Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI * Asýnd Strandgötu breytt UMFANGSMIKLAR fram- kvæmdir standa nú yfir austast við Strandgötu þar sem verið er að tengja hafnarsvæðið á Odd- eyrarbryggju við götuna. Byggður hefur verið grjót- garður eftir endilangri götunni og við hann göngustígur sem síð- an verður tengdur hafnarsvæð- inu með bogabrú, en handan hennar myndast lítill pollur. Hægt verður að sigla undir brúnna á smábátum. Einar Sveinn Ólafsson formað- ur hafnarstjórnar sagði að upp- haflega hefði verkinu átt að ljúka um miðjan júní, en ljóst að ekki næðist að klára það fyrir þann tíma, „en við stefnum að því að ljúka þessu verki sem fyrst, það er lögð mikil áhersla á að klára þetta,“ sagði hann. „Þetta er lið- ur í því að fegra bæinn og gera hann meira aðlaðandi." Verkmenntaskólinn á Akureyri Morgunblaðið/Rúnar Þór NÝSTÚDENTARNIR Sigríður Lilja Ragnarsdóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir brautskráðust af myndlista- og handíðabraut Verk- menntaskólans. Sigríður heldur á frænku sinni, Guðrúnu Ösp. Brautskráning í 11. sinn VERKMENNTASKÓLANUM á Ak- ureyri var slitið í ellefta sinn annan dag hvítasunnu og voru þá braut- skráðir frá skólanum stúdentar, iðn- aðarmenn, sjúkraliðar og fleira. Nemendur voru við upphaf skóla- árs rúmlega 970 í dagskóla sem er álíka fjöldi og síðustu ár. Nemendum fækkaði er leið á veturinn, mest í kennaraverkfalli í febrúar og mars. Flestir stunduðu nám á uppeldissviði, þá var heilbrigðissviðið næstvinsæl- ast, síðan tæknisvið og hússtjómar- svið og loks viðskiptasvið. í öldungadeild voru um 150 nem- endur, 15 í meistaraskóla og í fjar- námi með tölvum voru 52 nemendur auk þess sem um 180 nemendur sóttu ýmiss konar námskeið í skólanum. Úr takt við tímann Bemharð Haraldsson skólameistari gerði menntun að umtalsefni í ræðu sinni og sagði að á næstu árum og áratugum bæri að leggja áherslu á verklegt nám. Það væri úr takt við tímann, að fískveiðiþjóðin íslendingar skuli varla mennta nema skipstjómar- menn og vélstjóra en láta aðrar grein- ar tengdar veiðum og vinnslu sjávar- afla nær afskiptalausar. „Meðan hvorki flölgar fiskum í sjó né fé á fjalli, verður við að beina orku okkar að fullvinnslu afla og þar verðum við að auka menntun til að vera sam- keppnishæf í framtíðinni,“ sagði Bemharð. Leifsstaðir í Eyjafjarðarsveit Breyttu gömlu /»• ^ • / • i«i / fjosi í gistihus GISTIHÚSIÐ að Leifsstöðum í Eyja- Qarðarsveit var opnað nú nýverið, en þar hafa hjónin Amý P. Sveinsdóttir og Gunnar Th. Gunnarsson komið sér upp vistlegu gistihúsi þar sem áður var fjósið á bænum. Leifsstaðir eru nákvæmlega 5 kíló- metra frá miðbæ Akureyrar, þeir standa austanmegin í fírðinum gegnt bænum og er útsýni þar einkar gott. Alls eru 6 herbergi í gistihúsinu, með samtals 10 gistirýmum. Tveggja manna herbergin em fjögur, tvö þeirra með sér baði og þá eru tvö eins manns herbergi. 011 herbergin eru með handlaug. Vistleg setustofa Þau Gunnar og Ámý hafa byggt sameiginlega setustofu, um 60 fer- metra að stærð, þar sem eru sæti fyrir 20-40 manns eftir því hvemig raðað er, einnig er þar sjónvarpshom og geta gestir valið um fjölda sjón- varpsrása og þá er bar á staðnum. Auk þess að bjóða upp á morgunverð er boðið upp á kvöldverð á staðnum, óski gestir þess. Þau bjóðast til að sækja gesti sína á flugvöllinn eða á umferðarmiðstöðina. „Við keyptum þetta hús árið 1991 með það fyrir augum að opna hér Djöflaeyjan FIMM þúsundasti gesturinn er vænt- anlegur á allra síðustu sýningu Leik- félags Akureyrar á Djöflaeyju þeirra Einars Kárasonar og Kjartans Ragn- arssonar sem verður á laugardags- kvöld, lO.júní kl. 20.30. Hinn heppni leikhúsgestur fær að- gangskort að öllum leiksýningum Leikfélags Akureyrar á næsta leikári gistihús," sagði Gunnar. Hafíst var handa um framkvæmdir í ágúst í fyrra og unnið að þeim I vetur, en verkinu er nú að ljúka. „Við höfum ekkert gert enn í að koma okkur á framfæri, en erum samt byijuð að fá bókanir fyrir sumarið,“ sagði Ámý. „Þetta leggst því bara vel í okkur, við emm bjartsýn á að þetta gangi." Við húsið er garður sem Sólveig Rögnvaldsdóttir sáði í með fræi fyrir um 50 árum og hafa gestir aðgang að honum. Þá em í nágrenninu góðar gönguleiðir, m.a. liggur svokölluð þingmannaleið rétt norðan við bæinn, austur yfír Vaðlaheiði og einnig er stutt í Kjamaskóg, útivistarsvæði Akureyringa. Þau Gunnar og Ámý hafa plantað mikið í landið, m.a. um 1.000 plöntum á síðasta ári og hyggjast halda því starfí áfram. Aðstaða fyrir heimilisdýr Hugmyndir era uppi um að byggja í framtíðinni upp aðstöðu fyrir heimil- isdýr, hunda og ketti, þannig að fólk sem ferðast með dýrin með sér geti gengið þar að góðri aðstöðu. Gunnar og Ámý eiga sjálf hunda og segja oft erfítt að fá gistingu við hæfi, séu þeir með í för. og að sjálfsögðu frítt inn á sýninguna. Djöflaeyjan hefur verið sýnd hjá LA allar helgar frá því í mars síðast- liðnum og hefur að sögn Viðars Egg- ertssonar leikhússtjóra slegið í gegn. Vegna mikillar aðsóknar var því af- ráðið að efna til aukasýningar næst- komandi laugardagskvöld sem verður allra síðasta sýning á verkinu. í síðasta sinn Talið er að blóðkreppusótt hafi borist í kýr í Eyjafjarðarsveit með kjarnfóðri Morgunblaðið/Rúnar Þór ÓMAR og Hanna Dóra hafa staðið í ströngu í fjósinu á Neðri Dálkstöðum á Svalbarðsströnd en allar kýrnar þar veiktust af blóðkreppusóttinni. KÝRNAR á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit eru óðum að ná sér eftir blóðkreppusóttina. Flórinn mokaður sjö sinnum á sólarhring „VISSULEGA óttast maður að þetta verði að faraldri, en vonar auðvitað að svo verði ekki,“ sagði Ómar Ingason bóndi á Neðri Dálk- stöðum á Svalbarðsströnd, en blóð- kreppusótt, sem er smitandi veiru- sýking hefur heijað á kýr í Eyja- firði. Allar kýmar á Neðri Dálk- stöðum tóku sóttina og einnig flest- ar á næsta bæ, Efri Dálkstöðum. Veikin hefur stungið sér niður víða í Eyjafírði en líklegast er talið að hún hafí borist í kýr með kjamfóðri. Nytin dettur niður Um það bil þijár vikur em síðan veikin kom fyrst upp, þá á nokkr- um bæjum framarlega í Eyjafjarð- arsveit og hefur síðan stungið sér niður víða um sveitina, á Sval- barðsströnd og eins er vitað um tilfelli í Þingeyjarsýslu. „Það er alveg ömurlegt að horfa upp á kýmar, þær verða daprar til augnanna og líður auðsjáanlega afar illa. Þær missa lystina og verða mjög máttfarnar og nytin dettur nær alveg niður,“ sagði Hanna Dóra Ingadóttur sem rekur búið á Neðri Dálkstöðum með Ómari bróður sínum. Veikin kom fyrst upp á Efri Dálkstöðum örskammt frá og sagðist Ómar hafa verið þar á ferð daginn áður en hennar varð fyrst vart. Bara halda fyrir nefið „Það em getgátur uppi um að þessi veiki hafi komið með fóður- blöndu, en ég held að lítið sé vitað til dæmist um hvemig hún smit- ast,“ sagði Ómar og kvað lítið hægt að gera annan en bíða eftir að sóttin gengi yfir. „Þetta hefur verið alveg rosa- legur tími,“ sagði Hanna Dóra en kýrnar veiktust fyrst á föstudag í fyrri viku. „Það bókstaflega stendur úr þeim spýjan, alveg út í vegg þegar verst er, maður verð- ur bara að halda fyrir nefíð og passa sig að verða ekki fyrir.“ Fjósið á Neðri Dálkstöðum er gamalt og þurftu systkinin að fara 7 sinnum út að moka flórinn þeg- ar veikin var í hámarki um helg- ina. Engar varnaraðgerðir Guðmundur Steindórsson ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að veikin hefði komið upp fyrir nokkm, fyrst á þremur nærliggjandi bæjum framarlega í Eyjafjarðarsveit en svo virtist sem hún hefði gengið fljótt yfir þar en væri sennilegast að koma upp að nýju af meiri krafti. Hann sagði að þetta væri smitandi veimsjúkdómur en ekki væri annað að sjá en hann gengi nokkuð fljótt yfir, kýrnar næðu sér tiltölulega fljótt aftur. „Sumar verða alveg fárveikar, en aðrar eru sterkari, það er misjafnt hvernig þær taka þessa sótt,“ sagði Guðmundur. Ekki væri vitað til að hægt væri að koma neinum varnaraðgerðum við til að fyrir- byggja að kýrnar tækju sóttina og gætu bændur því lítið gert annað en bíða eftir að hún gengi yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.