Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 15 NEYTENDUR IMISSAN SJÓVEIKIBANDIÐ hefur reynst áhöfn björgnnarbátsins Þórs í Vestmannaeyjum vel. BLÓMAVAL býður moltukassa til sölu á kr. 4.900. Molta er nýyrði sem Hafsteinn Hafliðason hefur yfir það sem áður hefur verið kallað safnhagur. Kassinn er 340 lítrar að rúmmáli og er gerður úr svörtu endurunnu plasti. Velja þarf kassanum stað þar sem sól getur skinið á hann nokkra tíma á dag. í hann má fara allur garðaúrgangur, brauð og grænmet- isafgangar. Moltnun tekur 6-8 vik- ur í venjulegu árferði á sumrin að því er segir í fréttatilkynningu frá Blómavali. Kolaportið opið fimmtudag og föstudag Ákveðið hefur verið að fjölga markaðsdögum í Kolaportinu og verður því opið í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, frá klukkan 12-18. Opið verður eins og venju- lega laugardag og sunnudag. Upphækkun eða Arctic edition sem gerir bílinn hærri undir lægsta punkt, kemur sér vel í torfærum. Álfelgur Tæringarvarðar Nissan álfelgur. Fjarstýring á samlæsingum Frítt þjónustueftirlit 118 mánuði eða 22.000 km. akstur. og útvarp með fjórum hátölurum. Útihitamælir hiti í sætum, rafdrifnar rúður, vökva- og veltistýri, bein fjölinnsprautun, 16 ventla vél. Sjóveikiband Landsbjargar Ogleðin læknuð á einfaldan hátt að kínverskum hætti Moltukassar í Blómavali MÉR ER svo flökurt, segir patti aftur í bílnum og er ekki öfunds- verður frekar en aðrir sem þjást af ógleði. Lausnin gæti verið ein- faldari en þá grunar. Lyfjabúðir hafa í nokkrar vikur selt svokallað sjóveikiband sem Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, flytur inn. Það byggist á gömlum kínverskum aðferðum og þrýstir á punkt ofan við úlnliðinn innanverð- an, sem sagður er hafa áhrif á maga og meltingu. Kínveijar hafa í árþúsundir iinað þrautir og komið á jafnvægi með því að örva ákveðna punkta eða svæði á líkamanum. Nálarstungur, hiti, vægur rafstraumur eða þá þrýstingur á einn stað hefur áhrif á ástand annars líkamshluta. Jafn- vægi er lykilorð í austurlenskum lækningum og stöðugt orkuflæði um líkamann stuðlar að því. Kín- vetjar kenna 12 aðalbrautir orkunn- ar við líffærin sem þær tengjast og telja nærri 2.000 punkta eins konar hlið orku inn og út úr líkamanum. Með þrýstingi á þessa punkta er líkaminn hlaðinn orku eða losað um stíflur og ójafnvægi lagfært. Vestræn læknavísindi eru farin að viðurkenna ákveðna þætti í þess- um kenningum en hafa ekki hald- bæra skýringu á áhrifum punkt- anna, aðra en þá að þrýstingurinn losi vellíðunarefnin endorfín sem berist hraðar til heilans en sárs- aukaboð. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig einn punktur tengist öðr- um; til dæmis hvernig þrýstingur á innanverðan úlnlið dregur úr ógleði og léttir bijóstverk. Það mun þó í langflestum tilvik- um raunin og þannig hefur sjóveiki- bandið hjálpað sjóveikum, bílveik- um og flugveikum, ófrískum konum með morgunógleði, sjúklingum eftir svæfíngu og í erfíðri lyfjameðferð. Bandið er borið á báðum hand- leggjum rétt ofan við úlnliði þannig að kúla sem á það er fest þrýsti á punkt um þrem fingurbreiddum ofan við lófa. Punkturinn kallast p6 eða Nei-Kuan og er einn af öflugustu þrýstipunktunum. Með bandinu fæst stöðugur þrýstingur á hann og ögleði getur alveg horf- ið, án aukaverkana, þar sem ekki er um lyf að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.