Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 13 UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS Hef tekið þátt í að henda 1.0001 á fjóram áram Rækja eða þorskur? VIÐMÆLANDI Morgunblaðsins er sjómaður á fertugsaldri. Hann reri á netabátum í fjögur ár og hefur einnig róið á krókaleyfis- báti. Hann kveðst áætla að hann hafi sjálfur tekið þátt í að henda um það bil 1.000 tonnum af þorski á þeim tíma og segir að aðeins einn netabátur sem rær frá staðnum hendi aldrei fiski. Mestu hafi verið hent af tveggja nátta fiski. Ekki hafi ver- ið óalgengt að báturinn henti 10-20 tonnum af þorski í róðri þegar farið var út að draga netin eftir brælur. - Hvers vegna hentuð þið fiski? „Báturinn er með 60-80 tonna þorskkvóta. Menn eru ekki nema 2 mánuði að sækja það og vilja fá sem mest út úr hveiju kílói. Ollum tveggja nátta físki er hent. Eftir eina bræluna voru 30 tonn í netunum hjá okkur. Því var öllu hent. Það var svakalegt en þetta er barátta upp á líf og dauða. Það munar miklu á verðinu á lifandi eða dauðblóðguðum fiski. Helst hirt- um við ekkert nema það sem var lif- andi og stærra en 5 kg. Þegar menn eiga svona lítinn þorskkvóta geyma þeir ekki kvóta til að eiga sem meðafla þegar þeir fara á ýsu eða ufsa. En menn fá alltaf þorsk með ýsu og ufsa. Þá er þorskinum hent. Undirmálsfíski er líka mestöllum hent. Hann dregst allur frá kvóta og er verðlítill." - Hver tekur ákvörðun um að henda fiski fyrir borð? „Skipstjórinn." Aukist við hækkað kvótaverð - Heldur þú að aðrir bátar hafí hent jafnmiklu fyrir borð og þið? „Það er mjög algengt að maður fái bein í netin;_það sem aðrir hafa verið að henda. Ég veit bara um einn netabát sem rær héðan og hendir aldrei físki. Hann hefur nægan kvóta. Þetta vex þegar menn eru að verða búnir með kvótann sinn og versnaði mikið þegar verðið á leigu- kvótanum fór yfír 95 krónur. Þá hætti það að borga sig að leigja kvóta og þá fara menn að velja enn betur úr. Annars henda langflestir miklu af físki og ekki bara netabátar. Ég veit um snurvoðarbát sem var á kolaveið- um og fékk óvart 20 tonna _þorsk- hal. Það fór beint í sjóinn. Ég hef heyrt fleiri svipuð dæmi.“ - En á krókaleyfísbátunum. Er miklu hent þar? „Menn hirða ekki undirmálsfísk og mega ekki koma með hann í land. Það er leyfilegt að „sleppa honum". Það er sagt að hann fari lifandi í sjóinn en mjög mikið af því sem er tekið á 30-40 faðma dýpi er dautt þegar það kemur upp. Það er líka talsvert um það að krókaleyfisbátar hirði afla hjá bátunum. I staðinn fyrir að henda fiskinum flytja þeir hann yfír í trill- urnar sem landa fískinum. Sumir gefa trillunum þetta en aðrir skipta verðinu jafnt á milli sín eða þá að sá sem landar fær 80%, allt eftir því hvað um semst.“ - Veist þú um eitthvað misferli með þann físk sem kemur á land? „Það er talsverðu landað framhjá vigt. Bátur sem ég var á seldi einu sinni beint til verkanda framhjá vigt. Það var fiskmarkaður sem hafði milligöngu um kaupin. Það er líka sagt að menn setji þorsk neðst í körin og ýsu eða ufsa efst og láti svo vigta allt sem ýsu eða ufsa en það hefur dregið úr því eftir að markaðirnir komu. Ég held líka að það sé sjaldan mikið að marka dagbækurnar sem menn eiga að færa yfir veiðamar. Þar sem ég þekki til er það yfirleitt skáldskapur." MEÐAFLI á rækjuveiðum! Bátar sem veiða rækju í Kolluál fá mikið af þorski með og segja að meðaflinn sé forsenda þess að veiðarnar borgi sig. Þeir hafa kvóta fyrir þorskinum. Nú er búið að setja skilmála um seiða- skiljur á allar úthafsrækjuveiðar og kemur þá nánast hrein rækja upp. Gegndarlaus rányrkja er stunduð á karfastofninum ENGDARLAUS rányrkja hef- ur verið stunduð á karfastofn- inum. Banna ætti netaveiðar. Heilu svæðin voru þurrkuð upp við Vest- mannaeyjar fyrr á árum með seiða- drápi á spærlingsveiðum. Sjómaður sem verið hefur í nánast öllum þeim veiðiskap sem íslendingar hafa stundað síðustu áratugi segir hér frá reynslu sinni. Viðmælandinn hefur að undan- förnu verið á línubát með beitning- arvél og ísfisktogurum. Hann segir að allur fiskur sé hirtur á línubátn- um og hann hafi ekki tekið þátt í því eða orðið var við að fiski væri hent síðustu árin. Hann segir að á línubátnum sé öllu landað sem slæðist með, það séu raunar ekki mörg kvikindi, og kvótanum bjargað eftir á þar sem útgerðin sé kvótalítil. Mest hefur verið sótt í steinbít þar sem ýsan hafðí lítið sést þegar blaðamaður heimsótti sjómanninn. Hann sagði hins vegar að alls staðar yrði vart við þorsk og auðvelt væri að fylla bátinn viku eftir viku, ef það mætti vegna kvótans. Mesta hættan á netabátum Sjómaðurinn telur mesta hætt- una á því að fiski sé hent af netabát- unum. „Þeir komast ekki í netin og henda fiski sem lítur illa út. Þetta er sjálfsbjargarviðleitni hjá kvótalitlum bátum. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að henda ónýtum fiski á netum.“ Viðmælandinn segir að undir- málsfiskurinn sé hirtur og heilfryst- ur á frystitogurunum á meðan eitt- hvert pláss er til þess. Eftir það verði að velja besta hráefnið og undirmálinu hent, þ.e. fiski undir 50 sm að lengd. Telur hann algengt að helmingurinn úr dæmigerðu hali á úthafskarfaveiðum fari til baka. Það sé kílakarfi og smákarfi. Öllum smákarfanum mokað út Segir hann að gengdarlaus rán- yrkja sé í karfastofninn. Nefnir sem dæmi að Skeijadýpi hafi verið þurrkað upp þegar flottrollsveiðarn- ar byrjuðu. „Þegar verið er að fiska karfa í siglingu til Þýskalands er öllum smákarfanum mokað út. Að- eins allra besti karfinn er hirtur því menn reyna að fara með sem verð- mætastan afla út.“ Segir hann ekki óalgengt að af 7-8 tonna hali í sigl- ingatúrum fari 3 tonn út aftur. „Smákarfanum er einnig mokað út þegar landað er heima, þó það sé ekki eins stíft. Fiskur yfir 500 gr. er hirtur. Sjómenn verða að sætta sig við þetta, þeir ráða ekki við þetta.“ Verstu dæmin af karfaveiðunum segir sjómaðurinn vera þegar menn lenda í „orange“-karfa. Hann sé venjulega svo smár að ekkert sé hægt að hirða, heilu holin fari aftur í sjóinn. Segir hann að mikið hafi verið um þetta á Fjöllunum sem nú er búið að loka. Verst að fá loðnuna með „Rækjan er öll hirt. Lítið sem ekkert fer út af henni. Þeim fiski sem slæðist með er landað en það er lítið. Þar sem ég hef verið á rækjuveiðum er lítið af seiðum. Eitt- hvert karfadót og síli er með og er það tínt í burtu en það er ekkert til að velta vöngum yfir. Verst er að fá loðnuna með, það er svo mik- il vinna að tína hana frá. Maður hefur lent í því að fá jafnmikið af loðnu og rækju í rækjutrollið. Seiðadráp var meira mál hér á árum áður þegar spærlingsveiðar voru stundaðar sunnan við Eyjar. Þá var endalaust mok með spær- lingstrolli. Það var skaðræðis veið- arfæri sem tók mikið af seiðum. Ég tel að þá hafi bæði ýsu- og lönguseiðin verið þurrkuð upp í Háfadýpinu. Síðan hefur langan aldrei náð sér sunnan við Eyjar.“ Ætti að banna netaveiðar „Ég segi samkvæmt reynslu minni að banna eigi netaveiðar. Ég tók þátt í gengdarlausum mokstri í Köntunum austan við Eyjar. Mest var þetta smáþorskur, 2-3 kg. Hann komst ekki upp á grunnin því búið var að girða fyrir hann. Þetta var á viðrrnðunarárum kvótans, menn kepptust við að veiða sem mest og þessum smáa fiski var öllum land- að. Fiskurinn er alltof smár í Könt- unum en það vilja ekki allir viður- kenna enda liggja þeir þar bátarnir sem eru á netum.“ Viðmælandinn segist telja að sjómenn séu mótfallnir því að henda fiski. Það sé eins og að henda kaupinu sínu. „Sjómenn eru almennt aldir upp við að ganga vel um hráefnið til að fá vel borgað fyrir það.“ Hann segir að hugsana- hátturinn sé aðeins mismunandi milli skipstjóra og skipa, innrætið sé misjafnt. Hentar ekki í vinnsluna • Maður var í símasambandi við stýrimann á togbát en sambandið rofnaði skyndilega. Hann var þá að taka 10 tonna hal af stórum og fallegum karfa. Þegar þeir náðu aftur saman sagði stýrimað- urinn honum að útgerðarmaður- inn hefði hringt og sagt honum að fiskurinn yrði allur að fara í sjóinn því hann hentaði ekki í vinnsluna hjá honum þann dag- inn. 10 tonnum af þorski hent • „Það er strákur þjá mér um borð sem var að koma frá því að henda 10 tonnum af þorski," seg- ir skipstjóri nokkur. „Skipstjórinn hafði sett stærðarmörk á þorsk- inn þar sem of mikið hafði komið af smáfiski. Hann hefur líklega verið búinn með þorskkvótann því þeir voru að reyna við ýsu og ufsa. Skiptingin á þessu svæði var þannig að aflinn skiptist nokkuð jafnt milli ýsu og ufsa og síðan þorsks. Skipstjórinn skipaði þeim að henda öllum þorskinum. Þar fóru 10 tonn.“ Hættum að húkka • „Við vorum orðnir kvótalitlir og ákváðum að hætta að húkka þann þorsk sem dettur af,“ segir skipstjóri á línubát fyrir vestan. „Þetta gekk í hálfan dag, þá fór veiðimannseðlið að segja til sín og menn gátu ekki séð á eftir þessu aftur í sjóinn." Öfugsnúið • „Mér finnst þetta öfugsnúið," segir viktarmaður. „Hér er bátur að veiða steinbít og hendir þorsk- inum því hann er kvótalaus. Við hliðina á honum er annar bátur sem er að veiða þorsk fyrir salt- fiskvinnslu og hendir steinbítn- um. Línubátarnir eru hættir að koma með undirmálsfisk vegna þess að hann dregst allur frá kvóta.... [nafngreindur bátur] kom reyndar með undirmál tvisv- ar eða þrisvar sinnum í vetur vegna þess hvað lítið fiskaðist!" Lifir fiskurinn • „Það er ekki óalgengt á grunn- slóð hér við norðanverða Vest- firði að krókabátarnir hendi fimm fiskum á móti hveijum sem þeir hirða,“ segir eigandi króka- leyfisbáts og veltir því fyrir sér hvort fiskurinn lifi sem þannig sé gefið frelsi. „Af hverju kemur þá aldrei skaddaður fiskur á krókana?" Allt hirt • „Það er allt hirt á frystitogur- unum,“ segir sjómaður. „Veiðin er það lítil að við verðum að nýta allt til þess að fá eitthvað út úr þessu." Henda eða hætta? • „Þegar menn eru búnir með þorskkvótann standa þeir frammi fyrir því að hætta eða reyna að ná ufsa,“ segir sjómaður. „Ef þorskur kemur með er annað- hvort að henda honum eða hætta." Enginn borgar 100 kr. fyrir kvóta • „ÞAÐ hefur enginn maður efni á því að borga 100 krónur fyrir kvótakílóið án þess að standa í einhverju braski," sagði fiskverk- andi. „Menn sem taka þátt í því eru annaðhvort að smygla fiski í land í stórum stíl eða að láta pína sig til að landa í föstum viðskiptum á undirverði. Ég tel öruggt að þetta geri enginn án þess að velja stærsta fiskinn úr og henda öðru.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.