðinn vetur. Nú hefur verið lagt til að með næsta hausti verði farið út í samstarf við aðila atvinnu- lífs og vinnumarkaðar. Ef þetta gengur eftir verður hægt að taka 60 ungmenni í þetta verkefni strax í haust. Umsjón verkefnisins væri i hönd- um Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar og Hins hússins. Vinnumiðl- un sæi um ráðgjöf til ungmennanna og væri tilvísunaraðili .vegna verk- efnisins. Hvert verkefni byijaði með fjögurra vikna námskeiði f Hinu húsinu þar sem kenndur yrði ákveð- inn kjarni en síðan gæfist þátttak- endum kostur á ákveðnum valfögum eftir áhugasviði hvers og eins. Nám- skeiðið er bytjunarþáttur sjálfs verk- efnisins og þar gefst gott tækifæri á að fylgjast með mætingu, veita stuðning ef þess þarf og ráðgjöf ef vandamál koma upp. Að loknu þessu námskeiði færi viðkomandi í 5 mánaða starfsþjálf- un. Sú starfsþjáifun færi fram í vinnuhópi sem stjómað væri frá Hinu húsinu og þar gæti ýmis starf- Kjarabarátta í skugga skattheimtu ISLENSKA þjóðin hefur ekki farið var- hluta af kjarabaráttu verkalýðsfélaga und- anfarin ár. Þessi bar- átta hefur öll átt það sameiginlegt að ein- kennast af kröfum um mismiklar launahækk- anir. Launþegar eru með skylduaðild sinni að verkalýðsfélögunum oft neyddir út í mislöng og kostnaðarsöm verk- föll. Það sem eftir stendur er þó ekki launauppbótin í krón- um talið. Oft stendur kaupmáttur í stað vegna hækkandi vöru- verðs í kjölfar launahækk- ana. Það sem skiptir sköp- um, en verkalýðsfélögin skeyta lítt um, eru gjöld landsmanna til hins opin- bera í formi ýmissa skatta. Launþeginn þarf að vinna 160 daga, segir Sigríður Asthildur Andersen, áður en hann getur hrist krafs- andi skattahönd hins opinbera af sér. Sigríður Ásthildur Andersen Með nýrri upplýsinga- miðstöð Hins hússins, segir Steinunn V. -3i--------------------- Oskarsdóttir, mun að- gengi ungs fólks að nauðsynlegum upplýs- ingum stórbatna. semi farið fram. I fyrsta lagi má hugsa sér ýmsa þjónustu við sto- fanir, fyrirtæki og félagasamtök sem vinnuhópurinn tæki að sér. í öðru lagi gæti komið til rekstur ýmissa verkstæða sem sinnti gerð íistmuna, handverki o.fl. Vinnuhóp- urinn gæti einnig séð um þjónustu við húsfélög og einstaklinga. í þriðja lagi vinna við ýmis átaks- verkefni á vegum Í.T.R. og annarra aðila þar sem öðru hveiju þarf á miklum mannafla að halda til að sinna ýmsum verkefnum. samhliða vinnu við ýmis verkefni færu þátt- takendur á námskeið í verkefnis- stjórn. Reynslan hefur hins vegar sýnt að sá hópur stækkar sem hefur ekki nægan bótarétt til að teljast fullgild- ur í átaksverkefni vegna krafna Atvinnuleysistryggingasjóðs um 50% bótahlutfall einstaklinga til að sveitarfélagið fái endurgreidd laun úr sjóðnum. Það er hins vegar stað- reynd að þeir sem mest þurfa á hjálp að halda eru oftast þeir sem minnst- an hafa bótarétt. Það verður að grípa til sérstakra úrræða fyrir þá sem engan bótarétt hafa. Nú er uppi til- laga um að stofna sérstakan stuðn- ingshóp sem starfaði jafnhliða vet- urliðaverkefni. Þessar tillögur eru nýmæli í at- vinnuúrræðum fyrir ungt fólk og má segja að hægt sé að skipta þeim í þrennt. í fyrsta lagi má nefna stuðnings- úrræði. Þau eru hugsuð fyrir þá sem komast ekki í veturliðaverkefni, verkefnið hentaði þeim ekki en við- komandi hefðu þó áhuga á að gera eitthvað í sínum málum. Halda þyrfti námskeið sem stuðluðu að því að styrkja stöðu þessara einstaklinga og finna önnur úrræði sem gætu hentað. í þessum hópi eru m.a. ung- ar einstæðar mæður. Huga þarf einnig að sérstökum úrræðum fyrir útlendinga sem sest hafa að á ís- landi en hafa ekki fullt vald á mál- inu. Sú starfsemi gæti farið fram í samstarfi við félagsmiðstöð nýbúa. I öðru lagi má nefna fræðsluátak sem væri ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi. I samvinnu við Námsflokkana yrði þessum hópi gefinn kostur á að klára 10. bekk. Hópurinn væri þá hálfan daginn við nám en hálfan daginn í starfsþjálfun hjá einhverri borgarstofnun eða í annarri starfsþjálfun. í þriðja lagi er það síðan starfs- fræðsla. Það úrræði gæti hentað ungu fólki með mismunandi þarfir og mætti blanda fólki í þennan hóp. Það mætti hugsa sér að þessi hópur ræki einhverskonar fasta atvinnu- starfsemi sem yrði að einhveiju leyti sjálfbær. Jafnframt verði einstakl- ingum boðið upp á menntunarúrræði sem tengdust starfseminni. I þessu sambandi hefur vaknað skemmtileg hugmynd sem gengur út á það að hópurinn ræki einhvers- konar endurvinnslu með húsgögn, heimilistæki, búsáhöld o.þ.h. Þetta býður upp á mjög fjölbreytta starfs- fræðslu auk þess sem hópurinn þyrfti að sjá um kynningu, rekstur og sölu. Það skiptir mjög miklu máii að áður en verkefni lýkur væri fólki gefinn kostur á náms- og starfsráð- gjöf til að einstaklingurinn geti bet- ur áttað sig á eigin stöðu. Æskileg- ast væri að útskrifa veturliða í nánv eða starf. Það yrði hiutverk Vinnu- miðlunar að finna störf fyrir þá sem þess óska en í gegnum ráðgjöf væri hægt að beina mörgum í nám. Með nýrri upplýsingamiðstöð Hins hússins mun aðgengi ungs fólks að nauðsynlegustu upplýsingum um nám, atvinnutækifæri, réttindi og fleira stórbatna. Hitt húsið mun að sjálfsögðu halda áfram að styðja sjálfstæð verkefni ungs fólks með ýmiss konar ráðgjöf og láni á vinnu- aðstöðu og í tengslum við ofangreind verkefni verður ungu fólki sköpuð vinnuaðstaða til að sinna ýmsum verkefnum. Stefnan er sú að hafa þessa aðstöðu opna öllum þannig að þeir sem hafa Iokið þátttöku í verk- ^ efninu og annað atvinnulaust fólk geti nýtt sér hana. Hugmyndir þær sem hér hafa verið settar fram eru einungis þær fyrstu af mörgum. Hugmyndirnar þurfa að vera í stöðugri endurnýjun til að alltaf séu til úrræði sem henta hveiju sinni. Með markvissum vinnu- brögðum er hægt að gripa snemma inn í atvinnuleysisferlið hjá einstakl- ingnum og koma þannig í veg fyrir að viðkomandi lendi í vítahring. Höfundur er borgarfulltrúi. Og ekki má gleyma skylduþóknun lands- manna til verkalýðsf- urstanna, skyldu- greiðslur til Ríkisút- varpsins, lögbundnu af- sali 10% Iauna þeirra til lífeyrissjóða o.fl. Að- eins útgjöld ríkis og sveitarfélaga og iðgjöld lífeyrissjóða eru 43,8% af vergri landsfram- leiðslu. Launþeginn þarf því að vinna fram að 161. degi ársins, áður en hann getur hrist krafsandi hönd hins opinbera af sér. Það er því með ólík- indum að þeir, sem kenna sig við jafnræði og jöfnuð, hái kjarabaráttu sína aftur og aftur á þeim forsendum að auka þurfi útgjöld hins opinbera og þyngja þar með skattbyrð- ina. Þess konar barátta er barátta við sig sjálfan. í hveiju felst sá jöfnuður? Á laugardaginn kemur, 10. júní, eru 43,8% af árinu liðin og er 10. júní því fyrsti dagur ársins sem launamaðurinn vinnur ekki ein- göngu fyrir hið opinbera. Vissulega er ástæða til að fagna þessum degi. Það er hins vegar ekkert fagnaðar- efni að þennan dag beri svo seint að garði sem raun ber vitni í ár. Höfundur er háskólanemi og Heimdellingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.