Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið: Söngleikurinn • WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents viö tónlist Leonards Bernsteins Kl. 20.00: Sun. 18/6 síðasta sýning. „Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins": Freyvangsleikhúsið sýnir • KVENNASKÓLAÆVINTÝRIÐ eftir Böðvar Guðmundsson i kvöld uppselt - á morgun uppselt. Smíðaverkstæðið: • TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00: Fim. 15/6 - fös. 16/6 - fös. 23/6 nokkur sæti laus - lau. 24/6 - sun. 25/6. Miðasala Þjóðleikhússins er opin aila daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Græna linan 800 6160 - Greiðslukortaþjónmta. MOGULEIKHUSIÐ við Hlemm Leikfélagið LEYNDIR DRAUMAR sýnir: eftir Hlín Agnarsdóttur í samvinnu við leikhópinn Aukasýning þri. 13/6. kl. 20.30. KatílLciKhúsij Vesturgötu 3 o o Herbergi Veroniku í kvöld kl. 21 fim. 15/6 kl. 21 fös. 16/6 kl. 21 ! f f Cf Miðapantanir í símsvara 5625060 allan sólarhringinn. Miðasala við inngang alla sýningardaga frá kl. 17.00-20.30. LEIKFELAG AKUREYRAR • „í KAUPSTAÐ VERÐUR FARIÐ..." Eldhúsið og barinn opin fyrir & eftir sýningu ^| I Miöasala allan sólarhringinn í síma 551-9055 Skemmtun í tali og tónum i dag kl. 17 - Ókeypis aðgangur! Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýning- ardaga. Sími 462 1400. Lipur vimuhestur civauiri FC/FP 2,21/2 og 3t. lyftigeta. CR0WN -Gæði fyrir gott verð. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 THE ONE AND ONLY wonderbra Engin eftirlíking stenst þetta Að upplifa hin æsifensnu lösunar áhrif sem „Hinn eini os sanni" wonderbra' sefur, fyllir þis sjálfstrausti, öryssi os kynþokka. Þrjár geröir og buxur í stíl Blúnda, satín og blúnda hnepptur að framan # Stærðir brjósthaldara: 32 til 38 A,B,C,D. ® Stærðir buxna: S,M,L og XL. • Litir: Midnight (Svartur) Frost (Hvitur) og Champagne (kremlitur). @ Verð brjósthaldara: Kr. 2.460 ® Verð buxna: Kr. 947 PÓSTSENDUM Einka- umboð á islandi nDBUÐIN ^Sérverslun með undirfatnað STRANDGÖTU 26-28 • 2. HÆÐ • HAFNARFIRÐI SÍMI: 555 0070 Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna (KER) og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins halda námskeið í gerð viðskiptaáætlana, sem miða að nýtingu niðurstaðna úr rannsókna- og nýsköpunarverkefnum. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 16. júní, kl. 9.00-17.00. Leiðbeinendur eru Jonathan Duff og dr. Bill Hardy frá IAL Consultants í London. Námskeiðið er opið öllum þeim, sem vinna að rannsóknum eða nýsköpun sem leiða eiga til markaðsafurða, en fjöldi þátttakenda er þó takmarkaður. Skráning fer fram á skrifstofu Rannsóknarráðs íslands t síma 562-1320. Skráningargjald er kr. 3.500 og eru námskeiðsgögn og veitingar inni- faldar. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna. FÓLK í FRÉTTUM Guðný Erla á framabraut NÝLEGA útskrifaðist frá Fashion Institute of Technology á Man- hattan í New York Guðný Erla Fanndal frá Siglufirði. Lauk þar með tveggja ára námi hennar við skólann, en það fólst í námskeið- um í verkfræðL og rekstri og skipulagningu í fjöldaframleiðslu í fataiðnaði. Gráðan sem hún afl- aði sér heitir á ensku „Associate in Applied Science in Manufactur- ing Management for the Apparell Industry“. Guðný Erla er með sveinspróf í klæðskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík. „Þá ákvað ég að fara á 15ölclaframleiðslubrautina, en það var mjög erfitt að finna nám í þeirri starfsgrein. Ég fór því í viðskiptafræði í eitt ár í New Jers- ey í Bandaríkjunum til að finna skóla þar sem þessi grein væri kennd og til að komast inn í stærðfræðina og tungumálið. Hann fann ég síðan á Manhatt- an,“ segir Guðný Erla. Námið við skólann er afar erf- itt og krefst skipulagningar og sjálfstæðra vinnubragða. Skólinn er afar fullkominn og vel tækjum búinn. Hann er ríkiseign, en er styrkt- ur af fataiðnaðinum. Kennarar við hann eru allir mjög reyndir og kenna ekki einungis upp úr bókum, heldur byggja kennsluna að miklu leyti á reynslusögum. Þess má geta að ýmsir frægir hönnuðir hafa lært við skólann og nægir þar að nefna sjálfan Morgunblaðið/RAX Calvin Klein og Normu Kamali, sem eru meðal þekktustu andlita tískuheims- ins. Guðný Erla segist furða sig á því að hún sé eini Islend- ingurinn sem farið hefur í þetta nám, en algengast sé að sveinar í klæðskurði fari í fatahönnun en ekki fjöldafram- leiðslu sem allt snú- ist um í dag. Guðný var ein af aðeins sex nemendum sem skólinn útskrifaði þetta árið, en hann útskrifar að- eins sex til tíu nem- endur á ári og eru þeir afar eftirsóttir. Fyrirtækin keppast um að ráða þá og Guðný hefur þegar fengið sex tilboð án þess að vera byijuð að leita eftir tilboðum. Hún hyggst nú vinna í eitt ár í Banda- ríkjunum til að afla sér reynslu. Síðan gæti hún vel hugsað sér að koma heim, en þó er ekkert ákveðið í því efni. Ringo rokkar um heiminn ► RINGO Starr, sem margir telja einhvern vanmetnasta trommara allra tíma, mun hefja tónleikaferð sína um heiminn í Japan þann 14. júní. Með honum verður hljómsveit skipuð mörg- um helstu rokkjálkum sögunn- ar. Ásamt Ringo eru í sveitinni John Entwistle, bassaleikari hljómsveitarinnar The Who, Billy Preston, sem er frægur fyrir að hafa leikið með Bítlun- um á sínum tíma, Felix Cavali- ere úr hljómsveitinni The Rasc- als, Mark Farner úr Grand Funk Railroad og Randy Bac- hman úr Bachman Turner Overdrive. Auk þess mun sonur Ringos, Zak, að sjálfsögðu spila með föður sínum. „Ringo er á því að þetta séu mestu rokkarar sem með hon- um hafi spilað. Þeir hafa spilað sig saman á síðustu tveimur vikum og eru tilbúnir í allt,“ segir blaðafulltrúi Ringos. Hljómsveitin mun ekki spila frumsamið efni, heldur einbeita RINGO Starr syngur og John Entwistle Iemur bassann í bakgrunni. sér að því að spila efni sem meðlimir hennar hafa gert vin- sælt hver fyrir sig. Þar ætti að vera af nógu að taka, enda söng Ringo mörg lög sem Bítlarnir gerðu vinsæl, eins og „Yellow Submarine" og „With a Little Help From My Friends". Freleng fallinn frá ► TEIKNIMYNDAHÖFUND- URINN Isadore „Friz“ Freleng lést í lok maímánaðar 89 ára að aldri. Hann hjálpaði til við að skapa teiknimyndapersónur á borð við Sylvester the Cat og Tweety Bird, sem aðalhöfundur teiknimynda hjá Warner Bros. Þá teiknaði hann reglulega Bugs Bunny og Daffy Duck. Freleng fékk fimm Óskarsverðlaun á ferlinum, þar á meðal fyrir Bleika pardusinn árið 1964. FRELENG á fundi með Bugs og Daffy árið 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.