Morgunblaðið - 11.06.1995, Page 22
22 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
SIGMUNDUR Andrésson forstjóri Max hf: Við leggjum áherslu á að gera prófanir á flíkunum, bæði visindalegar og hjá notandanum
sjálfum. Allur fatnaður hefur farið i gegnum langan þróunarferil.
SAMHLJÓMUR f
SA UMASKAPNUM
VIDSKIFTÚMVINNinÍF
Á SUNNUDEGI
►Sigmundur Andrésson er fæddur í Ásgarði í Dölum árið
1939. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1957
og hóf sama ár störf hjá Búnaðarbanka íslands þar sem
hann var til ársins 1960. Hann starfaði hjá Verslunarbanka
íslands frá 1960 og hjá Seðlabanka íslands frá 1968 til
1980. Hann hóf sjálfstæðan atvinnurekstur árið 1984 þegar
hann keypti fataverksmiðjuna Max hf. Síðar keypti hann
Belgjagerðina og Vinnufatagerð íslands og sameinaði fyrir-
tækin þijú. Hann hefur verið aðaleigandi og forsljóri fyrir-
tækisins frá sameiningu þeirra.
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
VIÐSKIPTAVINIR gætu
haldið að þeir hefðu villst
inn á listagallerí þegar
þeir koma inn í Max hf
í Skeifunni 15, því á
öllum veggjum hanga listaverk
sem gleðja augað. Max hf er þó
ekki vinnustofa myndlistarmanna
heldur ein elsta fataverksmiðja
landsins.
Sigmundur Andrésson forstjóri,
segir að fyrirtækið hafi bytjað að
kaupa verk myndlistarmanna fyrir
um það bil fjórum árum í þeim
tilgangi að gera vinnustaðinn fal-
legri og auka vellíðan starfs-
manna. „Síðan ákváðum við að
bjóða listamönnum að halda einka-
sýningu á verkum sínum hér í
skrifstofuhúsnæðinu og í þetta
sinn varð Gígja Baldurs myndlist-
armaður fyrir valinu.“
Á kaffistofunni hanga verk í
eigu fyrirtækisins og þar spjöllum
við Sigmundur saman ásamt fram-
kvæmdastjóranum Sævari Krist-
inssyni og Grétu Sigurðardóttur
skrifstofustjóra.
Sameíning
„Max framleiðir hlífðarfatnað,
vinnufatnað og einkennisfatnað af
öllum gerðum og reynir að mæta
sérkröfum viðskiptavina, segir Sig-
mundur. „Vinnufatnaður er stærsti
hluti framleiðslunnar og viðskipta-
vinir okkar eru fyrirtæki og stofn-
anir um land allt. Æska landsins,
böm og unglingar eru einnig við-
skiptavinir okkar því að þau hafa
kunnað vel að meta kuldagallana
og regnfötin frá okkur.“
Fyrirtækið Max var stofnað árið
1941 og framleiddi þá kvenundir-
fatnað. Á árunum 1985 og ’86
keypti Sigmundur Andrésson fyr-
irtækið og í framhaldi af því
Belgjagerðina og Vinnufatagerð
Islands, og sameinaði þessi þijú
fyrirtæki undir nafninu Max hf.
„Það má því segja að fyrirtækið
hafi framleitt allt frá léttum kven-
undirfatnaði til þyngsta sjófatnað-
ar!“ segir Sigmundur.
- Er það ekki óvenjulegt að
menn kaupi þijú fyrirtæki á
skömmum tíma?
„Ástandið á íslenskum markaði
á þeim tíma var með þeim hætti
að ég eygði rekstrarmöguleika í
því að kaupa 'þessi fyrirtæki og
sameina þau. Sameining fyrir-
tækja var ekki eins algeng þá og
hún er núna þannig að ég var
aðeins á undan tíðarandanum í
þeim efnum. Þessi fyrirtæki voru
til sölu, þeim fylgdu engin vanda-
mál og ég sá fram á hagræðingu
með kaupunum.
Okkur var ekki spáð góðu gengi
í fyrstu, en síðar varð þensla í
þjóðfélaginu sem hafði svo aftur
jákvæð áhrif á reksturinn.“
„Sigmundur hafði aldrei áhuga
á tuskum, það voru einungis rekst-
arsjónarmið sem réðu úrslitum,“
segir Gréta skrifstofustjóri, og
forstjórinn andmælir því ekki.
Vöruþróun
Max hf hefur verið til húsa í
Skeifunni 15 frá árinu 1986 og er
nú fyrirtækið í 2000 fermetra hús-
næði. Á götuhæð er verslunin og
verksmiðjan en á hæðinni eru skrif-
stofur, stór kaffístofa og lager.
„Á sínum tíma kölluðu aðstæður
á fækkun starfsfólks og á tveimur
árunum frá ’89 til ’91 var starfs-
mönnum fækkað úr 95 í 60,“ seg-
ir Sigmundur. Það tók okkur síðan
um hálft ár að ná upp fyrra fram-
leiðslumagni. Auk starfsmanna
hér í húsinu erum við með sjö
undirverktaka víða um land sem
sauma Maxfatnað undir okkar eft-
irliti, þannig að starfsfólk er hátt
á annað hundrað.“
Að sögn Sævars framkvæmda-
stjóra kaupir fyrirtækið hráéfni
af bestu framleiðendum í Evrópu
og Bandaríkjunum, og er Ítalía
stærsta viðskiptalandið.
„Fatahönnuðir fyrirtækisins
hanna fatnaðinn og er Sólbjört
Gestsdóttir aðalverkstjóri okkar
helsti hönnuður," segir Sævar.
„Hún útfærir hugmyndir við-
skiptavina en vöruþróun okkar
byggist fyrst og fremst á sam-
starfí við þá. Við hvetjum þá til
að segja okkur sínar leyndustu
óskir og þær reynum við að upp-
fylla. Orðin „ekki hægt“ eru ekki
til í orðabókinni okkar.
Stærsti neytendahópur Max eru
iðnaðarmenn. Við tökum að okkur
að hanna föt fyrir ákveðna vinnu-
hópa, og reynum að skapa fyrir-
tækjum ákveðna ímynd með því
að samræma fatnað starfsfólks.
Það er algengt hjá stórum fyrir-
tækjum eins og til að mynda Flug-
leiðum að samræmi sé í fatnaði
starfsfólks, en það hefur verið
minna notað hjá fyrirtækjum sem
eru með almennan vinnufatnað.
En ef menn trúa að starfsemi
þeirra sé eftirtektarverð, eiga þeir
að samræma fatnað starfsfólks
síns því það sýnir að menn eru
stoltir af fyrirtækinu.
Vinnufötin frá okkur eru sterk,
láta ekki lit, hafa ákveðna
hreyfívídd og neytandinn fínnur
hversu þægileg þau eru. Þau eru
aðeins dýrari en innfluttur fatnað-
ur en þau skila sér margfalt til
baka í betri endingu.“
- Kuldagallarnir sem ungling-
arnir fóru að ganga í fyrir nokkr-
um árum hafa þó verið hvað mest
áberandi frá ykkur, hvernig kom-
ust þeir í tísku?
„Fyrir um það bil þremur árum
gekk tískubylgja yfír erlendis og
unglingar fóru að klæðast vinnu-
fatnaði dagsdaglega. Þessi tíska
barst hingað og Maxgallarnir virð-
ast hafa fallið vel inn í dæmið.“
„Við höfum náð tökum á því
að framleiða hágæða kuldafatnað
á heimsmælikvarða,“ bætir Gréta
skrifstofustjóri við. „íslenskir
unglingar fóru allt í einu að klæða
sig eftir veðráttu. Það komst í
tísku, en ég held að það hafi líka
haft sitt að segja að unglingar sáu
gallana okkar á starfsmönnum
uppi í Bláfjöllum. Þau komu ef til
vill rennblaut og köld inn í skála
og hittu þá fyrir starfsmennina
sem voru þurrir og heitir í kuldag-
öllunum frá okkur. Kennari nokk-
ur hefur líka sagt mér að kulda-
gallarnir hafi haft bætandi áhrif
á líðan nemenda inni í kennslu-
stund. Þau sem eru í göllum koma
inn þurr og heit, í stað þess að
vera köld, blaut og pirruð. Við
þetta má bæta að blöðrubólgutil-
fellum hjá ungum stúlkum hefur
fækkað verulega eftir að þær fóru
að nota gallana."
- Hvað ef kuldagallarnir fara
úr tísku?
„Ég held að kuldagallarnir frá
okkur fari aldrei úr tísku því að
þegar fólk hefur einu sinni kynnst
því hversu gott það er að vera
þurr og hlýr í kulda og bleytu, á
það erfítt með að sætta sig við
annað. Hins vegar er stöðug vöru-
þróun í gangi hjá okkur til að
mæta breyttum tímum.
Nú er til dæmis mikil eftirspurn
eftir svonefndum öndunar-og flís-
göllum sem eru hliðarvara við
samfestingana okkar. Miðað við
fyrstu viðbrögð erum við á góðri
braut með framleiðslu á þeim göll-
um því að eftirspurn er svo mikil
að oft er búið að selja vöruna áður
en hún er komin á markaðinn."
í hita og kulda
Sigmundur segist hafa átt von
á aukinni samkeppni á innfluttum
fatnaði en sú hafí ekki orðið raun-
in. „Fólk hefur kosið fatnaðinn frá
okkur jafnvel þótt sá innflutti sé
ódýrari. Við höfum því staðið af
okkur alla samkeppni. Það er
metnaður okkar að nota ætíð bestu
hráefnin og við leggjum áherslu á
að gera prófanir á flíkunum, bæði
vísindalegar og hjá notandanum
sjálfum. Allur fatnaður framleidd-
ur hjá okkur er búinn að ganga í
gegnum langan þróunarferil.
Vöruþróun fer fram í samstarfi
við fagmenn sem nota flíkurnar,
eins og björgunarmenn, fjali-
göngumenn og reykkafara svo að
einhveijir séu nefndir. Fyrstu ís-
lensku Norðurpólfararnir, Ari
Trausti Guðmundsson og Ragnar
Th. Sigurðsson, notuðu til dæmis
galla frá okkur og gáfu þeim bestu
einkunn. Þeir sögðu að för sinni
lokinni að þeir vildu í engu breyta
flíkunum, þær hefðu staðist allar
hugsanlegar kröfur.
Við vinnum að einangrun á
varmaleiðni og í því sambandi má
nefna að settir voru síritandi hita-
mælar inn á fatnað pólfaranna
sem skráði líkamlegt ástand og
líðan þeirra allan tímann.
Reykkafaragallar slökkviliðs-
manna sem framleiddir eru hjá
okkur þola því mörg hundruð
gráðu hita. Gallamir voru prófaðir
eftir EES stöðlum og fengu fyrst-
ir viðurkenningu fyrir að standast
próf þeirra.“
„Varmaleiðni er Iykilorð hjá
okkur,“ bætir Sævar fram-
kvæmdastjóri við . „Við höldum
hita, á þeim sem klífa jökla, og
verndum þá sem vaða eld og reyk
gegn hita. Þarna er stórt stökk á
milli en í vöruþróunarverkefni okk-
ar stefnum við að því geta gefið
nákvæmar upplýsingar um það
hversu mikinn hita eða kulda fatn-
aður okkar þolir.“
Veljum íslenskt
Rekstur fyrirtækisins hefur ver-
ið hagstæður frá upphafí og árleg
veltuaukning hefur verið um 8%
til 16%.
„Þótt markaðurinn innanlands
sé dvergmarkaður höfum við ekki
undan að sinna honum,“ segir Sig-
mundur. „Við höfum því ekki ver-
ið með útflutning á vörum okkar
svo að nokkru nemi. Við einbeitum
okkur hins vegar að því að hanna
I
i
I
I
!
$
i
ts
I
>
i
>
i
i
i
I
)
I
I
i