Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 49 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR / NBA í I ! ! I í ( I t ( ( beinu brautinni Landsliðið á „skotæfingu" MIKILL áhugi erfyrir landsleik íslands og Ungverjalands íEvr- ópukeppni landsliða, sem fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld ki. 20. Þegar Ungverjar komu til landsins um hádegið í gær, voru landsliðsmenn Is- iands á „skotæfingu" í Keilu- höllinni í Öskjuhlíð. að er mikiil hugur í leikmönnum íslánds fyrir hinn erfiða leik sem framundan er og allir ákveðnir að leggja sig alla fram. Tvær breyt- ingar eru á byijunarliðinu frá leikn- um gegn Svíum í Stokkhólmi. Hlyn- ur Stefánsson og Þorvaldur Örlygs- son eru komnir í leikbann — fengu að sjá sitt annað gula spjald í leikn- um gegn Svíum. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, var ekki búinn að tilkynna hveijir kæmu í stað Hlyns og Þorvaldar, þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær, en eftir að hafa séð uppstilling- ar á æfíngu landsliðsins á föstudag- inn, er líklegt að Ólafur Þórðarson og Arnar Grétarsson taki stöður þeirra á miðjunni. Byijunarliðið verður þá þannig skipað: Birkir Kristinsson, Guðni Bergsson, Ólafur Adolfsson, Krist- ján Jónsson, Arnar Grétarsson, Ólaf- ur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohnsen, Rúnar Kristins- son, Arnar Gunnlaugsson og Eyjólf- ur Sverrisson. * Arnar hefur skorað bæði mörk Islands í landsleikjum þessa árs — gegn Chile og Svíþjóð, í tveimur jafnteflisleikjum, 1:1. Eyjólfur Sverrisson skoraði síðast mark með landsliðinu fyrir tveimur árum, gegn Ungveijum á Laugardalsvellinum. Þá fögnuðu íslendingar sigri, 2:0. Forsala aðgöngumiða hefur geng- ið vel og verður henni haldið áfram dag — kl. 11 á Laugardalsvellinum og einnig á miðbakka við Reykjavík- urhöfn á meðan hátíðarhöld Sjó- mannadagsins standa yfir. Reuter RISARNIR Hakeem Olajuwon hjá Houston og Shaquille O’Ne- al hjá Orlando eigast hér vlð undlr körfunnl. Þó svo að O’Ne- al hafi náð að skora yflr Olajuwon á myndlnnl var það Hous- ton sem hrósaðl sigri elns og í fyrsta leiknum. Houston á - hefur unnið tvo fyrstu leikina í Orlando og getur nú tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli HOUSTON Rockets hafði mikla yfirburði í öðrum úrslitaleiknum um NBA-titilinn gegn Orlando Magic í fyrri nótt. Meistararnir sigruðu 117:106 og hafa þvf unnið tvo fyrstu leikina í Or- lando, en næstu tveir leikirfara fram í Houston og ef til fimmta leiks kemur verður hann einnig í Houston. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að Hous- ton verji titilinn því það hefur aldrei gerst í úrslitum NBA- deildarinnar, að lið sem tapar fyrstu tveimur heimaleikjunum hafi orðið meistari. Bestu leikmenn Houston voru Hakeem Olajuwon með 34 stig og Sam Cassell með 31. Clyde Drexl- er var einnig sterkur og setti niður 23 stig. „Ég er ánægður með stöðu okkar,“ sagði Olajuwon, sem einnig tók 10 fráköst. Shaquille O’Neal var með 33 stig fyrir Orlando og Anfernee Hardaway 32 stig, en næstur kom Nick Ander- son með aðeins 11 stig. Hann náði sér aldrei á strik og eins og hann væri ekki búinn að jafna sig eftir að hafa klúðrað fyrsta leiknum fyrir Orlando, er hann hitti ekki úr fjórum vítaskotum í röð á lokasekúndum venjulegs leiktíma. í þessum leik hitti hann aðeins úr fjórum skotum af 13. „Við höfum ekki verið að leika eins og við eigum að gera. Við verðum að vera grimmari bæði í vöm og sókn. Þessi orusta er ekki búin því þeir geta líka tapað á heimavelli eins og við,“ sagði Ánderson. Houston, sem hefur nú unnið sjö útileiki í röð í úrslitakeppninni, hafði ótrúlega yfirburði og var komið með 20 stiga forskot, 52:32 þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leik- hluta, en staðan í hálfleik var 63:41. O’Neal og félagar náðu að minnka muninn fimm sinnum niður í níu stig, en nær hleyptu meistararnir þeim ekki og sigurinn ótrúlega auðveldur. Sam Cassell var mjög öflugur í síðari hálfleik, hitti úr átta af tólf skotum sínum utan af velli og setti niður fjórar þriggja stiga körfur úr sex tilraunum. „Við áttum ekkert svar við stórleik Cassells í þessum leik,“ sagði Brian Hill, þjálfari Or- lando. Morgunblaðið/Þorkell LANDSLIÐSHÓPURINN í Kelluhölllnnl í gær. Arnór Guðjohnsen varð sigurvegarl í „skotkeppn- lnni“ og fékk í verðlaun kellu, sem landsllðsmennlrnir árltuðu. Arnór heldur á keilunni. m f FACOR 3 GETUR TREYSTFAGOR NÝ SENDING s FAGOR C31R - 2 pressur Kælir: 2701 - Frystir: 110 I HxBxD: 170x60x57 cm Danfoss kælikerfi fltgr.kr. S7 .800 RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-23N Kælir: 2121 - Frystir: 161 HxBxD: 122x55x57 cm Danfoss kælikerfi Stgr.kr. 38.800 FAGOR D-27R Kælir: 2121 ■ Frystir: 781 HxBxD: 147x60x57 cm Danfoss kælikerfi S^49.800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.