Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna bandarísku gamanmyndina Man of the House sem íjallar um togstreitu stráks og mannsins sem mamma hans hyggst ganga að eiga. Með aðalhlutverkin í myndinni sem er með alvarlegum undirtóni fara þau Chevy Chase, Farrah Fawcett og Jonathan Taylor Thomas. tvennra Emmy-verðlauna fyrir framlag sitt. Hann hefur skrifað efni fyrir ýmsa grínara, m.a. Lily Tomlin, og hefur hann hlotið margvísleg verðlaun fyrir. Feril sinn í kvik- myndum hóf hann þegar hann lék í Foul Play, en meðal þeirra mynda sem hann hefur leikið í eru National Lampoon’s Vac- ation, National Lampoon’s European Vacation og National Lampoon’s Christmas Vacation, en aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru Fletch, Fletch Lives, Caddyshack, Spies Like Us og Memoirs of an Invisible Man. Farrah Fawcett hlaut á sínum tíma tilnefningu til Golden Globe verðlaun- anna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Extremities, en hún hefur aðallega leik- ið í sjónvarpsmynd- um hingað til og hlotið fjölda til- nefninga til verðlauna fyr- ir leik sinn. Hún var tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir aðal- hlutverk í sjónvarpsseríu um Barböru Hutton, Poor Little Rich Girl, fyrir hlut- verk Beate Klarsfíeld í sjónvarpsmyndinni Nazi Hunter: The Beate Klars- feld Story, og fyrir aðal- hlutverk í sjónvarpsmynd- inni The Burning Bed. Fyr- ir síðasttalda hlutverkið hlaut hún einnig tilnefn- ingu til Emmy verðlauna sem besta aðalleikkona. Fyrir hlutverk sitt í sjón- varpsseríunni Small Sac- rifices hlaut hún svo bæði tilnefningu til Emmy og Golden globe verðlaunanna sem besta leikkona í aðal- hlutverki. Meðal annarra sjónvarpsmynda sem hún hefur farið með aðalhlut- verk í eru The Margaret Bourke-White Story og The Substitute Wife, og þá hefur hún leikið með Sidney Poitier í sjón- varpsseríunni Chil- dren of the Dust. er hún innan seil- ingar þegar hann kemur fram á blaða- mannafundum. Núna þegar andlit hans blasir hvar- vetna við á auglýsinga- spjöldum kvik- mynda- húsa auk þess að koma fyr- ir sjónir inilljóna sjón- varpsá- horfenda er hann farinn að finna fyrir ýmsum nei- kvæðum hliðum frægðarinnar. Þannig fái hann sjaldnast næði þegar hann er á veit- ingahúsum, en þá streyma aðdáendurnir að honum og óska eftir eiginhandarárit- un. Ráðleggur hann öllum sem hyggjast feta í fótspor hans að yfirvega vel og vandlega það verð sem þarf að gjalda fyrir frægðina. í stríði við stjúpa HINN 11 ára gamli Ben Archer (Jonathan Taylor Thomas) er vel gef- inn strákur sem stendur frammi fyrir því vandamáli hvemig hann á að hræða í burtu unnusta móður sinnar, Sandy (Farrah Fawcett), en hún hyggst ganga að eiga saksóknar- ann Jack Sturges (Chevy Chase), sem er með öllu óviðbúinn að takast á við hlutverk stjúpföðurins. Ben og mamma hans hafa komist ágætlega af tvö saman í fímm ár og Ben er alls ekkert á því að þau þurfí á þriðja aðila að halda, sérstaklega ekki einhverjum lögfræðingi, sem heldur að hann sé gjaldgengur í fjölskylduna með því einu að lesa sér til um hvemig eigi að taka að sér hlutverk fósturfor- eldris. Með aðstoð vinar síns lætur Ben sér detta í hug alls kyns brellur til að hrekja Jack í burtu, en meðal annars þvingar hann Jack til að taka þátt í leikjanámskeiði KFUM sem á að stuðla að því að rækta ^ vináttusamband feðga. í útilegu í því sam- bandi ætlar Ben að nið- urlægja Jack og gera Sandy fráhverfa honum, en svo fer að Jack er nánast laminn í klessu af ribbalda nokkram og félögum hans tveimur sem era á eftir Jack og ætla sér að koma honum fyrir kattamef. En svo fer að hópurinn á leikjanámskeiðinu snýst til vamar Jack og notfærir sér alla hugsanlega klæki til að klófesta dusilmennin sem vilja Jack 'feigan. Verður þetta til þess að Ben og Jack verða báðir margs vísari um það traust sem getur ríkt milli bama og fullorðinna. Leikstjóri Man of the House er James Orr og er hann einnig höfundur kvikmyndahandritsins ásamt Jim Craickshank. Þeir era eitt þekktasta tví- eykið í Hollywood og skrif- uðu þeir meðal annars handritið að Sister Act 2, Three Men and a Baby, sem var tekjuhæsta kvik- myndin árið 1986, Tough Guys og Mr. Destiny, sem Orr leikstýrði einnig. Þeir Orr og Cruickshank hafa að auki framleitt og skrifað handrit að fjölda sjón- varpsmynda, en meðal þeirra eru Young Harry Houdini, sem tilnefnd var til Emmy-verðlauna, ög 14 Going On 30. Þeir félagar era fæddir í Kanada og stunduðu nám í kvik- myndagerð við háskólann í Toronto, en fluttust til Bandaríkjanna þegar Orr . hlaut námsstyrk við Bandarísku kvikmynda- stofnunina í Los Angeles. Chevy Chase vakti fyrst á sér athygli sem höfundur og leikari með upprana- lega Saturday Night Live hópnum og vann hann til Stórhuga smástj ama JONATHAN Taylor Thom- as, sem leikur Ben Archer í myndinni Man of the Ho- use, hyggur á stórvirki í kvikmyndaheiminum í framtíðinni, en þessi 13 ára sjónvarpsstjarna og kvik- myndaleikari hefur helst áhuga á því að verða leik- stjóri. Helstu fyrirmyndir hans á því sviði eru Woody Allen og Jonathan Demme, en einnig þau Ron Howard og Jodie Foster. Vísar hann til þess að þau tvö hafi „lif- að það af“ að vera barna- stjömur í kvikmyndum og náð árangri sem leikstjór- ar. Þótt Jonathan segist vera ánægður með það sem hann hefur verið að fást við und- anfarið segist hann staðráð- inn í því að vera að baki myndavélarinnar í framtíð- inni, en hann hyggur á há- skólanám og er Jodie Fost- er m.a. fyrirmynd hans í því sambandi og sönnun þess að glæstur leikferill þurfi ekki að koma í veg fyrir langskólagöngu. Jonathan fæddist í bæn- um Betlehem í Pennsylva- niu en fluttist með fjöl- skyldu sinni til Sacramento í Kaliforníu þegarhann var fimm ára gamall. Áður en hann hóf feril sinn sem leik- ari árið 1989 hafði hann verið fyrirsæta um nokkurt skeið auk þess að koma fram í auglýsingum. Fyrsta hlutverk hans í sjónvarpi var í þáttunum The Bradys, en það vom skammlífir framhaldsþættir um per- sónurnar úr Brady Bunch sem þessa dagana er hægt að sjá á hvíta tjaldinu í Sam- bíóunum. Það var svo mánuði eftir að síðasta þættinUm var sjónvarpað árið 1990 sem Jonathan var valinn til að fara með hlutverk Randys, miðsonarins í Home Improvement, eða Hand- lögnum heimilisföður, en þættirnir lentu strax í niunda sæti á vinsældalist- anum aðeins viku eftir að sýningar á þeim hófust. Hann segir starfið við þætt- ina vera hið skemmtileg- asta í alla staði, jafnvel þótt vinnudagurinn eigi það til að dragast verulega á Jang- inn, en ekkert lát virðist vera á vinsældum þáttanna sem ennþá em meðal þeirra vin- sælustu í Bandarikjunum og víðar um heim. Þótt hlutverk Jonathans í Man of the House sé fyrsta raunverulega kvik- myndahlutverk hans, þá hefur hann áður komið við sögu við gerð kvik- myndar. Hann léði nefnilega (jóns- unganum Simba rödd sína í The Lion King, vinsælustu teikni- mynd allra tíma. Jonathan býr nú ásamt ein- stæðri móður sinni og 17 ára gömlum bróður, og frí- stundum sínum eyðir hann gjarnan við stangveiði sem er helsta áhugamál hans fyrir utan leiklistina. Hann segist hafa átt auðvelt með að setja sig í spor Bens i Man of the House þar sem hann þekki af eigin raun að alast upp hjá einstæðu foreldri, og á margan hátt svipi honum og Ben saman. Sambandið við móður sína segir hann alla tíð hafa verið gott, en hún er ætíð viðstödd upp- tökur á Home Improvement og einnig Farrah Fawcett leikur ÁÐUR en yfir lýkur verða þeir Ben og Jack báðir margs vísari um það traust Sandy, móður Bens. sem getur ríkt milli barna óg fullorðinna. BEN þvingar Jack til að taka þátt í leikjanám- skeiði KFUM sem á að stuðla að því að rækta vin- áttusamband feðga. JAMES Orr, leikstjóri myndarinnar, leiðbeinir Jonathan Taylor Thomas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.