Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 22
MöRGU'NBLAÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 LÍSTÍR New York - MYNPUST N ý I i s t a s a f n i ð HUGMYNDALIST „10 eyjaskeggjar frá Ameríku. 10 Islanders from America" Opið frá 14-18 alla daga til 25 júni. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 100 krónur. FYRIR eitt er sýningin New York - Nýló sér á báti, sem felst í því að á móti fímm íslendingum taka fímm einstaklingar frá Puerto Rico þátt í henni, en mér er ókunnugt um að myndlistarmenn frá því fíærlæga og framandi landi hafí sýnt hér áður. Hér er að vísu um listaskólanem- endur að ræða, en telst engu að síður í senn áhuga- og forvitnilegt, því maður vill gjaman vita hvemig listspímr á þeim blóðheitu slóðum hugsa og í hvetju þær em frá- bmgðnar þeim á köldu breiddar- gráðunum. Allir tíu sýnendumir em skólafé- lagar frá New York, með dijúgan áhuga á hugmyndafræðilegri list og er því óhætt að álykta að hér sé kominn þverskurður á viðfangsefn- um listnema úti í heimi. Um er að ræða þau Annex Burgos, Hrafnhildi Arnardóttur, Ingibjörgu Jóhanns- dóttur, Charles Juhasz-Alvardo, Kristínu Hauksdóttur, Magnús Sig- urðsson, Ana Rosa Rivera Marrero, Amaldo Morales, Carmen Olmo og Stefán Jónsson. Það verður þó naumast sagt að funinn í Puerto Rico-þjóðinni, grein- ist á myndum þessara einstaklinga, og ei heldur að kuldinn og óútreikn- anleg veðráttan komi fram í mynd- verkum íslendinganna. Satt að segja staðfestir sýningin þá tilgátu, að listnemar séu að fást við mjög keimlíka hluti í hundmðum og þús- undum listaskóla dreifðum um allan heim, og alls staðar í nafni framleik- ans. Fmmleikinn er þá, eins og ég hef oft haldið fram, orðinn að hóp- efli og akademisma og þá leitar hugurinn aftur til Salon-listamanna fyrri alda. Munurinn er þó vemlegur því að þeir vom málarar yfírstétt- arinnar, sem ein gat leyft sér að kaupa listaverk á þeim ámm, en núlistamenn em upp til hópa háðir listhúsaeigendum og sýningarstjór- um. Þannig fjölgar kaupstefnum listhúsaeigenda stöðugt og em að verða ieiðandi og markandi áhrifa- vald um listmat víða um heim. Og hvar fínnum við eiginlega framleikann í dag nema hann snerti hag markaðsins? Gott dæmi um það er farandsýning á list fmmbyggja Ástralíu, “Aboiriginal Art“, Crossroads toward a new reality, sem er stórbrotin i skreytikenndum ríkidómi sínum. Hún hefur farið sig- urför um heiminn á undangengnum ámm og var ég svo lánsamur að sjá hana í Tokyo fyrir tveimur og hálfu ári. Það var svo nýlega til þess tekið í listheiminum að enginn hafði sérstakan áhuga á list frum- byggjanna fyrr en einhveijir upp- götvuðu að hér væri um gullnámu að ræða! Ýmsar spurningar verða óneitan- lega áleitnar við skoðun sýningar- innar í Nýlistasafninu en hug- * * ANA ROSA Rivera Marrero, Án titils. myndafræðilega fólkið er áberandi meðvitað um markaðssetningu verka sinna og er hér um alþjóðlega hreyfíngu að ræða, sem hefur ekki svo lítinn svip af trúarbrögðum. Áleitnust er sú, hvort listaskólar eigi að fara eftir alþjóðlegum hræringum, sem hrandið er af stað af markaðs- öflum beggja vegna Atlantsála, og standa stöðugt skemur yfír, eða leit- ast við að rækta eigin garð. Það er svo alveg nýtt að fmmleik- inn sé falinn í því að láta fjarstýra sér og mata sig á alþjóðlegum gmndvelli, öðmvísi mér áður brá. Hins vegar er hið góða við þetta að sjálfur leikurinn er virkjaður en hann er einn mikilvægasti þáttur 1 ARNALDO Morales. Fex Selec 4000 No 94 sköpunarferlisins, eða næst á eftir vinnunni og sársaukanum. Mikil áreynsla, eins og t.d. í íþróttum, verður til að auka blóðstreymið og adrenalínið í líkamanum þannig að mönnum líður betur. Það gerist ekki án áreynslunnar og sársaukans, nema um notkun örvandi lyíja sé að ræða. Svipað er það í listinni, því án vinnu og áreynslu ná menn ekki nýjum áföngum og mikilvægt er að útiloka enga möguleika og festa sig ekki um of á afmörkuðum vettvangi þótt hann sé „in“ þessa stundina. Þá er samvinna ólíkra þjóðarbrota á listavettvangi af hinu góða og verður vonandi til að bæta heiminn. Ég viðurkenni að ég er lítið inni í myndlist eyjarinnar fjarlægu á Karabíska hafínu og er þess nokk- urn veginn fulviss eftir skoðun sýn- ingarinnar að ég sé svo til jafnnær, og ei heldur hafí mér aukist tiltak- anlega þekking á íslenzkri list. Mér þóttu þó vinnubrögðin yfírvegaðri hjá útlendingunum og handverkið fullkomnara. Alvömleysi og hálf- kæringur virðist stundum hijá vinnubrögð landans á hugmynda- fræðilega sviðinu, eins og kemur skýrt í ijós af nafngift einnar mynd- arinnar, „Þijú rassgöt og jafnmarg- ar píkur“. Vinnubrögðin við út- færslu myndanna em í samræmi við hana og á gmnnskólastiginu. Summan af þessu er, að ég sé fátt á sýningunni sem framkallar viðbrögð og það helst að alvara, átök og hnitmiðun em að baki at- hafnanna. Sýningarskráin er mjög vel hönn- uð í alla staði, en hvergi kemur fram hvar hún hafi verið prentuð né hveij- ir standi að baki. Er ég ætlaði að grennslast fyrir um það á staðnum daginn eftir og rýna um leið betur í sýninguna kom ég að lokuðum dyrum á auglýstum sýningartíma. Naumast nógu gott enda urðu fleiri frá að hverfa á sama tíma, en víst er fólkið ungt og leikur sér. Bragi Ásgeirsson Alþjóðleg- tónlistarhátíð í annað sinn á ísafirði Heimskunnur píanókenn- ari heldur námskeið JÓNSMESSUTÓNAR er yfírskrift alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á ísafirði dagana 20.-24. júní næstkomandi. Hápunkt- ur hátíðarinnar verður píanónám- skeið Ludwigs Hoffmanns, eins virt- asta píanókennara Þýskalands, en einnig verður efnt til tónleika og fyrirlestra þar sem sérstök áhersla verður lögð á íslenska tónlist. Tónlistarskóli ísafjarðar hefur veg og vanda af undirbúningi Jónsmessu- tóna en hann gekkst fyrir áþekkri hátíð, Sumarsólstöðunámskeiðinu, árið 1991. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri segir að hún hafí þótt mjög vel heppnuð og hafi hlotið fá- dæma góðar viðtökur tónlistarmanna. Jónsmessutónar leggjast vel í Sig- ríði og fagnar hún sérstaklega komu Hoffmanns. „Það er mikill fengur í því að fá slíkan afburða listamann til að halda námskeið á íslandi og sérstaklega ánægjulegt að ísafíörður skuli njóta þess. Á Isafirði er sterk hefð fyrir píanóleik og píanókennslu en Ragnar H. Ragnar, fyrram skóla- stjóri Tónlistarskóla Ísaíjarðar, var mikill frámkvöðull á því sviði og er sannarlega verðugt að minnast starfa hans með því að efla píanóleik á íslandi." Ludwig Hoffmann fæddist í Berlín árið 1925 og lagði þar stund á píanó- nám áður en hann hélt til Vínarborgar og Köln. Naut hann leiðsagnar manna á borð við Weingarten, Rössler og Schmidt-Neuhaus. Á áranum 1954-85 var Hoffmann virkur kon- sertpíanóleikari og hélt tónleika um víða veröld, aðallega sem einleikari. Til em ótal upptökur með leik hans en sér- staka athygli hefur vak- ið túlkun hans á tónlist Beethovens og-Liszts. Hoffmann hefur ver- ið prófessor við Tónlist- arháskólann í Miinchen í aldarfjórðung og gegnir nú einnig pró- fessorsstöðu við Tón- listarháskólann í Vínarborg. Hann er afar eftirsóttur kennari enda seg- ir Sigríður að nemendur hans veki hvarvetna mikla athygii fyrir yfír- burðatækni og frábæra listræna túlkun. Öll píanóverk Jóns Leifs Jón Leifs og verk hans verða einn- ig í brennidepli á hátíðinni. Öm Magnússon píanóleikari mun efna til tónleika og verða öll tónverkin sem Jón samdi fýrir píanó á efnisskránni. Þá mun Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld við sama tæki- færi fjalla um tónlistina og tónskáldið. Hjálmar mun jafnframt efna til fýrirlesturs um eigin verk, Fimm prelúdíur fýrir píanó, á hátíðinni og mun Öm flytja prelúdíumar jafn óðum. Á hátíðinni verða einnig kammertónleik- ar, þar sem meðal ann- ars verða flutt verk eft- ir Aaron Copeland, Sjostakovits, ViIIa- Lobos, Schubert og Bo- huslav Martinu. Flytj- endur verða kanadísku hljóðfæraleikaramir Lana Betts þverflautuleikari, David Enns píanóleikari og Karl Toews sellóleikari. Þau tvö fyrstnefndu starfa sem tónlistarkennarar í Stykk- ishólmi en Sellóleikarinn starfar í Noregi. Sigríður segir að mikill áhugi sé fyrir námskeiðinu og margir hafí skráð sig til leiks, þar á meðal nokkr- ir þekktir píanóleikarar. Hátíðinni lýkur væntanlega með tónleikum þátttakenda. LUDWIG Hoff- mann er afar eft- irsóttur píaiió- kennari. Hanna Dóra verð- launuð Barcelona. Morgunblaðið. HANNA Dóra Sturludóttir vann 3. verðlaun í söngkeppni Maria Canals í Barcelona ný- verið. Keppnin hefur verið haldin á hverju ári frá 1954 og er lítil en virt píanó- og söng- keppni. Hanna Dóra lauk 8. stigi úr Söngskóla Reykjavíkur árið 1992 með hæstu einkunn sem þar hefur verið gefin. Hún fór síðan í framhaldsnám til Berlínar og hefur numið þar söng við Hochschule der Kunste síðastliðin þrjú ár. Hún hélt ljóðatónleika í Hafnarborg á Islandi á síðasta ári og hefur nú í ár tvívegis sungið með FQ- harmóníu Berlínar. Þetta er fyrsta keppnin sem Hanna Dóra tekur þátt í og var hún að vonum ánægð með ár- angurinn. „Það er allt annað að syngja í keppni, heldur en á tónleikum. Þetta var góð reynsla og það var ótrúlega spennandi eftir hverja umferð, á Spáni að sjá hverjir komust áfram þangað til við vorum bara fjór- ar eftir í lokaumferðinni,“ sagði Hanna Dóra. 46 keppend- ur voru skráðir í söngkeppnina en aðeins þrír voru verðlaun- aðir. „Ég hafði ekki búist við að komast svona langt þannig að í lokaumferðina hafði ég skráð á mig aríu sem ég hafði aldrei sungið áður opinber- lega. En þetta tókst allt saman undravel." Hanna Dóra heillaði spönsku dómnefndina með því að syngja m.a. verk úr Pétri Gaut, La Boheme, Carmen og Töfraflautunni, en hún söng einmitt hlutverk Paminu í Töfraflautunni í uppfærslu skólans á verkinu í Berlín á síðasta ári. Það er mikið að gera hjá þessari íslensku valkyiju og hún bjóst ekki við að taka þátt í annarri keppni strax á næst- unni. „Ég syng aftur með Fíl- harmóníu Berlínar nú í sumar og á stóru Óperufestivali í Bad Hersfeld um miðjan júlí. Þegar tími gefst til tek ég ábyggilega þátt í einhverri annarri keppni,“ sagði Hanna Dóra Sturludóttir. Apple-umboðið Þjónustudeild: i Applc-umboðið hf. Skipholti 21, Reykjavík 511 5115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.