Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995. 25
LISTIR
Vox feminae
• •
Onnur
innrás
líkams-
þjófa
KVIKMYNPIR
Bíóborgin
HINIR AÐKOMNU „THE
PUPPET MASTERS" ★ ★
Vl
Leikstjóri: Stuart Orme. Byggð á
sögu Roberts A. Henleins. Aðalhlut-
verk: Donald Sutherland, Eric Thal
og Julie Warner. Hollywood Pictur-
es. 1995.
ALVEG er það merkilegt hvað
Hollywoodmenn eiga orðið erfitt
með að enda myndir sínar. Þessi
sífellda árátta að raða einum enda-
lokum á eftir öðrum er löngu orðin
hvimleiður siður, sem fer illa með
góðar myndir. Hinir aðkomnu er
mjög skemmtileg geiminnrásar-
mynd þar sem flest gengur upp sem
prýða má vísindaskáldskapartrylli
en síðustu tíu mínúturnar er tóm
rökleysa, sem dregur góða mynd
niður í meðalmennskuna. Allt fram
að því er fínasta skemmtun.
Hinir aðkomnu er byggð á
spennusögu eftir Robert A. Henlein,
sem fær talsvert að láni frá H.G.
Wells og einnig „The Invasion of
the Body Snatchers", ekki síst aðal-
leikarann, Donald Sutherland. Lítið
bæjarsamfélag fær óvænta gesti
utan úr geimnum í heimsókn, slím-
ug kvikindi í skötulíki, sem festa
sig á bakið á þér og stinga þreifara
inn í mænuna og inn í heila og
taka yfir heilastarfsemina. Kostur-
inn er sá að þú verður 100 sinnum
greindari. Gallinn sá að þú ert ekki
þú lengur heldur tilfinningalaus
hýsill geimveranna.
Vísindaskáldskaparmyndir kalda
stríðsins voru dulbúnar rússagrýlur
- hættan utan úr geimnum var
hættan úr austri - en í dag koma
geimverurnar fólki í einhverskonar
eiturjyfjavímu og ef þú sleppur frá
þeim sýnirðu strax merki fráhvarfs-
einkenna eins og eftir langvarandi
dópneyslu. Myndin þolir að vísu
ekki mikla nærskoðun. Aðalpersón-
urnar eru t.d. undarlega fljótar að
ná sér eftir að hafa losnað við veru
af bakinu á sér í seinni hluta mynd-
arinnar miðað við öll veikindin í
þeim fyrri en leikstjórinn, Stuart
Orme, passar sig að halda uppi
nógu mikilli keyrslu til að gloppurn-
ar gleymist. Hann er einn af þessum
mönnum sem hankar mann strax
undir kreditlistanum. Orme stjórnar
líka hernaðaraðgerðum myndarinn-
ar, sem bera Hollywoodmaskínunni
fagurt vitni, af einurð og röggsemi.
Donald Sutherland er skemmti-
lega borubrattur í hlutverki manns-
ins sem einn getur komið í veg fyr-
ir að kvikindin nái heimsyfirráðum
og Eric Thal er húmorslaus baráttu-
maður við hlið hans. Hinir aðkomnu
er mestmegnis spennandi og
skemmtileg afþreying sérstaklega
ef þið látið ekki endinn fara í taug-
arnar á ykkur. Sem er erfitt.
Arnaldur Indriðason
AUSTURLENSK TEPPl
OG SKRAUTMUNIR
EMÍrJ
III ms!7r'_
Hringbraut 121, sími 552 3690
Raðgreiðslur til 36 mán.
BLÁSKJÁR
BARNAFÖT
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17b
FRÁBÆRT VERÐ
TONLIST
Scltjarnarneskirkja
KÓRSÖNGUR
Flutt var tónlist eftir Mozart: Ein-
söngvarar Guðrún Jónsdóttir,
Björk Jónsdóttir og Jóhanna V.
Þórhallsdóttir. Hljóðfæraleikarar:
Hildigunnur Halldórsdóttir, Ágústa
Jónsdóttir Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir og Svana Vikingsdóttir.
Stjórnandi: Margrét Pálmadóttir
Seltjarnarneskirkja, mánudag 5.
júní.
__________
ÚRVALSHÓPUR úr Kvenna-
kór Reykjavíkur, sem nefnir sig
Vox feminae, undir stjórn Margr-
étar Pálmadóttur, ásam einsöngv-
urum og hljóðfæraleikurum,
fluttu trúarleer kórverk og bætti
úr óperum eftir Mozart. Tónleik-
arnir hófust á kórverkinu Ave
verum corpus, sem í efnisskrá er
sagt vera raddsett af Uno
Överström. Hér er um að ræða
umritun en ekki raddsetningu, því
öll raddskipan og hljómar eru eft-
ir Mozart en umritunin er til-
færsla úr blandaðri í samkynja
raddskipan. Þetta fallega tónverk
var mjög vel sungið og er Vox
feminae á réttri leið með að verða
góður kór.
Guðrún Jónsdóttir söng með
úr
Exultate, jubilate, við undirleik
Svönu, og þar eftir söng kórinn
ásamt Björk Laudate Dominum,
í umritun J. C. Phillips. Aðalverk
tónleikanna, Stutt messa í B-dúr
KV.275, er eina messan sem
Mozart ritaði í B-dúr. Verkið er
6 þáttum og samið fyrir blandað-
an kór, 2 fiðlur og „basso cont-
inuo“ og flutt í umritun eftir Si-
egfried Strohbach. í flutningi
þessa verks sýndi kórinn að hann
er að ölast það öryggi, að ráða
vel við stærri verk.
atriði úr óperum, fyrst bréfadú-
ettinn úr Brúðkaupinu, er Björk
og Guðrún sungu, þá tríó úr
Töfraflautunni, sem Björk, Guð-
rún og Jóhanna fluttu af þokka,
og tónleikunum lauk svo með
Klukkulaginu (Hann Tumi fer á
fætur) úr Töfraflautunni. Bæði
einsöngvarar, kórinn og undir-
leikari, undir stjórn Margrétar,
sungu þessa fallegu tónlist af
þokka og það eina sem verulega
mætti finna að var hversu tónleik-
arnir voru stuttir.
Strengjaleikararnir og Svana,
er lék ýmist á orgel eða píanó,
léku undir í messunni og nokkrum
öðrum verkum, er studdi vel við
söng kórsins.
Jón Ásgeirsson
„ . „____ „ __________„ x________ Þrjú síðustu viðfangsefnin voru
■ ■
Slifi!
Sparisj65ur Reykjavíkur og nágrennis
a?ma
j;
parisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur, ásamt Urvali-Útsýn, skipulagt sérstaka ferð
fyrir viðskiptavini sína 12.—19. september.
Flogið verður til Glasgow og farið um norðurhluta Skotlands og Orkneyja,
m.a. á slóðir Islendingasagna.
Fararstjóri verður Jón Böðvarsson, fyrrverandí skólastjóri, sem er landskunnur fyrir
þekkingu sína á Islendingasögum.
✓
Verðið á ferðinni er 69.900 kr. I því felst fargjald, gisting í tvíbýli
með morgunverði og kvöldverði, ferðir ytra og allir skattar.
Ilægt er að framlengja dvölina að vild án þess að greiða annan kostnað
en dvalarkostnað.
✓
Ahugasamir eru beðnir að hringja til Ingólfs Arnarsonar
hjá Sparisjóði Reykjavíknr og nágrennis. Síminn er 562 7766.
Í6
URVALUTSYN
SPARISJOÐUR
REYKJAVIKUR OC NACRENNIS
-fyrir þig og þína
bnew/u/iyui'