Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 19 ERLENT Framkvæmdastj óri Rauða hálfmánans á svæðum Palestínumanna Morgunblaðið/Júlíus IZZEDIN Aryan, framkvæmdastjóri Rauða hálfmánans á sjálfs- stjórnarsvæðum Palestínumanna. apteduct-cf (&£'(&& GempaAif Allir deiluaðilar virða störf hjálparstofnana munu gera það áfram, þrátt fyrir boð og bönn.“ Vatninu misskipt Aryan nefnir dæmi um þá mis- munun sem Palestínumenn á her- numdu svæðunum verði að þola af hálfu ísraelskra stjórnvalda. Nokk- ur þúsund landnemar úr röðum gyðinga á Gaza megi bora eftir vatni eins djúpt og þeir vilja. Það geri þeir, hafi nóg vatn til drykkjar og áveitu, „þeir eru meira að segja með sundlaugar". Palestínskir bændur megi aðeins bora niður á ákveðið dýpi, þessum takmörkun- um sé vandlega framfylgt og vatn- ið úr efri jarðlögunum sé auk þess svo salt að það sé ekki gott til drykkjar. ÖLL undirstaða heilbrigðiskerfis er í molum á Gaza-svæðinu og ástand- ið er einnig slæmt á Vesturbakkan- um eftir nær þriggja áratuga hemám ísraela, að sögn fram- kvæmdastjóra Palestínudeildar Rauða hálfmánans, Izzedins Ary- ans. Hann kom í nokkurra daga heimsókn til íslands í liðinni viku og ræddi m.a. við fulltrúa íslands- deildar Rauða krossins, átti auk þess að hitta forseta íslands, Vig- dísi Finnbogadóttur, í gær. Aryan segir mjög gott samstarf vera á milli Rauða hálfmánans og sam- svarandi stofnunar í ísrael, Davíðs- stjörnunnar. Aryan er lyfsali, kvæntur og fjögurra barna faðir, fæddur í Jerú- salem en búsettur í Ramallah á Vesturbakkanum þar sem aðal- stöðvar Palestínudeildar Rauða hálfmánans eru nú. Ættingjar hans búa í Jerúsalem, gamla borgarhlut- anum, og þarf hann sérstakt vega- bréf til áð mega heimsækja þá. Hann segir alla aðila, einnig bókstafstrúarmenn í Jihad og Ham- as, virða störf hjálparstofnananna sem báðar eru í reynd deildir í Al- þjóða Rauða krossinn í Genf. „Þetta samstarf gengur vel og var einnig virt meðan á uppreisninni á herm- umdu svæðunum, intifada, stóð. Stjórnmáladeilur hafa ekki áhrif á starf okkar, við sinnum jafnt Pal- estínumönnum sem ísraelum. Oft hefur það komið fyrir eftir óeirðir að sjúkrabílar okkar hafa flutt ísra- ela, jafnvel slasaða hermenn, á spítala og ísraelamir hafa einnig annast slasaða úr röðum Palestínu- manna.“ Þriggja áratuga stöðnun Aryan segir að ísraelsstjórn hafi vissulega haft útgjöld til heilsu- gæslu á hernumdu svæðunum á fjárlögum en féð hafí að miklu leyti runnið til sjúkrastofnana í Israel sjálfu. Þótt aðstaðan hafi einnig nýst Palestínumönnum komi það sér illa núna, eftir að Palestínu- menn hafí fengið takmarkaða sjálfsstjórn, að nánast ekkert hafí verið byggt upp á þessum áratug- um og það sem fyrir var grotnað niður. Aryan segir efnahagsvandann hafa aukist enn á Gaza vegna þess að ísraelsstjórn hafí bannað Palest- ínumönnum á svæðinu að leita sér vinnu í ísrael en það hafí að minnsta kosti 130.000 manns gert. Þessi ráðstöfun, sem gripið var til vegna sprengjutilræða palestínskra hermdarverkamanna í ísrael, hafi aukið vonleysi og reiði meðal al- mennings sem fínnist að flest hafí farið á verri veg eftir friðarsamn- ingana í Ósló og Washington. Framkvæmdastjórinn segir að hafi markmiðið verið að koma í veg fyrir að hermdarverkamenn kæm- ust inn í ísrael sé aðgerðin vind- högg. „Það hefur komið í ljós í öll- um tilvikum að tilræðismennirnir hafa ekki farið inn í ísrael með löglegum hætti, við verðum að sýna sérstakt skírteini við varðstöðvar. Þeir hafa laumast inn í landið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.