Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HEIMSOKN FOR-
SÆTISRÁÐHERRA
VÍETNAMS
VO KAN Kiet, forsætisráðherra Víetnams, kemur í
tveggja daga opinbera heimsókn til íslands í dag í
boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Með Kiet í för eru
einnig utanríkisráðherra Víetnams, fjármálaráðherra og
ráðherra stjórnarráðs landsins og um sjötíu manna föru-
neyti. Er ísland lokaáfangi víetnamska forsætisráðherrans
á ferð hans um Norðurlönd.
Það skiptir miklu að treysta samskiptin við Víetnam og
önnur ríki í austurhluta Asíu. Þau hafa verið helsti vaxtar-
broddurinn í efnahagslífi heimsins undanfarin ár og er
vart hægt að lýsa þeim mikla hagvexti, sem verið hefur í
ríkjum á borð við Japan, Suður-Kóreu, Taiwan, Hong Kong
og Singapore undanfarna áratugi á annan hátt en sem
efnahagsundri. Allt bendir til, að austurhluti Asíu verði
áfram helsta vaxtarsvæði veraldar næstu áratugina og að
auk fyrrnefndra ríkja eigi ríki á borð við Thailand, Malas-
íu, Kína og Víetnam bjarta framtíð í vændum.
Möguleikar á útflutningi til þessa heimshluta og fjárfest-
inga þar eru gífurlegir. Útflutningur íslendinga- til Asíu
hefur vaxið hröðum skrefum og nam á síðasta ári tæpum
sextán prósentum af heildarútflutningi okkar. Var það
fyrsta árið, sem meira var flutt út til Asíulanda en Banda-
ríkjanna.
Utflutningur til Japans vegur langþyngst en miklir mögu-
leikar eru að opnast eða munu opnast í útflutningi til ann-
arra Asíuríkja, s.s. Víetnams. A undanförnum misserum
hafa forsvarsmenn nokkurra íslenskra fyrirtækja kannað
þau tækifæri, sem fyrir hendi eru í Víetnam, og virðist
sumt lofa góðu.
Heimsókn forsætisráðherra Víetnams er því þýðingar-
mikil fyrir okkur íslendinga og vekur vonir um að takast
megi að auka samskipti ríkjanna.
Islendingar hafa á undanförnum árum kynnst ví-
etnömsku þjóðinni vegna þeirra Víetnama, sem hér hafa
sest að. Flestum hefur þeim tekist að aðlaga sig vel ís-
lensku þjóðfélagi, þpátt fyrir ólík viðhorf og hugsunarhátt,
og getið sér orð á íslandi fyrir dugnað og útsjónarsemi.
VINNUBRÖGÐ
Á ALÞINGI
VINNUBRÖGÐ á Alþingi hafa verið töluvert til umræðu
á undanförnum árum og hvernig megi bæta þau.
Gerði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, þetta að sér-
stöku umtalsefni í ræðu, sem hann flutti er hann tók við
embætti.
Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins og vara-
forseti Alþingis, hefur setið lengst allra núverandi þing-
manna á Alþingi, en hann var fyrst kjörinn á þing fyrir
meira en þrjátíu árum. í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnu-
dag segir Ragnar, að hann telji óhjákvæmilegt að þing-
menn stytti ræður sínar og þar með umræður. „Þær hafa
aukist gífurlega með öllum þessum utandagskrárumræðum.
Þegar ég byrjaði voru ekki utandagskrárumræður nema
við sérstök tækifæri. Menn leyfðu sér ekki að biðja um
utandagskrárumræðu þótt þeir heyrðu einhveija frétt í
útvarpi . . . Það er í rauninni ekkert réttlæti í því að far-
irðu eftir leikreglunum og leggir fram þingskjal með þínu
hugsjónamáli þá sértu settur í biðröð og þurfir að bíða í
margar vikur eftir að komast að. En ef þér dettur í hug
að ryðjast fram fyrir alla þá kemstu umsvifalaust að . . .
Þetta er slæm þróun, því að umræður um skýrar, rökstudd-
ar tillögur eru dýpri og gagnlegri en flestar dagskrárumræð-
ur sem yfirleitt eru harla yfirborðslegar og illa undirbún-
ar, byggja ekki á neinum gögnum en fjalla oftast um ein-
hvern vanda, sem enginn sér lausn á í svip, t.d. yfirvof-
andi verkfall eða annað það sem er svo margþætt og flók-
ið, að því verða engin skil gerð rneð tveggja mínútna ræðu-
tíma á mann eins og algengast er.“
Undir þessi orð má taka. Rétturinn til umræðna utan
dagskrár er ofnotaður og rétturinn til umræðna um þing-
sköp því miður alltof oft misnotaður. Ræðutími í umræðum
um þingmál er í mörgum tilvikum alltof langur. Er ekki
orðið tímabært að tekið verði á þessum málum og að for-
ystumenn flokka reyni að ná samkomulagi um skynsam-
legri vinnubrögð er sæma virðulegri stofnun á borð við
Alþingi?
*
O Færeyski stjórnmálamaðurinn Oli Breckmann
Danir
ekki söku-
dólgarnir
Færeyingar hafa gengið í gegnum
miklar þrengingar undanfarin ár
og þúsundir manna hafa flust úr
landi til að leita atvinnu. Kristján
Jónsson ræddi við þingmanninn
Ola Breckmann sem segir taum-
lausan vöxt opinberra umsvifa vera
að kæfa rekstur framleiðslufyrir-
tækja í Færeyjum
ÓliBreckmann
OLI Breckmann er eldheitur
og afar umdeildur fijáls-
hyggjumaður, starfar í
Fólkaflokknum og hefur
verið annar tveggja fulltrúa Færey-
inga á danska þinginu um árabil.
Hann er á fímmtugsaldri, menntað-
ur í Bretlandi, vel á sig kominn og
hressilegur í framkomu. Mörgum
Færeyingnum þóttu skoðanir hans
framandi og furðulegar er hann
kom heim frá námi. íslenskur þing-
maður, sem þekkir vel til í Færeyj-
um, tjáði blaðamanni að Óli hefði
komið eins og stormsveipur inn í
íhaldssamt samfélag eyjanna.
Á dögunum var Óli á íslandi í
kynnisferð ásamt um 20 löndum
sínum, meðal þeirra var annar þing-
maður, einnig háttsettir embættis-
menn og leiðtogar í verkalýðshreyf-
ingu og atvinnulífi.
Óli, sem talar allgóða íslensku,
segist hafa haft frumkvæði að ferð-
inni og notið fulltingis íslenskra
stjórnvalda. Hann vilji sýna löndum
sínum hvernig íslendingar fari að
því að bjarga sér sjálfír, vera sjálf-
stæðir, þótt þeir séu einnig örsmá
þjóð eins og Færeyingar. Hópurinn
hlýddi á fyrirlestra hjá háskól'a-
kennurum, embættismönnum og
ýmsum sérfræðingum um íslenska
stjómkerfið og atvinnulífið.
Morgunblaðið ræddi við Óla um
efnahagserfiðleika Færeyinga, sekt
og sakleysi og samskiptin við Dani.
—Hvað segirðu um ríkjasam-
bandið við Danmörku, telurðu raun-
hæft að slíta því alveg eins og kann-
anir sýndu að flestir Færeyingar
vildu fyrir nokkrum mánuðum?
„Nei þetta var svona eins konar
aukaverkun held ég. En ég held
að samstarfíð milli Dana og Færey-
inga verði aldrei það sama eftir
þetta. Allt er miðað við danskar
aðstæður í Færeyjum, við viljum
að okkar málum sé stjórnað á fær-
eyskum forsendum sem eru miklu
líkari íslenskum en dönskum.
Ég hef reynt að boða þessi sann-
indi lengi. Fólk heima hefur ekki
skilið að við höfum engin efni á að
borga tvöfalt hærra mánaðarkaup
í Færeyjum en á íslandi.“
-Hefur sambandið við Dani, öll
aðstoðin, vaggað ykkur í svefn?
„Ekki aðeins vaggað okkur í
svefn heldur einnig afskræmt allt
sem heitir arðsemi og samkeppnis-
hæfni. Allt er of dýrt í Færeyjum,
það er sannleikurinn sem við verð-
um að viðurkenna. Þetta er vegna
þess að skattheimtan er orðin svo
mikil að einkarekstur á sér ekki
raunhæfan grundvöll.
Við höfum fengið um milljarð
danskra króna, tíu þúsund milljónir
íslenskra króna árlega, frá Dan-
mörku í styrkjum og með öðrum
hætti án þess að fyrir þessu fé
væri nokkur framleiðslugrundvöllur
í Færeyjum sjálfum. Þetta fé hefur
farið í opinberan rekstur og haldið
uppi mikilli þjónustu en ekki síst
kaupinu í opinbera rekstrinum og
þar með spennt upp kaup í öðrum
greinum.
Opinber rekstur í Færeyjum
kostar sem svarar 800.000 íslensk-
um krónum á mann árlega, á ís-
landi eru samsvarandi útgjöld um
450.000. Bruðlið í opinbera geiran-
um hjá okkur hefur kæft annan
atvinnurekstur. Þess vegna hrundi
einkareksturinn og fólk streymir
úr landinu. Það vinnur núna í Dan-
mörku, á íslandi og víðar.“
-Aflabresturinn hafði líka
áhrif, er það ekki?
„Það er rétt, fiskistofnarnir
minnkuðu eins og við ísland, Græn-
land og víðar á Norður-Atlantshafí,
sjórinn kólnaði og aðstæður breytt-
ust en þetta er að lifna við núna.
Því miður hafa Danir komið á
kvótakerfi hjá okkur svo að við
getum ekki veitt þótt fiskurinn
komi. Ég er ekki endilega andvígur
framseljanlegum kvótum en heild-
arkvótar eru vitleysa."
-Verður ekki að takmarka
heildarveiðina með einhveijum
hætti þegar stofnarnir minnka?
„Við verðum að takmarka sókn-
ina með ýmsum aðgerðum, friðun-
um, tímabundnum bannsvæðum,
takmörkunum á möskvastærð og
þess háttar. En kvótakerfi er af-
leitt vegna þess að það hlýtur að
valda því að afla er fleygt fyrir
borð.“
Olíudraumar
Margir vona að olía finnist á
landgrunni Færeyja, þá myndu öll
efnahagsvandamál leysast á svip-
stundu. „Við yrðum eins og Kúveit-
arnir, bara miklu verri,“ segir Óli
og hlær.
Hann er spurður um bruðl og
skuldasöfnun Færeyinga, kjör-
dæmapot og opinberar fram-
kvæmdir sem lítil glóra virðist í
eins og nokkrum jarðgöngum fyrir
fáeina íbúa á einni eyjunni. Hún
hefur fengið auknefnið Blokkflaut-
an.
„Við höfum notað mikið af pen-
ingum til þess undanfarna áratugi
að tengja eyjarnar átján betur
saman,“ segir Óli. „Þegar við feng-
um heimastjórn eftir stríð voru
Færeyjar vanþróað land, samband-
ið var svo lítið milli byggðanna og
við bjuggum í reynd í mörgum litl-
um löndum. Ef ekkert hefði verið
gert í samgöngumálum hefði aldrei
verið hægt að koma á laggirnar
raunverulegum þjóðarbúskap, ein-
um efnahag.
Mistökin voru þau að allar þess-
ar framkvæmdir voru gerðar fyrir
opinbert fé og af opinberum aðilum
í staðinn fyrir að bjóða verkin út.
Þetta varð allt of dýrt. Blokkflaut-
an er að reyndar öfgafullt dæmi,
þar var borað smávegis á hveiju
ári og þurfti ekki miklar fjárveit-
ingar til þess, þetta rann í gegn.“
-Fyrst í stað var eins og doði
ríkti í Færeyjum vegna allra áfall-
anna. Hafið þið misst móðinn?
„Færeyingar hafa misst móðinn
núna vegna þess að þrjár stjórnir
hafa verið við völd eftir að kreppan
skall á, allri flokkar hafa verið
með í stjórn og eru því í sömu
stöðu, séð með augum kjósenda.
Enginn flokkur getur firrt sig
ábyrgð, hvorki áður en kreppan
hófst né síðar.
Danskur prófessor sagði að fólki
myndi ef til vill fækka í Færeyjum
þar til ekki yrðu þar fleiri munnar
að metta en svo að fiskveiðarnar
og dönsk fjárhagsaðstoð dygðu til
þess. Þetta er algert rugl, hann
gleymir því að hveijum munni
fylgja tvær vinnuhendur.“
-Eru einhveijir sökudólgar
öðrum fremur? Eru Danir vondu
mennirnir?
„Nei það held ég ekki, allir aðil-
ar bera ábyrgð á þessu, líka fólkið
sem eyddi of miklu í bíla og heimil-
istæki á níunda áratugnum, byggði
sér allt of dýr hús. Bankarnir lán-
uðu fólki óspart fé enda voru þeir
með allt of mikið milli handa, það
er réttmætt að gagnrýna danskar
lánastofnanir, sem dældu fé í fær-
eysku bankana, fyrir kæruleysi.
Þetta var stjórnlaust.
Mér finnst ekki hægt að segja
að danskir stjórnmálamenn beri
ábyrgð á óreiðunni áður en sjálf
kreppan reið yfir, þeir gerðu þetta
allt af góðum hug. Eg held að
verst hafi hagað sér Færeyja-
stjórnin sem sat 1984-1988, þá
hækkuðu erlendar skuldir Færey-
inga úr þrem milljörðum danskra
króna í átta milljarða.
Reiði kjósenda
Mest voru þetta reyndar skuldir
einkafyrirtækja sem stóðu í fram-
kvæmdum og tóku lán án þess að
nokkurt vit væri í þeim aðgerðum.
Skipakaup með ríkisábyrgðum
voru gerð fyrir tilstuðlan stjórn-
valda sem hvöttu til þeirra án þess
að hugsa um afleiðingarnar. Koll-
steypan hlaut að koma.
Lögþingið hefði átt að grípa í
taumana miklu fyrr, draga úr út-
gjöldum í staðinn fyrir að hækka
stöðugt skattana.“
-Draga kjósendur þig ekki til
ábyrgðar eins og aðra stjórnmála-
menn?
„Ég hef setið á danska þinginu,
hef verið svo mikið þar að ég hef
að undanförnu getað fægt geisla-
bauginn, hef sloppið við reiði kjós-
enda. Þeir vita að ég hef reynt að
standa vörð um færeyska hags-
muni í Danmörku."
-Hefðir þú sjálfur stutt
bruðltillögur ef þú hefðir setið á
Lögþinginu en ekki í Kaupmanna-
höfn?
„Ég hefði aldrei stutt allar þess-
ar miklu fjárfestingar fyrir erlent
lánsfé. Þar að auki hef ég alltaf
barist gegn útþenslu ríkisins. Opin-
ber afskipti mega aðeins vera örlít-
ill hluti af landsframleiðslu, ella
verða þau eins og krabbamein,
leggja undir sig allan þjóðarlíkam-
ann sem að lokum veslast upp og
deyr.“
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 29
SKOÐUN
RÁÐUNEYTI Hermanns Jónasson, talið frá vinstri: Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson forsetaritari og forseti,
Guðmundur í. Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jónsson.
VARNARMÁL OG LÁNSFJÁR-
ÖFLUN Á ÁRUM RÍKISSTJÓRNAR
HERMANNS JÓNASSONAR 1956-58
I síðasta hefti tímaritsins Sögu er rítgerð eft-
ir Val Ingimundarson: Áhrif bandarísks fjár-
magns á stefnu vinstri stjómarinnar í vamar-
málum árið 1956. Gylfi Þ. Gíslason sem sat
í ríkisstjóminni fjallar um ritgerðina.
i
AÐ er sérstakt ánægjuefni,
að ungir og góðir sagn-
fræðingar skuli á síðari
árum hafa fjallað í aukn-
um mæli um atburði síðustu áratuga
á íslandi. En af mörgum ástæðum
er það vandaverk og kallar gjarnan
á frekari umræðu. í síðasta hefti
tímaritsins Sögu er ritgerð eftir Val
Ingimundarson: Áhrif bandarísks
fjármagns á stefnubreytingu vinstri
stjómarinnar í varnarmálum árið
1956. Aðalefni ritgerðarinnar er að
leitast við að sýna fram á beint sam-
hengi milli varnar- og lánamálanna.
Um miðjan sjötta áratuginn var
efnahagsástandið á íslandi orðið
óviðunandi. Viðskiptahallinn var
hættulega mikill. Gengið var rangt
skráð. I stað þess að breyta um
stefnu reyndi stjórn Hermanns Jón-
assonar að jafna hallann með lántök-
um. Það gat ekki gengið til lengdar,
enda starfaði stjórnin ekki nema í
tvö og hálft ár. Samstarfið rofnaði
einmitt vegna ágreinings um stefn-
una í efnahagsmálum.
II
Það atriði ritgerðar Vals, sem
mest hefur verið fjallað um í fjölmiðl-
um, er frásögn hans af minnisblaði,
sem aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Herbert Hoover, hafi
afhent Vilhjálmi Þór í samtali, sem
fram fór milli þeirra í Washington
25. október 1956. í minnisblaðinu
segir, að bandarísk stjórnvöld séu
reiðubúin að aðstoða íslenzk stjórn-
völd í efnahagsmálum með því að
semja samtímis um Iánveitingu að
upphæð 3 milljónir dollara og þau
mál, sem varða varnarsamninginn. í
þessu felist m.a. viðurkenning á því,
að Islendingar styðji málstað Vestur-
landa. Jafnframt er sagt, að unnt
sé að ná samkomulagi um lánveiting-
una áður en viðræðum um vamar-
samninginn ljúki.
Valur Ingimundarson telur þetta
minnisblað stórmerkilega heimild um
tengslin milli her- og lánamálanna.
Þetta minnisblað hafi hins vegar leg-
ið í þagnargildi. Hann nefnir fjóra
af forystumönnum Framsóknar- og
Alþýðuflokks, sem fengið hafi minn-
isblaðið í hendur, þá Hermann Jónas-
son, Eystein Jónsson, Emil Jónsson
og Guðmund í. Guðmundsson. Þeir
hafi hins vegar aldrei minnzt á það
opinberlega. Ég sá þetta minnisblað
aldrei og heyrði aldrei á það minnzt.
En sú spuming vaknar auðvitað,
hvort það geti talizt sönnun fyrir
tengslum milli vamarmálanna og
lánveitinga og afsanni þar með þær
staðhæfingar, sem ávallt hafa verið
bornar fram af forystumönnum
Framsóknar- og Alþýðuflokksins á
þessum árum, að frestun á fram-
kvæmd ákvæða stjómarsáttmálans
um varnarmál hafí tengzt breyttri
stöðu heimsmála í kjölfar atburð-
anna í Ungveijalandi og við Suez-
skurð haustið 1956.
í þessu sambandi verður að vekja
sérstaka athygli á því, hvenær sam-
tal Vilhjálms Þór og Hoovers í Wash-
ington fór fram. Það var 25. október
1956. En einmitt daginn áður, þ.e.
24. október, gerðust í Ungveijalandi
atburðir, sem vöktu heimsathygli og
urðu upphaf þeirrar þróunar, sem
síðan átti sér stað á skömmum tíma.
24. október lýsti stjórnmálaráð Ung-
veijalands yfir rétti ríkisins til þess
að ráða sjálft málum sínum. 1. nóv-
ember sagði forsætisráðherra Ung-
veijalands, Nagy, landið úr Varsjár-
bandalaginu og að morgni 4. nóvem-
ber réðust herir Sovétríkjanna inn í
Ungveijaland. Alla þessa daga
beindist athygii hins ftjálsa heims
að því, sem þarna var að gerast.
Það hlaut auðvitað að taka ein-
hvern tíma, að minnisblaðið bærist
frá Vilhjálmi Þór í hendur Hermanns
Jónassonar og einhverra fleiri. En
um þetta leyti beindist athygli manna
hér, eins og um allan heim, að því,
sem var að gerast í Ungveijalandi.
Sú skýring, sem mér dettur helzt í
hug á því, að þetta minnisblað varð
ekki umræðuefni, er sú, að það hafi
beinlínis drukknað í þeim ólgusjó,
sem heltók hugi manna vegna at-
burðanna í Ungveijalandi, og höfðu
síðar í för með sér stefnubreytingu
ríkisstjómarinnar.
Þá langar mig til þess að vekja
athygli á því, að Valur Ingimundar-
son tekur það skýrt og skilmerkilega
frarn, að Vilhjálmur Þór hafi í öllum
viðræðum sínum um lánamál við
stjórnvöld Bandaríkjanna, aldrei
minnzt á vamarmál, enda hafði hann
um það skýr fyrirmæli frá ríkis-
stjórninni. Það kemur einnig fram í
frásögn Vals af viðræðum Emils
Jónssonar við bandaríska ráðamenn
um hermálið í september 1956, að
hann hafi ekki minnzt á lánamál.
III
Ef skilja má ýmis ummæli í rit-
gerð Vals Ingimundarsonar þannig,
að Guðmundur í. Guðmundsson hafi
alla tíð verið andvígur ákvæðum
stjórnarsáttmálans um varnarmálin,
verð ég að taka það skýrt fram og
leggja á það áherzlu, að þessi skoðun
er röng. Guðmundur í. Guðmundsson
var mjög vandaður og samvizkusam-
ur maður. Þegar friðvænlegra varð
í heiminum á fyrri hluta sjötta ára-
tugarins, fluttu þingmenn úr Alþýðu-
flokknum undir forystu Haraldar
Guðmundssonar hvað eftir annað til-
lögur um, að tímabært væri orðið
að endurskoða herverndarsamning-
inn frá 1951 og segja Keflavíkur-
samningnum upp. Þegar samkomu-
lag var orðið um kosningabandalag
Framsóknar- og Alþýðuflokksins
vorið 1956, var tillagan loks afgreidd
í utanríkismálanefnd. Fulltrúar
Framsóknarflokksins þar voru Her-
mann Jónasson og Jörundur Brynj-
ólfsson, en ég fulltrúi Alþýðuflokks-
ins. Við breyttum orðalagi tillögunn-
ar, þótt aðalefni hennar héldist
óbreytt. En í hinni breyttu mynd
hófst tillagan á því, að stefna ís-
lands yrði hér eftir sem hingað til
að tryggja sjálfstæði og öryggi
landsins og að hafa samstöðu um
öryggismál við nágrannaþjóðir, m.a.
með samstarfi í Atlantshafsbanda-
laginu. Guðmundur í. Guðmundsson
greiddi þessari tillögu atkvæði eins
og allir aðrir þingmenn Alþýðu-
flokksins og var því samþykkur, að
hún yrði stefna nýrrar ríkisstjórnar.
Mér þykir ekki ósennilegt, að Hoover
hafí haft fyrrgreint upphaf tillögunn-
ar í huga, þegar hann í minnisblað-
inu, sem hann afhenti Vilhjálmi Þór
25. október, tekur fram, að íslend-
ingar styðji málstað Vesturlanda.
Það var í fullu samræmi við efni
tillögunnar, að viðræður færu fram
við Bandaríkin, og eðlilegt, að Guð-
mundur í. Guðmundsson beitti sér-
fyrir þeim. En allur málflutningur
hans var jafnan í samræmi við efni
tillögunnar. Vegna náinna kynna og
vináttu okkar Guðmnundar í. Guð-
mundssonar tel ég mér hins vegar
óhætt að segja, að hann hafí verið
sá af þingmönnum Alþýðuflokksins,
sem tregastur var til fylgis við þá
stefnu, sem ofan á varð. En hann
framfylgdi henni sem utanríkisráð-
herra, þangað til Alþýðu- og Fram-
sóknarflokkurinn urðu einhuga um
að breyta henni.
IV
Ásgeir Ásgeirsson hafði engin af-
skipti af myndun stjórnar Hermanns.
Jónassonar nema þau, sem lutu að
störfum hans sem forseta. Val Al-
þýðuflokksins á ráðherrum fór fram
í miðstjórn flokksins. Það var al-
kunna, að lengi hafði verið um
nokkra flokkadrætti í Alþýðuflokkn-
um að ræða. Við Guðmundur í. Guð-
mundsson vorum hvor í sínum hópn-
um innan flokksins. Um það varð
þegjandi samkomulag, fyrst og
fremst fyrir atbeina Haraldar Guð-
mundssonar, að menn úr báðum
hópunum yrðu ráðherrar. Ásgeir
Ásgeirsson hafði engin afskipti af
því máli. Það hefði ekki samrýmzt
stöðu hans sem forseta. Og Ásgeir
Ásgeirsson var vitrari maður en svo,
að hann gerði sér ekki grein fyrir
hlutverki sínu.
Höfundur var
menntamálaráðherra í ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar 1956-1958