Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/6 -10/6 ►ÁTTA ára gömul stúlka féll i sjóinn við höfnina á Suðureyri í vikunni en faðir stúlkunnar, sem var við vinnu skammt frá, stökk á eftir henni í sjóinn og náði henni fljótt upp úr. Stúlkan var á reiðhjóli og hjólaði á bryggju- kantinn með fyrrgreindum afleiðingum og féll milli skips og bryggju. ►TVEIR drengir, 11 og 13 ára, veiktust alvarlega eftir hafa drukkið landa. Dreng- imir höfðu báðir kastað upp og voru fluttir meðvitund- arlausir á bráðamóttöku Landspítalans. Eftir læknis- skoðun var annar drengurinn lagður á gjörgæsludeild Landspítalans en þeir náðu sér báðir. ►FARMANNA- og fiski- mannasambandið boðaði á föstudag verkfall yfirmanna á kaupskipum eftir viku. Vinnuveitendasambandið tel- ur að verkfallið hafi verið boðað með ólöglegum hætti og óskaði eftir því að verk- fallsboðuninni yrði frestað. ► SUMARIÐ vitjaði loks Norðlendinga og Austfirð- inga á fimmtudag. Hitinn fór yfir 20 stig á nokkrum stöðum og á Akureyri sýndi hitamæl- ir Kiwanis 25 stig og höfðu ekki sést þar jafnháar tölur misserum saman. ► BJÖRK Guðmundsdóttir er væntanleg til íslands í sumar og kemur fram á tónlistarhá- tíð um verslunarmannahelg- ina. Auk Bjarkar koma fram breskar hljómsveitir. Ný plata Bjarkar kemur út í næstu viku en platan hefur þegar fengið góða dóma í breskum og íslenskum blöð- um. Lausn á sjómanna- verkfalli RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram formlega miðlunartillögu í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna í gær- kvöldi. Tillagan verður borin undir atkvæði sjómanna nk. mánudag. Verði hún samþykkt fara skipin á sjó á þriðjudag. Miðlunartillagan tekur á öllum atriðum nýs samnings sem samkomulag var orðið um. Atr- iði sem deiluaðila greindi á um verð- ur ekki að fínna í samningnum. Verkfall í álverinu VERKFALL um 460 starfsmanna álversins í Straumsvík hófst á mið- nætti en um kvöldmatarleytið í gær slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila. Ljóst er að sáttasemjari mun ekki reyna að boða til nýs viðræðufundar fyrr en einhvern tíma í næstu viku. Vinnuveitendur lögðu fram tillögu í fyrrinótt sem að þeirra sögn fól í sér um 9% hækkun launa næstu tvö ár auk 25 þúsund króna greiðslu við undirritun samnings en starfsmenn höfnuðu tilboðinu. Magnesíumverk- smiðja í skoðun HITAVEITA Suðurnesja vinnur nú ásamt Byggðastofnun og Atvinnu- þróunarfélagi Suðurnesja að hag- kvæmniathugun á byggingu magn- esíumverksmiðju á Reykjanesi. Mið- að er við að verksmiðjan framleiði 25 þúsund tonn á ári. Tvö til þrjú ár tekur að reisa verksmiðju af þessu tagi og kostar hún 16-17 milljarða króna. Verksmiðjan mun veita 250-300 manns atvinnu ef hún rís. Mikið Ijón í Noregi HELDUR dró úr flóðunum í Austur- Noregi eftir helgina en yfírborð Mjesu hélt þó áfram að hækka og var búist við að það yrði í hámarki á sunnudag. Reynt var að þyngja Víkingaskipið, íþróttahöllina í Hamar, með því að dæla vatni á gólfíð til að minnka hætt- una á að húsið færi á flot ef vatns- flaumurinn næði að umlykja mannvirk- ið. Spár norsku orkuveitnanna hafa verið síbreytilegar og er því borið við að mælingar og veðurspár hafí verið ónákvæmar. íbúar á flóðasvæðunum lýstu margir óánægju sinni með við- brögð stjómvalda, sögðu sumir að allt of mikið hefði verið gert úr hættunni en aðrir gagnrýndu að ekki hefðu ver- ið sendar út viðvaranir í tæka tíð. Geysiiegt tjón hefur orðið á mannvirkj- um vegna hamfaranna, jafnt opinber- um sem í einkaeign, mest í bænum Tretten. Það olli mikilli reiði er í ljós kom að tryggingafélög höfðu komið sér saman um að bótagreiðslur vegna flóðatjóns- ins yrðu ekki hærri en 18 miiljarðar íslenskra króna alls. Kröfðust samtök húseigenda þess að stjómvöld tryggðu að tjónþolar fengju skaðann bættan að fullu. i^ERLENT ►BOSNÍU-Serbar leystu 108 friðargæsluliða Sam- einuðu þjóðanna úr haldi aðfaranótt fimmtudags en hafa enn nær 150 menn á valdi sínu. Bandarískum sérsveitarmönnum tókst á fimmtudag að bjarga her- flugmanni sem skotinn var niður yfir landi Bosníu- Serba fyrr rúmri viku. Sam- komulag hefur náðst um að stofnað verði sérstakt 10.000 manna hraðlið Breta og Frakka er sent verði til Bosníu til aðstoðar gæslu- iðum. ►VÍSINDAMENN á Norð- ursjávarráðstefnunni í Esbjerg spá því að með sama framhaldi verði ekki til þorskur í veiðanlegu magni í Norðursjó eftir fimmár. ►WARREN Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hóf nokkurra daga ferð um Miðaustur- iönd á fimmtudag. Hann sagðist bjartsýnn á að ísra- elar og Sýrlendingar næðu á næstunni árangri í við- ræðum um Gólanhæðir og frið milli ríkjanna. ► ALLT flug skandinavíska flugfélagsins SAS var lam- að á föstudag vegna verk- falls margra flugmanna og verkbanns á aðra flugmenn þess. Boðað hefur verið verkfall á mánudag og þriðjudag takist ekki samn- ingar um launahækkun. ►LJÓST er að Carl Bildt, leiðtogi sænska Hægri- flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tekur við stöðu sáttasemjara Evrópu- sambandsins í Bosníu af Owen lávarði. FRÉTTIR 11 ára í klettaklifri ÞAÐ eru ekki margir ellefu ára strákar, sem hafa klifið snarbratta kletta eftir kúnst- arinnar reglum. En Ásgeir Halldórsson, sem er vanur keppnismaður á skíðum, er þegar farinn að reyna fyrir sér í klettaklifri og líkar vel. Ásgeir klifraði með for- eldrum sínum , Halldóri Jóns- syni og Sigríði Maríu Hreið- arsdóttur, alvönu ferðafólki, I Eilífsdal og gaf öðrum van- ari klifrurum lítt eftir. „Það er mun erfiðara að klifra en að renna sér á skíðum. Ég hef æft mig á klifurvegg innanhús og horft á spólur um klettaklifur. Ég var alveg óhræddur þegar ég var kom- inn alla leið í klettinum og horfði niður,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Fimm ára bróðir hans fylgd- ist áhugasamur með aðförum eldri bróður og var klyfjaður öryggisbúnaði, sem klettak- lifrarar nota. „Ég var alveg óhrædd um I i. ; i' » Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁSGEIR Halldórsson kíkir á hvar rétta klifurleiðin liggur, en þessi 11 ára gutti tókst á við klettaklifur i Eilifsdal og gaf vönum klifrurum Iítið eftir. Ásgeir og fannst spennandi að sjá hve vel honum gekk. Klettaklifrarar eru festir í öryggislínu, sem er marg- tryggð, þannig að þó þú miss- ir takið, fellur þú stutta vega- lengd og hangir í öryggislín- unni,“ sagði Sigríður, móðir bræðranna. „Ásgeir er líkam- BRÓÐIR klifrarans unga, Brynjar Freyr, fylgist með hlaðinn öryggisbúnaði fyrir klifrara. Hann er þó enn of ungur til að príla í klettum. lega sterkur, hefur ferðast víða með okkur, m.a. gengið á topp Snæfellsjökuls á fjalla- skíðum. Hann vill óður og uppvægur stunda klettaklífur og kaupa klifurskó og örygg- isbúnað sem fyrst. Án slíks búnaðar á enginn að stunda klettaklifur,“ sagði Sigríður. Hagfræðingar VSI og ASI um síðustu kjarasamninga Nótur ASI-VSI orðn- ar að löngn tónverki GYLFI Arnbjörnsson hagfræðing- ur ASÍ og Guðni N. Aðalsteinsson hagfræðingur VSÍ eru sammála um að samningar þeir sem gerðir hafa verið seinustu vikur.feli í sér talsvert meiri launahækkanir en samkomulag ASÍ og VSÍ frá því í febrúar gerir ráð fyrir. „Menn hafa hnýtt í endann á þeim samningum sem gerðir hafa verið seinustu vikur að þeir séu gerðir á nótum VSÍ og ASÍ samn- inganna frá í febrúar, en þeir virð- ast vera orðnir að mjög löngu tón- verki. Seinast á fímmtudag voru bankamannasamningamir gerðir á svokölluðum ASÍ og VSÍ nótum en þeir hljóða upp á 8,5% hækkun EKKI er talið að verkfall flug- manna hjá skandinavíska flugfé- laginu SAS valdi verulegri röskun á áætlun farþega á vegum Flug- leiða. Verkfallið hófst í gær og mun verða fram haldið á mánudag ef ekki hefur samist í tæka tíð. Að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, gætu farþegar sem bókað hafa framhaldsflug með SAS lent í vandræðum. Hins vegar má líklegt telja að menn hafi gert ráðstafan- ir vegna verkfallsins og bíði í sólar- hring eftir tengiflugi eða komi sér til ákvörðunarstaðar með öðrum hætti. Söluskrifstofur Fiugleiða sjá um að breyta tengiflugi í þeim sem er svolítið meira en þau 6,9% sem gert var ráð fyrir í sarneigin- legri yfiriýsingu VSÍ og ASÍ eftir undirskrift samninganna í febrúar. Þetta eru aðrar nótur,“ segir Guðni. Talað um 14-15% launahækkun Gylfi segist ekki telja neinn vafa leika á að samningar undan- farinna vikna sprengi ramma sam- komulags VSÍ og ASÍ. „Ég held að það sé hrein móðgun við fóik þegar menn standa í blóðugum verkföllum að lýsa því yfir að þeir séu á svipuðum nótum og sam- komulag VSÍ og ASÍ. Maður er tilfellum sem það er mögulegt. „Það er ekki mikið um að fólk hafi borið sig upp við söluskrifstof- ur okkur varðandi breytingar en við færum farþega yfir á önnur flugfélög sé þess kostur,“ segir Einar. Að sögn Einars sjá Flug- leiðir ekki fram á mikla röskun um helgina vegna verkfallsins í dag. Vandinn liggur fyrst og fremst hjá SAS. Hins vegar eru hópar ferðamanna á leið til lands- ins og reynt verður að aðstoða eftir megni um helgina. Þeir sem geta lent í vandræðum eru farþeg- ar sem eiga bókað með SÁS í upphafí ferðar á Norðurlöndunum eða við lok ferðar á íslandi. að heyra tölur upp í 14-15% launa- hækkanir, eða helmingi meira en í febrúarsamkomulaginu,“ segir Gylfi. „Samningar bankamanna eru t.d. sagðir upp á 8,5% og gefa níu þúsund krónur, en okkar samningur gaf láglaunafólkinu kannski sex þúsund krónur. Ef við metum níu þúsund króna hækkun á kaupið sem var á okkar sviði, sem er raunhæft að gera, því að við sömdum um krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun, er þetta samingur sem þýðir 10-12% hækk- un launa. Gamla ferlið er komið í gang, þetta eru sérkjarasamning- ar.“ Goðaborg á Fáskrúðsfirði Færeyskir togarar landa karfa FáskrúðsQörður. Morgunblaðið. TVEIR færeyskir úthafs- togarar lönduðu 175 lestum af úthafskarfa hjá Goðaborg hf. á Fáskrúðsfirði á föstu- dag og verður að mestu unn- ið úr þeim afla á staðnum en hluti aflans verður fluttur um helgina til vinnslu á Reyðarfirði. Togararnir sem voru við veiðar á Reykjaneshrygg Iönduðu einnig afla hjá Goða- borg í seinustu viku. Full vinna hefur verið í frystihús- inu undanfarna daga þrátt fyrir verkfall og eru skóla- unglingar komnir til starfa í fiskvinnslunni og útlit fyrir næg verkefni framundan. Verkfall flugmanna SAS Ekkí stórfelld áhrif á starf- semi Flugleiða I l I ! I I I \ I b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.