Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 19 Skipstjórinn milli steins og sleggju ÞAÐ er ákaflega lítill meðafli á rækjuveiðum fyrir Norður- landi. Ef það kemur fyrir er hann allur hirtur. Ég hef til dæmis aldr- ei verið með í að henda fiski á rækjuveiðum," segir skipstjóri á rækjufrystiskipi. Skipstjórinn segist muna eftir því að hafa einu sinni fengið nokk- ur tonn af þorski í rækjutúr. Það hafí allt komið í land. Segir að það kæmi sér á óvart ef í ljós kæmi að aðrir rækjubátar væru að fá mikið af físki. Hann segir að þá sjaldan að hann hafí orðið var við þorskveiði hjá rækjuskipum færu þau með aflann í land. Þó þau væru þorskkvótaiaus hefðu margir aðstöðu til að losna við fiskinn fyr- ir lítið, til dæmis 40 kr. gegn því að kaupandinn útvegaði kvóta, en það væri nóg til þess að það borg- aði sig að hirða fískinn. Viðurkennir hann að stundum sé tími til ákvarðana lítill vegna þess hvað það beri snöggt að þegar þorskur kemur í rækjutrollið sem einhveiju nemur. „Þetta gerist sjaldan en kemur þá eins og skratt- inn úr sauðaleggnum. Skipstjóram- ir verða að ákveða það á stundinni hvort þeir geti hirt þorskinn. Getur reynst erfitt að fínna kaupanda, ef menn hafa ekki tryggt sér slík sambönd áður.“ Verðum að láta hólfin í friði Spurður um karfaseiði í rækju- veiðinni segir skipstjórinn að þau séu á ákveðnum svæðum á ákveðn- um tímum ársins, einkum á sumr- in. „Reynt er að sporna við þessu með svæðalokunum og notkun seiðaskilja. Annars fara þau bara í sjóinn. En ég held að meira sé gert úr þessu vandamáli en það í raun er.“ Hann minnist þó á það að mikið hafí verið í seiðum á Dohrnbanka á sínum tíma. Nú sé lítið veitt á gamla veiðisvæðinu þar. „Ég tel að svæðalokanir séu það eina sem dugar, skiljumar ná ekki að sía út smæsta karfann. Rækju- sjómenn hafa verið að tala sig sam- an um þetta og margir em á þeirri skoðun að vænlegast til árangurs sé að skipstjóramir tilnefni fimm menn úr sínum röðum sem þeir treysta til að loka hólfum. Þau verði síðan alveg látin í friði. Þetta hefur gengið þannig fyrir sig að um leið og skip er komið með eftir- litsmann um borð fer skipstjórinn strax að nöldra um að fá að reyna fyrir sér í hólfínu. Einhveijir þykj- ast geta dregið þar án þess að fá karfa og það er stundum hægt að hitta þannig á það og þá er farið að hreyfa hólfíð til. Þetta gengur ekki, menn verða að geta séð hólf- in í friði. Það er nóg af öðrum svæð- um og ef ekki veiðist þar þá verður bara að hafa það, það er ekkert sem réttlætir það að veiða í hólfum ef þar eru seiði á annað borð,“ segir hann. Segist hann hafa heyrt það haft eftir skipstjórum á karfaveiðum fyrir sunnan land og vestan að rækjuskipin dræpu allan karfann fyrir norðan. Það virtist ríkt í sjó- mönnum að skella skuldinni á ein- hveija aðra. Þetta telur hann að séu óréttmætar ásakanir því á suð- vestursvæðinu hafi verið mokað út mun meira af karfa en fyrir norð- an. Það sé loksins nú upp á síðkast- ið að farið sé að loka svæðum þar. „En þeim virðist líða betur með því að benda á aðra sökudólga." Skipstjórinn telur að öll rækja sem upp komi fari í land. Ekki sé hægt að flokka hana. Segist hann þó vita af ísfiskbátum með flokkara sem hentu út smæstu nælunum. Tapa á að landa þorskinum Þegar skipið er á bolfískveiðum er smæsti þorskurinn heilfrystur, einnig ýsan. Hins vegar er ekki til markaður fyrir undirmálskarfann, hann fari fyrir borð. Hann segist hafa grun um að smáþorski og ýsu sé frekar hent eftir að reglunum var breytt. Áður taldist þriðjungur af undirmálsfiskinum til kvóta inn- an ákveðinna marka en nú reiknist allt til kvóta. Það telur hann að hafi verið misráðið. „Það segir sig sjálft að ef skip á lítinn kvóta þá eyðir það honum ekki í heilfrystan smáfisk sem 60-70 kr. fást fyrir ef hægt er að fá tvöfalt hærra verð fyrir flök af stærri fiski. Það er gerð sú krafa til skipstjóranna að þeir geri sem mest úr kvótanum. Ég hef heyrt að þeir setji ákveðin stærðarmörk, aðeins sé hirtur físk- ur sem er nógu stór til að ganga í flökun, jafnvel stærri ef menn eru orðnir aðþrengdir." Umræddur skipstjóri telur að vandamálið rheð að fiski sé hent eigi aðeins við um lítinn hluta físk- veiðiflotans en hins vegar hafí hvatinn aukist að undanförnu, bæði vegna breytinga á kvótaregl- um um undirmál og vegna sífellt minnkandi veiðiheimilda. Nefnir sem dæmi að skip hans sé með litl- ar heimildir en hafi alltaf getað leigt kvóta, að vísu á háu verði, en þó þannig að það hafi borgað sig. Núna virtist kvóti hins vegar nánast vera ófáanlegur. Hann segir að allt of hátt kvóta- verð skapi vanda. „Menn þurfa stundum að greiða meira fyrir óveiddan þorsk en það kostar að kaupa hann á fiskmarkaði. Menn tapa á því að landa þorskinum." Skipstjóri í erfiðri aðstöðu Hann viðurkennir að skipstjórinn sé oft í erfíðri aðstöðu. Honum sé gert að veiða ekki nema ákveðið af þorski í hverri veiðiferð. „Út- gerðarmaðurinn segir honum eflaust ekki að henda físki en hann verður að bjarga sér einhvem veg- inn. Þar fyrir utan eru gerðar þær kröfur til hans að skipið komi með ákveðið aflaverðmæti að landi eins og áður. Menn eru eins og milli steins og sleggju. Auðvitað er misjafnt hvernig skipstjórar spila úr takmörkuðum veiðiheimildum. Sumir leyfa sér að fara þorsktúra og lenda svo í vand- ræðum þegar líður á fískveiðiárið. Ég hef jafnvel heyrt að útgerðar- menn leigi frá sér þorskveiðiheim- ildir og síðan hafi skip sömu út- gerðar verið sett í þá stöðu að verða að fara fijálslega með þann þorsk sem innfyrir kemur,“ segir skip- stjórinn sem rætt var við. bmmtíöm erkominl 6100/66 Leggjum okkur fram um að nýta allt ÞEGAR allt undirmál fór í kvóta átti ég von á því að fá skipun um að henda því. Það gerðist þó ekki enda er undirmálið ekki svo hátt hlutfall í aflanum," segir skip- veiji á norðlenskum flakafrystitog- ara. Hann segir að nánast allur físk- ur sé hirtur og það þurfi að vera mikið fískerí, til dæmis eins og í Smugunni í fyrra, til þess að menn lendi í þeirri aðstöðu. Á heimamið- um sé kvótinn svo lítill að menn fari varlega í stór hol. Hann segir að mannskapurinn um borð leggi sig fram um að nýta allt sem um borð kemur. Allt undir- mál sé heilfryst. Allur karfí yfír 100 grömmum hirtur. Reyndar sé ein- göngu gert út á karfa og ýsu og svo grálúðu. Hann segir að frysti- togaraflotinn sé á stöðugum flótta undan þorskinum en hægt sé að gera hreina ýsutúra í apríl og maí. Veiðum er hætt þegar aflinn er orðinn blandaður til helminga af öðrum tegundum en sótt er í. Dauður þorskur um allt Telur sjómaðurinn að það hafí aukist að físki sé fleygt með minnk- andi kvóta. Menn séu að reyna að ná sem mestu út úr þeim litla kvóta sem þeir eiga til. Hann segir að mikil breyting hafí orðið á þessu frá því hann fyrst fór á sjó, en hann var meðal annars á netabátum og ísfisktogurum áður en hann fór á frystitogara. „Á þeim báti sem ég var á var svo mikill kvóti að allt var hirt til að halda honum, menn gátu misst kvóta sem þeir nýttu ekki.“ Hann segist þó muna eftir slæmum dæm- um um annað og menn orðið að henda ónýta fiskinum. „Það kom fyrir að maður sá dauðan þorsk um allan sjó og áhöfnin á bát sem var þarna henti 12 tonnum eftir fjög- urra daga brælu.“ Sjómaðurinn segir að svo virðist sem menn misnoti allar glufur sem hægt sé að finna, alltaf sé svindlað á kerfínu ef það sé mögulegt. Nefn- ir sem dæmi það misræmi sem sé á milli smábáta með krókaleyfi og aflamark. Krókabátar á grásleppu- netum megi landa öllum þorski en kvótabátar engu. í plássinu sem hann býr í sjái þetta allir sem vilji, annar báturinn landi 7 tonnum af þorski en hinn ekki neinu. Menn spili svo beinlínis á þetta og geri góða þorsktúra með grásleppunet- um. Líka í síld og loðnu Hann segir að umgengnin um síldar- og loðnustofnana sé ekki alltaf til fyrirmyndar en hann þekk- ir einnig til þeirra veiða. „Það vant- ar kannski ekki nema 50-100 tonn í lestina en samt eru menn að kasta á stóra torfu, fá 500 tonn en af- gangurinn verður eftir og þá er yfirleitt allt dautt. Fiskurinn drepst í stórum köstum og þegar hert er að. Dæmi um þetta sást í sjónvarpinu um daginn, þá viðurkenndi skip- stjórinn að hann væri með 1000 tonna kast á síðunni en aðeins 200 tonn fóru í lestina. Á þeim bát sem ég var á tókum við eitt sinn 600 tonn i lestina og hentum 400 tonn- um. Var þetta þó ekki í aðalmokstr- inum. Eitthvað fer milli skipa en oft er það þannig að allir eru að fylla sig á sama tíma þegar góð veiði er,“ segir hann. 8100 100 .. Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SIMI: 562 48 OO Heimasíðati: http:llwxaw.apple.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.