Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR > t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GÍSLÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Hringbraut 90, Reykjavík, lést á heimili sínu 7. júní. Ólafur Kristinn Hafsteinsson, Erna Kristín Júlíusdóttir, Hjördís Jónsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MATTHÍAS GUÐMUNDSSON vélsmiður, Þingeyri, sem lést 3. júní sl. verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 14.00. Camilla Sigmundsdóttir, Jónas Matthíasson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gerður Matthíasdóttir, Ólafur Bjarnason, Guðmundur Jón Matthíasson, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. HELGA AXELSDÓTTIR, Grettisgötu 66, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. júní kl. 13.30. Jóhannes Sigurðsson, Rakel Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson, Elis Heiðar Ragnarsson, Helga S. Gísladóttir, Pétur Hallgrímsson, Inga Björgvinsdóttir, Guðrún Hallgrimsdóttir, Stefanía Inga Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Amma okkar, langamma og langalang- amma, SIGURBJÖRG HELGA SIGURVINS- DÓTTIR, Flúðaseli 40, áður Hagamel 43, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 13.30. Ingibjörg S. Karlsdóttir, Sigfús Guðmundsson, Sigurbjörg K. Karlsdóttir, Valdimar Runólfsson, Svanhildur Karlsdóttir, Þórður H. Jónsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, systir, amma og langamma, MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR Skeljagranda 3, sem lést á heimili sínu 4. júní sl., verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 12. júní kl. 15.00. Herborg Friðjónsdóttir, Freyja Þorsteinsdóttir, Birna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Rögnvaldsson, Ólafur Halldórsson, Ýr Sigurðardóttir, Anna M. Halldórsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Erna M. Halldórsdóttir, Friðjón Guðjónsen, María Friðbertsdóttir, Óskar Friðbertsson, Tinna Ólafsdóttir, Kári Bertelsen. MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR + María Þorsteins- dóttir fæddist á Hrólfsstöðum í Skagafirði 24. maí 1914. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorsteinn Björns- son, bóndi Hrólfs- stöðum, Skagafirði, f. 24. mars 1889, d. 15. ágúst 1980, og kona hans Margrét Rögnvaldsdóttir, f. 8. okt. 1889, d. 22. sept. 1993. Systur Maríu eru Birna, f. 13. des. 1920, húsmóðir og verkakona á Breiðdalsvík, nú búsett í Hafnarfirði, eiginmaður hennar er Sigurður Magnússon, vélsljóri, Breiðdalsvík, lést 1979; Guðrún, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 17. ágúst 1925, d. 31. des. 1980. Eiginmaður hennar var Hinrik Albertsson, sjómaður, Hafnar- firði. María giftist Friðjóni Stefáns- syni, rithöfundi, f. 12. okt. 1911, d. 27. júlí 1970. Börn þeirra eru Þorsteinn Stefán, f. 19. ágúst 1936, d. 14. sept. 1961; Herborg Margrét, f. 20. nóv. 1937; Katrín Guðrún, f. 25. júní 1945, d. 2. des. 1990. María og Friðjón gengu sonardóttur sinni, Freyju, f. 13. feb. 1961, í foreldrastað. María var virkur félagi í Sós- íalistaflokki íslands, síðan Alþýðubanda- laginu og síðast Samtöku um kvennaiista. Hún sat um árabil í sljórn Menningar- og frið- arsamtaka íslenskra kvenna og íslensku friðarnefndarinnar, starfaði með Sósíali- stafélagi Reykjavík- ur og Kvenfélagi sósíalista. Hún vann ötullega í MIR og félaginu ísland- DDR. Hún starfaði með Samtökum hernámsandstæðinga, síðar Samtökum herstöðvarandstæð- inga. María starfaði um hríð við blaðamennsku á Þjóðviljanum. Hún vann á skrifstofu Starfs- stúlknafélagsins Sóknar 1962- 1976 og var ritstjóri timaritsins „Fréttir frá Sovétríkjunum" sem gefið var út af APN-fréttastof- unni á íslandi 1977-1991. María tók virkan þátt í baráttunni fyr- ir friði í heiminum og sótti ráð- stefnur og þing á þeim vettvangi um heim allan, ýmist sem full- trúi íslenskra samtaka eða á eig- in vegum. Utför Mariu Þorsteinsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju á morgun og hefst athöfnin klukk- an 15. KVENHETJAN María Þorsteins- dóttir er fallin í valinn. Langri ævi er lokið. María var þjóðkunn kona fyrir stjórnmálaviðhorf sín og af- stöðu og kringum hana stóð oft styr. Ung að aldri skipaði hún sér í raðir þeirra sem börðust fyrir þjóðfélags- legu réttlæti, jöfnuði og auknum mannréttindum. Hún var einlægur sósíalisti og talsmaður kvenréttinda, ódeig að láta afstöðu sína í ljósi og standa við skoðanir sínar. En hún hlaut síður en svo alltaf lof og hrós fyrir að vera ákveðin og föst fyrir. Henni var oft legið á hálsi fyrir sjón- armið sín og hún uppskar ósjaldan óréttmæta og háværa gagnrýni. Það lét hún sér í léttu rúmi liggja og hélt ótrauð áfram á sinni braut. María helgaði friðarbaráttunni krafta sína um árabil. Hún var skel- eggur fulltrúi íslands á ótal friðar- þingum og samkomum víðs vegar um heim, þar sem hún stofnaði til vináttu og tengsla við fólk af ýmsu þjóðerni, jafnt heimsfrægar persónur sem al- þýðumanninn. Þar sýndi sig heims- borgaraeðli Maríu. Hún var haldin útþrá, hafði yndi af að ferðast, kynn- ast nýjum stöðum og fólkinu sem þar bjó. Fram til hinsta dags dreymdi hana um ferðalög til góðra vina á fomum slóðum í Evrópu. Skólaganga Maríu var af skornum skammti eins og verða vildi með fólk af hennar kynsjóð, en hún bjó að menningaruppeldi sem hún hafði hlotið í foreldrahúsum, svo og var hún haldin sterkri löngun til að kynna sér hlutina, vita, þekkja og skilja. Hún hafði lært þýsku, ensku og sænsku á ferðum sínum um heiminn, heimskortið var greypt í huga henn- ar og með þjóðfélagsmálum fylgdist hún alla tíð af lifandi og einlægum áhuga. Hún var ætíð tilbúin að brjóta heimsmálin og landsmálin til mergj- ar, gagnrýna nýútkomna bók, upp- setningu leikhússverks, nýja kvik- mynd eða þá að hefja heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilvist okkar hér á jarðríki og í öðrum heimi. f þeim viðræðum var María oftar en ekki fijór og gjöfull veitandi. En María var jafnframt og ekki síður hetja hversdagslífsins. Hún var ein af þeim manneskjum, sem standa óbugaðar og teinréttar eftir svipti- vinda lífsbaráttunnar. Lífið var henni harður skóli. Mörgum fannst skapar- inn leggja á hana þyngri byrðar en hún verðskuldaði, en María stóð af sér áföllin. Hún lærði að sætta sig við orðinn hlut og ekkert var henni fjær en kveinstafir og sjálfsvorkunn. Samhliða sósíalískri lífsskoðun sinni varðveitti hún alla tíð innilega bama- trú, sem hún sótti styrk til. Hún sagði vandamál vera til að leysa þau, erfiðleika til að takast á við. Fórnfýsi og ósérhlífni voru henni í blóð bornar. Hún gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig, en þeim mun meiri fyrir aðra. Hún studdi þá sem hún átti samleið með, en sjálf gekk hún ætíð ein og óstudd. María ósk- aði sér þess að fá að kveðja þennan heim meðan hún hefði kraft og styrk til að standa á eigin fótum. Hún vildi ekki verða neinum byrði. Maríu varð að ósk sinni. Hljómar í huga hinsta andartakið vökuljóð viðkvæmt og vorfuglakvakið. Ljúft mun að deyja og loka þreyttum brám. - Sé ég enn ljóma af löndunum blám. (Jakobína Sigurðardóttir.) Að leiðarlokum er margs að minn- ast og margt að þakka. Með söknuði kveð ég mína kæru vinkonu í hinsta sinn og flyt henni innilega þökk fyr- ir samfylgdina og fyrir hennar traustu og einlægu vináttu. Megi María Þorsteinsdóttir hvíla í friði. Bergþóra Einarsdóttir. Það var ákveðin lífsreynsla að kynnast Maríu Þorsteinsdóttur og að starfa með henni að hennar helsta hugðarefni var endalaus upplifun og á köflum hreint undrunarefni. Þegar ég á sínum tíma gekk til Bróðir minn, GUÐMUNDUR KR. HELGASON, bóndi, að Efra-Apavatni, Laugardal, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 13. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Stóru-Borg. Jón Sö|vj He|gason. liðs við friðarhreyfingar heimsins fyrir áeggjan Maríu höfðum við þekkst um nokkurt skeið. En ég vissi satt að segja harla lítið um hana, fortíð hennar og lífshiaup. Vissi að vísu að hún var virkur félagi í Menn- ingar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og aðalsprautan í íslensku friðarnefndinni. Mér var líka ljóst að hún var illa þokkuð af þeim öflum sem afgreiddu allt friðarbrölt sem sovéskan áróður, en það hlaut að vera reiknað henni til tekna af minni hálfu. Skammir í Staksteinum og ritstjórnargreinum Morgunblaðsins voru eins og heiðursmerki í barmi hins sanna friðarboða. Ég átti eftir að kynnast því að orðspor þessarar hugsjónakonu fór víða. Eftir því sem setum á alþjóðleg- um þingum og baráttufundum er- lendis fjölgaði í áranna rás gerði ég mér betur í ljós þau áhrif og þau tengsl sem María Þorsteinsdóttir hafði aflað sér um heimsbyggðina. Karlar og konur frá fjarlægustu afk- imum jarðar komu gjarnan að máli við fulltrúa íslands og fyrsta spurn- ingin var oftar en ekki: „Þekkirðu Maríu Þorsteinsdóttur?" Þegar þeirri spurningu var svarað játandi komu óðara hrós og frásagnir af samskipt- um við hana á þingfundum og við nefndarstörf, þar sem ástríðufull baráttugleði hennar naut sín best. Lokaorðin voru gjaman beiðni um að skila kærri kveðju til Maríu. María sagði mér einu sinni að hún hefði heitið því að helga líf sitt bar- áttunni gegn styrjöldum þegar hún þurfti hvað eftir annað að hlaupa með börn sín í skjól vegna þess að gefin voru merki um yfirvofandi loftárás. A Seyðisfirði minnir mig. Hún stóð svo sannarlega við þetta heit sitt, hvað sem leið þeim mögn- uðu árásum sem hún varð stundum fyrir vegna þess. Það er slík afstaða sem skapar hetjur. Akveðnin og festan sem hún sýndi í friðarbaráttunni komu sér einnig vel þegar hún framkvæmdi hið óframkvæmanlega; náði barnabörn- um sínum tveimur frá Þýska alþýðu- lýðveldinu eftir að faðir þeirra, sonur Maríu, hafði látist þar af slysförum. Það var stefna stjórnvalda DDR að börnin skyldu alast upp þar í landi en ekki flytjast til hins kapítalíska hluta Evrópu og alast upp þar. Mar- ía hætti hins vegar ekki fyrr en hún hafði sitt fram — og höfðu þá bæði Walter Ulbricht, aðalritari flokksins, og Erich Honnecker, þá forystumað- ur ungliðasamtakanna, orðið að láta undan. Auk minni spámanna í reglu- gerðakerfmu. Þegar fólk vinnur saman að hug- sjónastörfum ~er óhjákvæmilegt að tilfinningahiti liti samstarfið. Þær stundir komu líka í okkar samstarfi að okkur greindi á, en það varð aldr- ei alvarlegur né langvarandi ágrein- ingur. Stundum raunar misskilning- ur vegna mismunandi túlkunar sömu sjónarmiða. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með Maríu Þorsteinsdóttur; líf mitt hefði verið fábreyttara án þess, lífsreynsla mín snöggtum fátæklegri. Nú, þegar María hefur kvatt þennan heim eftir lífshlaup sem lagði slíkar byrðar á herðar henni að hið hálfa hefði nægt venjulegri manneskju, er ástæða til að þakka henni samveruna og sam- starfið, þolinmæðina og langlundar- geðið. Hennar verður sárt saknað, ekki aðeins hér á landi heldur einnig meðal samherja víða um heim. Haukur Már Haraldsson. Fyrir fáum árum kom út bók með frásögn um ævi og störf Maríu Þor- steinsdóttur og þá hörðu skilmála sem henni voru tíðum settir í lífínu. Þar lýsir María því á trúverðugan og hógværan hátt hvernig hún brást við margvíslegu mótlæti með já- kvæðu hugarfari og eindregnara starfí en ella í þágu hugsjóna um frið og jöfnuð meðal allra manna. Friðarhugsjónin, jafnaðarmennskan, réttlætiskenndin — allt eru þetta hugtök sem Maríu voru hugleikin og hún skipaði sér jafnan þar í félag með öðrum sem stóðu í baráttunni gegn styijöldum, gegn ójöfnuði, gegn ranglæti. Hún lét að sér kveða í þess- um félögum; var um langt árabil í forystu MFÍK, Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna, og starf- aði af krafti í hreyfingu sósíalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.