Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sæmundur Sæ- mundsson fædd- ist í Lækjarbotnum í Landsveit 26. nóv- emberl908. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu í Kumbaravogi að- faranótt 5. júní síð- astliðinn á 87. ald- ursári. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Theódóra Pálsdóttir og Sæ- mundur Sæmunds- son bóndi í Lækjar- botnum. Voru þau bæði rangæskrar ættar. Sigríður var dóttir Þur- íðar Þorgilsdóttur frá Rauðnefs- stöðum á Rangárvöllum og Páls Guðmundssonar Brynjólfssonar á Keldum og Sæmundur var son- ur Sæmundar Guðbrandssonar hreppstjóra á Lækjarbotnum og konu hans Katrínar Brynjólfs- dóttur ljósmóður frá Þingskál- um. Systkini Sæmundar sem upp komust voru Katrín (f. 1896) húsfreyja í Austvaðsholti í Land- sveit, Arni (f. 1897) bóndi i Bala í Þykkvabæ, Guðrún (f. 1898) húsfreyja í Lunansholti í Land- sveit, Jóhanna Vigdís (f. 1899) húsfreyja í Reykjavík, Pálína (f. 1904) húsfreyja í Reykjavík og Guðríður (f. 1906) húsfreyja í Reykjavík. Hinn 9. nóvember 1930 kvænt- SÆMUNDUR Sæmundsson, móður- bróðir minn, var yngsta bam foreldra sinna. Faðir hans, Sæmundur Sæ- mundsson, bóndi á Lækjarbotnum, andaðist langt um aldur fram sumar- ið 1909 frá konu og sjö bömum, elsta bamið 13 ára og það yngsta aðeins nokkurra mánaða gamalt. Var hann skírður við kistu föður síns. Sigríður Theódóra, móðir hans, stóð fyrir bú- inu næsta árið en var ekki gert kleift að halda áfram búskap og heimilinu saman. Þetta var löngu fyrir allar ekknabætur eða tryggingar yfirleitt. Hún mátti setja bömin til skyldfólks síns í sveitinni, öll nema yngsta bam- ið, Sæmund, sem fylgdi móður sinni. Upp frá því má segja að þau mæðg- inin hafí ekki skilið þar til að hún andaðist 1942. Sigríður Theódóra hélt til Reykja- víkur með soninn. Hún var rúmlega fertug og þáttaskil orðin í lífí henn- ist Sæmundur Ilelgu Fjólu Pálsdóttur, dóttur hjónanna Páls Friðrikssonar frá Brekku í Vogum og Margrétar Arna- dóttur frá Innra- Hólmi í Akranes- hreppi. Sæmundur og Fjóla eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigríður Theód- óra (f. 1931) bóndi og húsfreyja í Skarði í Landsveit, gift Guðna Kristins- syni hreppsljóra og eiga þau tvö börn, Kristin, bónda í Skarði, kona hans er Fjóla Runólfsdóttir, og Helgu Fjólu, húsfreyju á Hvols- velli, gifta Ingvari Ingólfssyni vélvirkja. 2) Margrét (f. 1937), hjúkrunarframkvæmdastjóri, gift Jóni M. Guðmundssyni kenn- ara. Þau eiga þijá syni, Guð- mund vélstjóra, Sæmund verk- fræðing og Pál Iíffræðing. 3) Sæmundur (f. 1946), vélsljóri í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur verslunarstjóra og eiga þau fjögur börn, Huldu Hrönn, Sæmund, Helgu Fjólu og Kristján Dúa. Minningarathöfn um Sæmund verður haldin í Laugarneskirkju kl. 10.30 á morgun og síðar um daginn verður hann lagður til hinstu hvílu í Skarði í Landsveit. ar. Áður hafði hún staðið fyrir blóm- legu búi á Lækjarbotnum en var nú ekkja með sjö böm og engan að treysta á nema sjálfa sig. Það fer um mig éinkennileg tilfínning þegar ég hugsa um hana ömmu mína og hvaða hugsanir hafí þá bærst innra með henni. Hvemig henni voru allar bjarg- ir bannaðar, þessari stoltu og dugm- iklu konu. Eins og nærri má geta hefur það ekki verið auðvelt að þurfa að skilja bömin við sig. Og hún þurfti að leggja hart að sér því að lífsbarátt- an var óvægin. Hún sá sér og synin- um farborða með því að vinna það sem til féll á vetrum og í kaupavinnu fór hún á sumrip eða í síld. Aldrei skildi hún Sæmund við sig. Og hún æðraðist ekki og aldrei heyrðist hún tala af biturleika um þá menn sem neituðu henni um hey þegar hún þurfti á að halda. Raunar litu þeir sömu menn upp til hennar og ekki lét hún þá síðar á ævinni gjalda þess sem liðið var. Hún hélt einstöku sam- bandi við bömin sín fyrir austan. Og víst er að sambandið milli hennar og bamanna eftir að þau fluttust til Reykjavíkur var slíkt að fágætt er. Ekki leið svo dagur að dætumar hittu ekki móður sína eða töluðu við hana. Enga konu dáði móðir mín meir eða virti en móður sína. Sæmundur og systkinin tryggðu samhengið milli kynslóðanna og ræktuðu samkennd sem seint verður ofmetin. Með Sæ- mundi eru þau öll gengin systkinin frá Lækjarbotnum. Sæmundur var góðum gáfum gæddur og mörgum kostum. Tæki- færin hafði hann ekki til frekara náms eftir bamaskólann þótt hugur stæði til þess. Engu að síður tókst honum með sjálfsnámi að verða vel að sér í tungumálum og á mörgum öðmm sviðum. Ungur skipaði hann sér í raðir KFUM og hreifst af skoðunum séra Friðriks Friðrikssonar og var alla tíð einlægur aðdáandi hans. Séra Friðrik hafði mikil áhrif á hann eins og marga aðra samtíðarmenn hans. Sæmundur varð ungur ötull liðsmaður Knattspymufélagsins Vals, lék fót- bolta ámm saman og var dyggur stuðningsmaður þess félags alla ævi. Ung að ámm felldu þau hugi sam- an, Sæmundur og Helga Fjóla Páls- dóttir. Þau gengu í hjónaband Alþing- ishátíðarárið og vantaði aðeins örfáa daga upp á 60 ára brúðkaupsafmæli þegar hún andaðist 3. nóvember 1990. Þau áttu bamaláni að fagna og vom samhent í uppeldinu og eink- ar kærleiksríkir foreldrar. Lengi bjuggu þau í húsi sínu að Njálsgötu 48A, í sama húsi og móðir hans og systir og systurdóttir. Þama var í raun miðstöð ættingja og vina í bænum, og ekki síður ættingjanna að austan sem komu og dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Ættarvitund Sæmundar stóð á gömlum merg og hann lagði rækt við sitt fólk og glæddi samhug með flölskyldu sinni og ætt- mönnum. Við frændsystkinin úr ná- grenningu vomm þama nær daglegir gestir. Það féll aldrei skuggi á sam- búð þessa fólks, traust og einlæg vin- átta ríkti og í því andrúmslofti var gott að vera. Þetta var líka glaðvært heimili og skemmtilegt á góðum stundum. Ekki síst þegar tekið var lagið og sungið margraddað. Sæ- mundur eignaðist bíl þegar það heyrði til undantekninga að fólk ætti einka- bíla. Og aldrei var farið svo austur fyrir fjall að ekki væri hvert sæti skipað, og vel það. Ekki fómm við systumar á Barónsstíg varhluta af þeim forréttindum sem það taldist að ferðast í slíkum farartækjum. Lengst af ævinni stundaði Sæ- mundur verslunarstörf. Hann stofnaði Aðalbúðina við Laugaveg og rak í mörg ár, starfaði á annan áratug í Kiddabúð og rak verslunina Lögberg við Holtsgötu ámm saman. En 1960 réðst hann til starfa í Jámsteypuna og vann þar til 80 ára aldurs. I yfír 50 ár var hann félagi í Oddfellow- reglunni og mat mikils hugsjónir þess félagsskapar og menn sem hann hafði þar samneyti við. Sjálfur var Sæ- mundur fádæma hjartahlýr maður og öllum hans gerðum stýrði jákvætt hugarfar. Það var yfír honum bjart glaðlyndi og honum var gefín góð kímnigáfa. Hann lagði náunga sínum lið. í þrjá áratugi stóð hlýlegt og smekklegt heimili þeirra hjóna að Kleppsvegi 30. Fjóla var mikil hús- móðir, öll matargerð lék í höndum hennar og hún prýddi heimili þeirra fallegri handavinnu. Síðustu æviárin þurfti Fjóla að þola þungbær veik- indi. Þá var lærdómsríkt að fylgjast með fágætri umhyggjusemi Sæmund- ar og bamanna sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni svo örðugt hlutskipti. Árið 1990 fór hann alfarinn til dóttur sinnar og tengdasonar að Skarði í Landsveit og átti þar heima upp frá því. Þar leið honum vel í ör- uggu skjóli fjölskyldunnar sem öll naut samveru við hann. Minningin um hann mun verða þeim öllum dýr- mæt. Sæmundur naut góðrar heilsu allt sitt líf þar til fyrir fáum árum að hann tók að kenna vanheilsu. Hann hafði verið stuttan tíma á Hjúkrunarheimilinu að Kumbaravogi þegar hann andaðist þar aðfaranótt 5. júní síðastliðinn. Við systur og frændgarðurinn allur minnumst þess nú að leiðarlokum hve frændi okkar sýndi okkur mikla vin- áttu og tryggð. Fyrir það þökkum við af heilum hug og allar fallegu minn- ingamar sem hann skilur eftir sig. Sigríður Th. Erlendsdóttir. Mig langar til að minnast Sæ- mundar afa míns í nokkrum orðum. Ég hef oft hugsað til erfíðleikanna hjá langömmu minni, Sigríði Theo- dóm er hún missti mann sinn frá sjö börnum, öllum innan við fermingu. Yngstur var afi á fyrsta ári og var hann skírður við kistu föður síns. Langamma reyndi af hetjulund að halda heimilinu, en eftir ár varð hún að koma eldri systkinum afa í fóstur. Eftir fráfall langafa fluttu lang- amma og afí til Reykjavíkur og bjuggu upp frá því í austurbænum, fyrst á Grettisgötu og síðan á Njáls- götunni. Þó að systkini afa hafí farið sitt í hvora áttina svo snemma hefur það verið sérstakt hve sterk þeirra fjöl- SÆMUNDUR SÆMUNDSSON t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR KR. ÍSFELD, Droplaugarstöðum, Reykjavfk. Rafn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, John Duncombe, Rós Olafsdóttir, Þorbergur Pétursson og barnabörn t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, EGGERTS JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR, Hjarðartúni 3, Ólafsvik, Vilborg Jónsdóttir, Sigríður Eggertsdóttir, Margeir Vagnsson, Sigurdór Eggertsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Valmundur Eggertsson, Hildur Jónsdóttir, Þórunn Adda Eggertsdóttir, Jón Eggertsson, Margrét Vigfúsdóttir, Hilmar Eggertsson, Fanný Stefnisdóttir, Gústaf Eggertsson, Helga Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför GÍSLA G. BENJAMÍNSSONAR skipstjóra, Álfhólsvegi 88, Kópavogi. Kristín A. Samsonardóttir, Örn Smári Gislason, Sigrún Gunnsteinsdóttir, Davíð Gíslason, Inga Rún Pálmadóttir, Benjamin Gíslason, Þóra Björk Guðmundsdóttir, Linda Gfsladóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur hlýhug og samúð og veittu okkur- ómetanlegan styrk við andlát og útför sonarokkar, bróður, mágs, dóttursonar og frænda, JÓNS SIGURÐSSONAR, Kirkjuvegi 4, Vík í Mýrdal. Helga Elsa Hermannsdóttir, Sigurður Ævar Harðarson, Björn Sigurðsson, Natalía Björnsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Hlynur Örn Sigurðsson, Sigurbjörg Ragnheiður Björnsdóttir. skyldubönd voru og hafa haldist alla tíð. Þau mátu móður sína mikils og það sést kannske best á því að öll skírðu þau eftir henni. Höfum við ættingjamir borið mikla virðingu fyr- ir þessu mikla og fallega nafni og eru nú nöfnumar orðnar þrettán. Stund- um höfum við gantast með það, að ef einhver sleppir að skíra eitthvert bama sinna Sigríði Theodóru, að eitt- hvað hafí mistekist í uppeldinu eða makavalinu, það þótti allavega honum afa mínum. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á knattspymu og gekk ungur til liðs við íþróttafélagið Val og keppti með því um árabil. Afí var sannkallaður Valsari fram til hinstu stundar. Ég hafði oft gaman af þvi að fylgjast með honum hlusta á kappleiki, þá rauk vel úr pípunni og jafnvel slökkt smástund á tækinu þegar spennan var sem mest. Árið 1930 giftist hann Fjólu ömmu, umhyggja þeirra fyrir hvort öðm var einstök og ættum við sem yngri emm að taka slíkt til fyrirmyndar, en sum- ir myndu kalla slíkt ofdekur. Ungur flutti hann burt úr Land- sveitinni, en ferðir hans áttu eftir að verða margar í sveitina eftir að mamma flutti austur að Skarði. Mín- ar kæmstu minningar em tengdar afa og ömmu þegar þau komu heim að Skarði um páskana. Þessar ferðir vom fyrstu ferðir þeirra á árinu, veg- ir og bílar vom ekki jafngóðir og í dag. En aldrei gáfu þau það eftir að koma að Skarði með blíðu sína og hlýju og ekki spillti fyrir að páskaegg- in vora með í för. Margar vora ferðir þeirra að Skarði og alltaf var sama tilhlökkunin að fá þau í heimsókn bæði hjá mönnum og málleysingjum. Þegar bíllinn hans afa sást, stukku bæði böm og hundar til að fagna komu þeirra. Eitt af aðaláhugamálum hans var stangveiði og vom það miklar ánæg- justundir að skreppa niður í Viðar- hólma, inn að Yijum og í Veiðivötn. Það vom glaðir kappar sem komu á vorin, afí og mágur hans Steini Jó, til að skreppa í veiði og jafnan höfðu þeir með sér smálögg á pela. Á með- an vom amma og Dúa frænka heima í Skarði, sátu við hannyrðir og biðu karla sinna. Árið 1990 urðu þáttaskil í lífí afa, um sumarið veiktist hann og amma deyr um haustið og þá flytur hann að Skarði. Hann kunni vel við sig í Landsveitinni og þá fékk fjölskyldan enn frekar að njóta hlýju hans og góðu lundar. í febrúar sl. hrakar heilsu hans mikið og þá fer hann á Hjúkmnar- heimilið Kumbaravog. Fjölskyldan öll vill þakka starfsfólkinu sérstaklega góða og gefandi umönnun allt til hinstu stundar. Afí, ég vil þakka þér allt sem þú hefur gefíð mér og mínum. Blessuð sé minning þín. Helga Fjóla Guðnadóttir. Nú er hann afi okkar dáinn. Þegar við minnumst afa Sæma sjáum við fyrir okkur myndarlegan afskaplega góðhjartaðan, geðgóðan og jákvæð- an mann sem gat alltaf komið okkur til að brosa. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Kleppsveginn. Þar tóku amma og afí á móti okkur og dekr- uðu við okkur á allan hátt. Við feng- um ætíð eitthvert góðgæti eins og kökur og kex og Spur til að skola því niður. Aðal leikfangið okkar á Kleppsveginum vom allir peningam- ir hans afa en hann var mikill mynt- safnari. Afí var mikið fyrir góðra vina fundi. Hann sagði oft á sínum síð- ustu áram að hvert afmæli sem hann ætti væri stórafmæli. Því voru yfir- leitt haldin mikil og góð afmæli eins og fjölskyldunni einni er lagið. Minningar okkar um afa eru margar og hverfa aldrei úr hugum og hjörtum okkar. Hvíl í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.